Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1984, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1984, Blaðsíða 8
GUÐMUNDUR DANÍELSSON Sólguðinn óttur heim nasasjón af nútímanum í Egyptalandi Ferð til Egyptalands er ekki síst ferð úr nú- tímanum inn í fortíðina. Nútíma-Egyptaland er ekki annað en fremur fátækt en fjölmennt Arabaríki, sem mörg herveldi hafa undirok- að á síðari öldum og langt fram á þessa öld, en hefur á síðustu áratugum reynt að verða nútímalegt, og jafnframt haft uppi tilburði í þá átt að verða forusturíki múh- ameðstrúarmanna, sem byggja löndin við sunnan- og austanvert Miðjarðarhaf. Eg- yptar hafa í forsetatíð Gemal Nassers og Anwar Sadats reynt að koma á sambands- ríki með Libýu í vestri og Sýrlandi í austri. Mikill pappír hefur verið notaður í þessu skyni og sambandsríki stofnað á pappírn- um, en síðan ekki söguna meir: Stórveldis- draumarnir rættust ekki, þeir runnu út í eyðimerkursandinn, og gott ef löggilti skjalapappírinn, sem þeir voru skráðir á, hefur ekki orðið eldi að bráð, eins og bóka- safn Alexandríu á dögum Cesars, og askan fokið burt með vindinum, þrátt fyrir veð- urblíðuna á þessum slóðum. Það er nefnilega ekki lengur rúm fyrir nema tvö stórveldi í heiminum, annað í austri, hitt í vestri. Og þessi tvö ríki hafa nú um sinn setið hvort gegnt öðru og teflt refskák án afláts. Heimurinn allur er skákborð þeirra, reitirnir eru jafnmargir og löndin, þeir eru sumir bláir, aðrir rauð- ir, og enn aðrir hafa blandaða liti ýmis- konar. Refskákin er svo flókin íþrótt, að henni verður ekki með orðum lýst. Þó sjá allir að megintakmark keppendanna er að ná valdi yfir sem flestum reitum og koma á þá sínum eigin lit: bláum eða rauðum, og er því mest sótt að þeim reitum sem öngv- an hreinan lit hafa, hvorki bláan né rauð- an. í sérhvurjum reit, það er að segja: í hvurju þjóðríki, er valdhafi af einhvurju tagi, og leitast þeir allir við að halda völd- um, og styðjast allflestir við einhvurskon- ar ríkisstjórn, jafnvel þing, en margir treysta þó einkanlega á vopnaðan her, helst sem stærstan og búinn þeim bestu drápsvopnum sem völ er á í heiminum. Fátt eða ekkert jafnast — í augum vald- hafa — á við stóran stríðsher og gnægð vopna, enda talið sjálfsagt að kosta til hans mestöllum fjármunum ríkisins, og dugir ekki að horfa í það þó að hinn óbreytti þegn hafi hvorki til hnífs eða skeiðar, né heldur húsnæði eða fatnað við hæfi. Mannfellir er því víða í þeim reitum refskákarinnar, sem hvorki eru bláir né rauðir og valdhafar teljast enn hafa sinn eigin lit. Ekkert er valdhöfum að kenna Stórveldin tvö — hinir miklu skákmeist- arar — hafa ekki síst vakandi auga á þeim reitum, þar sem valdhafar taka vopn langt fram yfir brauð og liggja í sífelldum hern- aði við stóra hópa sinna eigin þegna, með- an enn stærri hópar þeirra deyja úr hungri og pest. Hraustir og sællegir rauðakross- menn og kirkjutrúboðar ráða auðvitað ekki neitt við neitt, enda kenna þeir þurrk- unum að mestu leyti um hörmungarnar. Þeir mega ekki saka skákmeistarana miklu um neitt misjafnt, ekki kenna vald- höfunum í höfuðborgum hungurlandanna um ástandið. Það yrði sjálfsagt talið hlut- leysisbrot, hættulaust er hins vegar að skella skuldinni á veðrið. „Brauð handa hungruðum heirni," segja þeir með blíðu brosi við okkur í bláa reitnum, íslandi. Guð er í sökinni, ekki herforingjarnir, — veðurguðirnir eru að deyða fólkið í aust- ur-, mið- og suður-Afríku, þeir láta ekki rigna nóg. Vafalaust þekkja rauðakrossmenn og kirkjutrúboðar peningaverð gereyðingar- vopnanna sem verið er að smíða og búið er að planta eins og skógi um alla rauðu og bláu reitina á borði refskákarinnar miklu. En má ég þá spurja: Hvað gagnar að bjarga nokkrum þúsundum barna frá hungurdauða í Afríku, ef við verðum öll drepin og steikt innan skamms í atómeld- inum? Kannski er spurningin kaldranaleg, hjartalaus. Sjónvarpsmyndirnar af lifandi beinagrindum barnanna og mæðra þeirra suður í heitu sólskinslöndunum eru átak- anlegar, flugurnar skríða feitar út og inn um augu þeirra, nef þeirra og munn. Hvar eru annars feður þessara barna? — eigin- menn kvennanna? — Þeir voru ekki á kvikmyndinni. Nei, en þeim brá fyrir á annarri mynd. Þeir virtust jafnvel í fullum holdum, og þeir voru á harðahlaupum með byssurnar á lofti, rétt í þann veginn að ráðast á einhvurja samlanda sína í því skyni að skjóta þá eða skera, af því að „aldrei skyldi góður drengur kjósa frið, ef ófriður er í boði“! Ég sé ekki eftir þessum 500-kalli í söfn- unarbauk rauðakrossmanna og biskupsins, en ég held að hann geri alls ekkert gagn. í því landi þar sem leiðtogarnir gefa skít í allt fóður, nema fallbyssufóður, þar bjarg- ar minn 500-kall öngvu. Hins vegar hef ég heyrt að hvur uppsett stýriflaug með kjarnaoddum og öllu til- heyrandi kosti milljarða. Ósjálfrátt dettur manni i hug, að ef skákmeistararnir miklu í Genf og víðar, þeir með bláu og rauðu reitina, hefðu komið sér saman um að fækka skotpöllum sínum og stýriflaugum svo sem um 10 til 20 stykki á hvora hlið og ákveðið að nota peningana, sem við það spöruðust, til að kaupa mat handa þeim sem þurrkurinn er að drepa og þó einkum þetta óskiljanlega stríð vinnufærra manna um ekkert, þá væri vandinn leystur þang- að til aftur fellur dögg á jörðu og ekki er lengur hægt að kenna veðrinu um sultar- dauðann. Ég byrjaði þessa eftirþanka Afríku- heimsóknar í Egyptalandi nútímans. Nasser var mikill þjóðernissinni og föður- landsvinur. Fornminjar landsins sýndu honum sem öðrum, að Egyptaland, sem fyrrum nefndist Kem, hafði verið stórveldi og nafli heimsins. Hann dreymdi um nýja gullöld þjóð sinni og landi til handa. En fullvel vissi hann að öngvu yrði fram kom- ið nema með tilstyrk hinna tveggja stóru skákmeistara, sem réðu hinum bláu og rauðu reitunum. Þó að Egyptaland sé stórt, þá er það í rauninni mjög lítið, — gróið land ekki nema 30 þúsund ferkíló- metrar. 87% Egyptalands eru sviðin eyði- mörk og einungis 13 hundraðshlutar ódáinsakur, því að ekki nær móðir Níl til meira lands með vatn sitt sunnan úr monsúnregnsvæðum Blálands. En fólkinu fjölgar ört, um 2,8% á ári, minnir mig, og borgirnar í óshólmunum verða stærri og stærri, einkum hafnarborgin Alexandría og höfuðstaðurinn Cairó efst í óshólmun- um, þár sem manngrúinn nemur — að sagt er — 12—15 milljónum. Roðinn úr austri Orkuskortur stóð iðnaði fyrir þrifum, endurbæta þurfti áveitukerfið og útvíkka það. Gerð var áætlun um nýja stíflu í Níl sunnan þeirrar gömlu, margfaldlega stærri og fullkomnari. Til framkvæmda þurfti ógrynni fjár. Ekki átti Egyptaland það fé. Þjóðnýting Súesskurðs hafði lítið gefið í aðra hönd, nema hvað hernaðarárás Breta, Frakka og ísraelsmanna gerði Nasser að þjóðhetju víða um heim, þó að skurðurinn hætti að mestu að vera skipa- leið og olíuskip yrðu að sigla með farm sinn úr Persaflóahöfnum suður fyrir Afr- íku ef þau ætluðu að landa honum í Rott- erdam. Nasser leitaði fyrst eftir fjármagni til Aswanstíflugerðar í Bandaríkjunum. Af einhvurjum ástæðum rak þá samninga í strand, og þá var að reyna hvursu Rúss- arnir dygðu. Jú, þeir dugðu reyndar mæta- vel, og roðinn úr austri færðist yfir Egyptaland. Rúblurnar flæddu inn í landið og yfir það og í för með þeim heill her vísindamanna og sérfræðinga á öllum hugsanlegum sviðum, þeirra á meðal hern- aðarsérfræðingar. Það fór vel um rússn- esku birgðaflutningaskipin og vopnuð fylgdarskip þeirra í höfnum landsins: Al- exandríu, Port-Said, og reyndar er Níl skipgeng alveg upp til Aswan, hérumbil þúsund kílómetra suður í landi, auk þess sem járnbrautir voru lagðar þangað og góðir bílvegir upp með endilangri ánni. Aswanstíflan var fullgerð á nokkrum ár- um. Reist var risastórt minnismerki um hina rússnesk-egypsku samvinnu, Lótusminnis- merkið, sem er ægifagurt og voldugt, og í fótstallinn eru greypt ríkisskjaldarmerki beggja þjóðanna: hamarinn og sigðin og egypski örninn. Aðdáan'lega fögur gnæfir til lofts þessi fjórskipta súla, sem að ofan rennur saman í eitt, en efst uppi breiðir ögn úr sér, eins og hálfopin króna lótus- blómsins, og tjörn gerð af mannahöndum allt í kring sunnan við sjálfa stífluna, sem er bogadregin og auðvitað lögð ágætasta akvegi. Uppistöðulónið sem myndaðist er 500 kílómetra langt, og er einn þriðji hluti þess sunnan egypsku landamæranna, inni í Súdan. Það heitir Nasservatn. Um tíma leit svo út sem einar merkustu fornleifar landsins færu á kaf í vatnið: rísalíkneskjur Ramsesar II. og musterin bak við þær í Abu Simbel, 280 kílómetra fyrir sunnan Aswan, allt höggvið út í sjálft bergið. En Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, og nokkur ríki, auk Egyptalands, lögðu fram nægilega mikið fé til þess að stytturnar stóru og hin miklu neðanjarðarmusteri Amon Ra, með sínum óteljandi listaverkum, allt þetta var sagað í hæfilegar steinblokkir og síðan var því lyft upp og afturábak og flutt inn í hernaðarlega, pólitíska og efnahagslega, að eina hrakför varð að fyrirgefa honum. Hins vegar spurning hvort skáksnillingur- inn mikli með rauðu reitina fór ekki að rýna áhyggjufullur í stöðuna. Nóg var að vísu til af hergögnum, fyrir loft, láð og lög, en tryggingu varð að fá fyrir því að greiðsia kæmi fyrir sendingu nýrra stríðstækja og að kaupendurnir kynnu með þau að fara. Það mátti ekki oftar koma fyrir að þeir bræddu úr öllum skriðdrekaflotanum á leiðinni frá skipsfjöl upp í eyðimerkurstöðvarnar, heldur yrðu þeir fyrst að láta smurolíu á vélarnar, ekki mátti heldur láta flugflotann brenna upp á einni nóttu, þegar Síónistunum hentaði. Hvað átti að gera? — Nú, auðvitað að senda fleiri hernaðarráðunauta, þjálfara, njósnara, sérfræðinga á öllum sviðum, margar þúsundir af hámenntuðu úrvals- liði. Alexandría, Port-Said, Ismalía voru ákjósanlegir staðir fyrir herskip og allar tegundir skipa, skítt með það þó að Asw- anstíflan skilaði ekki fullri orku og áveitu- landið stækkaði lítið. Þeir veðjuðu aftur á hann arabíska glæsi, Nasser að nafni. En þá skarst dauðinn allt í einu í leikinn, og forseti Egyptalands sigldi gullnum báti sínum inn í Vesturlandið. Þaðan á enginn afturkvæmt. Anwar Sadat, vinur og vopnabróðir hins látna forseta, tók við embættinu. Hann elskaði föðurland sitt öngvu minna en fyrirrennari hans hafði gert. Styrjaldir, vonir og vonbrigði þekkti hann, og beiska reynslu þeirra sem ósigra bíða á vígvöllum. Dauðasekur er talsmaður friðarins Ég hirði ekki að rekja sögu Anwars Sad- ats. Hún varð þó ekki löng, en því merki- legri. Hann ákvað að breyta óvinum sín- um, Síonistunum í austri, í vini og semja við þá um frið milli Egyptalands og ísrael, Kaíró nútímans. Við enda götunnar er egypzka þjóðminjasafnið. fjallshnúkinn, og svo val var það verk af hendi leyst, að gleggstu augu þarf til að sjá að þessi fornu mannvirki hafi orðið fyrir nokkru hnjaski eða yfirleitt verið hreyfð. Dimmblátt vatnið fellur upp að fastabergi landsins, og gaman var að ganga fram á gnípu og geigvæna brúnina og sjá torfu af Nílarkörfum, 30 til 40 punda fiska, sveima þar undir lygnu yfirborðinu. Fyrst hélt ég að þarna væru krókódílar á ferð, en síðan sá ég að það voru fiskar, gráir á baki, með rauðleitar síður og ljósan kvið. Orkan var mest á pappírnum En það er af orkubúskapnum að segja, að hann blessaðist ekki eins og vonir stóðu til, né heldur möguleikinn til stóraukinnar áveitu á eyðimörkina. í sífelldum sólarhita þessa lands gufar vatnið svo ört upp, að aldrei næst úr því sú orka og það magn sem vísindamenn höfðu með útreikningi fengið á teiknipappír sinn og byggt mannvirkin á. Framhaldið þekkja allir: Rússar fylltu flugvelli Nassers af orrustuvélum og ótal verkfærum til styrjaldarbrúks, og Nasser fór ekki leynt með það, að nú væru dagar nágrannans í austri, Síónistanna, brátt taldir. Það stóðst ekki: Síónistarnir, guðs útvalin þjóð, ísrael, kom á einni nóttu og eyðilagði herflotann mikla áður en hann hafði ráðrúm til að rísa upp. Þeir sigruðu Nasser. Og alla þá sem hervæddust til stríðs gegn Landinu helga, sigraði ísrael. Nasser gekk þá grátandi fyrir lýð sinn og bauðst til að leggja niður völd og fá þau í hendur einhvurs hæfari manns. En lýður- inn, sem vissulega harmaði missi herskara sinna, vildi ekki kenna foringja sínum um ógæfuna, heldur svikulum þjónum hans og heimsvaldasinnum. Svo marga sigra hafði Nasser líka unnið fyrir land sitt og þjóð, og ferðaðist til lands þeirra og var leiddur í Knesset til að halda sáttarræðu fyrir óvini Araba. Til þess þurfti mun meiri kjark en ráðast gegn óvígum her. Þennan kjark hafa mjög fáir menn, enda lífs- hættulegra en að stinga höfði gegnum lykkjuna á snöru böðuls. Allir þeir sem hingað til höfðu kallað hann bróður sinn, úthrópuðu hann nú sem svikara og hræktu í átt til hans. Hann mælti sér einnig mót við Begin forsætisráðherra ísraels á sveitasetri Bandaríkjaforseta, Camp Da- yid, og gerði við hann samning um lausn erfiðustu ágreiningsmála. Og ekki nóg með það: hann sagði við skákmeistarann mikla sem fyrir rauðu reitunum réði og fjár- magnaði Aswanstífluna og stríðsbúnaðinn í stað hinna glötuðu hervopna frá óförum sex daga stríðsins: „Farið allir til ukkar heimalands, við viljum ekki hafa ukkur lengur í þjónustu okkar!“ Egyptaland þarfnaðist friðar nú, en ekki fleiri styrj- alda. Og blár litur tók að flæða yfir reit- inn, sem nefnist Eg>-ptaland. Því að Rúss- arnir töldu ekki skynsamlegt að láta í odda skerast við stjórnanda ríkisins, hinn hugprúða talsmann sáttfýsinnar. Þeir héldu heim, og fórnuðu skiptamun í ref- skákinni, og síðan fór hún í bið. Sagt var að Anwar Sadat bæðist fyrir fimm sinnum á sólarhring, og sneri andliti sínu til Mekka og snerti ryk jarðarinnar jafnoft með enni sínu. Öngvu að síður reis gegn honum stór hópur trúarofstækis- manna, sem taldi hann svikara við Allah og föðurlandið, og myrtu hann þar sem hann sat á palli með ráðherrum sínum og eiginkonu — að horfa á meinlausa skraut- sýningu hersins í Cairóborg. Sjá, ekkert er lífshættulegra en gerast talsmaður friðar á jörðu: dauðasekur er sá. Hosni Múbarrak tók við, maður varfær- innar skynsemi og hófsamrar þjóðernis- stefnu. Morðingjar Sadats voru hnepptir í dýflissu, þar sem þeir skyldu bíða dóms. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.