Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1982, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1982, Blaðsíða 10
Lokaður inni í heimi bóka sinna Rithöfundurinn John Fowies Um John Fowles, rithöfundinn sem frægast- ur hefur oröid fyrir bókina „Lagskona franska lidþjálfans". Hann býr í einangrun í Sudur-Englandi, vill helst ekki hitta fólk en skreið úr hídi sínu og átti samtöl við blöð þegar frumsýnd var kvikmynd eftir þessari bók. Úr garðinum viö hús John Fowles í Lyme Regis sést út á víðan flóann (Lymeflóa) og yfir villingsleg tré og runna sést sjálfur Cubb, stóri, skrýtni klettahöfðinn, sem teygist út frá höfninni eins og handleggur út í sjóinn. Úr þrepum þessa varnargarös féll Louisa Musgrove, söguhetja Jane Aust- en i Persuasion. Nú tengjast þessar slóöir öðru bókmenntaverki. Enginn, sem hefur lesiö Lagskonu franska liösforingjans (The French Lieutenant’s Woman) getur annaö en hugsaö til fyrstu söguhetjunnar, sem þar stígur fram, þegar hann lítur yfir flóann og á Cobb sjálfan, — svartklæddrar konu, sem stendur alein fremst á brimbrjótnum og horfir yfir sjóinn til Frakklands. „Fólk er alltaf aö segja mór aö grisja trjágarðinn til aö fá betra útsýni yfir fló- ann,“ segir John Fowles. Hann lætur það þó vera, þvf aö í kaupbæti fengi hann út- sýni yfir mannmargan sumarbaöstað meö öllu því, sem honum fylgir. Grængráa húsið hans, skreytt stein- kvennaandlitum, er kuldalegt á aö líta. En eigandinn er hiýlegri. Skeggjaður, þrekvax- inn og með gleraugu, sem fela grá augun, þrammar hann til og frá eldhúsinu og sækir kaffi, bækur, sígarettur. Hann hefur nú um stund rofið einangrun sína og leyft fólki aö koma og taka viö sig viðtöl. Hann reynir aö vera ekki ókurteis, en segist alla tíö forðast fólk, ef hann mögulega geti. Á átján árum síðan fyrsta bók hans, Safnarinn (The Collector) kom út og hlaut mjög góöa dóma, hefur hann skrifað þrjár meiri háttar skáldsögur, The Magus, The French Lieutinant’s Woman og Daniel Martin, sem veriö hafa meö sölu- hæstu bókum um allan heim. Hann er einn af „alvarlegum" enskum höfundum hverra bækur seljast í miklum upplögum. Einu keppinautar hans á því sviöi eru Graham Greene og John Le Carré. Hann er því vanur þeirri aöför blaðamanna, sem fylgir útkomu nýrrar metsölubókar. Þaö er þó ekki tilefnið nú, heldur frumsýning myndar Karel Reisz, Lagskona franska liösforingj- ans eftir kvikmyndahandriti Harold Pinters. Og Fowles situr í sófahorninu sínu og reynir að gera skyldu sína viö blaöamenn. Hann vill vera hreinskilinn, skemmtilegur og umfram allt þolinmóöur. Allt tal hans er svo fágaö aö auöveldlega gleymist hvaö þetta skiptir hann litlu máli. Hann þarf ekki á auglýsingu að halda, bækur hans seljast af sjálfu sér og hann þarf hvorki aö hafa áhyggjur af peningum né reikningum. Hann talar og virðist meina þaö sem hann segir (enda þótt hann hafi eitt sinn lýst því yfir, aö hann segöi aldrei það sem hann hugs- aði, heldur geymdi þaö fyrir bækur sínar). Og framganga hans er afar fáguö. En þegar blaöamenn og Ijósmyndarar eru farnir, getur hann snúið aftur til óska- veraldar sinnar, sem þó er ekki einungis þetta þögla, stóra hús, þar sem hann býr einn meö konu sinni, heldur innri heimur hugarflugs hans. Hann getur þá snúiö sér aftur að því, sem hann kallar „dópiö” sitt eöa „ópíum”: hann getur farið aö skrifa. Eyjan sú bíður heil og ein og nærvera hennar er jafn raunveruleg og væri hún þriöja persónan í stofunní. Þaö tók 11 ár aö koma Lagskonu franska liösforingjans á kvikmyndatjaldið frá því aö hún kom út 1969. Margar tilraun- ir til þess féllu um sjálfar sig af mismunandi ástæðum. Aöalvandkvæöin á því aö breyta bókinni í kvikmynd voru augljós: sagan gerist á tveim tímaskeiöum. Hún líöur gegnum meövitund ósýnilegs sögumanns, sem stööugt tengir persónur og atburði hug- myndum og viöburöum, sem fram komu löngu seinna. Þessa aðferö var ekki auö- velt aö nota í kvikmynd, en væri henni sleppt, væri dýpt sögunnar um leið glötuð. Harold Pinter datt ofan á þá lausn aö sam- þætta tvær sögur, aöra úr nútímanum og hina frá Viktoríutímabilinu og John Fowles sýnist ánægöur meö þaö. En án efa á þetta eftir að vekja deilur. Rithöfundarferill John Fowles er sérstak- ur og ætti að gefa tilvonandi skáldsagna- höfundum eilífa von. Skipta má ævi hans í tvo hluta, fyrir og eftir Safnarann, sem kom út 1963, þegar Fowles var 37 ára. Hann fæddist 1926 og átti flest bernskuár sín heima í Leigh-on-Sea, nálægt South End. Faöir hans, sem var tóbakssali og stundaöi viöskipti viö London, var eins og sonurinn mikill áhugamaöur um náttúrufræöi, eink- um tré og plöntur. Fowles átti yngri systur, 15 árum yngri en hann. „Þetta var eins og að vera einbirni,” segir hann núna, „tilfinn- inga- og sálfræðilega. Mjög gott fyrir rit- höfund, ekki eins gott á félagslega sviö- inu ...“ Hann kallar þaö „þýöingarmesta atburö í lífi mínu”, þegar fjölskyldan fluttist vegna stríðsins til lítils þorps t' Devon, nálægt Dartmoor. Hluta úr árinu var hann að heiman í Bedford-heimavistarskólanum, annars eyddi hann tímanum umhverfis sveitabæina í Devon. Þannig kynntist hann tveim hliðum Englands, sem hann lýsir síö- an seinna í skrifum sínum. Honum gekk prýöilega í skólanum í Bed- ford og varö fyrirliði krikket-liösins. Þó segir hann þurrlega: „Hafi ég lært eitthvað í Bedford, þá var þaö hver væri munurinn á því aö vera breskur og enskur. Þegar ég lauk þessum skóla, vissi óg aö ég vildi ekki vera breskur.” i fríum gleymdi hann sér f enskri sveit, „paradís drauma minna”, segir hann. Og bæöi í Lagskonu franska liösforingjans og Daniel Martin tekst honum aö endurskapa landslag Suöur-Englands á kröftugri hátt en flestum samtíöarrithöfundum. Þetta landslag várö einnig tákn þess frjálsa anda, sem sumar söguhetjur hans búa yfir, en alltaf er ógnað af siðvenjum, lygum og óumræðilegheitum þess þjóöfélags, sem þær lifa í. Minningar hans frá þessum tímum koma líklega best fram í skínandi góöum upp- hafskafla nýjustu skáldsögu hans, Daniel Martins. Þetta er lýsing á uppskerutíma á stríösárunum, þar sem þýska Heinkel- sprengjuflugvél ber örstutt fyrir sjónir. Þarna er í örstuttri lýsingu gefiö til kynna aö sú veröld, sem hann var aö lýsa og haföi verið óbreytt um aldir, var í þann veginn aö gjörbreytast. Sjálfur heldur hann því fram aö „tuttugasta öldin hafi byrjaö 1945“. Fowles gegndi tveggja ára herþjónustu í flotanum, en fór þá í New College í Oxford og las frönsku. Hann segir aö Oxford hafi breytt sér mjög. Þá tíðkuðust þar engin próf og þaö var bókstaflega ómögulegt aö falla. Þarna voru sumir nemendur aöeins vegna þess aö feður þeirra og afar höföu veriö þar á undan þeim: „Þaö voru enn heimskingjar þar, ef svo má segja ... Ég minnist ánægjulegs vinskapar viö menn, sem nú myndu alls ekki komast í gegnum próf... Ég hef misst samband viö þá alla núna.“ í Oxford datt honum fyrst í hug aö fara að skrifa. Þó tók hann ekki þátt í neinum ritstörfum í sambandi viö háskólann, t.d. skrifaöi hann aldrei í Isis. En hann lék mikiö krikket og las. Eftirlætishöfundar hans eru franskir. Síöasta áriö var hann í Maison Francaise og þar bar sú nýlunda viö aö nemendur töluöu frönsku. „Ekki flaug mönnum í hug að lúta svo lágt í New Coll- ege aö fara aö tala máliö,” segir hann. Hann kenndi enskar bókmenntir viö há- skólann í Poitiers í eitt ár. „Ég var alveg kolómögulegur,” segir hann glaölega. Síö- 10 an sneri hann aftur til Englands og valdi kost, sem haföi örlagarík áhrif á framtíö hans. Honum bauöst staöa viö Winchest- er-skólann, en hafnaði henni og tók þess í staö stöðu annars af tveimur enskukennur- um í „Eton Grikklands”, einkaheimavist- arskóla á eyjunni Spetsai. Spetsai, sem John Fowles kallaöi Phraxos („umgirtu eyj- una“) varö sögusviö Magus, fyrstu skáld- sögu hans, annarrar, sem út var gefin. Reynslan á Spetsai kom honum til að skrifa. Eyjan var afskekkt og falleg. Kannski veitti hún honum þá ytri útlegö, sem hann sóttist stöðugt eftir. „Þaö einkennilegasta viö Spetsai var, aö þar virtist alltaf eitthvaö liggja í loftinu,” segir hann. „Þetta var eina gríska eyjan, sem ekki var tengd sögum og goðsögnum. En þarna í furuskógunum fann maöur alltaf til þessarar eftirvæntingar, aö eitthvað væri í þann veginn aö gerast...“ Fowles fór frá eyjunni eftir tvö ár og byrjaöi aö skrifa Magus, þegar hann kom aftur til Englands, þessa undarlegu og flóknu skáldsögu, þar sem dularfullur og áhrifamikill guö, nefndur Conchis (til hans skírskotar titill bókarinnar), leggur þraut eöa nokkurs konar gátu fyrir ungan mann. „Þegar ég kom til baka, saknaði ég Grikk- lands hræöilega. Ég varö aö stöðva þann söknuö, lækna hann á einhvern hátt og þannig byrjaði ég aö skrifa. Ég held að ekki sé hægt aö kenna skáldsagnaritun, höf- undurinn veröur aö fæöast þannig aö hann beri meö sér þetta innra tóm, sem verður aö fylla ...“ „Ég hugsa aö ný-Freudistar myndu kalla þetta táknræna uppbót á missi,” heldur hann háðslega áfram. „Þeirra kenning er að öll list spretti fram vegna þess að maöur finni til óbætanlegs missis — glötunar lið- ins tíma, sem listamaöurinn verður ein- hvernveginn aö endurbyggja. Mér fannst ég þurfa aö endurskapa Spetsai á pappírn- um.“ Fowles baröist viö aö skrifa þessa sögu í nokkur ár og hún var gefin út 1966, eftir aö Safnarinn haföi hlotiö svo góöar viötökur. En sagan hélt áfram aö leita á hann. Og 1977, 11 árum seinna, tók hann þá kynlegu ákvöröun aö gefa hana út á ný í endur- skoðaðri mynd. Móttökurnar voru mjög mismunandi. T.d. hældi Anthony Burgess henni, en Angus Wilson tætti hana niður. Fowles segir aö allir rithöfundar veröi aö skrifa bók, þar sem þeir kenni sjálfum sér að skrifa og Magus hafi veriö sér sú bók. Þegar Magus var skrifuö, voru athyglis- veröustu bækur á Englandi (aö mati gagn- rýnenda) „naturalistiskar” lýsingar á verka- mannastéttinni. En Fowles er ekki og hefur aldrei verið „naturalistiskur” rithöfundur og Magus var algjörlega öndveröur ríkjandi bókmenntastefnu. Næstu tíu árin fékkst hann viö skriftir, en gaf ekkert út. Hann kenndi um tíma útlend- um stúlkum viö St. Godrics Secreterial College in English og segir að kalla hafi mátt þaö aö fara undan brekkunni, þar sem hann var áöur háskólakennari. „En mér féll það vel og ég hafði nóg til aö lifa af og þetta var ekki svo krefjandi starf aö þaö truflaöi skriftir mínar.“ Á þessum tíu árum byrjaöi hann á allt aö 12 skáldsögum, en lauk aöeins viö 3. Hann endurvann og umskrifaöi stööugt þætti úr þessum sögum, en hefur nú breytt vinnu- brögöum sínum. Nú undirbýr hann aidrei skáldsögur. Hann segir: „Ég byrja meö hugmynd, óljósa mjög, ekkert annað og veit ekkert hvert hún muni leiöa mig. Eftir 10—15 þúsund orö er hægt aö segja til um hvort eitthvað verður úr þessu, — maöur finnur bylgjur, rafmagnaöar bylgjur, ef sag- an á fyrir sér að lifna. Venjulega skrifa ég um 20 þúsund orð í réttu samhengi, — en eftir þaö er ég vís til aö stökkva fram í tímann, skrifa atburði, sem gerast seinna og fara svo til baka og fylla upp í. Eöa snúa mér aö einhverju ööru ...“ Sögurnar lifa meö honum daginn út og inn. Þetta skýrir kannski tregöu hans á því að gefa út. „Þaö er dauðinn," segir hann, „þegar bókin er í prentun. Skemmtilegi tíminn er liðinn. Þegar búiö er aö afhenda handritiö og setja þaö, ertu útilokaður frá þínum eigin texta. Gleöin felst í því aö

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.