Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1984, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1984, Blaðsíða 13
Myndlistin er alger hornreka í sjónvarpinu, sem telst þó áhrifa- mesti myndmiðill þjóðarinnar, en í dagblöðunum er umfjöllun um sýningar ómarkviss svo stundum fær lesandinn þá hugmynd, að byrjenda- eða föndursýningar séu alvöru list- viðburðir. annað sem vanþróað telst, komi fyrst fyrir almenn- ingssjónir á hinum og þessum stöðum, þar sem auðvelt og ódýrt er að fá inni. Það markar samt áfangaskil og hefur gildi fyrir þann sem í hlut á. Venjulega eru þetta alveg hliðstæðir listviðburðir við fjölrituðu ljóðin, sem byrjendur á því sviði gefa út á eigin kostnað. Sá sem einhvern metnað hefur til þess að ná listrænum árangri, verður einfaldlega að sækja á brattann unz þar kemur, að okkar bestu sýningarstaðir, sem áður eru nefndir, treysta sér til að sýna verk hans. En þá á heldur ekki að standa á blöðum og sjónvarpi með fréttaumfjöllun og gagnrýni. Samkvæmt hlutarins eðli ætti það að sæta mestum tíðindum, þegar Listasafn fslands efnir til yfirlitssýningar á verkum eins manns; undantekningarlaust eru það þá menn, sem búnir eru að rækta sinn garð í marga áratugi. Samt var ekki hægt að sjá það í blöðunum, að yfirlitssýning á verkum Harð- ar Agústssonar í safninu þætti merkur viðburður. Við- töl við listamanninn birtust þó um síðir, en á eftir ýmsu öðru smálegu, sem var á ferðinni á sama tíma. List í Sölubúðum Staðir eins og Langbrók og Gallerí Grjót eru bara sölubúðir, opnar á sama tíma og aðrar búðir og það eru vitaskuld lítil tíðindi, þegar einhver lætur þar í sölu fáeinar grafíkmyndir, jafnvel þótt hópur standi að því. Þetta geta verið ágætar myndir eftir mæta lista- menn, en þarna er bara verið að krækja í ókeypis aug- lýsingu og tilefnið harla lítið eða ekki neitt. Hvað eftir annað eru fréttamenn plataðir uppúr skónum á þennan hátt. Listaverk í verzlunum eru þar eins og hver annar varningur og ef menn vilja vekja athygli á honum, þá er leiðin sú að auglýsa. Ég veit að postular meðalmennskunnar segja: Blöðin eiga ekki að gera upp á milli manna og ákveða fyrir aðra, hvað sé list. Því vil ég svara þannig, að blöðin eru sífellt að gera upp á milli manna í þá veru, að taka sumt til birtingar og senda annað heim til föðurhúsanna, sem illa þykir skrifað og óboðlegt. Jafnaðarstefnan er góð þar sem hún á við, en dekur við lágkúru, byrjendaverk og föndur leiðir af sér algera flatneskju. Ófá dæmi þekkjum við þess, að myndum sé rubbað upp með sölu- sjónarmiðið eitt í huga; höfundurinn kannski haldið tvær og þrjár sýningar á einu ári og varla lagt í að ramma myndirnar inn, hvað þá að gefa út sýn- ingarskrá. Spyr þá kannski einhver: Er hægt að treysta því,að það sé þá mun betri list, sem sýnd er á Kjarvalsstöðum, í Norræna húsinu, í Listasafni ASÍ og Listmunahúsinu? Já, ég vil leyfa mér að staðhæfa, að svo sé, enda er t.d. sýning á Kjarvalsstöðum kostnaðarsamt stórfyrirtæki Svipmyndir frá þeim fjórum sýningarstöðum í Reykjavík sem gera ákveðnar listrænar kröf- ur Kjarvalsstaðir, Nor- ræna Húsið, Listasafn ASÍ og Listmunahúsið. fyrir hvern listamann, og menn stofna ekki til þess af léttúð. En öll mannanna verk eru ófullkomin og for- ráðamönnum sýningahúsa getur missést einhvern tíma í þessu vali á sama hátt og það hefur komið fyrir Þjóðleikhúsráð að samþykkja slæmt leikrit, sem síðan kolfellur. En það má ekki dæma eftir því, samanber vísu Steingríms: Finni hann laufblað fölnað eitt / for- dæmir hann skóginn. Þáttur Sjónvarpsins Þegar sjónvarpið hóf göngu sína töldu margir víst, að myndmenntum hverskonar yrðu gerð verðug skil, svo sem stendur í valdi þessa myndmiðils. Þótt margt megi gott segja um sjónvarpið, hefur það þó brugðist að verulegu leyti i þessu efni. Að vísu mætti nefna ein- staka viðtal með myndum, ellegar þætti um liðna lista- menn; nýlegt dæmi er af Thorvaldsen. Allt er það góðra gjalda vert og áhugamenn um myndmennt eru þakklát- ir fyrir flokk eins og þann er Björn Th. Björnsson flutti um myndlistarsögu fyrir nokkru. Ég ætla ekki hér að fara útí þá miklu ást sjónvarpsins á enskri knattspyrnu til dæmis, en aðeins að óska eftir því, að myndmenntir gætu orðið álíka ástar aðnjótandi. Framan af, meðan sjónvarpið var að slíta barns- skónum, hafði það þó þann hátt á að gera sýningum bærileg skil, stundum með sérstakri kynningu á lista- mönnum í viðtalsformi. Undirritaður fékk til dæmis þesskonar kynningu vegna sýningar í Bogasalnum 1967, en þá var sjónvarpið bara ársgamalt. Síðar hefur sú stefna verið upp tekin, að safna um- fjöllun um sýningar í eina ruslakistu, sem heitir „Á döfinni". Þar er öllu haugað saman og stór sýning á Kjarvalsstöðum fær sömu umfjöllun og smásýning hjá byrjanda einhvers staðar úti í bæ. Sjónvarpið hefur komið fram við listir eins og þær væru rusl, sem best sé að afgreiða snarlega. Samt er eitthvað til á þeim bæ, sem heitir Lista- og skemmtideild. Sérstökum þætti, sem um þessar mundir heitir Glugginn, er ætluð listræn umfjöllun, en kemur varla að nokkru gagni, þegar hálfsmánaðarlega er vikið að örfáum atriðum, sem gerast undir merkjum myndlista, bókmennta, leihúss, kvikmynda og tónlistar. Það verður aðeins smá hrafl og hvorki fugl né fiskur. Enginn fjölmiðill hefur aðstöðu til að kynna myndlist á svo áhrifaríkan hátt sem sjónvarpið; það sést til dæmis þegar svo ber við, að það flytur erlenda þætti eins og nýlega um Rafael. Sjónvarpinu væri í lófa lagið að gera sér eðalfínt efni úr fjölmörgum sýningum góðra listamanna, sem alltaf eiga sér stað annað veifið. Raun- ar ætti sjónvarpið að eiga filmu af hverri einustu meiri háttar sýningu sem myndmiðill þjóðarinnar númer eitt. En því fer fjarri að nokkuð slíkt sé reynt. Þess í stað verður hver sýnandi á eigin spýtur að afhenda þættin- um „Á döfinni" litskyggnu og örstuttan texta, og þegar sýningin er opnuð, að minnsta kosti ef það er sýning í Norræna húsinu eða á Kjarvalsstöðum, þá tekur frétta- deildin við einni ljósmynd og örstuttri klausu. Þetta eru einhverskonar skyldubirtingar, sem látið er fara eins lítið fyrir og kostur er, í stað þess að láta hæfa menn fjalla um efnið á ítarlegan, en umfram allt fræð- andi og skemmtilegan hátt. Sinnti sjónvarpið þeirri skyldu sinni við íslenska listmenningu, væri einhver von til þess að landsmenn kæmust til sama þroska í myndmennt og þeir hafa löngum haft í bókmenntum. Þá mundi kannski seint og um síðir renna upp það ljós fyrir einhverjum, að þrátt fyrir tízkustefnur og svipt- ingar, er ákveðinn rauður þráður í allri góðri myndlist. Þá mundi lærast, að myndræn gæði eru ekki endilega fólgin í eftirlíkingu, að mynd er ekki betri þótt hún sýni gott veður, og rétt útlit á einhverju þekktu fjalli dugar ekki heldur til að úr því verði listaverk. Það mun jafn- vel ljóst verða, sem margir eiga mjög bágt með að skilja, að góð mynd er ekki endilega falleg. En fegurð er mjög afstætt hugtak og mynd með efnislega ljótu inn- taki getur orðið falleg í augum áhorfanda, sem sér að hún er ef til vill frábær í teikningu, með áhrifamikinn rythma í línum og mögnuð í lit. Að svo miklu leyti sem þvíumlík gildi verða útskýrð, hefur það verið gert á bókum og í blöðum og allt það sem birzt hefur í Lesbók síðasta áratuginn væri nóg til að fylla nokkrar bækur. En dagblöð standa höllum fæti gagnvart sjónvarpinu að þessu leyti: möguleikarnir þar liggja í augum uppi — en lítt notaðir því miður. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. JANOAR 1984 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.