Morgunblaðið - 08.11.1957, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.11.1957, Blaðsíða 19
Föstudagur 8. nóv. 1957 MORCTnVBT 4B1Ð 19 Brittingham-feðgar ræða við 25 íslenzka stúdenta Fimm munu fá styrk.^ ískyggilegt atvinnu ástand á Dalvík BANDARÍKJAMAÐURINN Thomas Brittingham, sá sem Brittingham-stúdentastyrkimir eru kenndir við, kom hingað til lands í fyrradag, til þess að taka ákvörðun um veitingu náms- styrkja til fimm íslenzkra stúd- enta, sem hug hafa á námi í Bandaríkjunum á næsta háskóla- ári. Með honum er Thomas son- ur hans. Enginn einstaklingur hefur sýnt meiri áhuga og dugnað við að styðja og styrkja íslenzka námsmenn til framhaldsnáms er- lendis, hvorki í Evrópu né Bandaríkjunum, en Brittingham. í viðurkenningarskyni fyrir þetta starf sæmdi forseti íslands hann Fálkaorðunni í gær. Brittingham-stúdentastyrkirnir eru þekktir mjög í Skandínavíu og víðar. Hingað til lands kom Brittingham í fyrra eða nánar til- tekið fyrir 10 mánuðum. Þá kom hann hingað til þess að ákveða námsstyrkveitingu til eins is- íslenzks stúdents. En þetta fór á annan veg og varð miklu umfangsmeira. — Eg gerði mér ekki ljóst, sagði Britt- ingham í samtali við blaðamenn í gær, að svo fáir íslenzkir stúd- entar ættu þess kost að komast til náms í Bandaríkjunum, sem þá var. Það varð svo úr, að Britting- ham ákvað að sjóður hans skyldi styrkja fimm íslenzka stúdenta til náms við bandaríska háskóla Eru þeir nú allir komnir vestur og byrjaðir nám sitt, ýmist við Delaware-háskóla eða í Viscoun- sin-háskóla í Madison. Styrkir Brittingham eru mjög ríflegir og því eftirsóttir. Okkar sjónarmið er, að stúdentarnir sem styrks njóta, geti lifað þar sama lífi og hinir oandarísku stúdent- ar, sagði Brittingham og er t. d. sérstök „fjárveiting“ þar innifal- in til ferðalaga um Bandaríkin. Að þessu sinni sóttu 25 stúdent- ar um styrk úr sjóðnum. í gær og í fyrradag voru þeir Britting- ham-feðgar stöðugt á fundum með umsækjendum, sem komu til viðtals við þá niður á Hótel Borg. þar sem þeir búa. Hafa þeir feðg- ar þar kynnt sér persónúlegar að- stæður umsækjenda og áhugamál Stúkusamkoma á Ktaustri UMDÆMISSTÚKA Suðurlands hélt samkomu á Kirkjubæjar- klaustri sl. laugardagskvöld. — Ávarp flutti Þorsteinn J. Sigurðs son umdæmistemplar, en aðrir ræðumenn voru þeir Gísli Brynj- ólfsson prestur á Kirkjubæjar- klaustri, Árni Johnsen frá Vest- mannaeyjum og Jón Helgason í Seglbúðum. Benedikt Bjarklind stórtemplar flutti ..rindi um tak- mark og starf góðtemplararegl- unnar og Maríus Ólafsson las upp frumort ljóð, en Hjálmar Gísla- son flutti gamanþátt. Kynnir var Sigurður Guðmundsson og að lokum var dans stiginn. Flótti tanganna FÁNGAVERÐIR á Litla Hrauni hafa beðið blaðið að leiðrétta tvö atriði í frásögn balðsins af elt- ingaleiknum við strokufangana á dögunum. Það er þá í fyrsta lagi, að fangelsið var ekki opið. Grind- in framan við aðaldyrnar hafði bilað fyrir nokkrum dögum og var með bráðabirgðaviðgerð ráð- in bót á þessu. Fangarnir gátu losað þessa rim frá og komust þannig út. Þá voru það fanga- verðir, sem handtóku strokufang- ana í Saurbæ, en ekki menn af Selfossi. þeirra. Þeir munu síðar taka á- kvörðun um styrkveitinguna og gera þá stjórn íslenzk-ameríska félagsins 'viðvart, en það er sá aðilinn, sem tekið hefur á móti umsóknum stúdentanna. Gunnar Sigurðsson, ritari tsl.- ameríska félagsins, er var á þess- um blaðamannafundi með Britt- ingham-feðgum, sagði að Thom- as Brittingham hefði líka haft óbeint milligöngu um að átta gagnfræðaskólanemendur héðan fóru vestur til Bandaríkjanna og stunda nám í skólum þar í vet- ur. Væri stuðningur Brittinghams ómetanlegur og fyrir hans til- stuðlan væri sennilega ekkert ríki sem ætti jafnmarga náms- menn í bandarískum skólum og ísland. Brittingham er stöðugt í nánum tengslum við námsmenn sína, og lætur sig mjög skipta öryggi þeirra og velferð, sagði Gunnar. Brittingham-feðgar kváðust hafa.hitt Laxness og frú vestur í Bandaríkjunum á dögunum, og hefði það orðið þeim til hinnar mestu ánægju. Feðgarnir halda för sinni á- fram í dag til Kaupmannahafnar, síðan til Bonn í Þýzkalandi, þá til Hollands, Svíþjóðar, Finn- lands og Noregs, en þangað er erindið hið sama og hingað, að taka ákvarðanir um styrkveit- ingar til stúdenta sem Britting- hamsstyrkja njóta. — Alls eru þeir 22, sem nú stunda nám fyrir vestan á vegum sjóðsins, sagði Thomas Brittingham að lokum. FRÉTTARITARI Mbl. á Dalvík símaði í gær, að þar væri nú ríkj- andi mikið og almennt atvinnu- leysi og væru horfur mjög í- skyggilegar í þeim efnum. Vatnsborð Skorra- dalsvatns hækkað AKRANESI, 7. nóv. — Seint í sumar veitti raforkumálastjórnin rafveitun einstakra héraða leyfi til þess að ráða fram úr málum sínum. Stjórn Andakílsvirkjunarinnar hefur notað sér þetta og látið gera stiflu við ósinn á Skorradalsvatni. Jafnframt því sem vatnsborðið á Skorradalsvatni hækkaði um 50 sentim. er áin frá stífunni ofan að virkjuninni grafin niður eins og hægt þykir upp á vantshallann að gera. Með þesssu móti verður hægt að tryggja Andakílsvirkj- unni allmikinm vatnsforða, sem hægt er að grípa til þegar langvarandi frost eru eða í mikl- um þurrkum á sumrin. Hefur verið unnið að stíflu- gerðinni í haust. í fyrra og í ár, hefur verið unnið að vegagerð í Skorradal og nýi vegurinn liggur allur hærra en sá gamli, sem stóð svo lágt að á köflum lá hann und ir stórskemmdum af vatni. I fyrra var vegurinn lagður fram að Hvammi og í sumar vegur frá vatnsósinum og austur að Dragaá, en yfir ána er komin 6 m löng brú. — Oddur. Þaðan hafa í haust róið tveir litlir þilfarsbátar, en afli þeirra hefur yfirleitt vajrið tregur, enda gæftir mjög stopular. Fyrir nokkru hófu tveir stærri bátar línuveiðar. Annar þeirra hefur komizt einu sinni á sjó, en hinn þrisvar. Þeir komust þó báðir í gær á sjó og munu hafa fengið sæmilegan afla og sóttu hann vestur á Skagagrunn. En ef ekki bregður til hins betra með tíðarfarið, svo hægt verði að stunda sjóinn, sagði fréttaritarinn, þá er hér fullkom- in vá fyrir dyrum í atvinnulífi þorpsins og íbúum þess sem erv milli 500—600. í gær var ófærð orðin svo mik- il á veginum til Akureyrar, að hann var ófær öðrum bílum en tveggja-drifa bílum. — Fénaður þar er allur kominn á gjöf. Unglinga vantar til blaðburðar við Blönduhlíð Seltjarnarnes II Skerjafj. f. norðan flugvöll. JHorgttstiilaMb Sími 2-24-80 Mínar beztu þakkir til ættingja og vina, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 85 ára af- mæli mínu. Guð veri með ykkur öllum. Olafur H. Magnússon. Lokað á morgun laugard. vegna jarðarfarar Timburverzlunin Völundur hf. Móðir okkar MÁLFRÍÐUR JÓNSÐÓTTIR Mávahlíð 13, andaðist á Bæjarsjúkrahúsinu 6. þ.m. Börn hinnar látnu. Móðir okkar og fósturmóðir SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR frá Bolungarvík, er lézt 3. þ.m. verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju laugardaginn 9. þ.m. kl. 1,30 e.h. Guðrún Sæmundsdóttir, Guðný Sæmundsdóttir, Ólöf Österby, Fríða Sæmundsdóttir, Óskar Sæmundsson, Jón H. Gunnarsson. Maðurinn minn og faðir okkar ÞORSTEINN BRYNJÓLFSSON Fálkagötu 23A verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. þ.m. kl. 10.30. Athöfnin hefst með bæn frá heimili hans kl. 9.45. Sólborg Guðjónsdóttir og börn. Faðir okkar ÁSBJÖRN ÓLAFSSON trésmiður, Þingholtsstræti 22, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni laugardaginn 9. nóv. kl. 10,30 f.h. Sigurbjörg Ásbjörnsdóttir, Málfríður Nielsen. Faðir olckar SIVERT SÆTRAN sem andaðist 30. f.m. verður jarðsungin frá Fossvogs- kapellu laugardaginn 9. nóv. kl. 10,30. Þeim, sem minn- ast vilja hins látna, er vinsamlega bent á líknarstofnanir. Þorsteinn Sætran, Jón Sætran. Móðir mín og amma okkar JÁRNGERÐUR JÓHANNSDÓTTIR verður jarðsungin frá Fríkirkju Hafnarfjarðar laugard. 9. nóvember klukkan 2.30 e.h. Finnbogi Hallsson, börn, tengdabörn og systkini. Þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð við and- ■lát og jarðarför dóttur okkar og systur SÓLEYJAR JÓHÖNNU Guð blessi ykkur öll. Þórlaug Ólafsdóttir, Sigurður Magnússon og systkini. Hjartans þakklæti til allra fjær og nær er -iðsýndu okkur samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför mannsins mins og föður okkar IBSENS GUÐMUNDSSONAR frá Súgandafirði Lovísa Kristjánsdóttir og börn. Öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við hið sviplega fráfall mannsins míns og föður okkar GUÐNA JÓNSSONAR vélstjóra, færum við innilegustu þakkir. Sérstaklega þökkum við hjónunum Helgu og Fal Guðmundssyni fyrir þá margvíslegu hjálp, sem þau hafa veitt okkur. Karólína Kristjánsdóttir og börn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vinsemd og samúð við fráfall og jarðarför konu minnar ELÍNAR HAFSTEIN Þórhallur Árnasou.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.