Morgunblaðið - 08.11.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.11.1957, Blaðsíða 2
2 MORGVISBL 4ÐIÐ Föstudagur 8. nóv. 1957 Ishúsinu Herðubreið verði ekki breyff í samkomuhús Samhljéða álil byggingarnefndar og bæjarráSs Leysa verður lóðamál íbúanna í Blesugróf og Breiðholtshverfi ®----------- Á BÆJARSTJ ÓRNARFUNDI í gær var lögð fram fundargerð byggingarnefndar frá því á mið- vikudaginn var og var þess get- ið, að húsbyggingarsjóður Fram- sóknarfélaganna hefði sótt um leyfi til að breyta íshúsinu Herðubreið (Fríkirkjuveg 7) í samkomuhús, en að bæjarráð hefði synjað fyrir sitt leyti um breytinguna á fundi 1. nóv. sl. Loks var þess getið, að hafist hefði verið handa um breytingar á húsinu árið 1956 án leyfis bæj- aryfirvalda. Byggingarnefnd taldi ekki fært að verða við þess- um tilmælum húsbyggingarsjóðs Framsóknarfélaganna. Út af þessu gerði Ingi R. Helga- son fyrirspurn um gang málsins og svaraði borgarstjóri þeirri fyrirspurn. Borgarstjóri sagði að það hefði verið samhljóða álit bæði bæjarráðs og byggingar- nefndar, að ekki væri fært að veita leyfi til að breyta íshúsinu Herðubreið i samkomuhús. Hefðu tilmæli I þessa átt komið tvisvar sinnum fram og hefði þeim í bæði skiptin verið neitað af þess- um aðilum. Hér mundu margar ástæður koma til greina, meðal annars sú, að húsið stendur miklu framar en ráðgerð húsalína við Frikirkjuveginn og ennfremur að þröngt mundi um bíla við sam- komuhúsið. Borgarstjóri gat þess að húsbyggingarsjóðnum hefði verið gefinn kostur á að bærinn keypti Herðubreið og til- heyrandi eignalóð eftir mati dóm kvaddra manna en húsbygging- arsjóður fengi lóð á Melunum, rétt hjá húsi Búnaðarfélagsins 3g kvikmyndahúsi Háskólans, alllegar þá lóð í austurbænum ef húsbyggingarsjóðurinn vildi bað heldur. Svör við þessum til- óoðum hefðu ekki borist. Þórður Björnsson bæjarfulltrúi -ók til máls og sagði að sér kæmi undarlega fyrir sjónir, að hús- byggingarsjóði Framsóknarflokks ins skyldi vera neitað um að breyta íshúsinu í samkomuhús. Benti hann á ýmsar breytingar, sem gerðar hefðu verið hér í bæn um á eldri húsum, svo sem „Naustið", Aðalstræti 7, Oddfellowhúsið, Aðalstræti 4 og fleiri hús. Oft væri hafður sá fyrirvari á, þegar breytingar á gömlum húsum væru leyfðar, að verðhækkun, sem af breyting- unni leiddi, kæmi ekki til greina, ef Reykjavíkurbær þyrfti að kaupa eignina samkvæmt mati. Guðmundur H. Guðmundsson tók til máls og kvaðst vilja gera stuttlega grein fyrir þessu máli, þar sem hann væri sjálfur í bygg- ingarnefnd. Hann sagði, að fyrir byggingarnefnd hefði legið álit byggingarfróðs manns, sem hefði kynnt sér íshúsið Herðubreið ná- A BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær voru lagðar fram tillögur Sjálfstæðismanna í byggingar- málum Reykjavíkur, sem birtar ▼oru í blaðinu í gær. Jóhann Hafstein hafði framsögu fyrir til- lögum þessum og birtist fram- söguræða hans á öðrum stað í blaðinu. Þá tók Gísli Halldórsson arki- tekt til máls og iýsti bygginga- frainkvæmdum Reykjavíkurbæj- kvæmlega og hefði þá komið í ljós, að útveggir væru ónýtir og þak ónýtt. Væri útilokað að veita leyfi til þess að gera slíkt hús að samkomuhúsi. G. H. G. upp- lýsti, að aldrei hefðu verið send- ar fullkomnar teikningar, held- ur aðeins lauslegir uppdrættir, enda hefði aldrei formleg beiðni legið fyrir, heldur aðeins fyrir- spurn um, hvort mögulegt mundi, að fá slíkt leyfi. Þá sagði G. H. G. að á þeim uppdráttum, sem borizt hefðu, væri aðeins gert ráð fyrir 19 bílastæðum en það væri vitaskuld alltof lítið rúm, þar sem um stórt samkomuhús væri að ræða. G. H. G. sagði að íshúsið hefði upprunalega verið byggt á óvandaðan hátt til sinna nota og hefði þessu húsi aldrei verið ætlað að standa mjög lengi. G. H. G. gat þess, að byggingar- nefnd hefði neitað tilmælunum með öllum atkvæðum en í þeirri nefnd væru menn af öllum stjórn málaflokkum, þannig að þar væri ekki um neina pólitíska hlut- drægni að ræða, eins og Þórður Björnsson, bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokksins, hefði látið skína í. G. H. G. tók fram, að hann hefði eindregið verið á móti því að veitt yrði leyfi til að breyta Lækjargötu 4 og hefði talið það óforsvaranlega ráðstöfun. En úr því það hefði verið leyft, þá hefði hann ekki treyst sér til þess að ganga á móti því að veitt yrði leyfi til þess að breyta Ingólfsapóteki á þann hátt, sem gert var. Viðvíkjandi Nausti, þá teldi hann það til engrar fyrir- myndar, að sú breyting var leyfð, en hins vegar mætti segja að þar hefði þó verið um trausta bygg- mgu að ræða, sem upplýst hefði verið, að mundi þola breyting- arnar. En um íshúsið Herðubreið væri þessu ekki til að dreifa. Ems og hann hefði áður tekið fram, væri það álit byggingar- fróðs manns á þá leið að bæði þak og veggir hússins væru ó- nýtt og hvað væri þá raunveru- lega eftir af húsinu? G. H. G. tók fram, að hann teldi sig hafa ástæðu til að ætla að ýmsir ráða- n.enn húsbyggingarsjóðs Fram- sóknarflokksins vildu taka til- boði bæjarins um ágæta lóð á Melunum, en halda ekki leng- ur fast við hugmyndina um breyt ingu á hinu ónýta íshúsi. Þórður Björnsson óskaði eftir að ákvörðun um þennan lið fundargerðar byggingarnefndar yrði frestað og var sá frestur veittur. AKRANESI, 7. nóv. — Hér er Helgafell, kom það með sement og vélar til sementsverksmiðj- unnar. —Oddur. ar frá því heildaráætlun um út- rýmingu heilsuspillandi húsnæð- is var gerð 1954. Sjálfstæðismenn báru þá til- iögu frani, að málinu yrði vísað til Z. umræðu, en ekki afgreitt á þessum fundi, þar sem um stórmál væri að ræða. Þegar blað ið fór í prentun höfðu ekki bor- izt nánari fregnir af umræðum á bæjarstjórnarfundi um málið, en þeirra verður getið á morgun í blaðinu. A BÆ JARSTJ ÓRNARFUNDI i gær urðu nokkrar umræður um lóðamál í tveimur hverfum, Blesugróf og Breiðholtshverfi. Bar Ingi R. Helgason fram til- lögu út af þessu efni, sem fór í þá átt að nú þegar yrði gerður skipulagsuppdráttur af þessum svæðum og þau hús, sem þar væru nú byggð og stæðu, yrðu felld inn í þann uppdrátt eða uppdrátturinn gerður með hlið- sjón af því, að húsin mættu standa, öldungis eins og þau væru. Magnús Ástmarsson taldi, að slíkt mundi alls ekki vera unnt, vegna þess að húsin væru byggð svo dreift og óskipulega frá upp- hafi að ekki væri unnt að skipu- leggja hverfið og gera ráð fyrir að öll húsin stæðu þar, sem þau eru nú. Úr því yrði ekki annað en óskapnaður. Borgarstjóri tók til máls og sagði að hér væri um að ræða 3 tegundir húsa, í fyrsta lagi hús, sem væru byggð með leyfi og látinn í té samningur um lóð- ir en sá samningur væri útrunn- inn og væri þá spurning um, hvort framlengja skyldi. í öðru lagi væru svo hús með óform- legu leyfi bæjarráðs, án þess að endanleg lóðaréttindi væru fengin, og byggingarleyfi. í þriðja lagi væru hús, sem byggð væru í óleyfi. Borgarstjóri lagði á- herzlu á, að vitaskuld yrði að leysa mál þessara íbúa þannig, að hús þeirra gætu orðið veðhæf og væri nú starfað að því máli. Meðan bæjarráð hefði mál þetta til meðferðar, væri eðlilegast að tillögunni yrði vísað til þess. — Borgarstjóri gat þess, að fram- farafélagið í Breiðholtshverfi hefði mjög eindregið mótmælt þeirri tillögu, sem Ingi R. Helga- son hefði nýlega borið fram um að íbúarnir þar fengju lóða- réttindi til 10 ára, en þeir vilja fá lóðarréttindi til 30 ára. Nóin samvinnn LONDON, 7. nóv. — í dag var rætt um varnarmál í neðri deild brezka þingsins. Varnarmálaráð- herrann, Sandys, sagði, að enginn vafi léki á því, að Rússar ættu nú birgðir af flugskeytum, sem hægt væri að skjóta út í geym- inn og heimskulegt væri að ætla, að þeir gætu ekki náð geimför- unum aftur til jarðarinnar. Hann sagði og, .að þessi staðreynd mundi ekki hafa í för með sér neinar breytingar á fyrirætlun- um Breta í varnarmálum. Þeir hefðu þegar tekið ákvarðanir um að efla landvarnir með vetnis- vopnum. Hann kvað nána sam- vinnu milli Breta og Bandaríkja- manna á þessum sviðum skammt undan og sagði æskilegt, að sam- vinna sú yrði jafn traust og ör- ugg og á styrjaldarárunum. Siglingamet LONDON, 7. nóv. — Brezki hrað siglingamaðurinn Champell, hef- ur enn sett nýtt heimsmet á báti sínum „Blue bird“. Sigldi hann með 384,7 km hráða á klst. og er það 21 km meiri hraði en gamla metið, sem hann átti sjálf- ur. WASHINGTON 7. nóvember. — Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins í Washington lét svo um mælt í dag, að Bandaríkjastjórn hafn aði tillögu Krúsjeffs um fund æðstu manna stórveldanna. Það hefði ætíð verið skoðun Banda- rikjastjómar, að ekki bæri að efna til slíks fundar et ekki væri tryggt, að fundurinn bæri ein- hvern árangur. Tónlisfarfélag sfofn- að í Keflavík KEFLAVÍK, 7. nóv. — Nýlega var stofnað hér tónlistarfélag og voru stofnendur 21. Höfuðmark- mið tónlistarfélagsins er að starf rækja hér tónlistarskóla og er undirbúningur að starfrækslu hans þegar það langt á veg kom- inn, að skólinn verður settur 17. þ. m. Verður skólinn til húsa í Ung- mennafélagshúsinu, en undanfar- ið hefur verið unnið að innrétt- ingu salarkynna, er skólinn mun fá til afnota. Skólinn mun starfa í þrem deildum, barnadeild, framhalds- deild og prófdeild. Skólastjóri og aðalkennari hefur . verið ráðinn Ragnar Björnsson, kennari, en auk hans verða þessir kennarar: Vigdís Jakobsdóttir, Björn Guð- jónsson, Guðmundur Norðdal og Þorvaldur Steingrímsson. Þá mun félagið leggja áherzlu á, að efla tónlistarlíf bæjarins, m. a. að fá hingað þekkta tón- listarmenn. Félagið vinnur nú að því, að afla sér styrktarmeð- lima og er þess að vænta, að bæj- arbúar taki vel þessu unga menn ingarfélagi og styrki það með því að gerast styrktarmeðlimir þess. Listi fyrir styrktarmeðlimi ligg- ur frammi í bókabúð Keflavík- ur. Félagið mun efna til margra hljómleika hér og er í ráði að þeir verði í lok þessa mánaðar. Stjón tónlistarfálagsins skipa: frú Vigfús Jakobsdóttir, for- maður, Helgi S. Jónsson, ritari, Hermann Kjartansson, gjald- keri. Meðstjórnendur, Sesselja Magnúsdóttir, Kristinn Péturs- son. Endurskoðendur Friðrik Þor steinsson og Valtýr Guðjónsson. —Ingvar. Eisenhower ráðgast við sérfræðinga NEW YORK, 7. nóv. — Eisen- hower kvaddi í dag sarnan örygg- isráð Bandaríkjanna og þar voru mættir hernaðarlegir-, vísinda- iegir- og stjórnmáialegir ráðgjaf- ar. Er þetta fjölmennasti fund- ur öryggisráðs Bandaríkjanna sem haldinn hefur verið og var þar rætt um varnarmál og utan- ríkismál. Talsmaður stjórnarinn- ar skýrði svo frá, að umræðurn- ar á fundinum hefðu mótast af atburðum síðustu daga á vís- indasviðinu. NÝJA DELHLI, 7. nóv. — Al- þjóðaþingi Rauða krossins lauk í dag hér í borg og urðu lok þings- ins ærið söguleg, því að segja má, að hrein upplausn hafi ríkt í þingsalnum. Tildrög voru þau, Samkv. fregnum frá París eru franskir stjórnmálamenn sömu skoðunar. Krúsjeff hafi ekki unnið að því að draga úr við- sjánum í heiminum nema síður væri. Frumskilyrðið fyrir því, að ráðstefna æðstu manna fjórveld- — Eisenhower Frh. af bls L út af fyrir sig en geta mætti nærri, að árangurinn hefði orðið betri, ef unnið hefði verið í sam- einingu. Hann kvaðst binda góð- ar vonir við væntanlega sam- vinnu við Breta og fleiri ríki. 0 — 0 Hann minntist því næst á þau vandamál, sem væru samfara því að ná flugskeytum eða gervi- hnöttum aftur til jarðarinnar eft- ir að þeim hefði verið skotið út. Enn væru engin óbrigðul ráð fundin til þess að koma í veg fyrir að þessif hlutir bráðni eða eyðist þegar þeir þjóta inn í gufuhvolf jarðar. Þessi staðreynd sannaði það, að enn sem komið væri mundi ekki hægt að nota geimför, eða annað það, sem sent væri út fyrir lofthjúp jarðar. sem vopn í styrjöld. 0 — 0 Að lokum lét hann svo um mælt, að heimurinn þarfnaðist margs frekar en að við menn- imir færum að þjóta langt út í geiminn. Það sem við þörfnuð- umst fyrst og fremst væri var- anlegar friður — og skoraði hann á Ráðstjórnarríkin að sýna sam- komulagsviija í afvopnunarmál- unum. Leyndardómsfullt slys LONDON, 7. nóv. — Tilkynnt hefur verið í London, að tveir leiðtogar brezkra járnbrautar- starfsmenna, sem fóru til Ráð- stjórnarríkjanna í boði stjórnar- valdanna þar, hefðu látizt af völdum meiðsla, er þeir hlutu í umferðarslysi í Stalingrad. Ann- ar þeirra beið samstundis bana, en hinum var í fyrstu hugað líf. Hann lézt síðar í sjúkrahúsi. Seg- ir í tilkynningu frá samtökum brezkra járnbrautarstarfsmanna, að engar aðrar upplýsingar séu fyrirliggjandi um slysið og sé ekki vitað á hvern hátt það hafi orðið. ítrekaðar tilraunir hafa verið gerðar til þess að afla frétta um slysið, en Rússar virðast ekk- ert vilja láta uppi. Segir Rússa hafa byr jað áður NEW YORK, 7. nóv. — Banda- rískur vísindamaðiur lét svo um mælt í dag, að Bandarikjamenn stæðu Rússum töluvert að baki í í smíði eldflauga og fjarstýrðra vopna, eða sem næmi 4—5 ára þróun. Ástæðuna kvað hann ein- faldlega þá, að Rússar hefðu byrjað fyrr að gera tilraunir með þessi vopn e nBandaríkjamenn. Butler öldungadeildarþingmað- ur hefur skorað á Eisenhower að fela Mac Arthur fyrrum hershöfð ingja að taka að sér eftirlit með framleiðalu og tilraunum með fjarðstýrð fhugskeyti. að tillaga Bandaríkjamanna um að fulitrúi Formósu fengi sæti á þinginu hlaut samþykki þings- ins með 65 atkvæðum gegn 38. Forseti þingsins, sem var Ind- verji, gekk þá úr þingsalnum í mótmælaskyni. Aðrir fulltrúar Indlands sátu áfram, en þegar til- laga rússnesku fulltrúanna um að þinginu yrði slitið þar eð þing- forseti væri enginn, var felld, gengu fulltrúar allra kommún- iataríkjanna af fundi og fylgdu þeim fulltrúar Indlands, Indó- nesíu, Egyptalands, Sýrlands, Norður-Vietnam og Norður- Kóreu. Þvi næst kaus þingið nýjan for- seta, sem var Belgíumaður. Sam- væri það, að stórveldin sýndu í verki áhuga á því að draga úr viðsjánum, segir i fréttinni. I stofnunar Rauða krossins. þing RaUða krossins í Genf 15 og minnast þá aldarafm* Tillögur Sjálfstœðis- manna í byggingarmál■ unum rœddar í bœjar- stjórn í gœr Afgreiðslu fresfað til 2. umræðu Hafna stórveldafundi Upplausn á alþjóðaþingi Rauða krossins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.