Morgunblaðið - 08.11.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.11.1957, Blaðsíða 9
Föstudagur 8. nóv. 1957 iuoRnrrtnr 4010 » honum streymdi hlýja og ylur, sem náði til hjartans" VBÐ LÁT Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi, fyrrverandi skrif- stofustjóra Alþingis, er mér, sem þessar línur rita, horfinn af hér- vistarsviði sá maður vandalaas, er ég tel mig eiga mest gott upp að unna. Kunningsskapur og vinátta okk ar Jóns Sigurðssonar átti sér langa sögu eða nokkuð á fimmta áratug. Fyrstu kynni okkar Jóns hóf- ust hjá Morten Hansen skóla- stjóra. Dvöldum við saman á heimili þessa gagnmerka skóla- manns. Þar var gott og ánægju- legt að eiga heima, enda var okk- ur æ síðan ógleymanlegar endur- minningarnar um veruna í návist þessa veglynda og gamansama höfðingsmanns. Árið 1916 lágu leiðir okkar Jóns saman inn á Alþingi. Það ár varð Jón fulltrúi á skrifstofu Alþingis en við skrifstofustarf- inu tók hann 1921 og gengdi því óslitið fram á árið 1956. Það ljúka allir upp einum munni um það, sem kynnzt hafa störfum Jóns Sigurðssonar á Al- þingi, að þeirri stofnun var það mikið happ að fá í sína þjón- ustu slíkan afburðamann sem Jón Sigurðsson var og þá var það og mikið lán löggjafarþingi voru hversu því auðnaðist að búa lengi að starfsorku þessa f jölhæfa og gagnmenntaða gáfumanns. Þegar eg nú í hinzta sinni kveð minn góða, trygga vin, rifjast upp í huga mínum minningarnar um samveru okkar frá fyrstu kynn- um og þá ekki sízt samstarfið á Alþingi í fulla fjóra áratugi. Finn eg þá bezt hve stóra þakkarskuld eg á honum að gjalda fyrir alla hans velvild og aðstoð sem hann af ríkidæmi vitsmuna sinna var jafnan reiðubúinn að láta mér í té. Svo gott sem það var að þiggja ráð hans jafn raunhæf sem þau reyndust ævinlega, þá var eigi minna um vert hvernig að stoð hans og fyrirgreiðsla var í té látin. Viðmót hans og fram koma var í hvívetna með þeim hætti, að frá honum streymdi hlýja og ylur sem náði til hjart- ans og leikandi glaðværð hans og gamansemi hratt á brott öll um drunga og skuggum, svo að í návist hans rýkti jafnan birta og heiðríkja. Og svo ríkur þáttur var hin létta lund í eðli þessa raun- sæja manns að er af honum bráði milli kvalakastanna er hann háði dauðastríð sitt, varð lífsgleðin allt í einu öllu yfirsterkari og af vörum hans hrutu gamanyrði eins og hann væri í fullu fjöri. Þannig endaði hann, sem borið hafði gæfu til þess að strá í svo ríkum mæli birtu og yl á lífs- braut samferðamanna sinna, líf sitt, umvafinn örmum ástríkrar konu og barna. Pétur Ottesen. Velta Loftleiða á þessu ári um 65 millj. kr. Frá a&alfundi á þriójudag AÐALFHNDUR Loftleiða var haldinn í veitingasal félagsins á Reykjavíknrfiugvelli sl. þriðju- dag. f skýrslu formanns félags- stjórnar, Kristjáns Guðlaugsson- ar hrl., kom m.a. fram, að vænt- anleg flugvélakanp hafa torveld- azt nokkuð, því að yfir færsla á dollurum upp í fyrstu greiðslu hefur ekki fengizt. 177 starfsmenn f skýrslu framkvæmdastjórans, Alfreðs Elíassonar, sagði m.a., að á árinu 1956 hefðu verið farnar 220 ferðir milli Evrópu og Ame- ríku og 15 ferðir milli fslands og annarra Evrópulanda. Fluttir voru 21.773 farþegar í stað 16.815 árið áður. Flugvélar fé- lagsins eru 2, og það hefur auk þess 2 flugvélar á leigu. Var sú fyrri í förum allt árið 1956, en hin síðari frá árinu miðju. Framkvæmdastjórinn gaf einn ig skýrslu um rekstur Loftleiða þetta ár. Nú i sumar voru hafnar að nýju ferðír til LondOn. Flutn- ingar hafa aukizt að mun frá því á sl. ári. Starfsmenn Loftleiða eru nú 177, — 110 í Reykjavík, 34 í New York, 8 í Kaupmannahöfn, 1 í Glasgow, 7 í London, 12 í Hamborg, 3 í Luxemborg, 1 í Osló og 1 Sóla. Velta 65 milljónir Varaformaður félagsstjórnar- innar, Sigurður Helgason fram- kvæmdastjóri las upp reikninga félagsins og skýrði þá. Niðurstaða rekstrarreiknings var kr. 60.606.031.08 og niður- stöður á efnahagsreikningi kr. 23.043.160.23. Afskriftir námu kr. 4.437.941.99. Hann gat þess að flugvélin Hekla væri nú fullafskrifuð og væri nú bókfærð á 2.646.675.40 kr. Velta félagsins hefir farið sí- vaxandi frá ári til árs. Frá árinu 1954 hefir veltan tvöfaldast. Ennfremur var þess getið að gera mætti ráð fyrir því að velt- an á þessu ári yrði um 65 millj. Sigurður gat þess að umrætt reikningsár hefðu útgjöld fé- lagsins hér á landi vaxið gífur- lega vegna aukinnar dýrtíðar og væri reksturskostnaður hlutfalls lega meiri hér en í nokkru öðru landi, þar sem félagið starfaði, að Bandaríkjunum einum und- anskildum. Á sama tíma hafa fargjöld milli íslands og annarra landa lækkað verulega síðan 1950. Fótfesta á flugmarkaði Sigurður sagði m.a. Með starf- semi félagsins undangengin ár hefur tekizt að komast. örugglega inn á hina stóru markaði í far- þegaflugi yfir-Atlantshafið, bæði vestan hafs og austan. Til marks um það hvað áunn- izt hefir skal ég nefna hór nokkr- ar tölur um farþegaflutninga yfir Atlantshafið á árinu 1956 í svo- kölluðum túristaklassa. Heildar- flutningar það ár voru 500,426, og þar af fluttu amerísku félögin tvö 263.919, eða um 53%. Evrópu- félögin ellefu fluttu hins vegar 236.507, eða um 47%. í saman- burði við minni Evrópufélögin voru flutningar okkar þessir; og tel ég þá neðan frá, þá lægstu fyrst: Tölurnar sýna farþega- fjölda til og frá New York. Spænska félagið Iberia .. 5.399 ísraelsfélagið ELAL .... 7.948 ítalska félagið LAI .... 10.264 Loftleiðir ............... 13.936 Svissneska fél. Swissair .. 17.849 Belgíska fél. Sabena .... 20.350 Af flutningum á Atlantshafi í þessum flutningaflokki hefir fé- lagið því innan við 3%. Til fróðleiks má geta þess hér að Loftleiðir er eina Evrópufé- lagið á Atlantshafsleiðinni, sem ríkið er ekki aðili að eða ríkis styrks nýtur á einhvern hátt. Öll hin Evrópufélögin eru annað hvort ríkisfyrirtæki að meira eða minna leyti, eða styrkt af hinu opinbera. Fundarmenn ræddu svo skýrslu stjórnarinnar og starf- semi félagsins og var m.a. bor- in fram eftirfarandi tillaga, er samþykkt var einróma. „Aðalfundur Loftleiða h.f. haldinn 5. nóv. 1957 samþykk- ir að bcina þeim tilmælum til hæstvirtrar ríkisstjórnar, að hún hlutist til um að fé- laginu verði látin í té nauð- synlegur gjaldeyrir, sem þeg- ar hefur verið veitt leyfí fyrir af opinberri hálfu til flug- vélakaupa. Fundurinn leggur rika á- herzbu á að ekki verði á þessu óþarfa dráttur, með því að i húfi eru ekki aðeins hagsmun- Ir félagsins, heldur einnig framtíð íslenzk miliilanda- flugs“. Stjórnarkjör Stjórn félagsins var endurkjör- in, en hana skipa Kristján Guð- laugsson, Sigurður Helgason, A1 freð Elíasson, E. K. Olsen og Ól- afur Bjarnason, Varastjórn var einnig endurkjörin, en hana skipa Sveinn Benediktsson og Einar Árnason. Aðsókn Tímamanna BÆNDARÁÐSTEFNA ungra Sjálfstæðismanna hefir farið ákaf lega í taugarnar á Tímamönnum og er það að vonum. Þeir hafa síðan haft vonda drauma. Vofur þeirra eigin verka og vanrækslu- synda í landbúnaðarmálum sækja að þeim öllu meira en áður. Þeir hafa líka týnt saman heila runu af gömlum ósannindum og blekkingum Tímans og spyrja svo og endurtaka: Var þetta rætt á bændaráðstefnunni? Því er óhætt að svara hiklaust svo: Það var þar ekkert rætt um ósannindi og þvaður Tímans. Heldur var það allt annað, sem þar var rætt. Það var rætt um það, hvaða ráð væru til þess, að bjarga bændunum og sveitunum, eftir þá óstjórn, sem hjá Tímamönnum hefir gilt í þjóðmálum yfirleitt. Landbúnað- armálum réðu þeir meðal annars samfleyt í 15 ár frá 1927—1942 og voru komnir vel á veg með að gera alla bændur gjaldþrota. Fólk ið flúði sveitirnar í þúsundatali. Helztu bjargráðin á þeim tíma: karakúlféð og minkarnir höfðu gefist heldur illa. Afurðasölulögin voru framkvæmd þannig, að bændur fengu oftast ekkert fyrir sína eigin vinnu og ekki nærri alltaf tekjur fyrir öðrum tilkostn- aði. Fulltrúar bænda í kjötverð BÆJARBÍÓ í Hafnarfirði sýnir um þessar mundir mynd er nefn- ist „Sumarævintýri", með hinni mikilhæfu leikkonu Katharine Hepburn i aðalhlutverkinu. Mynd in er í litum og gerist öll í Fen- eyjum og þar er hún tekin. — Sér maður þarna þessa fögru borg í allri hennar dýrð og eyk- ur það mjög á gildi myndarinnar, sem er afbragðsvel tekin og ágæt lega leikin. Fjallar myndin um unga ameríska stúlku, sem er gestur í borginni, en þjáist þar af einmannaleik unz hún hittir fyrir ítala einn, miðaldi-a, er hrifst af hinum sérstæða persónu leik hennar. Hin unga stúlka verður einnig ástfanginn af hon- um, en þeir meinbaugir eru á, að hann er kvæntur og því forð- ar hún sér á brott frá honum að lokum. — Leikur Katharine Hep- burn í hlutverki ungu stúlkunn- ar er frábær, sterkur og áhifa- mikill. Rossani Brazzi, er fer með annað aðalhlutverkið, leikur einnig prýðilega. Mynd þessi er öll heillandi og á umhverfið vissulega mikinn þátt í því og hið skemmtilega suðræna andrúms- loft sem þar ríkir. Ego. ir við að styðjast. Það sem Tima- menn telja sönnun í því efni, að styrkirnir og lánin voru að litlu leyti borgað út á meðan Nýsköp- unarstjórnin var við völd, sannar ekki neitt og getur ekki gert það. Styrkir og lán er ekki borgað út nema á unnin verk. Og löggjöf stjórnarinnar um stórkostlega aukin framlög til ræktunar og bygginga auk allrar þeirrar vél- tækni sem þar með fylgdi, var ekki svo sterk, að koma þvi til leiðar, að verkin væru unnin taf- arlaust. Vélarnar þurfti að út- vega. Það tók sinn tíma. Og verk- in voru ekki búm um leið og á þeim var byrjað. Löggjöfin var jafn merkileg og þýðingarmikil fyrir því. Hún leiddi til byltingar á þessu sviði. Og þá byltingu ber bændum að þakka Nýsköpunar- stjórninni. Þar með er ekki þeim mönnum í Framsóknarflokknum, sem við tóku til að eiga sinn þátt í að framkvæma lögin, neitt van- þakkað. Þar komu einkum tveir menn til greina, mjög vinveittir landbúnaði, enda starfsmenn bændanna þ. e. þeir Bjarni Ás- geirsson, formaður Búnaðarfélags íslands og Steingrímur Steinþórs son, búnaðarmálastjóri, sem hvor um sig fékk yfirstjórn landbúnað- armála á tímabili. Þeim ber ekk- lagsnefnd, þeir Jón Árnason og el^ ^ð vanþakka. En þess vei-ður Helgi Bergs voru haust eftir haust beittir ofriki af meirihluta þeim, sem neytendur og ríkisstjórnin réðu. Þegar loks, að Sjálfstæðis- menn fengu yfirráð þessara mála nokkra mánuði 1942, þá var hag bænda svo illa komið að eigi þótti annað fært en tvöfalda kjötverð- ið, þ. e. hækka það um 100%. Varð það til verulegs bjargræðis í bili. Árið eftir voru 6 manna nefndar lögin sett fyrir tilhlutun fjárhagsnefndar Neðri deildar Alþingis. Lá við borð, að þau lög kostuðU stjórnarslit og uppreisn þeirra er bændum eru andstæðir. Þýðingarmesta ákvæði þessara laga, að ákvörðun nefndarinnar væri bindandi ef nefndin yrði sammála var tillagan frá Jóni. Pálmasyni þm. Austur Húnvetn- inga. En það kostaði mikið þras og langar vökur að fá fulltrúa Framsóknarflokksins í fjárhags- nefnd-til að fallast á lögin. SíðUstu 30 ár hafa Tímamenn stjórnað landbúnaðarmálum sam- tals í 27 ár, en Sjálfstæðismenn í alls 3 ár. Af fólki á vinnufærum aldri er nú eftir í sveitunum að- eins 13% af þjóðinni. Og það mun eigi ofmælt, sem einn bóndi sagðí nýlega í blaðagrein, „að ef alltaf hefði verið „vinstri stjórn" frá 1939 og fram á þennan dag, þá mundi allur einkarekstur í land- búnaði vera úr sögunni. Þá væri allur landbúnaður á landi voru rekinn af einhverjum opinberum aðilum. Sagan er sú, og það verða sveitamennirnir að gera sér ljóst, að 3ja ára stjórn Sjálfstæðis- manna á landbúnaðarmálum og hluttaka þeirra í ríkistjórn með öðium, hefur bjargað sveitunum, að svo miklu leyti, sem þeim hefir verið bjargað. Þær stórstígu framkvæmdir í ræktun og húsa- byggingum, sem orðíð hafa síð- ustu 10 árin eru allar byggðar á löggjöf, sem sett var og undir- búin á tímabili Nýsköpunar- stjórnarinnar 1944—1947 eins og formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti réttilega þegar bændaráð- stefnan var sett á dögunum. Allt tal Tímans um skrum í því sam- bandi er þvaður, sem ekkert hef- þá líka að minnast, að þeir voru í ríkisstjórn í samvinnu við Sjálf- stæðismenn og því ekkert lam- aðir af þvílíkum „vinstri-stjórn- ar“-villikenningum, sem um þessar mundir ganga fjöllunum hærra. Ein af margendurteknum slúð- ursögum Tímans um Sjálfstæðis- menn er sú, að þeir hafi verið eitíhvað óvinveittir þvi, að reist yrði Áburðarverksmiðjan af því, að þeir samþykktu ekki frum- varpsómynd, sem kastað var inn í Alþingi 1945. Frumvarp það var vanhugsað í alla staði. Fyrir sam- •þykkt þess var enginn grundvöll- ur. Áburðarverksmiðja kom ekki til greina nema í sambandi við stóra raforkustöð. Þá fýrst er Sogsvirkjunin síðasta kom til nota var grundvöllur fenginn fyr- ir Áburðarverksmiðju. Þá var hún líka reist, að athuguðu máli og sannarlega ekki síður fyrir atbeina Sjálfstæðísmanna én Framsóknar. Allur rógburður Tímans út af Áburðarverksmiðju málinu í garð Sjálfstæðismanna, er því tilefnislaus og meira en það. En það eru ær og kýr slikra manna, sem eru stefnulausir sjálfir og mörgum óhreinum flík- um klæddir, að reyna til, að við- halda trausti hjá fávísum lýð með tilefnislausum rógburði um sér meiri menn. Helst ættu þeir, að hafa vit á, að haætta öllum skrif- um um landbúnað og fjármál. Slík er þeirra sumra saga á liðn- um árum. Lítur þó út fyrir, að það versta sé eftir. Hver hefur rið á því að auglýsa ekki? JBorgtmbfaMfc Simi 2-24-80 HAGNAR JÓNSSON hæstaréttariögmaður, Laugaveg. 8. — Sími 17752. Lögfræðistörf. — Eignaumsýsla. I dag er nœstsíðasti sölud agur í 11. flokki Munið að endurnýja * Happdrætti Háskóla Islands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.