Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1984, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1984, Blaðsíða 15
Því er ekki fjarri lagi að álíta, að sú tækniþekking sem bílaframleiðandi hefur aflað sér með því að ná lágum vindstuðli komi öðrum framleiðslusvið- um til góða, þar sem unnið er markvisst að minnkun eyðslu. BÍLL HINNA VANDLÁTU Af ofanrituðu verður vænt- anlega ljóst hve lítið það hefur að segja fyrir eyðslu bíls, hvort hann hefur 0,38 eða 0,34 sem cw-gildi. Og þeim mun barna- legri virkar samkeppni ein- stakra bílaframleiðenda um að geta sýnt fram á lægsta cw-gild- ið; ef til vill hverfandi lítið lægra en hjá þeim næsta fyrir ofan. Spurning er því, hvort þeir fjármunir sem varið hefur verið í að gera Audi 100 með cw = 0,30 að heimsmethafa í straumlínu- lögun á meðal fjöldaframleiddra bíla, væru ekki betur komnir í rannsóknum á aðferðum til að „létta“ bensínfót ökumanna. Hvað sem öllum vindstuðlum líður og frábærum árangri á því sviði, er þó ennþá hina raun- verulega leið til minni eldsneyt- iseyðslu að finna í minnkuðum ökuhraða, samanber áhrif hrað- ans í öðru veldi. — Að gefa sér tíma, spara með því dýrmætan dropa og ótalin umferðarslys. Yfirleitt eru þó tvær hliðar og jafnvel fleiri á hverju máli. Svo tilgangslítil sem hlaupin eftir smæstu cw-gildunum kunna að virðast, segir þó sá árangur, sem hver bílaframleiðandi fyrir sig hefur náð á því sviði, talsvert til um þá þekkingu og tækni sem viðkomandi framleiðandi hefur yfir að ráða. Því lækkun vind- stuðulsins er ekki bara fólgin í því að halla framrúðunni nógu mikið eða laga bílinn eins og kíl sem klýfur loftið. Hún er miklu fremur fólgin í nákvæmum mælingum og natni við smáat- riði, því það hefur sýnt sig að vindstuðullinn er í hæsta máta hrekkjótt, allt að því lúmskt fyrirbæri, sem erfitt er að tjónka við. Oft á tíðum verður því árangur breytinga til lækk- unar vindstuðulsins þveröfugur við það sem vænst var. Það er því háþróuð tækni- þekking; nákvæmnimælingar, nýtískulegar framleiðsluaðferð- ir og -möguleikar, svo og kunn- átta í efnismeðferð sem geta ráðið miklu um árangur viðkom- andi bílaframleiðanda í barátt- unni um hönnun hagstæðasta formsins. Því er ekki fjarri lagi að álíta, að sú tækniþekking sem bílaframleiðandi hefur aflað sér með því að ná lágum vindstuðli komi öðrum framleiðslusviðum til góða, þar sem unnið er markvisst að minnkun eyðslu. Þetta er til dæmis tilfellið með hinn nýja Audi 100. Tekið var tillit til mjög hagstæðs vind- stuðuls við hönnun hans og tals- vert aflminni mótor, 75 kW í stað 85 kW, látinn nægja til þess að knýja bílinn áfram. Með því móti varð hámarkshraðinn samt meiri en hjá fyrirrennara hans, sem- hafði cw = 0,41. Til þess að halda snerpunni svipaðri og í eldri útgáfunni af Audi 100, varð hins vegar að létta bílinn. I því sambandi var víða gripið til nokkuð óvenjulegra ráða. Til dæmis með því að hafa neyðar- varahjól (mun einfaldara heldur en hin fjögur hjólin), tjakk úr áli staðinn fyrir stáli og dældina fyrir varahjólið úr gerviefni, tókst að létta bílinn um heil 10 kg. Nýr sparsamur mótor, veru- lega léttari bíll, að ógleymdu frábæru afreki í loftviðnámslít- illi útlitshönnun leiddi á endan- um til þess að Audi 100 varð að veruleika í núverandi mynd. Bíll sem á sér engan jafningja í sparneytni innan síns stærðar- flokks. Jóa B. Þorbjörnsson er Reykvíkingur og stundar ním í bílarerkfræði í Miinchen. hraðanum. Ef hraðinn er til dæmis tvöfaldaður, eykst við- námið fjórfalt. Þar sem hraðinn er einnig eina breytilega stærð- in í jöfnunni, hefur hann afger- andi áhrif á útkomuna. Sé hann lítill verður viðnámskraftur loftsins lítill, en vex ört með auknum hraða. Það er reyndar ekki fyrr en farið er yfir 50 km hraða á klukkustund, sem reikna má með að áhrifa loft- mótstöðunnar fari að gæta að ráði. Það segir sig þvi sjálft, a þegar miklum hluta bíla er ekið í borgarumferð á minni hraða en sem þessu nemur, og þættirn- ir þar að auki svona margir, sem í sameiningu mynda loftmót- stöðuna, er það fásinna að taka svo mikið tillit til vindstuðulsins og einblína á hann eins og í hon- um væri öll vitneskjan um bíl- inn fólgin. Allavega getum við íslendingar látið vindstuðulinn nokkurn veginn sem vind um eyru þjóta, vegna lítils ökuhraða jafnt í bæjum sem á vegum úti, miðað við það sem annars stað- ar gerist. Það væru þá helst flutningabílstjórar sem ættu að gefa þessu atriði meiri gaum, vegna vegalengdanna sem bílar þeirra leggja að baki árlega. Hin raunverulega leið til minnkunar eldsneytiseyðslu betri nytmgar er blásturinn leiddur í hring. HF Laugavegi 170-172 Sími 21240 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 28. JAN0AR 1984 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.