Morgunblaðið - 08.11.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.11.1957, Blaðsíða 6
6 MORGVNBl AÐ1Ð Föstudagur 8. nóv. 195V JÚGÓSLAVAR SNÚA AUSTUR Á BÓGINN S' IAMBÚÐ Júgóslava og Vesturveldanna hefur farið versnandi á sein- ustu árum. Einkum hefur þó á þessu ári allmargt orðið til ágrein ings milli Vesturveldanna annars vegar og Títós Júgóslaviuforseta hins vegar. Hámarki sínu náði þessi ágreiningur, þegar Júgó- slavía viðurkenndi leppstjórn Rússa í Austur-Þýzkalandi. Mikl- um getum hefur verið að því leitt, af hverju Júgóslavar hafi tekið þetta skref og eru menn ekki á eitt sáttir með það. í þessu sam- bandi er á það bent að í sumar, eftir að Tító og Krúsjeff hittust I Rúmeniu, hafi Júgóslavíu verið heitið miklum fjárhagslegum og viðskiptalegum stuðningi af hálfu Rússa og Austur-Þjóðverja. í byrjun október varð það ljóst að Rússar og Austur-Þjóðverjar hefðu t. d. lofað að láta Tító í té efni og fjármagn í 2 mjög stór iðjuver, þar sem um er að ræða framleiðslu kola og alúminíums. Auk þess var gert ráð fyrir frek- ari framlögum af hálfu þessara aðila til iðnvæðingar Júgóslavíu á næstu árum. Það hefur því ver- ið talið að nánari efnahagsleg samvinna á milli Júgóslava og Rússa og Austur-Þjóðverja hafi átt sinn þátt í viðurkenningunni á austur-þýzku leppstjórninni en þar kemur fleira til greina. Viður kenningin var þriðja skrefið, sem Tító hefur gert á þessu ári til þess að nálgast Rússa enn meira en fyrr. Fyrsta skrefið var í byrj- un ársins, þegar Titó lýsti því yfir að innrás Rússa í Ungverja- land hefði verið réttmæt og haft þá þýðingu að koma í veg fyrir styrjaldarhættu. Rússar sýndu þakklæti sitt til Títós fyrir þetta viðvik með því að skipa Búlgör- um og Rúmenum að minnka þann herstyrk, sem þeir höfðu haft við austur-landamæri Júgóslaviu. Auk þess kom það strax í ljós, að ummæli í rússneskum blöðum og útvarpi í garð Júgóslava urðu nú mun vinsamlegri en áður hafði verið. Annað skrefið, sem Tító steig til þægðar við Moskvu, var þegar hann lýsti því yfir að hann teldi að hið svonefnda Oder-Neisse- lína ætti að ráða landsskiptingu milli Pólverja og Þjóðverja en þessi landamæri hafa aldrei ver- ið viðurkennd í vestrænum lönd- um og allra sízt í Vestur-Þýzka- landi. Þessi yfirlýsing Títós snerti Vesturveldin og þá sérstaklega Vestur-Þjóðverja mjög illa og kom raunar á óvart. Þriðja skref- ið var svo það, þegar Tító viður- kenndi austur-þýzku stjórnina. ★ Það er augljóst á öllu þessu að Titó vill mikið á sig leggja til að þóknast Moskvu. Hann vílar ekki fyrir sér að tefla í hættu þeim góðvilja og þeim stuðningi, sem hann hafði aflað sér á Vestur- löndum, enda kom það bráðlega í ljós, að Bandarikjamenn tóku þá ákvörðun að draga mjög að sér höndina um stuðning við Tító. Frekari vopn og tæki fær hann ekki að vestan, en einungis vara- hluti í þau tæki, sem þegar hafa verið afhent. Vitaskuld eru Júgó- slavar ekki í neinni villu um það, hvers eðlis austur-þýzka lepp- ríkið er, en það er sá hluti af járntjalds löndunum, sem Rússar halda hvað fastast í og sem þeir hafa lagt mesta áherzlu á að skapa í sinni mynd. Með því að hafa sterk tök á austur- hluta Þýzka- lands og Pól- landi, telja Rússar að þeir hafi í rauninni ráð Evrópu í hendi sér. Þeg- ar Tító því viðurkennir stjórn slíks leppríkis, hefur hann óhjá- kvæmilega í augum Vesturlanda, tekið afstöðu til stuðnings ásókn Rússa á hendur Evrópuþjóðunum. Vestur-Þjóðverjar áttu einskis annars úrkostar en að slíta stjórn málasambandi við Júgóslavíu. Hefðu þeir ekki gert það, mundu mörg ríki sem eru utan varnar- samtaka vestrænna þjóða en til- heyra þó ekki austurþjóðunum, hafa gripið til þess að viðurkenna austur-þýzku stjórnina. Ef Vest- ur-Þjóðverjar hefðu ekki stigið þetta skref, hefðu margir talið, að þeir væru nú að linast í sókn- inni fyrir sameiningu landsins en hingað til hefur það verið ófrá- víkjanlegt skilyrði af hálfu Vest- ur-Þjóðverja, að þau lönd, sem þeir héldu uppi stjórnmálasam- bandi við, viðurkenndu ekki austur-þýzku stjórnina. Ef þeir hefðu nú horfið frá þessu sjónar- miði og slíkri kröfu, þá hefðu margir litið svo á, sem VeStur- Þjóðverjum væri ekki eins mikil alvara í sameiningarmálunum, eins og þeir láta uppi. En óneit- anlega hefur ákvörðun Vestur- Þýzku stjórnarinnar ýms óþæg- indi í för með sér. Það hefur lengi verið ósk Þjóðverja að nánara samband gæti orðið milli Póllands og Vestur-Þýzkalands og Þjóðverjar hafa einnig sótzt eftir þessu, eins og yfirlýsing pólsku stjórnarinnar frá því í fyrrahaust ber ljósan vott um. Það er vitað að utanríkiráðherra Vestur-Þjóðverja, von Brentano, lagði mjög mikla áherzlu á, að Vestur-Þjóðverjar reyndu að kom ast í sem nánast samband við pólsku stjórnina. í þessu sambandi benda er- lendir stjórnmálafréttaritarar á að rétt fyrir för Gomulka til Belgrad í haust, hafi Krúsjeff um miðjan september gert Tító það tilboð, að nú skyldi komið á Balk an-bandalagi með þátttöku Júgó- slava, Albaníu, Búlgara, Tyrk- lands og Grikklands. Þetta banda lag skyldi koma á auknum við- skiptalögum og menningarlögum samböndum milli þjóðanna og Tító var ekki lengi að samþykkja þett tilboð, enda var honum ætl- að að hafa forystuna í þessu bandalagi. En myndun þess strandaði á því, að Tyrkir neituðu gjörsamlega þátttöku og Grikkj- ar. Það er því augljóst af öllu að nú á þessu ári hefur mikið sam- spil verið á milli þeirra Títós og Krúsjeffs, sem hefur haft í för með sér að Júgóslavar hafa mjög nálgast austurþjóðirnar aftur, en fjarlægst Vesturlönd. Sumir stjórnmálafréttaritarar tengja ennfremur Kýpurmálið við stefnu breytinðu Títós til austurs. Af hálfu þessara manna er á það bent að það geti varla verið til- viljun að veiðurkenning Júgó- slava á Austur-þýzku stjórninni komi á þeim tíma, þegar Sovét- ríkin höfðu uppi hvað mestan áróður gagnvart Tyrklandi. Tyrk land er hins vegar einasta sterka Vesturveldið við austanvert Mið- jarðarhaf og hafa Rússar af þeim ástæðum mjög sótt á Tyrki. Rúss ar hafa reynt að gera afstöðu Tyrklands sem veikasta í austri og vestri. í ’Sýrlandi hafa þeir náð miklum tökum og Rússar leggja sig einnig fram um að spilla samúð íraks og Tyrklands. Kýp- ur er á-steitingarsteinninn á milli Tyrkja og Grikkja, því báðir þykjast hafa þar sinn rétt. I Kýpurdeiiunni hafa Grikkir all- mjög leitað halds hjá Júgóslöv- um, sem hefur verið þeim hin eina vinveitta þjóð á þessu svæði. Stjórnmálafréttaritarar segja því að búast megi við að reynt verði að nota áhrif Júgóslava til þess að fá Grikki inn á þá braut að taka upp ákveðna afstöðu gegn Tyrkjum. Benda stjórnmálafrétta ritararnir jafnframt á að fyrir þessu ættu stjórnmálamenn í London og Aþenu að hafa opin augu og jafna deilur sínar áður en það er orðið um seinan. Bryikjóllur Eiríksson íyrrv. símaverkstjóri — minning BRYNJÓLFUR EIRlKSSON hef ur fengið hvíld frá amstri þessa heims eftir langa bið-þraut. Hann var fæddur 22. marz 1887 en lézt á Elliheimilinu Grund að- faranótt 1. nóv. 1957, var því kom inn á 8. mánuð yfir sjötugt, en hafði verið frá störfum nokkur siðustu árin vegna heilsubilunar. Hann hóf starf hjá Landssím- anum seinnihluta árs 1908, þá sem tímavinnumaður við línu- íbúó til sölu Af sérstökum ástæðum er til sölu nú þegar rishæð í húsinu Bólstaðahlíð 33, selst ódýrt ef samið er strax. Sig. Þorsteinsdóttir. lagningar og eftirlit, og þá með duglega, dygga símaverkstjóran- um Christían Björnæs, sem hann vann svo með alveg þar til hann tók við sjálfstæðri verkstjórn sumarið 1912. En fastur maður varð hann seinnipart árs 1911 með 60 króna mánaðarlaunum. Þá var honum fengið línueftir- litið út frá símastöðinni á Seyðis- firði, þegar Björnæs fluttist um haustið til Reykjavíkur. Eftir það var Brynjólfur símaverkstjóri við línulagningar á sumrin og línu-eftirlit á vetrum, óslitið þar til að hann var ráðinn húsvörður við símahúsið í Thorvaldsens- stræti 4, 1. okt. 1940. En til Reykjavíkur hafði hann flutzt vorið 1938. Áður átti hann heima á Seyðis- firði. Tók hann þar virkan þátt í félagsmálum og átti þar sæti í bæjarstjórn nokkuð lengi. Leiðir okkar Brynjólfs lágu fyrst saman sumarið 1909 við símalagninguna austur yfir Hell- isheiði, og aftur sumarið 1911 í Vestmannaeyjalínunni. Var hann þá línulagningamaður með Björn æsi, sem var verkstjóri við þess- ar línur báðar. Það var einkennandi við Brynj ólf, líklega við öll hans stórf, en fyrir víst við þau, er ég þekkti hann við, hve kappsfullur hann var og hraðvirkur. Og alltaf var hann kátur og líflegur. Því féll víst flestum vel að vinna með honum. Stundum held ég að kappið hafi valdið því, að hann sást ekki nógu vel fyrir, þótt aldrei hafi ég vitað það verða að skaða, ne.ma þá að það hafi átt sinn þátt í því, að heilsa hans bilaði fyrir tíma fram. Alls staðar kom hann sér vel, það ég frekast veit, honum var treyst og hann reyndist því trausti maklegur. Eftir að hann fluttist til Reykja víkur fór hann að starfa í F.I.S. og var í stjórn þess félags, sem gjaldkeri, um skeið. Hann giftist árið 1934 Pálínu Guðmundsdóttur, dugnaðarkonu. Þau eru barnlaus, en áður en Bryjnólfur giftist eignaðist hann dóttur, Þóru, sem nú rekur kon- fektgerð í Reykjavík. Öllum, sem einhver veruleg kynni höfðu af Brynjólfi, var það áfall, er hann missti heilsuna fyrir aldur fram og varð að hverfa frá störfum. Hann fann sárt til þess sjálfur, en bar þó veikindi sín æðrulaust. Við vinir hans og samstarfs- menn þökkum það, að hann hef- ur nú fengið lausn héðan frá erf- iðu heilsuleysi, svo að sál hans geti tekið til starfa á öðru sviði. En jafnframt vottum við samúð öllum hans nánustu, við burtför hans. „Orðstír deyr aldregi, hveims sér góðan getr“. 6. 11. 1957. St.Bj. sbrifar úr | daglega lífinu j Sendiherra l’ortújíal hér M: Skellinöðruakstur um tjarnarísinn AÐUR einn hér í bæ hefur sagt Velvakanda, að í fyrra- dag hafi sonur sinn komið meidd- ur heim. Hafði hann verið að leika sér á tjarnarísnum, en orð- ið fyrir barðinu á ógætnum pilti, er þeyttist um svellið á skelli- nöðru sinni. Skellinöðrueigendur virðast hafa mikla skemmtun af drættunum, sem allmikið hefur verið fjallað um hér í dálkunum að undanförnu. Leggur hann til, að upplýsingar um vinninga verði jafnan birtar í Lögbirtingarblað- inu strax og dregið hefur verið, Kveðst hann oft kaupa nokkuð af happdrættismiðum, en ekki fylgjast vel með, hvenær dregið er fremur en ýmsir aðrir. Svo koma miðarnir upp í hendurnar einn góðan veðurdag, og þá væ,ri gott að geta gengið að upplýsing- um um vinninga í Lögbirtingi, en margt manna kaupir það merkisblað og geymir á vísum stað. Sjálfsagt virðist vera að geta þar jafnframt allra leyfa til frarrtlengingar á happdrættum. heyrn sinni. Það fær heildarmynd af umhverfi sínu, en athugar ekki, hvaða skilningarvit það eru, sem veita upplýsingarnar. F Tító að aka á þeysispretti um tjörnina og láta bera á sér sem mest. Fara þeir að sögn kunnugra oft alltof nálægt öðrum, sem á ísnum eru, og hafa hloizt meiðingar af, enda hafa ökumennirnir lítið vald á farartækjum sínum á gljánni. Lögreglan hefur nokkrum sinn- um komið og stuggað hjólreiða- mönnunum burt, en þörf væri á að hafa stöðugt eftirlit á tjörn- inni Auglýsingar um happdrættisvinninga ÞEKKTUR borgari hefur hringt til Velvakanda út af happ- E Hlustað á byggingar K hægt að hlusta á byggingar- listina, frosnu tónlistina, sem sumir kalla? Danskur maður hef- ur nýlega ritað um þessa listgrein og svarað spurningunni játandi. Flestir segja raunar, ritar sá danski, og byggingarlistin skapi enga tóna, og þess vegna sé ekki unnt að heyra hana. En, — heldur hann áfram, hún skapar heldur ekkert ljós, en þó er unnt að sjá hana. Ljósið endurkastast og gefur okkur hugmynd um umhverfið, form bygginganna og efnivið. En hljóðið, sem þær endurvarpa, veitir einnig mynd af umhverf- inu. Og hljóðið fer eftir formum og efnum. Fólk gerír sér þess ekki fulla grein, hvað það skynjar með Hvers vegna kalt og óvistlegt? ÓLK kemur inn í herbergi og 1 segir: Hér er kalt og óvistlegt. Herbergið getur vel verið kapp- kynt, en form og efni í því verið þannig, að það hafi fráhrindandi áhrif. Litirnir geta verið kaldir —þá er það sjónin, sem skapar hugmyndina. Og svo getur hljóm- burðurinn verið harður, svo aðal- lega háu tónarnir magnist af völd um herbergisins, — þá er það heyrnin, sem er komin í spilið. Ef þetta sama herbergi er mál- að í mildum litum eða hengd þar upp veggteppi eða gluggatjöld, getur það orðið vistlegt, — þó að kvikasilíursúlan í hitamælinum hreyfist ekki hið minnsta. Hinn danski rithöfundur hefur sitthvað fleira um byggingarlist að segja. f sambandi við hljóðið og byggingarnar ræðir hann um stórar byggingar, getur þess að íbúðir nú til dags séu um of hljóðdeyfandi svo að menn hafi lítið gaman af að hlusta á sjálfan sig nema helzt í baðher- berginu og útskýrir loks gregorí- anska kirkjusönginn. Segir hann söng þennan skapaðan til að hljóma í stórum kirkjum þar sem predikanir og venjulegur bæna- lestur hlaut að drukkna í víðátt- um ótal hvelfinga og ölduföllum bergmáls úr öllum áttum. HINN nýi sendiherra Portúgal á Islapdi, dr. José do Sacramento Xara Brazil Rodrigues, afhenti ný lega forseta íslands trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn á Bessa- stöðum, að viðstöddum utanríkis- ráðherra. Að lokinni athöfninni snæddu sendiherrahjónin og utanríkis- ráðherra og frú hans hádegisverð í boði forsetahjónanna, ásamt nokkrum öðrum gestum. Sendiherra Portúgal á íslandi hefur búsetu í Osló. Myndin er tekin suður á Bessa- stöðum í gær af forseta og sendi- herranum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.