Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1984, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1984, Blaðsíða 12
Fálmkennd EFTIR GISLA SIGURÐSSON Ekki fer það framhjá neinum sem eitthvað fylgist með, að ótrúlega margir fást við myndlist og hefur raunar verið svo um árabil. Það er mikil breidd í þessari listgrein eins og sagt er á íþróttamáli, en það segir vitaskuld ekki neitt um gæði framleiðslunnar. Á til- rauna- og breytingaskeiðum, eins og þeim sem yfir hafa gengið, eru ýmsar fastar viðmiðanir um gæði á reiki og þetta gildir jafnt um ljóðlist sem myndlist. Margsinnis hefur verið bent á, að almenningur hefur að ýmsu leyti vanþróaðar hugmyndir um myndlist, þrátt fyrir mikinn áhuga og góða aðsókn að sýningum. Svo litlar kröfur eru gerðar að nóg þykir að málarinn líki sæmilega eftir einhverju þekktu fjalli til þess að mynd verði góð. Svo einfalt er það nú ekki. Halldór Laxness hefur einhverntíma vikið að þessu fyrirbæri og kallað það „fjallaeftirhermur" sem hittir alveg í mark. Gildi í myndlist eru vitaskuld óháð því, hvort lista- maðurinn kýs að líkja eftir einhverju úr náttúrunnar ríki. Góður listamaður getur það ef hann vill, en stund- um kýs hann að stílfæra og jafnvel að túlka kenndir sínar svo, að ekkert þekkjanlegt fyrirbæri sést í mynd- inni. Engin aðferð er rétt eða röng í sjálfri sér, en áhorfandinn getur orðið ruglaður í ríminu; hann gerir sér ef til vill ekki grein fyrir því hvað listamaðurinn er að fara og milli þeirra myndast gjá. Þetta er gömul saga. Hér geta fjölmiðlarnir komið til hjálpar, en rækja það hlutverk misjafnlega. Sjónvarpið hefur brugðist hrapallega, en af blöðunum stendur Morgunblaðið sig langsamlega bezt. Myndlistarumfjöll- un blaðsins er margþætt: Fréttir birtast um opnanir á sýningum, í öðru lagi kann að vera birt viðtal við lista- manninn og í þriðja lagi er birt gagnrýni um allar sýningar sem þykja máli skipta — og í fjórða lagi má nefna margvíslega myndlistarumfjöllun Lesbókar. Jafnaðarstefna Meðalmennskunnar Jöfnuður milli manna er vissulega fögur hugsjón, en þó er það nú svo, að jafnaðarstefna getur gengið einum of langt. En þetta er viðkvæmt mál og vandmeðfarið. Þeir listamenn, sem ég hef rætt við um þetta töldu að ekki þyrfti að kvarta yfir fréttaleysi af sýningum, sem haldnar eru til dæmis á Kjarvalsstöðum og í Norræna húsinu. En menn furða sig á því fréttamati, sem stund- um má sjá í dagblöðunum, þegar byrjandasýningar eða annaö sem flokkast bara undir föndur er fram reitt i fréttum sem væru það alvöru listviðburðir. Með öðrum orðum: Það þykir frétt — og er frétt — þegar kunnur listamaður, sem búinn að að kljást við kúnstina í áratugi heldur sýningu á Kjarvalsstöðum. Það er einnig viðburður og frétt, þegar ungur listamað- ur kemur heim frá framhaldsnámi erlendis og efnir til sýningar; jafnvel þótt það sé hans fyrsta sýning. En það þykir líka frétt, þótt það sé ósambærilegt og afar lítill listviðburður, þegar einhver byrjar að gamni sínu að mála eða líma smásteina á myndflöt og sýnir, ellegar húsgagnaverzlun ýtir undir amatör að fá myndir hans innanum húsgögnin til að örva sölu í búðinni. Ekki nóg með það, heldur sanna dæmin að stundum eru blaða- menn sendir út af örkinni til að eiga samtöl við þessa menn og allt er þannig fram sett, að lesandi blaðsins getur ekki betur séð en þarna sé alvöru listviðburður. Þessi jafnaðarmennska er ekki réttlát eða sanngjörn gagnvart lesendunum, vegna þess að í raun er verið að blekkja í stað þess að blaðið ætti að verða til leiðbein- ingar með umfjöllun sinni. I myndlistargagnrýni er staðið betur í stykkinu, að minnsta kosti í Morgunblaðinu, þó gagnrýnin komi oft seint, stundum jafnvel á siðasta degi. Gagnrýnendur blaðsins hafa skýra og ótvíræða stefnu í þá veru að fjalla fyrst og fremst um sýningar á þeim stöðum, sem gera listrænar kröfur. Um verk byrjenda er fjallað á sanngjarnan hátt, þegar sést að alvarleg viðleitni býr að baki, en allskyns föndur og hreinræktaða tóm- stundaiðju láta þeir eiga sig. Það er svo annað mál, hvort gagnrýnin sé eins og hún ætti helzt að vera: Til leiðbeiningar bæði fyrir sýnendur og áhorfendur. Það er ekki þakklátt starf að vera gagnrýnandi og engin leið að rækja það starf svo öllum líki. En ég held að Morgun- blaðið hafi sloppið við ósóma í sinni gagnrýni líkt og átti sér stað í DV-blaðinu í haust, þegar gagnrýnandi blaðsins skrifaði níðgrein um hópinn, sem sýnir undir nafninu Vetrarmynd. Þesskonar skrif bitna harðast á gagnrýnandanum sjálfum, því það er ekki tekið mark á honum á eftir. í Reykjavík eru aðeins fjórir sýningarstaðir, sem gera listrænar kröfur; hafa „þröskuld" eins og það er kallað. Þar á ekki að sýna verk byrjenda eða algerra amatöra. Þessir staðir eru Kjarvalsstaðir, Norræna húsið, Listasafn ASÍ og Listmunahúsið í Lækjargötu. Þessum stöðum stýrir fólk, sem hefur góða yfirsýn og metnað til að halda uppi merki þróaðrar myndlistar. Ekki er alveg á hreinu, hverskonar gæðakröfur hafa verið gerðar í Nýlistasafninu. Framúrstefnulist á alltaf erfitt uppdráttar, en þarna hefur merkilegt starf verið unnið, sem felst í að hlúa að vaxtarbroddinum og halda ýmsu til haga sem á eftir að verða sögulegt, en Lista- safn íslands vanrækir. Kannski hafa ýmis uppátæki úr hugrnyndlistinni svo og uppákomur komið inn þeirri skoðun, að þarna sé engin alvara á ferðinni. En það er áreiðanlega rangt; Nýlistasafnið gegnir sérstöku hlut- verki. Að sjálfsögðu eiga blöðin og sjónvarpið að fjalla um sýningar á þessum stöðum á miklu ítarlegri hátt; þær eru einfaldlega meiri og merkari frétt á sama hátt og það er meiri frétt, hvað flutt er í Þjóðleikhúsinu og hjá Leikfélagi Reykjavíkur heldur en afþreyingarstykki hjá hópi áhugamanna í einhverju félagsheimili. Þó er það allt góðra gjalda vert. Flestir skilja, að það er meiri frétt, þegar stórt forlag gefur út ný ljóð eftir heiðurs- launaskáld, heldur en þegar byrjandi gefur út ljóðin sín sjálfur, fjölrituð. Hér hefur einungis verið vikið að því sem gerist á myndlistarvettvangi höfuðstaðarins, enda skiptir það langsamlega mestu máli. Að sjálfsögðu þurfa fjölmiðl- arnir að vera vel vakandi gagnvart því sem á sér stað í öðrum kaupstöðum landsins; þar hefur Akureyri verið í sérflokki til þessa. Hugsanlegt er að listviðburðir geti átt sér stað í félagsheimilum, þótt sjaldgæft hafi það verið hingað til. Að góðir listamenn sýni úti á lands- byggðinni, heyrir mjög til undantekningum. Islendingar hafa löngum gert mun á hagyrðingum og skáldum. Á vettvangi myndlistar eru einnig til hagyrð- ingar og skáld — og til eru þeir sem halda því fram að hagyrðingarnir, sem voru á öðrum hverjum bæ hér fyrr meir, séu nú farnir að mála. Meginatriði málsins um listkynningu í fjölmiðlum, snýst einmitt um það, hvern- ig á að meðhöndla hagyrðingana þannig að þeir fái sína réttlátu umfjöllun, en sé ekki ruglað saman við skáld eins og okkur sumum finnst að gert sé í fréttamati fjölmiðlanna. List í Kaffihúsum Það hefur átt sér stað annað veifið, að fleygir og færir myndlistarmenn hengdu upp myndir sínar í veit- ingahúsum og það er vitaskuld þeirra mál. Mér þykir samt einsýnt, að menn geti ekki ætlast til þess að fréttastjórar og gagnrýnendur gefi því mikinn gaum. Sumir taka það óstinnt upp; þar á meðal Ólafur Jó- hannesson sem sjálfur er gagnrýnandi hjá Morgunblað- inu, en myndlistarmaður einnig og sýndi nokkrar myndir við Ijóð í veitingahúsinu Mensu; athyglisverðar myndir, sem höfðu sumar verið kynntar í Lesbók og áttu skilið að njóta sín betur en þær gerðu þarna. Olafi þótti í pistli, sem hann skrifaði af þessi tilefni, að það ætti ekki að skipta máli þegar myndlistarumfjöllun er annars vegar, hvort kaffi sé drukkið á staðnum. Út af fyrir sig er það alveg rétt. Þetta kemur kaffinu ekkert við, heldur því hvort sýningarstaðurinn hafi yfirlýsta stefnu um ákveðnar listrænar kröfur. Reglur eru yfirleitt ekki án undantekninga og stund- um hafa gagnrýnendur Morgunblaðsins gengið út úr hefðbundinni götu og fjallað um sýningar á veitinga- húsum, þegar þeir hafa orðið varir við eitthvað sem stendur upp úr hinu venjulega á slíkum stöðum, sem eru byrjendasýningar. Eðlilegt er að byrjendaverk og 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.