Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1984, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1984, Blaðsíða 4
Eg er ekki alttaf léttogindæl Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur segir af sjálfri sér, vinnu rithöfundarins og viðbrögðum gagnvart konum sem fást við skáldskap VIÐTAL: ILLUGIJÖKULSSON Eftir ljóðasífellur þar og þá skilur Steinunn Sigurðardóttir nú eftir sig annars konar verksummerki: skáldsögur til næsta bæjar og leikrit í ofanálag. Hún var innan við tví- tugt þegar fyrsta ljóðabók hennar gekk á þrykk, þær eru nú orðnar þrjár og tvö smásagnasöfn hafa litið dagsins ljós und- anfarin fáein ár. Sjónvarpsleikrit: Líkam- legt samband í Norðurbænum. Útvarps- leikrit. Auk ritstarfa hefur Steinunn feng- ist við sitt af hverju. Árum saman var hún til að mynda útvarpsfréttamaður og hleyp- ur nú í lausamennsku við blöð og útvarp og sjónvarp. Þar erum við á sama báti og ég ávarpaði Steinunni: Steinunn. Mér leikur hugur á að vita hvernig hugmyndir koma til þín, hvernig þær mótast, finna sér form og svo framvegis. Það er svo mismunandi eftir því hvort er um að ræða ljóð eða sögu eða leikrit. Ef við tökum ljóðið fyrst þá getur í rauninni hvað sem er orðið kveikja að ljóði. í óveðrinu núna um daginn — þessu versta, þegar þú sast fastur í strætó í sjö klukkutíma — þá var ég til dæmis inni í stofu hjá mér að yrkja um óveðrið og var í ógurlega góðu skapi. Það kvæði er eiginlega hugsað sem söngur; það er í því svona líríló, líríló og þú getur birt það ef þú vilt þó það sé ekki fullfrágengið. Annars eru mjög mörg af mínum ljóðum svona samskiptaljóð. Ann- aðhvort er ég með ákveðna persónu í huga eða ekki, en það kemur alla vega þannig út. Nú, með sögurnar, þar skiptir alveg í tvö horn. Stundum eru það hlutir sem ég hef heyrt um, heyrt einhvern tæpa lauslega á og þá dettur mér í hug einhver saga út frá því. Oftast er það allt önnur saga en sú sem mér var sögð, en ég hef tekið eftir því að fólk hefur mig miklu meira grunaða um að fara eftir fyrirmyndum úr raunveru- leikanum heldur en ég geri. Eftir að þetta seinna smásagnasafn mitt, Skáldsögur, var gefið út núna fyrir jólin komu til dæm- is tveir kunningjar mínir alveg sjokk- eraðir og spurðu hvort ég væri virkilega að skrifa um þá. Ég gat sem betur fer sannað í öóru tilvikinu að ég hefði alls ekki haft þá manneskju í huga en það getur maður ekki alltaf. Og mér þótti þetta afskaplega leið- inlegt því þarna var um að ræða mjög hvimleiðar persónur og ég væri nú meiri skítakarakterinn ef ég hefði búið þær til úr þessum indælu kunningjum mínum. fr- ónían í þessu var svo sú að ég hafði sjálfa mig pínulítið til hliðsjónar í öðru dæminu og var svolítið feimin við að birta þá sögu því mér fannst of nærri mér vegið! En svona er þetta, fólk hefur mann alltaf und- ir grun. Af hverju helduröu að það sé? Ég held að það sé vegna þess að fólk skilur ekki að þetta er ákveðin gáfa sem maður hefur — svo ég tali nú eins og montrass — að geta búið svona til. Svo eru nefnilega aðrar sögur sem eru ekki sprottnar úr neinu sem hefur beinlínis með minn reynsluheim að gera. Þær eru bara spunnar úr — ja, eiginlega engu. Flestar sjálfstæðu sögurnar í skáldsögum eru slík fantasía; þær mótast einna helst af því umhverfi sem ég var í þegar ég skrifaði þær. Ég var fyrir norðan í óveðri og þá skrifaði ég Hvítar rósir eða uppkast- . ið að henni. Það er saga sem umhverfið, þessi dalur fyrir norðan, virkilega mótaði. Svo var ég í Kaliforníu þegar ég skrifaði ýmsar af þessum léttari sögum, sem góða veðrið og stemmningin vestra höfðu sín áhrif á. I Sögum til næsta bæjar voru líka sögur sem voru tómur heilaspuni. Yfirleitt hef ég einhverja ídeu þegar ég sest niður fyrir framan ritvélina en það kemur sem sagt líka fyrir að ég skrifa mig fram að því sem ég vildi sagt hafa. Sko — þetta er mín vinna, ég hef ákveðinn vinnutíma og þá sest ég niður og byrja. Spinn svo við ritvél- ina, eða það eru alla vega til slíkar sögur. Koma þær sögur þá kannski meira eða minna tilbúnar eöa þarftu að fara oft yfir? Allt sem ég geri skrifa ég mörgum sinn- um. í fyrstu umferð þá er ég svona að breyta söguþræðinum og uppbyggingunni og seinni umferðirnar eru meira eins og prófarkalestur. Þá er maður kominn út í orðalagið alveg í smáatriðum, kommurnar og allt það kjaftæði. Þannig að stór pró- senta af vinnunni er föndur eða dútl, handavinna. Ég skil voðalega vel prjóna- konur og saumakonur; mér finnst ég stundum vera komin inn á þeirra svið. Ertu þá lengi að vinna að hverju verki? Oftastnær. Ég var í marga mánuði með Hvítar rósir í lúkunum eftir að ég kom með uppkastið að norðan. Nú, Fjölskyldu- sögurnar, þær voru smám saman að þró- ast. Ég las upp úr þeim í útvarpi rúmu ári áður en þær komu út; þá var hluti af þeim til og svo var ég að prjóna við þær meira og minna allt árið. Fyrir mér eru þær svona tilhlaup að skáldsögu, eða skáldsaga í smásöguformi. Svo eru aðrir hlutir sem ég hef enn ekki gefið út, til dæmis bæði leikrit og skáldsaga. Ég er búin að vera með hvorttveggja milli handanna í mörg ár og verð bara að sjá til hvernig fer. Af því að þú minntist á hvernig hugmyndirn- ar verða til þá skal ég segja þér að ég fékk eiginlega hugmyndina að leikritinu þegar ég heyrði brandara sem er reyndar sann- ur. Það gerðist á spítala á aðfangadags- kvöld, byrjar á Þorláksmessu og það var þannig að það voru litlir krakkar að skreyta jólatréð á einhverjum spítala. Líkmenn fóru framhjá með lík á vagni og þegar þeir komu til baka þá sagði annar þeirra við krakkana: „Jæja, nú vitið þið hvert þið eigið að fara ef ykkur vantar englahár..Og upp úr þessu kom alveg heilt verk; líkin rísa upp frá dauðum á jólanótt og fara að spekúlera í sinni sit úsjón. Hm. Þannig að hug myndirnar geta verið hvað sem er, en maður hugsar sig náttúrlega um. Er þetta eitthvað sem er þess virði að skrifa um það? Hvað þarf einhver slík hugmynd að hafa til þess að þér þyki taka því að byrja að glíma við hana? Ja, hún þarf náttúrlega helst að hafa einhvern súbstans, einhvern kjarna sem maður heldur að maður geti unnið úr þannig að eitthvert vit verði í. Hvers kon- ar vit er annað mál og erfiðara. Og svo getur náttúrlega veríð að manni hafi skjátlast og þá er maður ekkert að birta verkið. Svo kemur auðvitað fyrir að ég sem eitthvað sem er — ja, mér liggur við að segja stílæfing, eitthvað sem hefur kannski enga rosalega hugmynd að baki en þarf ekkert endilega að vera verri littera- túr. Það getur verið nákvæmlega jafn merkilegt; þá er það bara einhver svona andi sem svífur yfir vötnunum, stemmning eða eitthvað slíkt. En eitt það óþægi- legasta við þessa atvinnu er að maður fær í rauninni aldrei neina vissu fyrir því að maður sé á réttri leið. Þetta er stöðug til- raunastarfsemi með stíltegundir og vinnu- aðferðir og maður vinnur í þoku, einhverju svona vakúmi eins og ég hef víst sagt áður. Þetta er svolítið vont fyrir geðheilsuna á köflum. Líka vegna þess að auðvitað sveifl- ast maður í lundarfari — stundum finnst mér eitthvað alveg prýðilegt og svo daginn eftir þá hef ég aldrei séð aðra eins þvælu og hrákasmíð. Þess vegna er það ofboðs- lega mikilvægt fyrir mig að hafa ráðgjafa, fólk sem maður getur hent þessu í þegar ég veit ekki lengur mitt rjúkandi ráð. Sem betur fer hef ég verið alveg ótrúlega lán- söm með vini og kunningja. Þá á ég við allt í senn: sérstakt mannkostafólk, þá sem eru auðugir og gefandi í sambandi við sköpun, og svo þá sem ég get treyst til að benda mér á ef ég er að gera einhverja dellu. Stundum rúmast þetta allt í einni og sömu manneskjunni. Það er auðvitað della í manni, það er della í öllum, og það er auðvelt að villast af leið þó maður sé orð- inn rútíneraður í faginu. Ég er náttúrlega orðin það; ég er búin að vera að fikta við þetta síðan ég var 14 ára og nú er ég 33ja. Það segir sig sjálft að ég er komin með heilmikla rútínu og það er voðalegur sigur fyrir mig þegar ég veit að ég get sest niður og unnið burtséð frá því hvernig liggur á mér. Það er nú eiginlega merkasti áfang- inn sem ég hef náð í þessu starfi; þá veit ég að ég get haldið áfram — þetta sem ég bý yfir er ekki búið, það endurnýjar sig og ég get haldið sleitulaust áfram. Nú er ég búin að prógrammera allt þetta ár en ég er líka sveigjanleg þannig að ef ég stranda með einhvern hlut þá tek ég bara þann næsta upp úr pokahorninu og byrja á honum. Þetta er mín vinna, í staðinn fyrir að fara í fisk eða eitthvað. Þú talar um vinnu, rútínu, prógram fyrir heilt ár. Skáldskapurinn er þá ekki róman- tísk hvöt eða köllun, jafnvel hugsjón? Nei. Það finnst mér ekki. En af hverju ertu þá ekki í fiski? Ja, mér finnst þetta vera það besta sem ég get gert við tímann. Ég held að ég sé betri í þessu en í öðru sem ég hef tekið mér fyrir hendur og ég fæ mest út úr því þegar öllu er á botninn hvolft. Það er sem sagt ekkert rómantískt við þetta en maður er á köflum mjög ánægður. Glaður í sínu, sko, ef manni finnst eitthvað hafa tekist vel eða sér verk sitt þróast áfram. Svo er það stundum alveg þveröfugt; hræðileg frústra- sjón þegar ekkert gengur upp. En hitt er, svo annað mál að maður væri ekki í þessu ef manni lægi ekkert á hjarta. Það er voða- lega margt sem þarf að koma til ef maður ætlar að fást við skáldskap. Maður verður til dæmis að trúa því að maður hafi ein- hvers konar talent eða upplag í þetta. Ég trúi því ekki að hver sem er gæti orðið rithöfundur bara með því að vinna eins og ég geri. En svo er þetta djobb ógurlega viðkvæmt, maður verður bókstaflega að raða lífinu í kringum þetta rithöfunda- starf. Það getur farið svo að maður missi móðinn til þess að skrifa ef eitthvað kemur upp á. Ég meina, venjulegt fólk getur hald- ið áfram að druslast í vinnuna, á skrif- stofuna eða eitthvað, þó einkalífið sé í rúst en í þessu starfi verður maður að vera i vissu jafnvægi. Eftir því sem manni líður betur því betri árangri nær maður. En svo er þetta tvíbent því ef manni hefur aldrei liðið illa eða líður aldrei illa þá getur mað- ur sennilega ekki skrifað heldur. Maður þarf líka að hitta fólk; ég sé ekki að maður geti orðið mjög góður rithöfundur, eða bara listamaður almennt, ef maður situr alltaf inni í stofu og sér aldrei neitt af heiminum. Það hefur til dæmis ofboðslega örvandi áhrif á sköpunargáfuna að ferð- ast. Þá kemur það til hvað maður er blánk- ur. Nú? Er ekki vel búið aö rithöfundum á íslandi? Nei! Þetta starf er alveg rosalega illa borgað, það er fullkomin skömm að því. Jafnvel þó rithöfundur skrifi metsölubók þá fær hann varla nema árslaun út úr því. Mér finnst að hann ætti að geta verið stikkfrí og laus við útgáfupressu í svona 3 ár, ef honum sýndist svo. Það er alveg afleitt að þurfa sífellt að pródúsera eitt- hvað til þess að hafa pening. Þessi free- lance tætingur í alls konar blaðamennsku er líka óhagstæður af því maður getur ekki haft næga stjórn á honum. Maður er beð- inn um eitthvað með stuttum fyrirvara og langar kannski til þess að neita af því að maður er í miðju verkefni en getur það ekki. Það vantar pening. Þetta er mjög negatíft fyrir útkomuna á því sem maður er að vinna að. Ritstörf eru della sem væri frekar hægt að afsaka fyrir sjálfum sér ef þau gæfu eitthvað í aðra hönd svo það er kannski aðallega þrjóskan sem heldur manni við efnið. En ég lít auðvitað ekki svo á að ég þurfi að biðja þjóðina afsökunar á ritstörfunum, ég er að gera henni greiða. Það þarf vonandi ekki útskýringar við. Skrýtið að enginn fjárfestir í rithöfundum. En í sambandi við afrakstur þá fullyrði ég að ef ég væri rík þá væri ég tíu sinnum betri rithöfundur en ég er núna. Þá gæti ég lifað því lífi sem ég væri ánægð með. Ég gæti ferðast meira. Ég gæti farið í ís- lensku óperuna. Það hlýtur að vera voða- lega gaman þar... Sjálfsagt. Hvaö veit ég? En förum út t aðra sálma. Þú hefur, eins og þú ncfndir, fengist við ýmis form og ýmsar stíltegundir. Þaö er þá væntanlega erfitt aö benda á einhvern eða einhverja sem hafa haft sérstök áhrif á þig? Já, akkúrat. Ég get alls ekki nefnt læri- meistara. Það væri þá helst í ljóðlistinni því þegar ég var ung þá drakk ég náttúr- lega í mig þessa karla: Stein Steinarr, Sig- fús Daðason, Þorstein frá Hamri, Stefán Hörð og Snorra Hjartarson, og ég hlýt að hafa orðið fyrir miklum áhrifum frá þeim. Ég get hins vegar ekki valið einhvern einn af þeim sem mér finnst ég hafa lært mest af eða sem ég líkist mest. í smásögunum hef ég ekki hugmynd um hvern ég ætti að benda á. Mínar lestrarvenjur eru þannig að ég les afskaplega mikið svona vítt og breitt. Það eru fáir höfundar sem ég fæ þvílíka dellu fyrir að ég les öll þeirra verk. Ég les kannski eina bók eftir hvern höfund — og þá er ég auðvitað að tala um útlenda höfunda. En eitt finnst mér furðulegt í sambandi við þetta grufl mitt í samtíma- höfundum. Að sjálfsögðu dáist maður að voðalega mörgu en sárafáir þessara höf- unda segja manni einhverja nýja hluti i sjálfu sér. Kannski er maður ekki endilega að fiska eftir því, og ég veit ekki einu sinni hvort ég stefni að því í mínum bókum að vera að segja eitthvað nýtt. En eini maður- inn sem mér dettur í hug að hafi sagt mér eitthvað nýtt — nú er ég bara að meina útlenda samtímahöfunda en ekki þessa klassísku sem hætta aldrei að koma manni á óvart — það er Patrick White, Ástralíu-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.