Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1984, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1984, Blaðsíða 9
Einfættur Stórar myndir af Múbarrak sjást hér og þar um allt Egyptaland, einnig myndir af Sadat, en miklu færri. Ég bað leigubíl- stjórann minn, Abú Hassan, að sýna mér hús Sadats. Þarna stóð það nálægt mið- borginni, ekki mjög stórt, en fallegt, í eg- ypskum stíl, úr gulum steini með boga- dregnum útlínum á þaki, gluggum og yfir dyrum. Þarna býr ekkja hans, sagði Hass- an. Skrauthýsi eru mörg víða um borgina, og falleg torg í hjarta hennar, en strax og nær dregur jöðrum hennar, þá sést varla heilleg gangstétt og allar tegundir af rusli liggja hvarvetna í dyngjum. Ónýt ræsi, bil- aðar vatnslagnir blasa við í öllum áttum. Sums staðar voru verkamenn að dytta að einhvurju, en ekki sá högg á vatni. Mér sýndist hreinsun Cairóborgar álíka stórt verkefni eins og að reisa nýja pýramída jafnstóra hinum gömlu. En hvurnig stend- ur á bílamergðinni? Hún er svo yfirgengi- leg, að öngvu er líkt. Farartækin mjakast áfram í rykkjum og nuddast saman, eng- inn bíll virtist alveg óskemmdur. Þeir rispa og brengla hvur annan í þrengslun- um, og gegnum ökutækjaþvöguna smokrar sér mergð gangandi vegfarenda. Mér er einn þeirra minnisstæðastur. Hann var mjög hár vexti, blakkur á hörund, einfætt- ur, handleggjalaus. Hann hoppaði áfram á einum fæti og stefndi yfir breiðstrætið barmafullt af ökutækjum, enginn skipti sér af honum, enginn spurði hvurt hann ætlaði. Hvur getur gleymt öðru eins? Ekki var minnsti stúfur eftir af handleggjun- um. Þeir voru sniðnir af við axlarliðinn, og annar fóturinn af upp við mjöðm. Öllu skárra virtist hlutskipti þess fótalausa, sem sat undir húsveggnum. Hann hafði þó hendur til að grípa skítuga 5-pjastraseðl- ana, sem þessi eða hinn lét detta niður til hans, hann gat stungið upp í sig bita af kámugri brauðskorpunni, sem lá í sorpinu við hlið hans. um, að minnsta kosti tvær tegundir, báðar ólíkar íslenskum mjólkurkúm. Minni teg- undin var samt mjólkandi, að mér sýndist, nokkuð háfætt og ekki kviðmikil og vottaði fyrir hnúð á herðakambi, kannski af sebú- uxakyni, án þess ég vilji fullyrða neitt. Hin tegundin var stórvaxin, einhvurs konar vatnabuffall, með horn sem virtust sam- vaxin yfir miðri krúnu. Þessar skepnur lágu sumar og jórtruðu eða þær voru að éta afar stórvaxið grænfóður, líklega efsta hluta sykurreyrsleggja. Engin þeirra stóð á venjulegri beit, enda held ég að á þessum jörðum hafi enginn bithagi verið né heldur venjuleg grasrækt. Sauðkindur voru hér og þar að kroppa grashnjóta utan í síkisbökk- unum, og geitur klifrandi upp um öll kofa- þök og virtust leggja sér til munns hvað sem tönn á festi. Þarna sá ég krakka, sem send höfðu verið milli bæja ríðandi á ösn- um og sátu flest ofan í milli klyfja, sem mátti líka sjá þetta fólk vera að bera vatn í stórum krukkum, brúsum eða stömpum á höfði sér upp bratta göngustígana, frá sík- inu heim í kofana. Ég þekki ekki heilsufar þessa fólks, en bág er hreinlætisaðstaðan þess, að minnsta kosti í augum norður- heimsbúa. Sultur þekkist ekki í Egypta- landi, að ég held, því þó að þjóðin brauð- fæði sig ekki lengur, vegna offjölgunar, þá sér skákmeistarinn mikli í vestri um að láta í té það sem á vantar. Múbarrak for- seti sá sig jafnvel knúinn til þess í sumar að vanda um við þjóð sína: að hún borðaði of mikið — hún neytti í óhófi matar og drykkjar, og hún reykti of mikið tóbak. En ef hún vildi öngvu að síður reykja sér til óbóta, þá væri henni nær að nota til þess egypskar sígarettur, sagði forsetinn. Ég tók mark á orðum hans og reykti egypskar sígarettur meðan ég dvaldi í landinu, teg- undina Cleopadra. Ég braut af sígarettun- geta gefið þessum fallegu litlu sníkjudýr- um. Reyndar vissi ég, að þau voru bara að vinna fyrir foreldra sína í gráu leirkofun- um á síkisbökkunum: að sitja um ferða- fólkið og sníkja aura, þegar það stöðvaði ökutæki sín við hraðbrautina til þess að taka myndir. Mér var sama: ég gaf þeim samt. Þau voru svo nákomin jörðinni, sól- inni og dýrunum. Þau voru afkvæmi móö- ur Nílar og sólguðsins — heilög börn, eins og paddan skarabé. Hvurgi í heiminum hef ég séð jafn skítuga og máða peningaseðla og í Egyptalandi. Verst voru leiknir 5 og 10 pjastra seðlarnir. Tölustafir og munstur var máð af þeim flestum, leðjulitur var á þeim, punds-seðlarnir voru litlu betur út- leiknir. Þeir þóttu samt vera töluvert verð- miklir. Bankarnir greiddu ekki nema 82 egypsk pund fyrir 100 ameríska dali. Alls staðar annars staðar, á götum og torgum, varð ekki þverfótað fyrir mönnum sem buðu 110 egypsk pund fyrir 100 dollara. Það verður að pukrast svolítiö með þessa verslun, en auðvitað dettur öngvum ferða- manni í hug að skipta við bankana, heldur stunda eftir þörfum ólöglega gjaldeyris- verslun, annað væri beinlínis hlægilegt. Heiðarleiki er afstætt hugtak: það er engin dyggð að vera „heiðarlegur" þar sem það er orðin brosleg heimska. Kannski er held- ur hvorki til neitt endanlega rétt eða rangt. Rangt væri þá aðeins rangt, ef það mistekst, en rétt allt sem heppnast. Ekki man ég lengur hvort einhvur sagði mér þetta eða hvort mér datt það sjálfum í hug. Það skiptir heldur ekki máli. Mikið vorkenndi ég litlu stelpunni, sem kom hlaupandi og skríðandi upp snarbrattan síkisbarminn til að sníkja pjastra úr hönd minni eins og hinir krakkarnir, en varð of sein, því að nú var búið að ná nógum ljósmyndum og Abú Hassan ók frönsku drossíunni sinni lengra upp með síkinu. Tekin var ákvörðun um að aka upp til Abúsír fyrir sunnan Sakkara og ná mynd- um af litlu hálfhrundu pýramídunum, sem Miðhluti Kaíróborgar er með mjög vestrænu sviði, til dæmis El Tahrir-torgið, sem sést á myndinni. En ekki þarf langt að fara til að komast líkt og í annan heim. N asser rúblumar flœddu yfir land- ið í hans tíð — s adat — dauðasekur er talsmaður friðarins — Kofaþyrpingar með visn- uðum hálmi á þökum Nú bað ég Abú Hassan, sem var fertug- ur fjögra barna faðir, að aka mér út í sveit, því að allar stórborgir væru eins, bara mismunandi þröngar og viðbjóðslegar. Hann var lengi að mjaka sér út úr hæg- fljótandi umferðaröngþveitinu sunnan við E1 Tahrír-torgið og komst loks á þjóðveg, sem lagður var meðfram afar breiðu og löngu áveitusíki. Vafalaust tengdist það Níl einhvurs staðar og greindist sjálfsagt í ótal skurði út um marflatt akurlendið utan við borgina. Síkið var lygnt og vatnið í því grágrænt, sums staðar sá ekki í vatnið fyrir blaðstórum jurtum, sem breiddu sig yfir það bakka á milli, þar að auki var hávaxið sef, ég held papírus, meðfram löndum, og það voru háir og brattir bakkar beggja megin, en lausagrjót, sandur og möl þeim megin sem hraðbrautin hafði verið lögð. Efnið í þessa síkisbakka hafði augsýnilega verið sótt út í eyðimörkina, sem hvurgi var langt undan svona ofarlega í óshólmum Nílar. Eyðimörkin lyfti gulum fjöllum sínum og berum ásum upp móti síbláum himninum og leit út eins og gullbronsaður rammi utan um pálmalundi og matjurtagarða dalsins. En á hinum sík- isbakkanum stóðu bændabýli landsins, grásvartar kofaþyrpingar með visinn hálm á þökum, opnar dyr, gott ef ekki hurðar- lausar, og ferhyrndar gluggaborur með öngvum tjöldum fyrir. A hlöðunum og í húsasundum var strjálingur af nautgrip- M sum voru býsna stór í hlutfalli við asnann. Einstaka úlfaldi stóð að húsabaki, en öngvir arabískir hestar voru sjáanlegir hér suður í sveitinni, þó að nóg væri af þeim á túristaslóðum kringum pýramíd- ana vestur í E1 Gizhe. Þrjár uppskerur á ári Hér var fólk úti á ökrum að bogra við uppskeru eða sáningu, því að í þessu landi eru þrjár uppskerur á ári, og þrisvar er sáð, og hvað tekur við af öðru. Nú var októbermánuður og Áin upp á það minnsta, hún fer ekki að vaxa og flæða fyrr en eftir áramót, þegar regntíminn hefst lengst í suðri. Það var svo lágt í henni að víða var verið að dæla vatni úr brunnum handan við síkið. Það voru tré- pumpur með tannhjólaútbúnaði, þar sem efra hjólið var lárétt, en það neðra lóðrétt með vatnshólfum, sem fylltu sig og helltu úr sér á víxl. Út úr efra hjólinu stóð löng tréstöng eða armur og armurinn festur við uxa eða asna. Og það var undarlegt að sjá, að þessar skepnur þrömmuðu hægt og sila- lega hring eftir hring í það óendanlega kringum lárétta vatnspumpuhjólið, án þess að nokkur manneskja stjórnaði þeim. Tygjaðar klafa, festar við pumpustöngina lötruðu þær hringi sína án afláts, þolin- mæðin holdi klædd, með dálitla grænfóð- urbusku í poka hangandi um hálsinn. Þarna er ekkert heimilisrafurmagn, engin neysluvatnslögn. Síðklæddar og svart- klæddar konur, ennfremur stálpuð börn, voru að þvo þvott við síkisbakkana. Það Þrepapýramídi Zosers konungs íSakkara. ubarak — maður var- fœrinnar skynsemi — um hvítt og langt filtermunnstykkið og reykti þær síðan og fannst þær þá sterkar og bragðgóðar. Þær voru meira en helm- ingi ódýrari en Camel-sígaretturnar amer- ísku, og ekkert verri fyrir minn smekk. Asninn er þarfasti þjónninn Jæja, við vorum úti í sveitinni að aka, því að mig langaði að sjá daglegt líf fólks- ins úti á landsbyggðinni. Það var svona. Einstaka traktor skrönglaðist meö aftan- íkerru eftir holóttum sveitavegunum, en greinilega var asninn þarfasti þjónninn, jafnt til reiðar, áburðar og aksturs. Ég var hissa hvað Arabastrákarnir gátu porrað þá upp og látið þá hlaupa. Þeir flengriðu asnakrílunum, svo að allt of löng eyru þeirra flöksuðust fram og aftur og í allar áttir, eins og tuskubleðlar á þvottasnúru í roki, og Jcýrhalinn þeirra stóð þráðbeinn aftur af þeim. Stundum var stansað til að taka myndir. Þá brást ekki að upp spryttu hópar af smábörnum, sem hlupu í átt til okkar svo sem fætur toguðu. Þau hlutu að hafa kúrt á milli trjárunna og í skorning- um niðri á síkisbökkunum. Sum voru að- eins í mittisskýlum, önnur i ökklasíðum línkuflum, sem voru gráir eins og sorpið og rykið allt í kringum þau. Þau teygðu öll fram smáar hendur sínar, andlitsfríð og augnafögur, og söngluðu: „Mony! Mony!“ Ég var búinn að læra af reynslunni, að nauðsynlegt var að hafa í vasanum búnt af 5 og 10 pjastra peningaseðlum til þess að aldrei sjást á póstkortum eða í túrista- bæklingum, af því að tönn tímans hefur unnið á þeim og þeir komast ekki í sam- jöfnuð við fræga risabræður sína í E1 Gizhe-héraði. Þar með héldum við út úr frjósömum Nílardalnum upp til stein- dauðra hrjósturlandanna, þar sem ekki vex mosi á steini, hvað þá meira. Við vor- um áður búin að skoða þrepapýramídann mikla í Sakkara, en sunnan hans á allt að 100 kílómetra löngu svæði, stendur strjál röð litlu pýramídanna, sem allir voru upp- haflega grafhýsi kónga, drottninga og hirðgæðinga, þangað vildum við komast til að skoða það sem fáir hirtu um. En við komumst þangað ekki. Allt í einu sáum við hermannaflokk framundan. Þeir voru að bjástra við að reisa vegatálmanir úr grjóti og trjábolum. Við stönsuðum og stigum út. Abú Hassan sagði þeim á arabísku, aö okkur langaði til að taka myndir af litlu pýramídunum suður í Abúsír. „Þið komist ekki lengra," sagði foringi þeirra friðsamlega. „Vegurinn er lokaður hér.“ „Ha? Fáum við ekki að fara lengra og taka myndir?" spurðum við hin á ensku. „Nei,“ sagði undirforinginn sem var fríðleiksmaður og vingjarnlegur til augn- anna. Ég sá að í brjósti hans var enginn bardagi, og dátar hans höfðu lagt frá sér byssuhólka sína og tekið sér haka og mal- arskóflur í hönd til þess að loka gömlum akvegi sem lá til suðurs. Best gæti ég trúað að þetta hafi bara verið æfing í að loka vegi, nýliðar í kennslustund. „Megi friður ríkja með okkur öllum núna og framvegis," sagði ég. „Við snúum sömu leið til baka.“ Slík uröu mín einu kynni af her Múbarr- aks. Þau líktust því og að hitta vegagerð- armenn Landsvirkjunar hjá Vatnsfelli, sem lokað hefðu bílvegi til Veiðivatna um stundarsakir, meðan þeir gengju frá nýrri brú yfir gljúfur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28 JANÚAR 1984 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.