Morgunblaðið - 08.11.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.11.1957, Blaðsíða 3
Föstudagur 8. nóv. 1957 MORfíVWBLAÐlÐ 3 Gunnar Gunnarsson: Aíít er matur í haiiæri VESALINGS „Viljinn“ (þjóðin er moltnuð framan af nema á blað hausnum) fer heldur en ekki á stúfana út af því, að ég skyldi gerast svo djarfur, að verða við tilmælum góðra manna um að segja nokkur orð í tilefni af fyrstu ártíð þjóðbyltingarinnar í álíka verndar við, einkum þar sem þeir fyrir fáum árum buðu mér heim vegna fornra kynna og gerðu vel til mín. Sjálfboðalið- arnir blóðstokknu eiga þar verk- efni þeim samboðið. Þess er vert að geta, að Aðventa varð til fyrir pöntun þýzks út- gefanda einmitt í valdatíð Hitlers og er á boðstólum enn þann dag í dag bæði austan tjalds og vest- an, en á þeim sömu árum reit ég Grámann; sú bók var prentuð að nýju í fyrra vestan vegin. Þær bækur mínar og aðrar segja til um mat mitt á manngildi og vel- sæmi það greinilega, að ég nenni þar engú við að bæta nema helzt því, að mér vitanlega hefur eng- um manni, nema ef vera skyldi einum landa minna, flogið í hug, að ég mundi skelfast við ógnanir um að kosti mínum kynni að verða þrengt eða vera falur fyrir fé eða fríðindi til annarra verka en þeirra, að rita það, sem mér býr í brjósti. Þetta vita kommar allra manna bezt, þótt þeir er rök þrýtur hampi annarri skoðun er henta þykir. Nógu líklega hafa þeir látið, áður þeir sneru við blaðinu. Mönnunum er vorkunn, og mætti þó við þá segja í hálf- kæringi: Maður líttu þér nær. 7. nóvember 1957. STAKSTEINAR Pólitískt siðgæði Alþýdublaðið og Tíminn ger» mikið úr nokkrum köpuryrðum, sem Bjarni Benediktsson frá Hofteigi sendir Brynjólfi Bjarna- syni í síðasta hefti Birtings. Hvor- ugt blaðið minnist hins vegar á þessi ummæli Bjarna frá Hof- Ungverjalandi, en í ræðu minni benti ég á, að verði ekki gát á höfð betur en nú um skeið, mætti vel svo fara að lík örlög biðu íslendinga. Um gildi þeirra orða er grein blaðsins fullkomið sönn- unargagn. Viðbrögð komma urðu að von- um. Úr þeim herbúðum er ekki annars að vænta. í þessu þokka- skrifi sínu yngir blaðið upp dylgj ur, sem það þegar hefur hlotið dóm og greitt bætur fyrir, — bætur, sem það að vísu, vegna ónógrar íslenzkrar löggjafar til verndar mannhelgi, munar ekk- ert um. Að eðlilegu innræti sínu hleður það til bragðbætis rógi ofan á um að ég, sem stóð í nánu sambandi við Det unge græns- værn, hafi verið á bandí nazista og lýgur til því, að ég hafi átt einkasamtal við Hitler (einir fimm-sex menn aðrir voru viðstaddir þessa kurteisisheim- sókn, og það er gamalt máltæki, að þjóð veit, þá þrír vita), er ég fyrstu mánuði ársins 1940 stóð við samninga, gerða fyrir styrjaldar- byrjun, og lofaði þýzumælandi mönnum, sem kærðu sig um það, að heyra kafla úr Fjallkirkjunni, sem fáir hafa hlaðið meira lofi á en þetta sama blað, svo og smá- sögurnar Feðgana og Jaspar, en ég tel bækur mínar yfirleitt þeirrar tegundar, að menn hafi gott af að kynnast þeim, og veit ekki til að í þeim sé boðað of- beldi. Hvað til ber að jafnvel Rússar telja ritverk mín ekki ó- ferjandi, skal ég ekkert um segja. í nýútkomið safn norrænna smá- sagna, hafa þeir tekið Feðgana að mér fornspurðum, en rausnazt til að senda mér eintak. Sama lag höfðu þeir á, er þeir prentuðu söguna í tímariti, en þá kom greisðla fyrir tveim árum síðar, þokkaleg, þó ekki á borð við það sem Helgafell greiðir, enda fs- land stórveldi á sviði anda og menningar, samanborið við heims veldið mikla í austri. Rúsínan í pylsuendanum og þó öllu heldur uppistaða ritsmíðar- innar er annars, svo ótrúlegt sem það mætti virðast, tekin trausta- taki úr ævagömlu Morgunblaði. Það, sem nú á að vera saknæmt, er, að ég var þeirrar skoðunar að heppilegast væri að menn af sama kyni lifðu innan einna landamæra. Á þeirri stundu, sem atburðir gerast, er ekki alltaf jafnauðvelt að átta sig á, hvað raunverulega í efni er. Arinars var nefnd skoðun í samræmi við þá sannfæringu mína, að eigi nor- rænni menningu vel að vegna og enginn að heltast úr lestinni, sé lífsnauðsyn að Norðurlönd j sameinast frekar en orðið er, en um skilning á þeim hlutum horfir I nú ólíkt vænlegar meðal heil- brigðs almennings en fyrir nær tuttugu árum — rúsínan er það gömul, svo það er ekki að furða, að farið er að slá í hana. „Viljann“ velgir við fáu, enda er allt matur í hallæri. Gömul blaðaummæli er vitanlega ekki neitt launungamál og hafa aldrei verið, og kann þó, ef að vanda lætur, eitthvað að hafa ruglazt í meðförunum. Að svo fornum gögnum og aumum er flíkað af heift og virðist helzt benda til, að ég sé í augum komma hálfgild- ings skridreki á leið til Vínar- borgar. Er furða að þeir þjóti upp til handa og fóta á ártíð „frelsunar" Ungverjalands! Aust- urríkismenn kynnu að þurfa Veltuútsvör í núverandi mynd er ekki unnf að innheimta til frambúðar Frumvarp Björns Ólafssonar rætt á Alþingi i gær í GÆR fór fram í neðri deild Alþingis 1. umræða um frumvarp til laga um veltuútsvör, sem flutt er af Birni Ólafssyni. f frumvarpinu segir, að bæjar- og sveitarfélög skuli hafa rétt til að leggja veltuútsvör á þá gjaldendur, sem selja vörur eða þjón- ustu. Skulu þau vera misjöfn eftir tegundum atvinnu, og er það hlut- verk ráðherra að ákveða með reglugerð til 5 ára í senn, hve mikið greiða skuli af veltu í hverri starfsgrein. Aldrei má þó útsvar þetta vera meira en 3% af veltunni. Þá leggur Björn Ólafsson til, að heimilt sé að taka tillit til veltu- útsvarsins í verðreikningnum og að það skuli ekki talið með tekjum gjaldanda við ákvörðun sveitarútsvars og tekjuskatts. Veltuútsvörin á skv. frumvarpinu að greiða mánaðarlega. Vaxandi útgjöld sveitarfélaga í greinargerð segir flutnings- maður: „Tvo síðustu áratugi hefur lög- gjafinn stöðugt bætt á bæjar- og sveitarfélögin nýjum gjöldum í félagslegum efnum án þess- að sjá þeim fyrir nýjum tekjustofn- um. Verða þau enn að mestu að sjá sér farborða með hinum gamla og einhæfa tekjustofni sín- um, útsvörunum, sem enn eru lögð á „eftir efnum og ástæðum". En þessi tekjustofn hefur sín takmörk, og fyrir fáum árum var svo komið, að hann var orðinn gersamlega ófullnægjandi, ef mæta átti þeim kröfum, sem nú eru gerðar um þjónustu bæjar- og sveitarfélaganna. Veltuútsvörin Til að geta haldið rekstri sín- um gangandi og staðið undir hinni öru þróun í félagslegum efn um urðu bæjarfélögin að afla sér tekna umfram það, sem hægt var að ná með hinu venjulega sveit- arútsvari. Var þá af bæjarfé- lögunum gripið til þess örþrifa- ráðs að leggja á nokkurn hluta gjaldendanna sérstakt útsvar á veltu og þjónustu án nokkurs til- lits til tekna þeirra eða efna- hags, í viðbót við venjulegt sveit- arútsvar og lögboðna skatta til ríkisins. Á þennan hátt er á nokkurn hluta skattgreiðenda lagður þungur og ósanngjarn aukaskattur til sveitarsjóðs, sem nú tekur að mestu það, sem sveit arútsvar og ríkisskattar skilja eft ir af nettóárstekjum gjaldend- anna, en margir verða að greiða miklu meira en tekjunum nem- ur, og verður þá veltuútsvarið beinn skattur á eignir þeirra. Eru til dæmi um, að á þennan hátt hafi verið lagt á gjaldendur svo að hundruðum þúsunda króna skipti umfram tekjur þeirra“. Dæmi um veltuútsvör Björn Ólafsson nefndi í fram- söguræðu sinni í gær allmörg dæmi um veltuútsvarsgreiðslur ýmissa fyrirtækja, aðallega iðn- fyrirtækja, víða um land á sl. ári. Fyrst sagði hann frá 2 fyrir- tækjum, er bæði höfðu rúmlega y2 millj. kr. í nettótekjur. Ann- að greiddi 55.800 kr. í veltuút- svar, hitt 176.000 kr. Bæði greiddu þau rúml. 300.000 kr. í tekjuskatt og almennt útsvar. Niðurstaðan varð því sú, að af álíka miklum nettótekjum hélt annað eftir tæpl. 150 þúsund kr., en hitt rúmlega 35 þúsund. Þá nefndi Björn nokkur dæmi um fyrirtæki, sem greiða þurftu meira til hins opinbera en tekj- um þeirra nam, allt frá 45 þús. króna og upp í um 660 þúsund. Loks tók hann dæmi um fyrir- tæki, sem rekin voru með tapi og þurftu því ekki að greiða tekju- skatt, en urðu engu að síður að standa skil á háum fjárhæðum sem veltuútsvörum, frá 14 þús. kr. og allt að 290 þús. kr. Óréttlát og hættuleg skattheimta í greinargerð frumvarpsins segir ennfremur: „Þessi tekjuöflur. er í senn óréttlát og hættuleg. Órétt- ZHUKOV KEMUR HEIM ÚR BALKANFÖR — Þaö verður þó aldrei um okkur sagt, að við séum ekki kurteisir. lát er hún vegna þess, að hún lendir með miklum þunga á aðeins nokkurn hluta gjald- endanna, án tillits til tekna þeirra og efnahags. Þessi tekju öflun er hættuleg vegna þess, að hún dregur tii sín eignir og veltufé atvinnuveganna og stöðvar eðlilega og nauðsyn- lega þróun atvinnufyrirtækj- anna. Þessi tekjuöflun getur ekki verið til frambúðar. Hún getur aðeins staðið takmark- aðan tíma, og því lengur sem henni er haldið áfram í því formi, sem hún er nú, því meira tjón mun af henni hljót ast. Þess vegna er nauðsynlegt að breyta nú þegar þessari tekjuöflun bæjarfélaganna í það horf, að þau geti til fram- búðar haft veltuútsvar sem tekjustofn, án þess að gengið sé í berhögg við gjaldþol skatt greiðendanna og allar viðtekn ar reglur um opinbera skatt- heimtu.“ I framsöguræðu sinni í gær benti Björn Ólafsson einnig á, að veltuútsvörin lenda með mestum þunga á þeim er hafa mikið í veltunni en, fá hlut- fallslega lítinn ágóðahlut, — m. ö. o. á þeim rekstri, sem þjóðhagslega er liagkvæmast- ur. Hinar nýju reglur í frumvarpinu Greinargerðinni lýkur með þessum orðum: „Með þessu frumvarpi er lagt til að lögfesta rétt bæjar- og sveitafélaga til þess að leggja veltuútsvör á þá aðila, sem selja vörur eða þjónustu. En jafn- framt eru þau takmörk sett, að þetta útsvar megi hæst vera 3% af veltu. Venjan hefur verið sú, að veltuútsvarið er misjafnt eftir tegund starfsgreinar, frá 0,6% til 5%. Gjaldendum er heimilað að taka tillit til veltuútsvarsins í verðreikningum sínum, og skulu þeir færa það sem sérstakan lið í rekstri sínum og gera viðkom- andi bæjarfélagi mánaðarlega skil á útsvarinu. Með þessu móti verður veltuútsvarið gert að ó- beinum skatti, enda er engin leið að innheimta það framvegis á annan hátt. Alþingi getur ekki lengur dauf heyrzt við kröfum bæjar- og sveitarfélaga um nýjan, heil- brigðan tekjustofn til viðbótar íveitarútsvarinu. Með frumvarpi þessu er bent á leið fyrir bæjar- og sveitarfélögin til eðlil^grar tekjuöflunar, sem staðið getur til frambúðar." Aðrar leiðir f framsöguræðunni benti Björn Ólafsson á, að hann hefði í fyrra flutt frumv. ásamt Jóni Pálma- syni og Sigurði Ágústssyni um að j gera veltuútsvör frádráttarbær. j Kvað hann fulltrúa bæjarfélaga j á Austur-, Norður- og Vestur- landi nýlega hafa samþykkt á- lyktun á fundi, er þeir héldu með sér, um að nauðsynlegt væri að veltuútsvörin væru frádráttar- bær og að öll rekstrarform bæru sömu byrðar að þessu leyti. Björn kvaðst álíta, að breyting sú, er farið var fram á í frumvarpinu Framh. á bls. 18 teigi: „Það væri til dæmis æskilegt, að við rifjuðum öðm hvoru upp það stefnuskráratriði okkar at koma hernámsliðinu úr landi, »g er bezt að segja það fullum fet- um: ef ríkisstjórnin gerir ekki gangskör að brottför hersins, þá eigum við sósíalistar að láta það varða stjórnarslitum. Því er hald- ið fram, að hætti sósíalistar stuðningi við ríkisstjórnina vegna ágreinings um hersetuna, þá komi íhaldið til valda og herinn verði fastari í sessi en nokkru sinni. En slíkt er engin röksemd. Það er engin pólitík að miða verk sín við það, hvað aðrir mundu gera við þær og þær aðstæður, heldur er spurningin sú, hvað maður gerir sjálfur, hvort maður stendur við fyrirheit sín og stefnu — hvort maður ástundar pólitískt siðgæði“. Hvort sem þessi maður er sér- staklega hæfur til að tala um pólitískt siðgæði eða ekki, er greinilegt, að það er eitur í bein- um Tímans og Alþýðublaðsins, að á slíkt siðgæði sé minnst. „E.t.v. í útlöndum“ En þeir eru fleiri en Bjarni frá Hofteigi af þeim Birtings- mönnum, sem finnst fátt um heilindi sálufélaga sinna í röð- um vinstri manna. Einn vitring- anna, Einar Bragi að nafni, seg- ir t .d.: „Síðan atvinnupólitíkusar í röðum hernámsandstæðinga sviku í herstöðvamálinu, hefur Fylgd fengið hvíld í náð“. „Fylgd“ er kvæði eftir Guð- mund Böðvarsson. Síðar segir: „Atvinnupótitíkusarnir eru eina mandarínastéttin sem til á ís- landi: eina stéttin sem í raun og sannleika lifir einangruð frá fólk- inu og landinu í fílabeinsturni illa fengins auðs og þaðanaf verr fenginna valda. Ég efast um að forsprakkar hinna svokölluðu verkalýðsflokka hér á landi hafi talað við verkamann seinasta ald- arfimmtunginn nema ef til viil í útlöndum“. ,,Ef við eigum að lifa“ Þá er hljóðið ekki betra í Jó- hannesi úr Kötlum: „— Hvernig lízt þér á hegðun stjórnmálamannanna í herstöðva- málinu? — Segðu heldur hegðun okkar — eða eru stjórnmálamennirnir ekki okkar fulltrúar? TU hvers er að vera að djöflast endalaust á þessum stjórnmálamönnum án þess að hreyfa legg né lið — láta þá bara sitja og sitja, kjör- tímabil eftir kjörtímabil. Misnoti þeir valdið, svíki þeir loforðin — nú þá er bara að gera bylt- ingu, maður! Við kjörborðið ef ekki vili betur til!-------Eitt er víst: herinn verður að fara ef við eigum að Iifa“. Ef marka má af þessu, er hljóð- ið ekki gott i kommúnistum um þessar mundir. En enginn skyldi taka mark á þessum stóryrðum. Einar Olgeirsson birti boðskap ráðamannanna í Kreml í Rétti á dögunum. I bili eiga kommúnist- ar hér að kingja hverju sem er, vegna hagsmuna kommúnista af því að vera i stjórn a. m. k. eins Atlantsliafsrikis. ísland á að vera „mistilteinninn“. Eins og Einar segir: „Og þó þetta samstarf hér mætti vera betra og nánara, þá jr sú staðreynd, að það er til, mikilvægur vísir þess, er verða tá síðar um Evrópu“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.