Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1984, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1984, Blaðsíða 10
AÐLETTAST UM130 PUND Baddi hefur að minnsta kosti níu líf. Hann veit ekki sjálfur hvers vegna hann harðneitaði túr á tog- ara, sem fórst í það skiptið, og ekki var hann fyrr búinn að af- munstra sig af öðru skipi en það sökk með manni og mús. Þetta er annar hluti samtals Kristínar Sveinsdóttur við Systu og Badda í San Francisco. Þriðji og síðasti hluti samtalsins birtist næsta laug- ardag. Byrjaði 13 ÁRA í Skipunum Systa ber nú fyrir okkur ost og kex. „Prófaðu þennan, hann er vel kryddaður og sérlega góður.“ Svo er skenkt meiri bjór í glasið mitt, og við höldum áfram að tala með fullan munninn. Allir, sem vettlingi gátu vald- ið, hlupu í Bretavinnuna á þess- um árum. Skipalestir frá Banda- ríkjunum höfðu hér viðdvöl á leiðinni til Evrópu, og allur inn- flutningur kom frá Bandaríkjun- um. Stundum þurfti að afferma 10—15 skip í einu. Þá var alltaf skortur á mannskap í uppskip- unina. Þrettán ára gamall byrj- aði Baddi að vinna í skipunum. Að vísu voru aldurstakmörkin 16 ár, en hann lærði snemma að segja rangt til um aldur, enda stór og stæðilegur og fullorðins- legur í háttum. Oft var unnið til miðnættis í skipunum, og áður en hann vissi af var hann kom- inn með meiri laun en faðirinn, fyrirvinna fjölskyldunnar. Þar með var öllum áhuga á menntun varpað fyrir róða. Framboð á at- vinnu var svo mikið og launin svo gríðarleg, að piltinn langaði ekkert úr þessum stanslausu veisluhöldum í einhvern leið- indaskóla. A þeim dögum fengu jafnvel lík vinnu, stóðu í hnöpp- um um allan bæ og studdust við skóflur. Það var þá, sem letin og ómennskan náðu að skjóta rót- um á íslandi. „Einn daginn var ég á leiðinni niður að höfn til að vinna, þegar kunningi minn kallaði í mig og sagði: „Baddi, veistu að Amerík- anarnir í Trípólíkampi eru að ráða menn?“ Ég spurði hann, hvert ég ætti að snúa mér til að sækja um vinnu þar. „Á Ráðn- ingastofu Reykjavíkur," var svarið. Maður varð að vera orð- inn sextán ára. Sá, sem vélritaði umsóknina spurði: „Hvað gam- all?“ „Sextán", ansaði ég. Hann leit snöggt á mig og sagði „Segj- um átján, það er eðlilegra." Þarna komst ég í þá mestu gullnámu, sem ég hef komizt í um ævina.“ — í hvers konar starf varst þú ráðinn? „Um þær mundir voru fimm- tíu hermenn úr Trípólíkampi sendir heim í viku hverri. Eg var, ásamt fleirum, ráðinn til að tæma braggana jafnóðum og þeir losnuðu. Áttum við að fleygja því, sem skilið var eftir. En í stað þess að keyra á haug- ana þessum óhemju verðmætum, þá seldum við allt draslið. Alls kyns heimilistæki, svo sem ís- skápa og eldavélar, rúm, fatnað og margt, margt fleira. Við seld- um það allt og lifðum eins og kóngar. En jafnoft og hóparnir hurfu af landinu upphófust mikil blesspartí og gleðskapur. Hver einstakur hópur var kvaddur með veisluhöldum svo gríðarleg- um að segja má, að þennan tíma hafi ég verið í látlausu bjórbaði. Eins Og Olíufursti í Aftursætinu Þegar þeir lokuðu bílaverk- stæðinu, sem stóð rétt við Trí- pólíbíó, hirti ég allar sprautu- græjurnar og lét bílstjóra á Hreyfli fá þær gegn því að hann keyrði mig til og frá vinnu í þrjá mánuði. Eg breiddi úr mér í aft- ursætinu eins og olíufursti og lét fara vel um mig. Þá var ég sext- án ára.“ — Hvemig tóku foreldrar þínir þessu? „Það var náttúrlega ægilegur grátur heima. Pabbi var afskap- Hann talaði aldrei um áfengi við mig framar. Eftir þetta fór ég að velta því fyrir mér að fara í burtu. Ég vildi forðast vandlætingu for- eldra minna, og gefa þeim frí frá mér. Sextán ára gamall venti ég mínu kvæði í kross, kvaddi mömmu og pabba og hvarf til sjós. Ég get sagt þér eina stutta skemmtisögu frá þeim tíma. Þegar við vinirnir, Biddi Línu- dansari og ég, réðum okkur á bát. Vinur minn, Biddi, var sá San Francisco þykir einhver fegursta borg Bandaríkjanna. Hún er hvort tveggja ísenn, borg gamla tímans með viktor- íönskum húsum og borg nútím- ans með skýjakljúfum. fyrsti sem sýndi dans opin- berlega á íslandi. Mótdansarinn hans var kölluð Lína, og þess vegna hlaut hann viðurnefnið Línudansari. Biddi var alltaf svo fínn í tau- inu. Alltaf eins og klipptur út úr móðinsblaði. Hann þekkti sfelp- ur höllum fatapressum í Reykja- vík, og þar vorum við vanir að norpa berlæraðir á bak við hurð á meðan stelpurnar pressuðu buxurnar okkar fyrir böllin. Mér hafði, eins og ég sagði áð- an, lítilsháttar sinnast við for- eldra mína. Við Biddi vorum að fletta Mogganum og sáum, hvar auglýst var eftir matsveini og háseta á síldarbát. Við ákváðum í snatri að skella okkur á síld. Fínt að fara norður. Nóg af stelpum, böllum og brennivíni. Báturinn lá við verbúða- bryggjuna og þangað var ferð- inni heitið. A leiðinni tókum við að karpa um, hvor okkar ætti að verða hásetinn og hvor kokkur- inn. Ég segi við Bidda: „Biddi, þú verður kokkurinn en ég háset- inn.“ „Ertu vitlaus, maður," seg- ir hann, „ég verð auðvitað háset- inn en þú kokkurinn." Ég segi: „Heyrðu, Biddi, hvaða helvítis vitleysa er þetta. Þú verður kokkurinn og ég hásetinn, og svo ekki meira um það.“ Vanalega hafði ég fram með frekjunni það, sem ég vildi. Svona héldum við áfram að karpa. Svo sagði hann: í garðinum heima. Systa, Baddi og sonurinn Stefán. Og alltaf skín blessuð Kaliforníu- sólin. lega rólyndur og vandaður mað- ur. Hann kom til mín einn morg- uninn og sagði við mig, að drykkjuskapur minn væri um það bil að leggja móður mína í gröfina. Ég yrði að hætta þessu. Þá leit ég á hann og sagði: „Það er ekkert sjálfsagðara, pabbi minn, ef þú bara sýnir mér , hvernig ég á að fara að því.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.