Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1982, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1982, Blaðsíða 15
einn gagnrýnandinn, „var að birtast með hljóðfæri í fanginu og apa í bandi. Hverig gat honum sézt yfir það?" Hin opinbera mynd af sjálfum sér, sem Pavarotti sýnir sem bezt, setur í dag svip sinn á líf hans og skýrir að hluta hinn til- tölulega nýja áhuga hans á tómstunda- gamni eins og listmálun, tennis og hesta- mennsku. „Ég er aldrei kyrr,“ segir hann. „Kannski ég hafi náð þeim aldri, þegar menn fara að skilja, hvað lífið er. Og það sé þess vegna, sem mig langi til að gera alla þessa margvíslegu hluti." Þetta er líka að- ferð til að flýja frá harðstjórn opinberra sýninga og hinni þrautlýjandi áætlun, sem þýðir 11 mánaða ferðalög á ári. Hann hefur sagt: „Fram að fertugu er maður að berjast fyrir sjálfan sig. En svo rennur upp fyrir manni, að maður sé fangi áheyrenda. bað er skemmtilegt fangelsi, en það eru fleiri eftirsóknarverðir hlutir í lífinu." En það er erfitt að ímynda sér, að neinir aðrir hlutir geti veitt honum neina ánægju eða nautn á borð við þá, sem hin opinbera staða veitir honum nú. Heima er hann nær eins mikill miðdepill athyglinnar og hvar- vetna annars staöar. Heimilisfólkið hjá honum er sjaldan færra en 30. Og hvert sem hann fer, er fjöldi manns í kringum hann, og máltíöir hans eru eins hávaða- samar og ruglingslegar og samkomur ír- anska þingsins. Pavarotti er nær örugglega einn af hin- um fáu söngvurum i heiminum, sem kynnu að geta staðizt það, sem fyrir hann hefur komið. Hann er hygginn og slyngur, fastur fyrir og vel gefinn og gerir sér fyllilega Ijóst, að framhald á frama hans er algerlega undir því komið, að hann haldi rödd sinni í fullkomnu lagi. „Ef ég sleppi því að æfa mig einn dag, þá veit ég af því," segir hánn. „En ef ég sleppi því i tvo daga, vita áheyrendur af því.“ Til verndar rödd sinni tekur hann töflur gegn ýmsu sem og til að tryggja sér 8 til 10 tíma svefn. Eins og flestir söngvarar er hann logandi hræddur við kvef og ferö- ast um meö birgðir af C-vítamíni. Annars er farangur hans slíkur meðal annars vegna hugsanlegra skipta á fötum og búningum, að þegar hann fer um flugstöðvar, minnir hann á arabíska oliufursta. Allt, sem hann gerir, er miðað við sem mest þægindi hon- um til handa, sem að sjálfsögðu stuðlar svo að þvi að halda röddinni við. Hann er mjög viðkvæmur fyrir því, hvað hann eigi að syngja og ólíkur Domingo að því leyti, að hann tekur enga áhættu i vali á verkefnum. Hann þekkir sín takmörk og forðast hlutverk, sem annað hvort gefa honum ekki næg tækifæri til að njóta sín til fulls eða kynnu að reyna of mikið á hann og geta þannig stytt söngferil hans. í sumar heldur hann til Hollywood til að leika í skrautlegri gamanmynd, sem á að heita „Yes, Giorgio", á vegum Metro- Goldwyn-Mayer. i Hollywood veröur látið mikið með hann, og ef hægt er að sþilla honum, þá er það þar, segja kunnugir. Menn minna á þaö, að Mario Lanza hafi verið söngvari í alvöru, þangað til Holly- wood hafi sannfært hann um, aö hann væri betri en Caruso. Öruggast væri, segja sum- ir, að öll fjölskylda Pavarottis dveldi í Los Angeles, meðan hann léki i Hollywood. En kannski lifir hann samt Hollywood af og töfra hennar og freistingar. Höfuöborg kvikmyndanna mun ekki geta séð honum fyrir því eina fíknilyfi, sem hann þarf og knýr hann áfram, og það er flóðbylgja fagnaöarláta og hrifningar viöstaddra áheyrenda í hvert skipti, sem söngvarinn opnar munninn. Það er eina viman, sem hann getur greinilega ekki án verið. Og það er jafnerfitt að ímynda sór hann draga sig út úr skarkala heimsins og lifa kyrrlátu lífi í friösælum bæ á ítalíu. Caruso, sem hann líkist mjög að lunderni og sem varð aðnjót- andi sömu hetjudýrkunar í Ameríku og hann, tryggði goðsögninni um sig langt líf með því að deyja snemma, áður en farið væri að halla undan fæti fyrir honum. Luci- ano Pavarotti, sem i dag er bókaður „mesti tenórsöngvari í heimi", er nú á hátindi frægðar sinnar og ferils og mun verða það um nokkurt skeiö enn, a.m.k. 5 til 6 ár, áður en hann þarf aö fara aö hafa áhyggjur af þverrandi kröftum. — Svá — byggt á Observer. 15 Pavarotti lœtur aór vel líka aö vera stórstjarna á sviði söngsins — og hann kann vel að meta lífsins lystisemdir — líka dýra vindla. miklu erfiðari viðureignar og mótsagna- kenndari, óöruggari og eigingjarnari, miklu athyglisverðari og samsettari manngerð. Ekki sú, sem amerískir áheyrendur hafa tekið svo óhemjulegu ástfóstri við, en hvernig má svo vera? Hinn opinberi Pavar- otti er eins og útskorin mynd, nákvæm ímynd ítalsks óperusöngvara, eins og Am- eríkumenn vilja, að hann sé, og Pavarotti leikur hlutverk sitt óaöfinnanlega. Og það hefur þegar fært honum auðæfi og vin- sældir langt umfram það, sem hann gat hafa dreymt um. Fram um miðjan 8. áratuginn var Pavar- otti bara frægur óperusöngvari, einn af hin- um tíu fremstu eða svo í þeim heimi, en lítt þekktur utan hans. Þá var það sem Breslin tókst að koma skjólstæöingi sínum í sjón- varpsþátt Johnny Carsons, „The Tonight Show", þar sem hann ræðir á síðkvöldum við frægt fólk, en sjálfur er Carson allra manna frægastur og þekktari en Jimmy Carter var í Bandaríkjunum. Amerískir sjónvarpsáhorfendur fengu allt í einu að kynnast feiknastórum, skeggjuðum og vel tenntum ítala, sem svo sannarlega gat sungið. Og Pavarotti tókst að gera heilt ævintýri úr þessu. Hann stillti sér upp við píanóið með stóran, hvítan vasaklút í annarri hendi og náði öllum háu tónunum, sem voru greinilega mjög erfiðir. Áhorfendur vissu, að þeir væru erfiðir, því að í nærmynd sáu þeir áhyggjusvipinn á italanum, þegar hann náði þeim, og svitinn rann niður andlitiö á honum. Og þegar söngnum var lokið, Ijóm- aði þessi stóri maður af ánægju, eins og hann væri undrandi yfir sínum eigin afrek- um, og kjagaði til sætis síns við hlið Car- sons. Síðan spjölluðu þeir, ásamt fleiri gestum, í gamansömum tón um söngferil hans, þyngd og helztu efni, sem allir ítalir eru taldir bera skyn á, mat, konur, vín, veður, föt og börn. Hann talaði á skemmtilega bjagaðri ensku og reyndist hafa mikla kímnigáfu. Hann ræddi mikiö um konu sína og dæt- urnar þrjár heima á Italíu, og það var aug- Ijóst, að hann væri mikill fjölskyldumaður þrátt fyrir glampann í flöktandi augnaráði hans. Það fór ekki á milli mála, að hann féll sjónvarpsáheyrendum sérlega vel í geð. „Þaö eina, sem hann gerði ekki," sagði alltaf vera svo. Tæknimaöur sagöi mér síö- ar, að hann gæti gert allt vitlaust. En hann virti alla, sem þyröu aö standa uppi í hárinu á honum. Hann hefur rokið burt af æfing- um og upptökum eftir æðisleg læti, en allt- af mætt daginn eftir, eins og ekkert hafi í skorizt og verið alúðin sjálf. Eftir aö hafa fylgzt með honum nokkra daga var ég þeirrar skoðunar, að það væri ekki umhverfið, heldur fyrst og fremst söngvarinn sjálfur, sem heföi skapaö þenn- an Luciano Pavarotti. Hinn frægi ítalski leikritahöfundur, Luigi Pirandello hélt fram þeirri kenningu, að við sköpum okkur öll sjálf að vissu marki í því skyni aö sýna umheiminum þá hlið á okkur sjálfum, sem við viljum, að hann misskilji sem raunveru- leika. Þeim mun lengur sem ég fylgdist með Pavarotti, þeim mun sannfærðari varö ég um það, að hann væri ágætt dæmi fyrir kenningu Pirandellos. Á yfirborðinu er maðurinn, eins og allir mega sjá, glaölegur og aðlúðlegur risi meö óseðjandi lyst á öllu, sem er gott í lífinu, mat og drykk, og hefur yndi af vinum, fjöl- skyldu sinni og afþreyingarefnum ýmsum, feröalögum og nærveru fagurra kvenna, í mesta sakleysi þó, en helgar sig list sinni af öllu hjarta. Honum er það mest í mun aö standast hinar ströngustu kröfur, sem geröar veröa til mikilla söngvara, og jafn- framt að gefa sem flestum kost á að njóta góðrar hljómlistar. Hann tók til dæmis til- tölulega lítið fyrir sjónvarpsþættina „Pavar- otti at Julliard" og lét sér mjög annt um hina ungu söngnemendur, sem komu fram með honum. Stjórnandi þáttanna, Nathan Kroel, sem er enginn aödáandi óperu- söngvara („Þeir eru nær allir nautheimsk- ir“), var ánægður með Pavarotti og eftir honum er haft: „Luciano reyndist vera fág- aður hljómlistarmaður, sem er óvenjulegt um tenóra. Á háu tónunum er þeim hætt við að hleypa lofti í heilann." Hinn Pavarotti, sá sem áheyrendur aldrei sjá og sem aðeins bregður stundum fyrir í öllum látunum, sem stöðugt eru í kringum hann á sviðinu og utan þess, er Pavarotti i faömi fjölakyldunnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.