Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1952, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1952, Blaðsíða 16
484 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Verðfall peninga. Menn eru alltaf að kvarta um geng- isfall og verðhrun peninga, alveg eins og þetta sé glænýtt fyrirbrigði. En svo er ekki. Um rúma öld hefir pen- ingum sífellt farið hrakandi. Sam- kvæmt útreikningum Indriða Einars- sonar nam verðfall peninga hér á landi 33% á árunum 1830—1850, 64% á ár- unum 1850—1901 og 25% á árunum 1901—1907. Alls hafði þá kaupmáttur peninga rýrnað um 156% á þessu 77 ára tímabili, eða með öðrum orðum, að 256 krónur þurfti 1907 til þess að samsvara að kaupmætti 100 kr. árið 1830. — GARÐYRKJUSYNINGIN. — Undanfarna viku hefur staðið yfir garðyrkjusyn- ing í hinum rúmgóða skála K. R. Er það yfirlitssýning um hvað hægt er að framleiða hér á landi, og fjölbreytni rnikil, svo að marga hefur undrað. Hins má þá einnig geta, að fyrirkomulag sýningarinnar var með þeim listasmekk, að lengi mun minnzt. Hér á myndinni má sjá einn hluta sýningarinnar og er það sá hlutinn er mestu varðar, því að þar eru sýndir jarðarávextir. — Keilirinn á miðri myndinni er gerður úr eintómum hvítkálshausum, en á hringmynduðu svæði umhverfis hann er raðað gulrótum, rauðkáli, spínat, blómkáli, salat og ótal mörgu öðru. — Þetta er fjórða sýning Garðyrkjuíélagsins (ef ekki er talin með hlutdeild þess í Landbúnaðarsýningunni) og er tvímælalaust sú feg- ursta og fjölbreyttasta, enda fleygir garðyrkjunni fram árlega. Gróðurhús eru nú orðin svo mörg á landinu, að ef þau væri öll komin á einn stað, mundu þau þekja svæði, sem er á stærð við meðal tún. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Hvítingaþing. Um langt skeið var þingstaður Vest- manneya að Hvítingum og var það nefnt Hvítingaþing. Dró þingstaðurinn nafn sitt af tveimur hvítleitum stein- um, sem voru þar. Talið er að staður þessi hafi verið nokkurn spöl í norð- austur frá Landakirkju, en nú sjást hans engar menjar, því bygð er nú á þeim slóðum, og ekki hefir verið hirt um að varðveita staðinn. (Sögur og sagnir úr Vme.) Mataræði og aldur Georg Lakhovsky, vísindamaður við Pasteurstofnunina, segir: „Hinir lærðu vísindamenn, sem staðið hafa í broddi fylkingar, síðan Pasteurstofnunin var reist, hefðu átt að verða 100 ára. En af bakteríuhræðslu útrýmdu þeir öllu lifandi úr viðurværi sínu. Þeir borðuðu ekkert ósoðið, hvorki salat, grænmeti né ávexti, og þeir drukku aðeins soðið vatn. Ég hef þekkt heila tylft vísinda- manna og forstöðumanna við stofnun- ina, sem fylgdu þessum grundvallar- reglum út í yztu æsar og með ýtrustu samvizkusemi. Flestir þeirra létust á milli fertugs og sextugs. — En hvernig vegnar bændunum, sem lifa á salati, grænmeti og aldinum? Meðal þeirra má finna marga tíræða. Austurlanda- búar, Tyrkir, Búlgarar, Arabar, Egypt- ar, sem búa við mjög bágborin hrein- lætisskilyrði og vita ekkert um bakt- eríur, verða mjög gamlir. Þar með er ég ekki að segja, að heilbrigðisráðstaf- anir og sótthreinsun geti ekki komið í veg fyrir smitandi sjúkdóma. En her- ferðin gegn bakteríunum er of dýru verði keypt, þegar lifandi efni matvæl- anna eru líka eyðilögð, og líkami vor þannig rændur sumum þeim efnum, sem lífinu eru nauðsynleg“. (Matur og megin). Steinbæimir Eftir að Alþingishúsið var byggt hófst mikil steinhúsaöld í Reykjavík. Ýmsir höfðu þá lært að kljúfa grjót og höggva og nú höfðu þeir einnig fengið áhöld til þess. Þetta varð til þess að menn fóru að koma upp íbúðar- húsum fyrir sjálfa sig, og voru það hinir svonefndu steinbæir. „Mönnum hættir nú til þess að líta niður á þessa lágu steinbæi, sem standa enn hingað og þangað í Reykjavík. Þeir gerðu þó fátæklingum kleift að eignast dálítið hús fyrir sig, voru allir ofanjarðar og ódýrir að búa í. Þeir kostuðu á þeim tímum 600—1000 krónur, svo að húsa- leigan yfir árið var ekki öllu meiri en 50 krónur.... Eigi að síður var þess skammt að bíða að steinsteypan út- rýmdi steinhúsunum. Ef steinsmiðirnir hefði haft fullkomnustu tól og flutn- ingatæki, loftþrýstingsbora, lyftivélar, rafmagn og bíla, þá er það óvíst, að svo hefði farið. Steinhúsin fengu ekki nægan tíma til að þroskast“. (Iðnsaga). Páll Þorsteinsson í Pottgerði í Skagafirði hafði verið fljótur að kasta fram vísum. Þegar Páli var sagt að ull og tólg væri gjaldgengt í prestagjöld, kvað hann: Má það gleðja misjafnt fólk mörgum hlaðið brestum, að nú fæst fyrir ull og mjólk eilíft líf hjá prestum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.