Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1984, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1984, Blaðsíða 6
A brautar- teinum útf geiminn Einn góðan veðurdag kann það að gerast, að flugfarmar verði sendir út í geiminn án hjálpar eldflauga, en með tilstilli geysi- legs rafsegulslöngvara, sem kall- aður er brautarhraðall (rail accel- erator). Þessa aðferð mætti nota til að flytja byggingarefni til nýlendna úti í geimnum eða til að þeyta Hjartalyf eyðir sviðsótta Allir kannast við sviðsótta, hvort sem um er að ræða að leika einleik á hljóðfæri, koma fram í skólaleikriti eða halda ræðu á fundi. Rannsóknir hafa nú leitt í ljós, að propranolol, lyf, sem mikið er notað til að lækka blóðþrýsting, dragi einnig furðu vel úr einkenn- um sviðsótta. Rakir lófar, þurrar kverkar og mikill hjartsláttur, allt stafar þetta af adrenalíni, efni, sem taugafrumur framleiða og hleypir af stað viðbrögðum, sem ráða „flótta eða bardaga" hjá mönnum. Charles Brantigan, hjartaskurð- læknir (og áhugasamur hljómlist- armaður) í Denver, Colorado, annaðist fyrir nokkru tvær kann- anir, sem byggðust á því, að 29 hljómlistarmönnum var gefið annað hvort propranolol eða þóknunarlyf (placebo), rétt áður en þeir áttu að leika einleik á sviði. Lyfið dró úr hjartslættinum og lækkaði blóðþrýstinginn, en það sem var enn merkilegra fyrir hljómlistarmennina var, að gagn- rýnendur, sem dæmdu um frammistöðu þeirra, voru miklum mun hrifnari af þeim, sem höfðu fengið lyfið propranolol, en hin- um, sem ekki höfðu fengið annað en málamyndalyf. „Fyrír tilstilli sérstakra brautarteina upp eftir hlídum fjalls gæti rerið hægt að skjóta einnar lestar farm- flaug út í geiminn með því að nota rafsegulorku.“ kjarnaúrgangi út úr sólkerfinu. Vegna hraðans, sem flauginni yrði slöngvað út á — allt að 66.000 km á klst. — væri ekki hægt að senda menn með henni. Bill Kerslake, sem stjórnar þessari áætlunargerð hjá Geim- ferðastofnun Bandaríkjanna í rannsóknarstöð hennar í Cleve- land, skýrir svo frá, að hraðallinn myndi vera samsettur af tveimur samhliða brautarteinum og milli þeirra yrði hluturinn, sem senda ætti út í geiminn. Rafsegulorka myndi skapa nægilegt afl til að auka svo hraða farmsendingar- innar á teinunum, að hún næði á braut í geimnum. Til þess myndi þurfa feikilega orku — jafnmikla og þá, sem öll hin 1000 orkuver eða svo í Bandaríkjunum myndu leysa úr læðingi, ef þau gæfu allt sitt rafmagn samtímis í eina sekúndu. Geimferðastofnunin hefur kannað möguleikann á að nota brautarhraðla til að senda út einnar lestar fram. Til að komast út fyrir sólkerfið þyrftu brautar- teinarnir að ná 1,6 km niður í jörðina. En til að komast á braut útí geimnum gætu þeir legið um 6,5 km upp eftir hlíðum fjalls. Vegna mikils hávaða við flugtak myndi brautarhraðli sennilega verða komið fyrir á afskekktum stað. Að sögn þeirra hjá Geimferða- stofnuninni myndi taka 20 til 30 ár að byggja upp slíkt kerfi og kostnaðurinn yrði svona um 8.000 milljónir dollara. En þótt slík upphæð kunni að virðast há í aug- um margra, þá er staðreyndin samt sú, að brautarhraðallinn gæti sent farmana út í geiminn fyrir 5 til 50 sinnum minni pening en geimferjan. Kostnaðurinn er svo miklu minni, af því að ekki þyrfti að flytja þungt eldsneyti út í geiminn. Við flugtak geimferj- unnar, segir Kerslake, er nær 80% af þyngd hennar (1,6 millj. kg) eldsneyti. — Nú gengur þetta ekki lengur — Yuri veröur aö koma fram opinberlega Tölvustýröar skíðabindingar Um 90 prósent af fótameiðslum skíðamanna má rekja til þess, að bindingarnar, sem halda skónum við skíðin, losna ekki rétt. En nú hafa verið hannaðar tölvustýrðar bindingar, sem kunna að breyta tölfræði slíkra slysa. Hinar nýju bindingar eru bún- ar tæki, sem breytir þrýstingi milli skós og skíðis í rafmerki. Þau eru send til tölvu, sem komið er fyrir á skíðinu og fylgist með snúningi fótarins. Þegar álagið verður of mikið, losna bindingarn- ar. „Ætlunin er að reyna að vernda skíðamanninn gegn meiðslum í hnjám," segir Maury Hull, vélaverkfræðingur, við Kali- forníu-háskóla. Tækið er knúið bæði af raf- hlöðu og sólarorku og það verður að hlaða með vissu millibili. Sé engin sól, dugar rafhlaðan í tíu til tólf tíma. En njóti sólar, endist tækið allt að viku. Bindingarnar verða virkar sjálfkrafa um leið og skíðamaðurinn notar þær. Fyrri gerð var tengd tölvu, sem var allnokkru stærri og var bund- in á bak skíðamannsins. En minni gerð, á stærð við sígarettupakka og fest á skíðin, verður reynd í vetur. „Að því kemur að lokum," segir Hull, „að tölvan kemst fyrir í bindingunum sjálfum". •I# FYRF VMNU- STUND EFTIR MATTHÍAS JOHANNESSEN Nokkru áður en ég varð ritstjóri Morgunblaðsins, var ég beðinn að sjá um hátíðarforsíðu á 15 ára afmæli lýðveldisins, 17. júní 1959. Mér þótti þetta mik- ið traust og velti fyrir mér, hvernig bezt væri að minnast afmælisins á forsíðu blaðsins. Komst að þeirri niðurstöðu, að skemmtilegast væri að hafa einhverjar teikningar af lista- skáldinu góða, ásamt þröstum og blómum og annarri skír- skotun til Þingvalla. Því meir sem ég hugsaði málið, því ákveðnari var ég í því með sjálfum mér, að meistari Kjarval ætti að teikna mynd- ina og þá utan um ljóð eftir það skáld, sem mér kemur oftast í hug, þegar ég hugsa til Jónasar, Tómas Guðmunds- son. Ég talaði við Kjarval um málið, en hann færðist undan. Kvaðst ekki treysta sér til að teikna svona mynd framan á hátíðarblað. Hann talaði í furðulegustu gátum um ofnæmi og ónæmi, intellí- gensíufrym og radíotíft logn á undan norðurljósum og há- loftastormi, en Tómas tók því aftur á móti vel að handskrifa fjallkonuljóð inn á teikningu eftir Kjarval. Það sagði ég Kjarval, en hann fór enn und- an í flæmingi og var það ólíkt honum, svo mjög sem hann reyndi ávallt að lyfta undir aðra. Svo liðu nokkrir dagar án þess ég heyrði frá meistaran- um og sá nú í hendi mér, að hugmyndina var að daga uppi. Hún yrði aldrei annað en eins konar jónsmessunæturdraum- ur eða skáldagrillur. Við Hanna áttum heima á Vesturgötu 52, þegar þetta var. Þaðan var fagurt útsýni yfir blá sund og blasti Esja við okkur þessa björtu vordaga í allri sinni kyrrlátu dýrð. Ég var farinn að hugsa um, hvort ekki væri bezt að birta ljóð Tómasar með mynd af þessu einkennandi umhverfi borg- arskáldsins. En þó var ég enn með hugann við listaskáldið, blómin og þrestina, og hver gæti þá frekar leyst málið en Kjarval? Samt var ég orðinn úrkula vonar um, að meistar- inn tæki í mál að teikna for- síðuna, þegar hann birtist allt í einu á ganginum fyrir fram- an íbúðina okkar að morgni 16. júní, segir: Sæll góði, áttu nokkurn pappír? Maður á að gleðja fólkið, það á skilið að vera glatt á þessum degi. Pappír, segi ég, hvernig papp- ír? Stóran, hvítan umbúða- pappír, segir hann. Ég þóttist nú vita, hvers kyns var og þorði ekki fyrir mitt litla líf að segja honum, að ég ætti engan pappír, því að þá gæti hann horfið jafn snöggt og hann birtist. Ég stamaði eitthvað, en hann sagði um leið og hann tók ofan hattinn: Nei, þér eigið auðvit- að engan umbúðapappír um þessa dýrmætu afmælisþjóð, það var verra. Á skútuöldunni áttu menn þó pappír í hand- raðanum, herra tízkublaða- maður, en öllu fer aftur. En það var síður en svo neitt fararsnið á honum. Hann var ákveðinn og ábúð- armikill og segir: Þjóðin verð- ur að fá sinn pappír og gillí- gogg. Já auðvitað, segi ég og fagna í hjarta mínu, að nú séu allar líkur á, að hægt sé að halda upp á 15 ára afmæli lýð- 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.