Morgunblaðið - 08.11.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.11.1957, Blaðsíða 16
1« MORCVWliT AÐIÐ Föstudagur 8. nóv. 1957 !A ustan Edens eítir John Steinbeck 176 i i i i i o ■o Frammi í anddyrinu rakst hann* á Adam, sem hallaðist upp að veggnum, með hattinn togaðan niður undir augun, og lotinn í herðum_ „Adam, hvað hefur komið fyr- ir?“ „Ekki neitt. Ég er bara eitthvað svo undarlega þreyttur — eitt- hvað svo undarlega þreyttur". Lee tók í handiegginn á honum og það leit út fyrir að hann yrði að styðja hann og leiða inn í stof una. Adam hneig þyngslalega nið- ur í stólinn sinn og Lee tók hatt- inn af höfðinu á honum. Adam nuddaði vinstra handaibakið með hægri hendinni. Augun í honum voru undarleg, mjög skær, en al- gerlega hreyfingarlaus. Varirnar voru þurrar og þrútnar og þegar hann talaði var það eins og upp úr svefni, hægt og ógreinilega. Hann hélt áfram að nudda hendina á sér_ — „Ég varð eitthvað svo und- arlegur", sagði hann. — „Það hlýtur að hafa liðið yfir mig inni í pósthúsinu. Það hefur samt aldrei komið fyrir mig áður. Hr. Pioda hjálpaði mér á fætur. Það hefur líklega ekki verið nema ör- stutt stund, sem ég var meðvit- undarlaus. Mjög undarlegt — ég hef aldrei átt vanda fyrir yfir- liði“. „Kom nokkur póstur til okkar?" spurði Lee. „Já-já — það held ég“. Hann stakk vinstri hendinni niður í vasa sinn, en kippti henni óðar upp úr honum aftur: — „Hendin á mér er eitthvað svo undarlega máttlaus", sagði hann afsakandi og tók með hægri hendinni gult póstkort með þjónustufrímerki, upp úr vasanum. — „Ég hélt að ég hefði lesið það“, sagði hann. — „Ég hlýt að hafa lesið það“. Hann bar það upp að augum sér, en lét það svo detta niður í kjöltu séj'. * 1) — Heyrðu, vinur, ég er í vandrseðuBi. Húsbóndi þinn er farinn «4 gerast nokfcuí tóman- tíakur. Þýðing Sverrii Haraldsson □-------------------□ 1 „Lee, ég verð víst að fara að fá I mér gleraugu. Ég, sem aldrei hef * þurft þess um dagana. Ég get ; ekki lesið þetta, Það er eins og , stafirnir snúist og dansi f>rir aug unum á mér“. „Á ég að lesa það?“ „Undarlegt. — Ég verð víst að fá mér gleraugu strax á morgun. Já, hvað stendur skrifað á því?“ Og Lee las: — „Kæri faðir, ég e. kominn í herinn. Ég sagði þeim a^ ég væri átján ára. Mér líður ágætlega. Hafðu engar áhyggjur út af mér, — Aron"_ „Undarlegt", sagði Adam. — „Ég hélt endilega að ég hefði les- ið það. En ég hef líklega ekki gert það“. Ilann hélt áfram að nudda -á sér hendina. LII. KAFLI. Veturinn 1917—’18 var myrkur og uggvænlegur tími. Þjóðverjarn ir æddu áfram og ruddu öllu um sem á vegi þeirra varð. Á þremur mánuðum var tala fallinna og særðra innan brezka hersins orð- in þrjú þúsund. Margar deildir í franska hernum gerðu uppreisn. Rússland var ekki lengur striðs- aðili. Þýzku herdeildirnar í austri voru fluttar á vesturvígstöðvarn- ar, úthvíldar og ný hertýgjaðar. Stríðið virtist algeriega tapað. Það var ekki fyrr en í maí að við höfðum svo mikið sem tólf herdeildir á vígstöðvunum og það var komið fram á sumar, þegar við tókum loks að senda nokkurn teljandi herstyrk yfir Atlantshaf- 2) — Og í sannleika sagt veit ég ekki vel, hvernig ég á að snúa mit i þvi — Þú hefir áður feng- ið Hershöfðingjar Sambandsrikj- anna börðust sín á milli Kafbát- ar sátu fyrir skipum sem yfir haf- ið fóru og sökktu þeim í fjölda- tali. Þá lærðum við það, að stríð er ekki djarfleg, hetjuleg leifturái-ás, heldur langvarandi, óskiljanlega flókið mál. Kjarkur okkar þvarr þessa vetrarmánuði. Eldur áhug- ans kulnaði meðal okkar og enn höfðum við ekki tileinkað okkur þrautseigju og þolinmæði langvar andi styrjaidar. Ludendorff var ósigrandi. Ekk- eit gat stöðvað hann. Hann gerði hverja árásina á fætur annarri á tvístraðar leifar franska og enska hersins. Og við fórum að óttast að við myndum koma of seint, að við myndum innan skamms standa einir gegn hinum ósigrandi Þjóð- verjum. Það var ekki óalgengt að menn reyndu með einhverjum möguleg- um ráðum að glejuna striðinu og hörmungum þess — sumir gripu ti’ ímyndunaraflsins, aðrir til lasta og enn aðrir leituðu gleymsk unnar í glaumi og gáleysi. Spá- kerlingar voru eftirsóttar og veit- ingahús fjölsótt. — En sumir beindu leitinni inn á við og bundu hugann við sínar eigin sorgir og gleði, til þess að flýja hinn sam- eiginlega ótta og örvæntingu. Er það ekki undarlegt að nú skuli þetta allt vera gleymt? Við minn- umst hinnar fyrstu heimsstyrjald- ar sem skjótunnins siguis, með fánum og hornablástri, skrúð- göngum og skrautsýningum, heim komnum hermönnum og slagsmál- um í drykkjukránum við bölvaða Italana, sem héldu að þeir hefðu unnið striðið. Hversu fljótt tókst okkur að gleyma vetrinum, þegar Ludendorff var ósigrandi og marg ir voru teknir að sætta sig fyrir- fram við tapað stríð. 2. Adam Trask var meira ruglaður og viðutan, en harmþrunginn. — Hann þurfti ekki að segja upp starfinu á skrifstofunni. Hann fékk að taka sér hvíld frá störf- um um tíma, vegna heilsubrests. Hann.sat tímunum saman og nudd aði handarbakið. Hann burstaði það með stinnhærðum bursta og hélt hendinni niðri í heitu vatni. „Það er blóðiásin", sagði hann. „Strax og ég verð búinn að koma izt við slíka náunga. Vísaðu hon- um aðeins á bug á kurteislegan hátt. henni í iag aftur, hressist ég. Nei, það eru augun í mér sem gera mig órólegan. Þetta er i fyrsta skipti sem ég finn til í þeim. Ég verð liklega að hitta einhvern augnlækni og fá hjá honum gler- augu. Að hugsa sér annað eins — ég með gleraugu. Það verður erf- itt að venjast þeim. Ég hefði helzt viljað fara til augnlæknis strax í dag, en ég hef dálítið slæman svima“. Sviminn var meiri en hann vildi sjálfur viðurkenna. Hann gat ekki farið ferða sinna u-m húsið nema með því að styðja hendinni við vegginn. Lee varð oft að taka í hendina á honum, þegar hann ætl- aði að rísa á fætur og hjálpa hon- um fram úr rúminu á morgnana og binda skóreimarnar hans, því að hann gat ekki hnýtt slaufuna með vinstri hendinni sem hélt á- ! fram að vera næsta máttlaus. Næstum daglega talaði hann um Aron. — „Ég get ómögulega skil- ið það, að nokkur ungur maður skuli gerast sjálfboðaliði af frjáls- um vilja“, £ gði hann. — „Ef Aron hefði nefnt þetta við mig, þá hefði ég reynt að telja honum hughvarf. En ég hefði ekki bann- að honum það. Þú veizt það, Lee“. „Já, ég veit það“. „En ég get ekki skilið hvers vegna hann fór svona, án þess að nefna það við okkur. Hvers vegna skrifar hann kki? Ég hélt að ég þekkti hann betur en svo. Hefur hann skrifað Öbru? Hann hlýtur að skrifa henni“. „Ég skal spyrja hana um það“. „Já, gerðu það. Spurðu hana strax i dag“. „Heræfingarnar eru erfiðar. — Það hefur mér verið sagt. Hann hefur kannske aldrei tíma til að skrifa heirn". „Það er ekki langrar stundar verk að skrifa á póstkort". „Skrifaðir þú föður þinum, þeg- ar þú varzt í hernum?“ „Nei, það gerði ég ekki. En það hafði nú sínar sérstöku ástæður. É.: vildi ekki verða hermaður. —- Faðir minn neyddi mig til þess. Ég gat aldrei fyrirgefið honum það. Ég hafði góðar og gildar á- stæður, eins og þú skilur. En Aron — hann, sem var kominn svo vel á veg með háskólanámið. Þeir hafa líka skrifað og spurt j eftir honum. Þú last bréfið. Hann j tók ckki með sér nein föt. Hann j fór ekki með gullúrið". „Hann þarfnast engra fata í hernum og ekki úrsins heldur, að því er ég bezt veit“. „Það má vel vera. En ég skil þetta ekki. Ég verð að láta gera eitthvað við augun í mér. Ekki get ég bcðið þig um að lesa allt fyrir mig“. Hann hafði raunverulega þungar áhyggjur út af augunum. „Ég get séð stafina", sagði hann. „En orðin dansa og renna saman fyrir mér“. Oft og mörgum sinn- — Ja, það er ekki svo auðvelt. Atvinna þín er undir því komin, að honum falli vel við okkur. um á hverjum degi greip hann blað eða bók, sem hann starði á nokkra stund og lagði svo frá séi. Lee las dagblöðin fyrir hann, til þess að stytta honum stundir og dreifa hugsunum hans og það kom oft fyrir í miðjum lestrinum, að Adam sofnaði. Svo vaknaði hann eftir litla stund og sagði þá e. t. v. eitthvað á þessa leið: — „Lee? Ert það þú, Cal? Þú veizt að mér hefur aldrei verið illt í augunum. Á morgun verð ég að fara til augn- læknis“# Dag einn um miðjan febrúar kom Cal inn í eldhúsið og sagði: „Lee, hann er alltaf að tala um það. Við verðum að fara með hann til augnlæknis". Lee var að búa til aprikósu- graut. Hann gekk frá eldavélinni og lokaði eldhúsdyrunum, áður en hann svaraði Cal. „Ég vil ekki láta hann fara til augnlæknis", sagði hann. „Hvers vegna ekki?“ „Ég held að hann sé ekkert veik ur í augunum. Ef hann fengi að vita hið sanna, kynni hann að verða órólegur. Við skulum ekki fara of óðslega að neinu. Hann hefur orðið fyrir slæmu áfalli. — Bezt að leyfa honum að jafna sig. Ég get lesið.allt það fyrir hann, sem hann vill heyra". „Hvað heldurðu að gangi að honum?" „Það vil ég helzt ekki segja neitt um. Ég hef verið að hugsa um það, hvort við gætum ekki fengið dr. Edwards til þess að skreppa hingað — láta bara eins og hann kæmi í kunningjaheim- sókn“. „Já, gerðu bara það sem þú álit- ur bezt", sagði Cal. „Cal, hefurðu séð Öbru?“ spurði Lee. „Já, víst hef ég séð hana. Hún gengur úr vegi fyrir mér, þegar hún sér mig“. „Geturðu ekki haft tal af henni?" „Jú — og ég gæti baiið hana til jarðar og slegið hana í andlit- SHtltvarpiö Fösludagur 8. nóveraber: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 18,30 Börnin fara í heimsókn til merkra manna (Leiðsögumaður: Guðmundur M. Þorláksson kenn- ari). 18,55 Framburðarkennsla I esperanto. 19,05 Þingfréttir. Tón- leikar 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand. mag.). — 20,35 Erlendir gestir á öldinni, sem leið; II. erindi: Napóleon keisarafrændi (Þórður B.örnsson Iögrfræðingur). 20,55 íslenzk tóhlistarkynning: —- Verk eftir Pál lsólfsson. Frit* Weisshappel undirbýr tónlistar- kynninguna. 21,30 Útvarpssagan: „Barbara" eftir Jörgen Frantz- Jaeobsen; XIX. (Jóhannes úr Kötl um). 22,10 Upplestur: „Saga Akraness", bókarkafli eftir Ólaf B. Björnsson (Ragnar Jóhannes- son skólastjóri). 22,30 Sinfónískir tónleikar (plötur). 23,05 Dag- skrárlok. Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 „Laugar- dagslögin". 16,30 Endurtekíð efni. 17,15 Skákþáttur (Guðmundur Arnlaugsson). — Tónleikar. 18,00 Tómstundaþáttur -barna og ungl- inga (Jðn Pálsson). 18,30 Útvarps saga barnanna: „Ævintýri úr Eyjum" eftir Nonna; V. (Óskar Halldórsson knnari). 18,55 1 kvöldrökkrinu: Tónleikar af plöt- um. 20,30 Markverðir söngvarar af yngri Vynslóðinni. — Guð- mundur Jónsson kynnir. 21,10 Leikrit: „Með lestinni að austan", gamanleikur fyrir útvarp eftir Wolfang Hiidesheimer, í þýðingu Gissurar Ó. Erlingssonar. — Leik stjóri: Ævar Kvaran. Leikendur: Inga Þórðardóttir, Arndls Björns- déttir, Ævar Kvaran, Lárus Páls son, Indriði Waage, Jón Aðils, Þorsteinn Ö. Stephensen, Valdi- mar Helgason, Bessi Bjarnason o. fl. 22,10 Ðanslög (plötur). 24,00 Dagskrárlok. LÖGTAK Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undan- gengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyr- ir eftirtöldum gjöldum: Þinggjöldum 1957, sem nú eru öll í gjalddaga fallin hjá öðrum en þeim, sem greiða reglu- lega af kaupi ,söluskatli og útflutningssjóðsgjaldi 3. árs- fjórðungs 1957 og farmiða- og iðgjaldaskatti fyrir sama tímabil, sem féllu í gjalddaga 15. okt. sl., svo og viðbótar- söluskatti eldri ára og framleiðslusjóðsgjaldi 1956, áfölln- um og ógreiddum gjöldum af innlendum tollvörutegund- um, malvaelaeftirlitsgjaldi, skipulagsgjaldi af nýbygging- um, skemmtanaskatti, skipaskoðunargjaldi, lögskráning- argjöldum og tryggingariðgjöldum vegna lögskráðra sjó- manna. Borgarfógetinn í Reykjavík, 6. nóv. 1957. Kr. Kristjánsson. Stynkið lamaða og fatlaða MARKUS Kftir Ed Dodd i'vE OOT to SE NICE TO MR. MILLS, HONEV, OR VOU'LL BE LOOKING FOR WORK /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.