Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1984, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1984, Blaðsíða 7
„En nú er hún að hverfa af papp- írnum, glatast eins og óskráð minning „Tómas tók þvíaftur á móti vel að handskrifa fjallkonuljóð inn á teikningu eftir Kjarval.“ 24 slðun 12S. tbl. — Miðt ikudagur 17. júnl 193$ >IIÍÍ H- Vv-íZcrnO LumJ CjtetÍLrt OxtH^Á. Ar-vojr* ULAUr CUt^Utw A*. tj Í~í Euú oo/ Afcctti. ,ozúri&, ú4- ó-?r>ajþ<Z>' t I (ðuö fnþ c^/ fi irÖoMUtrfUi fiúoicv Á<jb. twTvO aiSotc*.. „ . M4|rr«.- fö/tXbfi' cuii■ \ *_ ,J ifáwttwiMj J/neudL otJ hxij-, O blÁOj X Oc^ fvrn^áb d, MtAA*fea^prnn. COJ cwtó fkW'/ iu*oJ ■ \ 1»iw. a3 JhuXoj. , * '-j Cij' UÚ- fiúcv. fvutwxí- -eoMsl rivJMopO, ptM^Vtvvwuf- wuwi/- þfevLói, 'h&Jxd, UriMfTpxi PjvAnJ, .. ..Atu*. nÁ£t«v .^xútíxr frkilMf ih$ fctt fýjoJiíK/. fio/ urrn. n&Áv. Jtuúiut |rjttía óí 0*«*«.. I ^fcxvtttt /&rÆicrfeti«íjvt ^tduu) þúuO( WuO fetj« /»«Ir vvt?- ú tVNtrC/. irjrcUrR/ ^KA^toJ tnif- (tój* íá^cl, phjJdoMiS jQcvaS" íj/CKuð O^/ -fit>*rí> fiÍ-OÁt þtiuo^ú fvúcyfi A«}W 1/141 itud btULi pÖÁj MfH-oUxuA tMtucfíO rvo 7 UtT PvvujrwfeK (3j»í>. A*«0 *U.gtv Ojti fmtÁ^Xr, eu, Ottlmvjúk. &'*«■ AÚa. . Kjarval „Farðu með myndina til tólksins. Skilaðu þökk minni fyrir vinnustund." Tómas veldisins undir veiziustjórn meistarans, eins og þjóðin átti skilið. Og það með pomp og prakt á forsíðu blaðs allra landsmanna. Þú verður að útvega hvítan umbúðapappír, góði, endur- tekur Kjarval, en það verður að gerast strax. Leigubíllinn bíður og ég er að flýta mér til fuglanna. Er ekki einhver krambúð hér nálægt? Eða er landsmannablaðið allt kannski komið undir þorsk og skötu? Ég fæ auðvitað um- búðapappír í verzlun Þórðar Gunnlaugssonar hérna við hornið, segi ég. Þá skuluð þér flýta yður, herra hátíðar- blaðamaður, segir meistarinn, setur upp hattinn og leggur af stað niður stigann, sönglandi: Morgunblaðið kemur ekki út á mánudögum ... Ég trítla á eftir Kjarval, en þá stanzar hann í miðjum stiganum, blimskakkar á mig augunum og segir fast og ákveðið: Ég varð að koma, góði, þetta fólk á inni hjá mér svona vinnustund. Það verður að fá umbúðapappír, umbúða- laust. Maður á að gleðja þetta fólk á svona dögum. Maður hefur ekki efni á að gleðja ekki intellígensíufrymið við slík tækifæri. Við skuldum því vinnustund á tyllidögum, herra Matthías, tekur svo ofan hattinn, hneigir sig og gengur þegjandi og hátignarlega út í bílinn, sezt þar og bíður eftir hvítum umbúðapappír og ég hjá honum í aftursætinu, en Hanna hleypur út í verzlun Þórðar Gunnlaugssonar og kemur að vörmu spori með pappírinn. Kjarval tekur við honum án þess að segja auka- tekið orð, en lyftir hattinum í kurteisisskyni við frúna, eins og hann segir, og byrjar um- svifalaust að teikna. Bílstjór- inn bíður þolinmóður í fram- sætinu, en ég fylgist með verkinu. Þetta er ógleymanleg vinnustund. Kjarval teiknar myndina, eins og hann hefði verið búinn að þrauthugsa hana, en undir lokin hægir hann á sér, teiknar nákvæm- lega og bætir við blómum, fléttum og andlitum, þar sem honum þykir vanta. Hann virðir myndina oft fyrir sér og talar þá við sjálfan sig: Þröstur minn góður ... vorboðinn ljúfi ... fífil- brekka, gróin grund ... mold- arþögn, það er gott hjá yður, herra atómskáld. Ég hef sagt yður þetta áður. Gott orð, moldarþögn. Hann er að tala um orð í litlu ljóði, sem hafði komið út í Borgin hló árið áður, en af einhverri ástæðu hafði hann staðnæmzt við þetta orð. Að lokum skrifar hann ártalið 1959 í vinstra hornið efst, 15 ára afmæli yfir miðja mynd- irta, en síðan 17. júní ofarlega hægra megin. Neðst skrifar hann svo upphafsstafi sína og tileinkunnina: Johannessen Matthías á þessa teiknimynd með þökk fyrir vinnustund. Á miðri myndinni eru andlit af konu og karli, blóm á milli þeirra, en efst fjögur andlit, líklega Jónas lengst til hægri og fornmaður í miðju, neðst andlitsmynd af pilti og stúlku, en þröstur á milli þeirra í hári hennar eins og fugl í laufi. Annars staðar í myndinni eru andlit í blómasveigum, skip og fleira til skrauts. Lengst teiknar Kjarval syngjandi þröstinn og ég óttast hann verði ekki ánægður með þenn- an fugl sinn, en þá snýr hann sér að mér og segir: gillígogg! — og réttir mér myndina.1* Þetta ætti að duga, góði, segir hann ánægður, það til- kynnist yður hér með. Farðu með myndina til fólksins. Skilaðu þökk minni fyrir vinnustund. Látið blómin tala og þrestina syngja. Við skul- um ekki vera að tvínóna við þetta, herra Matthías, ég er ekki að gefa fólkinu annað en það, sem það á hjá mér. Verið þér svo sælir, herra skáld, skútuöldin kallar á Giovanni Efrey. Af stað, herra bílstjóri, af stað burt í fjarlægð ... og áfram veginn í vagninum ek ég inn í fráfærutímabilið. Þetta fólk verður að eiga sína vinnustund í friði. Það á að eiga sína skarphéðinslausu daga eins og hvalirnir. Það verður að fá að blása út í friði. Sælir! Ég stóð eftir á gangstétt- inni glaður og þakklátur með sautjánda júní í höndunum og horfði á eftir honum hverfa inn í fráfærutímabilið og skútuöldina. Það var eins og hann væri að trúa fólkinu fyrir þessum degi, að eilífu. Vannig átti Kjarval einnig eftir að teikna fyrir mig Ungl- inginn og sklrarann, meöan við töluðum saman um altar- istöfluna, sem átti að fara I kirkjuna Ríp i Hegranesi. En nú er hún að hverfa af papp- Irnum, glatast eins og óskráð minning. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. JANÚAR 1984 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.