Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1984, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1984, Blaðsíða 11
„Baddi minn, við skulum ekki vera að þrátta um þetta, við skulum bara kasta krónu." Við gerðum það. Það kom í minn hlut að vera hásetinn en Biddi átti að vera kokkurinn. Ég gat ekki leynt ill- girnislegri kátínu minni yfir þessum málalokum. Svo komum við að bátnum. Þar voru nokkrir menn um borð eitthvað að bjástra. Ég kallaði til þeirra og spurði, hvort þeir hefðu ekki ver- ið að auglýsa eftir mönnum. Skipstjórinn horfði á mig og samstundis breyttist andlit hans í eitt sólskinsbros. Hann lagði lófann á lunninguna, vippaði sér léttilega yfir borðstokkinn, kom til mín og faðmaði mig að sér, eins og faðirinn týnda soninn forðum, og sagði: „Ég sé, að þú ert vanur, vinur." Þetta var sem sé matarást við fyrstu sýn, en þess skal getið, að um þær mundir vó ég hátt í þrjú hundruð pund. Þar með vorum við Biddi ráðn- ir. tók á úthaldið, tóku þeir að nöldra um, að fæðið mætti ekki kosta of mikið. Reyndi ég þá að hafa matinn eins ódýran og ég gat, en samt fjölbreyttan. Þá kom matarliturinn, sem stelp- urnar höfðu pantað, í góðar þarfir. Stundum litaði ég plokk- fiskinn ljósrauðan, stundurr grænan og stundum var hanr. „neutral". Þetta var ofsalega fínt og fjölbreytt fæði, enda frægt um allan flotann. Það varð líka umtalað, þegar við komum einu sinni í land á laugardagseftirmiðdegi. Við Biddi vorum snöggir að skipta um föt. Ætluðum að fá okkur neðan í því og bregða okkur á ball. Ég var rétt að segja til- búinn, þegar einn af áhöfninni kom til mín, greip þéttingsfast í handlegginn á mér og sagði: „Heyrðu, minn kæri, hvert á að fara, það er laugardagskvöld, hvað verður í matinn?" Ég sneri mig af honum, opnaði skápinn, tók út eitt stykki af smjörlíki og kæfubita, þreif eitt stykki rúg- Ég sæki myndavélina og tek myndir af kokkinum. Hann fer meistarahöndum um steikurnar, en hefur áhyggjur af, að hann verði ekki nógu fallegur á mynd- unum. Þá köllum við í Systu og Stefán til að vera með á næstu mynd. Kvöldsólin hellir geislum sín- um yfir okkur, og nú fyrst er hitinn þægilegur. Fyrir utan snarkið í steikinni er kyrrðin al- gjör. Ég veiti athygli kólibrífugl- unum, sem af mikilli fimi stöðv- ast á fluginu á meðan þeir fá sér að drekka úr þar til gerðri flösku, sem hangir í tré. Systa segir mér, að í henni sé sykur- vatn. Þessum krílum megi aldrei gefa hunang. Þeir eru minnstir fugla í heimi, svo fíngerðir og fallegir og bera vængina svo ótt, að ógjörningur er að festa þar á auga. Smyglið Tók Á Taugarnar Ég fæ mér sæti í garðstól og nýt þess að vera til. Svo er mat- og rimlar fyrir gluggum, heyrði hann ofsalegt bílflaut fyrir utan. Leit hann út til að vita, hvað um væri að vera og sá, að þarna voru komnir nokkrir ágætir vinir hans. Tilkynntu þeir honum hátt og snjallt þar að neðan, að á fundi í Heimdalli fyrr um kvöld- ið hefði hann verið kosinn í skemmtinefnd þess ágæta fé- lagsskapar. Baddi hlær dátt. „Já, það er hægt að hlæja að þessu núna, en mér var ekki hlátur í huga þá. Að vera lokað- ur inni á Lávarðadeildinni, eins og api í búri, fjarri góðu gamni." Fáeinum dögum síðar las hann í Alþýðublaðinu, að stofn- aður skyldi á fslandi félagsskap- ur, sem nefndist AA. Hann kom að máli við dr. Helga Tómasson, yfirlækni, sýndi honum greinina og spurði, hvort læknirinn héldi ekki, að þetta væri eitthvað fyrir sig. Doktornum þótti hugmyndin góð, en sagði jafnframt, að út af Kleppi færi hann ekki nema þessi maður (Guðni Þór Ásgeirs- son) næði í hann og skilaði hon- Dropar Og Annað Sem Kvenfólk Notar í Bakstur Þennan sama dag var bátnum siglt til Njarðvíkur, þar sem búa átti hann fyrir úthaldið. Morg- uninn eftir vakna ég við það, að skipstjórinn tekur í öxlina á mér og hristir mig: „Jæja, kokki minn. Geturðu nú ekki farið í verslunina og tekið út kost til sumarsins?" „Jú, jú, jú,“ segi ég. „Ekkert mál, ekkert mál.“ Svo ræsi ég Bidda ög segi við hann: „Nú er það svart, maður. Hvern andskotann á ég að gera? Þú ert frá Sigló. Þú hlýtur að vita, hvað maður á að taka með í svona úthald.“ Biddi geispaði, settist fram á og klóraði sér í hausnum: Svo fór hann að romsa og ég hripaði niður jafnóðum: „Ein tunna af saltkjöti, einn pakki saltfiskur, einn kassi fiskibollur í dós, tutt- ugu vínarbrauðslengjur, fimm rúgbrauð, tíu franskbrauð, fimm kjötskrokka...“ Þar með var ímyndunaraflið á þrotum og við komnir í strand. „Biddi, það hlýtur að vera eitthvað fleira, sem við þurfum." Við áttum lögg af ákavíti og fengum okkur ögn neðan í því til að hressa upp á minnið. Svo rölt- um við upp í búð. Þegar við komum í verslunina voru þar fyrir tvær dömur. Kaupmaðurinn afgreiddi þær af mikilli stimamýkt. Heyrði ég strax, að þær voru að kaupa inn fyrir einhvern bát. Ég hafði tek- ið eftir því, að í höfninni lá ann- ar bátur af svipaðri stærð og okkar. Ég ákvað að gefa mig á tal við píurnar: „Hæ, stelpur, er- uð þið kokkarnir af Runólfi?" Jú, mikið rétt. „Hvað eru margir menn á honum?" Jafn margir og á okkar báti. Ég banka í borðið hinn borubrattasti og kalla til kaupmannsins: „Heyrðu, ég er kokkurinn á Vögg. Ég er á hrað- ferð. Heldurðu að þú vildir gjöra svo vel að senda sama skammt um borð til okkar og þær voru að panta, þessar dömur." Þar með var málinu reddað, ég blikkaði Bidda og út gengum við gleið- stígir og með miklum handa- slætti. Grænn Plokkfiskur Maturinn var sendur um borð, en við félagarnir höfðum gert eina skyssu. Stelpurnar höfðu pantað hveiti, lyftiduft, köku- dropa, matarlit og fleira þess háttar vesen, sem kvenfólk notar í bakstur, og meiningin hafði ekki verið, að ég færi að ofgera mér á slíku. Ég hafði ætlað að reiða mig á matarkex og vín- arbrauð. Það bjargaði miklu, að ég hafði verið skáti í gamla daga og hafði því einhverjar hugmyndir um undirstöðuatriðin í kokkarí- inu, óskýrar að vísu. En þar sem síldinni þóknaðist ekki að láta sjá sig þetta sumar og menn orðnir staurblankir, þegar líða Hér býr fólk allsstaðar að úr heiminum, eða eins og það heitir á gamalli og góðri íslenzku: Allra þjóða kvikindi. En þrátt fyrir glaðværð og léttúð er mikil iðjusemi ástunduð í vinnu og telur Baddi fráleitt að íslenzk vinnubrögð gætu gengið þar vestra. brauð, fleygðu þessu á borðið og sagði: „Gjörðu svo vel, vinur, KALT BORÐ í kvöld.“ Þar með vorum við Biddi roknir á ball. Biddi, vinur minn, býr nú á Jómfrúreyjum. Hann ætlaði upphaflega að dvelja þar í eitt ár, en settist að þar. Við hjónin heimsóttum hann fyrir tveimur árum. Þá stóð hann á kajanum í St. Thomas og beið komu okkar. Þú getur ímyndað þér, að þar urðu fagnaðarfundir. Þá höfðum við ekki sést í 33 ár, vinirnir." Systa er staðin upp fyrir nokkru og ég heyri hana sýsla í eldhúsinu. Hún rekur höfuðið í gættina og biður Badda að kveikja upp í kolunum. Við göng- um út í garðinn. Á meðan Baddi föndrar við kol og spritt skoða ég mig um. Garðurinn er lítill en sérkennilega fallegur. Þar er engin grasflöt heldur steinhell- ur. Húsbóndinn útskýrir, að hann sé svo mikið fyrir hóglífi. Nenni ekki að slá gras. En marg- ar tegundir blómstrandi runna óg sígrænna trjáa gleðja augað. Sólhlíf yfir borði veitir kær- kominn skugga í steikjandi hit- anum, og fyrir fuglana er stein- skál með vatni til að kæla sig í. urinn broinn á borð. Ósviknar, amerískar nautasteikur eins og þær gerast bestar, þykkar og safaríkar. Á meðan við mötumst, heldur Baddi frásögn sinni áfram. Segir mér, að hann hafi verið í siglingum hjá Eimskip árum saman. Hafi lent þar í spíraöldinni svokölluðu. Þá voru tugir spírakassa um borð í hverri ferð, tollarar leituðu lítið sem ekkert. En smyglið tók mik- ið á menn, og á leiðinni heim yfir hafið var stöðugt verið að róa taugarnar með drykkju. Ævin- týrin, sem Baddi lenti í á þeim árum, væru efni í heila bók, en við verðum að fara fljótt yfir sögu. Eftir margra ára siglingar kyssti Baddi þá bless hjá Eim- skip og lagðist flatur í fyllerí, einsog það heitir á því máli, sem allir skilja. í nokkra mánuði keyrði um þverbak. Móðir hans hafði tekið af honum loforð um, að hann færi í afvötnun á Klepp um leið og þar losnaði rúm. Kappanum var það þvert um geð, en „ég stóð ævinlega við það sem ég lofaði mömmu". Seint um kvöld sem hann var lokaður inni á Lávarðadeildinni um aftur til sama staðar og í sama ástandi. Badda þótti þetta vondir kostir, því að hann hafði satt að segja ætlað að nota tæki- færið og strjúka úr prísundinni þá um kvöldið. Á einhvern hátt eyðilagði þessi stofnfundur AA-samtak- anna alla ánægju af drykkju í framtíðinni fyrir Badda. í mörg ár var hann með hálfum huga í samtökunum, en þótti aldrei gaman að drekka eftir hin fyrstu kynni. Það Vantaði Ekki SVONA KARAKTERA í Bandaríkjunum „Um þetta leyti ákvað ég að gerast innflytjandi til Banda- ríkjanna," heldur Baddi áfram. „Fyrst og fremst til að breyta minu lífi og losna úr þeim fé- lagsskap, sem ég var í heima. En það gekk ekki slysalaust fyrir sig að fá innflytjendapappírana. Ég þurfti að hafa ábyrgöarmann, sem búsettur væri í Bandaríkj- unum. Sá, sem ég þekkti þar þekkti mig nefnilega líka og þvertók fyrir að ganga í ábyrgð fyrir mig. Sagði að þeir í Amer- íku hefðu yfirdrifið nóg af svona karakterum eins og mér og vant- aði ekki einn einasta til viðbótar. En vinur minn einn, búsettur vestra, setti húsið sitt sem tryggingu fyrir mig og var fús til að mæla með mér, og þar með var allt klappað og klárt. Svo fluttist ég hingað til Kaliforníu. Fyrsta starfið sem ég fékk var á bensínstöð. Þar vann ég við af- greiðslu á nóttunni. Vinnuna fékk ég vegna þess að bensín- stöðin hafði verið rænd þrisvar í röð og enginn annar hafði feng- ist til að vinna þar. Svo vann ég við höfnina í Los Angeles á með- an ég beið eftir sjómannapappír- unum. Síðan fór ég til sjós. Ég sigldi á fragtskipum í mörg ár, en túrarnir á þeim eru yfir- leitt mjög langir. Þegar ég kom í land var ég vellauðugur maður, bar þyngd mína í gulli. Þá var ég vanur að afmunstra mig og halda upp á lífið og tilveruna, uns hýran var upp urin og ég hafði ekki lengur ofan í mig að éta. Skráði mig þá á næsta skip, og svo koll af kolli. Þetta var orðin endalaus hringiða og ég blýfastur í pyttinum. Þá var ég orðinn 360 pund á þyngd. Það var erfiður burður. Var mér ráð- lagt af lækni að megra mig um 130 pund, því að fita var tekin að safnast í kringum hjartað og taugakerfið komið úr lagi vegna drykkjuskapar. Að öðru leyti var ég hraustur. Eftir að hafa hugs- að málið, féllst ég á að fara inn á sjúkrahús í megrun. Þeir gefa manni amfetamín fyrstu tvo dagana. Þá skreppur maginn saman og eftir það finnur maður ekki fyrir hungri, þ.e.a.s. ef mað- ur borðar ekki neitt. Ég snerti ekki mat í níutíu daga og var á sjúkrahúsinu allan þann tíma. Þá hafði ég tapað nákvæmlega 130 pundum. Þegar ég kvaddi, sagði læknir- inn við mig: „Borðaðu nú ekki eins og skepna. Borðaðu eins og hitt fólkið og reyndu að fá þér ekki aftur á diskinn." Ég kvaddi hann tregum huga, þakklátur í hjarta. Fékk fötin mín afhent og ætlaði að spranga út, nýr og létt- ari maður. En þá kom babb í bátinn. Fötin höfðu verið saum- uð á mann sem var 360 pund, en sá, sem stóð í þeim nú var ekki nema 230. Ég beið á sjúkrahús- inu fram í myrkur. Þá pantaði ég mér taxa og lét aka mér í fata- verslun. En á næstu mánuðum mátti ég þola annað, sem ég alls ekki hafði tekið með í reikning- inn. Vinir mínir og félagar þekktu mig ekki. Ég, sem var orðinn svo ánægður með mig sálfur, skildi ekkert í, hvers vegna þeir vildu ekki þekkja mig. Það kom ekki fyrr en ég fór að tala eða hlæja." — Þú segist hafa verið lokaður inni á sjúkrahúsi í þrjá mánuði. Drakkstu ekkert áfengi á þeim tíma? „Nei, ég smakkaði það ekki og langaði ekkert í það, þótt und- arlegt megi virðast. Óg þegar ég kvaddi, harðbönnuðu læknarnir mér að drekka. En auðvitað varð ég að halda upp á, hvað ég var orðinn huggulegur. Var jafnvel farinn að gera því skóna, að þeir í Hollívúdd myndu gera boð eftir mér. Þá kom nokkuð í ljós, sem ég hafði ekki hugsað út í. Eitt hundrað og þrjátíu pund voru af mér runnin, en drykkjuvenjurn- ar hinar sömu og áður. Ég drakk jafn mikið, jafn sterka sjússa og jafn ört. Mótstaðan var engin, og ég var nærri búinn að drepa mig. Þá fyrst fór ég alvarlega að hugsa um að hætta." — Séróu eftir þeim árum sem þú drakkst, Badd? Finnst þér þú hafa farið á mis við eitthvað í líf- inu? „Nei, ekki þannig. Mér finnst dásamlegt að hafa fengið tæki- færi til þess á lífsleiðinni að lifa tvenns konar lífi, ef svo má segja. Ég var að vísu svo hepp- inn að eyðileggja ekki neitt fyrir neinum. Ég var engum háður, átti hvorki konu né börn, en ég veit, að ég fór illa með móður mína. Þó að ég byggi í annarri heimsálfu, hafði hún af mér lát- lausar áhyggjur." LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 28. JANÚAR 1984 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.