Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1984, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1984, Blaðsíða 14
I JON B. ÞORBJORNSSON Eitt af hugtökunum sem öðlast hafa stór- aukið gildi meðal bflaframleiðenda, og ekki síður fundið hljómgrunn meðal bfleigenda á síðustu árum er vgildið. í ágætri íslensku hef- ur það hloti heitið „vindstuðull“. Hugtakið sem býr að baki þessu orði, er þó engan veg- inn nýtt af nálinni. Um aldamótin síðustu voru menn farnir að velta fyrir sér straumlínulögun bfla, og snemma á þriðja áratug þessarar aldar var farið að skilgreina hið eiginlega vgildi og fást við óbeinar mælingar á því. VindstiiðuII Á mörkum hins mögulega: Tiln strokka, 129 kW dieselrél með er eyðslan 13,6 1/100 km. Sé 250 qunabíllinn ARVW (Aerodynamik 'astúrbínu, nær 352 km hámarkshrþi km/h hraði „látinn nægja“, er eyði algi Research Volkswagen), búinn 6 iða á klukkustund. Á þeim hraða lálan 61/100 km. ARVW hefur c w Hér má sjá hinn athyglisverða K amm-bíl í straumfræðilegri reyk- prófun. Þessi bíll, K 5, var smíðaður árið 1938, og hafði cw _ qqj innan við 0,15. Nýja töfraorðið í bílaiðnaðinum Hver skyldi hafa trúað þrí að óre) ndu ? cw _ q ^. sama gj/Qj fyrjr. y V-rúgbrauð og Porsche 928. Hinn nýi Audi 100 sameinar stílíegurð, rými og mikla sparneytni í akstri fyrir bíl afþessum stærðarflokki. Ef hraðinn er tvö- faldaður, eykst við- námið fjórfalt, en það er ekki fyrr en komið er yfir 50 km hraða á klukkustund, sem reikna má með að áhrifa loftmótstöð- unnar fari að gæta að ráði Einn frumkvöðlanna á sviði straumlínulögunar bíla var W. Kamm, prófessor við Tækniskól- ann í Stuttgart. Eftir hans hugmyndum voru smíðaðir nokkrir tilraunabílar á árunum 1938/39 sem nefndust K 5, og voru með svokallaðri Kamm- Iögun á þaki og afturhluta. K-lögunin fólst í því að draga þakið niður á við að aftan, með sömu lögun og vindstraumurinn tekur á sig eftir að hafa farið yfir framrúðuna. Þar með er loftstraumnum hvorki gefinn kostur á hvirfilmyndun í „lygn- um“, né heldur að þrýsta á flöt- inn. Bíllinn losar sig síðan þokkalega vel við loftstrauminn með nokkuð snögglega lækkandi og bröttum afturhluta. Þessi bíll var sá fyrsti með markvisst „Saphier“ frá Studio Jehle í einkenni á Saphier er hJð kíllaga hafa í Kr með sér litla þá sök, að öll yfírbyggingin er er hlutverk stúlkunnar sem lega Ijóst, en fullvíst má telja að vindstuðli. hannaðri straumlínulögun sem hefði getað náð vinsældum með- al almennings, hefði smíði hans ekki verið stöðvuð í upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari. K 5 hafði cw-gildið 0,37, meðan al- gengt var að cw-gildið fyrir bíla á þeim árum væru allt að því tvöfalt hærri. Það er ekki fyrr en á allra síðustu árum, að tek- Liechtenstein. Áberandi þarfþó ekki endilega að Eins er Saphier sérstakur fyrir „trefjaplasti“. — Greinarhöfundi á bretti bifreiðarinnar ekki fylli- muni ekki stuðla að hagstæðari svo smám saman í átt til straumlínulagaðri yfirbygginga. Sennilega átti þó breytt fegurð- arskyn fólks, þ.e. tískan, meiri þátt í því, heldur en að mark- visst væri unnið að straumlínu- lagaðri útlitshönnun. Hin eiginlega bylting í við- horfi manna til mikilvægis vindstuðulsins kom síðan í kjöl- ist hefur að lækka vindstuðul far orkukreppunnar 1973. Orku- bíla niður undir þetta meðal- gildi, og að því leyti var smíða- gripur prófessors Kamm meira en 40 árum á undan sinni sam- tíð. En þörfin fyrir straumlínu- lögun var ekki nógu rík á þeim árum, eða þá almenningur ekki tilbúinn að taka fyrirvaralaust svona risastökk inn í framtíð- ina. Því hélt hálfkassabílalagið sínu striki um tíma, og þróaðist sparnaðarvitund eða -þroski al- mennings tók stórstígum fram- förum á þessum árum. Ein af- leiðing þess varð hin ofurskjóta vinsældaaukning hugtaksins „vindstuðull“, — rétt eins og þegar ljóstýra verður skyndilega að skærri stjörnu á næturhimni Eurovision-söngkeppninnar. Allt í einu var cw-gildið það sem máli skipti í sambandi við nýja bíla á markaðnum. Framleið- endur hömpuðu hagstæðum gildum og almenningur gleypti við. Svo framleiðendur sáu sér hag í því að blása mikilvægi hagstæðs cw-gildis enn meira út, uns líkast var því að bílarnir væru smíðaðir utan um vind- stuðulinn. Skilgreining vindstuðulsins Nú, þegar vindstuðullinn er búinn að valda svona miklu moldroki, væri ekki úr vegi að líta aðeins nánar á það sem býr að baki þessu hugtaki. Hvað er vindstuðull? Fæstum er það fyllilega ljóst; flestir eru hins vegar sammála um að það sé eitthvað, sem segir til um það hve mikinn vind bíll — eða hvaða hlutur sem er — tekur á sig. Og það hefur svo aftur áhrif á það, hve mikinn kraft þarf til þess að knýja viðkomandi far- artæki áfram, sem á endanum gerir vart við sig í eldsneytis- eyðslunni. Svo langt sem það nær er þetta rétt, — en segir ekki allt. Vindstuðullinn sjálfur er ekkert annað en gildi, sem segir til um raunverulega straumlínulögun ákveðins hlutar. Til dæmis hef- ur ferkantað spjald, sem haldið er þvert á loftstraum cw = 1,20. Dropalaga hlutur hefur aftur á móti cw = 0,04. Vindstuðullinn er því óháður stærð hlutarins, þannig að fræðilega gæti stærsti vörubíll haft sama cw-gildi og lítið, nákvæmt módel af honum. Krafturinn sem virkar á við- komandi hlut verður hins vegar ekki ljós, fyrr en búið er að margfalda varpaðan flöt hans, (samsvarar skuggamynd við- komandi hlutar), hraða hans í öðru veldi og hálfa eðlisþyngd loftsins með vindstuðlinum. Við það koma fyrst áhrif stórra flata til aukins loftviðnáms í ljós. Mestu máli skipta þó áhrif ökuhraða, samkvæmt þessari jöfnu, þar sem viðnámskraftur- inn eykst með öðru veldi af 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.