Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1982, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1982, Blaðsíða 12
 Sveinn Auöunsson, Syöra-Velli: Jenna Jensdóttir Laxárdalur Enn um samræmdu prófin Höfundur eftirfarandi vísna er ættaöur úr Laxárdal í Austur- Hún átti æskuna hreysti og þor Húnavatnssýslu, sonarsonur hins kunna hagyrðings Sveins frá Eli- og heiðríkju gleðinnar í fránum augum. vogum, sem bjó aö Refsstöðum í Laxárdal, en fæddur var Sveinn á Flögraði eins og fugl inn í skólann Litla Vatnsskarði. Höfundur segir hér frá því, þegar hann kom á er fölnað laufiö hrundi af trjánum. slóöir afa síns í Laxárdal í fyrsta sinn. — Skammdegið settist í tíðina — settist einnig í hug lífsglöðu telpunnar Tápmiklir með troðinn mal Hart gegn neyð oft háð var stríö sem lagði sig fram við námið töltu vaskir gumar. hér í eyðidalnum, fann nagandi vanmátt sinn Lagt var upp úr Langadal. þ.egar válynd vetrarhrió þreyta og uppgjöf hertóku unga sál Liðið var á sumar. var i fjallasalnum. — „Allir ná — enginn fellur" — Laxárdalur, loks ég þig leit í fyrsta sinni, Virtist þá sem vonin blíö væri björgin eina, Nú stendur hún með nöturlegan sannleikann hljóð þín fegurö fékk á mig þegar koldimm kafaldshríð sem nistist / vitund æsku hennar — „d,e,d,e“ — festist sú í minni. karlinn vildi reyna. Þaö drjúpa ekki vonir af dögg augna hennar þær eru dánar í vetrinum. Eitt sinn bjó hér afi minn, Álftir tjörn á undu sér við Elivoga kenndur. einar í sólskininu. Þú vissir þetta alltaf Kunnur fyrir kveðskap sinn, Ljós fyrst dagsins leiztu hér samt horfðir þú aögeröarlaus á. kersknivísum brenndur. í Litla Vatnsskarðinu. Hún er barn náunga þíns. HVAR ER ÞITT BARN? Kætast þó vel kunni minn Bernsku þinnar brotnar enn karl með guðaveigar. bæjar sjá má rústir, Opnaði þá anda sinn, hrundar, gleymdar horfnar senn urðu margar fleygar. hálfuppgrónar þústir. Nokkur aðskotaorð í íslenzku eftir Sigurð Skúlason PÉLAKA, PJALAKA, betla sér (OM). Bjarni Vilhjálmsson þjóöskjalavörður vakti nýlega athygli mína á þessum sagnoröum. Kvaöst hann oft hafa heyrt þau af vörum móöur sinnar er hann var aö alast upp austur á Noröfirði. Þar voru þau borin fram: pélaga og pjalaga. Bjarni haföi þaö eftir fööur sínum aö þessi orö heföu menn austur þar álitiö aö væru komin úr máli franskra sjómanna sem oft áttu oröaskipti viö Austfirðinga fyrrum. Móöir Bjarna taldi aö merking fyrrnefndra sagnoröa heföi ver- iö: veröa sér úti um eitthvaö á heiðarlegan eða óheiðarlegan hátt. Orömyndin pjalaka finnst í oröasafni sem skráö var á árunum 1814—’15 eftir austurlensku talmáli sem þá var tekiö aö berast til Suöurlands (OH). FÝLUSÓFFI, heimspekingur. í meistara- legu samtali þeirra Halldórs Laxness og Arnar Ólafssonar, sem birtist í Morgun- blaöinu 28. febr. síöastliðinn, er þetta orð haft eftir Halldóri. Nú vill svo til aö meðal þess fólks, sem hefur ýmist skrifaö mér eöa átt tal viö mig vegna þessara greina minna hér í Lesbók, hafa þó nokkuð margir spurt hvað átt sé viö með oröinu hljóðgerv- ingur. Oröiö fýlusóffi er dæmigerður hljóö- gervingur, þ.e.: hljóölíkingarorö. í dönsku nefnist þvílíkt aðskotaorö onomatopoetik- on. Það orö er komið af onomatopöie í grísku sem myndað er þar af no. onoma, ef. onomatos, en þaö merkir: nafn, orö, + poiein, gera, skapa. íslenskir hljóðgerv- ingar eru oftast eftirlíkingar af framburöi erlendra oröa. Hjá Halldóri Laxness er hér um að ræöa hljóðgerving af alþjóöaorðinu filosof svo aö enn sé valin hin danska mynd orðsins. Þaö orð er mjög virðulegrar merkingar: heimspekingur, hugsuður; heilabrotamaöur, vitringur. Þaö er eins og fjöldi oröa, er varöa hámenningu, ættaö úr grísku og merkir þar: elskhugi viskunnar. ísl. hljóögervingar geta veriö spaugilegir, t.d. rassmalagestur sem merkir m.a. skussi og er í Blöndalsoröabók taliö vera skólaslang. Þetta hnjóösyröi er reyndar hljóögervingur af res male gesta í latínu sem merkir: illvirki (hk.). Frægur hljóögerv- ingur i ísl. fornmáli er paðreimur sem merkir m.a.: skeiðvöllur. í OM er þaö skýrgreint: sirkus, hringleikahús og taliö fornt og úrelt mál. Fyrirmynd þess er gríska oröiö hippodromos, en svo nefndist í forn- öld frægur kappakstursvöllur í Miklagarði. PLÁNETA, reikistjarna, dimmur hnöttur (OM). Orðið á rót sína aö rekja til planetes í grísku, en er komiö af síðlatínska oröinu planeta. Þ. Planet, d. og e. planet. Orð- myndin planeta finnst í ísl. fornmáli (Fr.). PLAST, gerviefni, framleitt til margvís- legra nota (OM). Orðið má rekja til plastike í grísku sem varö plasticus í latínu. E. plast- ic, þ. Plastik, d. plastik og plastic. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1968 (OH). PLATÍNA, hvítmálmur, stálgrár málmur, einn af góðmálmunum, tákn Pt; hvítagull; snertipunktur í rafmagnsrofa, t.d. í bíl- kveikju (OM). Oröiö er komið af platys í grísku sem merkir: flatur. i miöaldalatínu varö þaö: plata og í spænsku platina, síöar platino. Þ. Platin, d. platin, e. platinum. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1797 (OH). PLATA, gabba, leika á, snuöa, snúa á (OM). Þetta so. er komið af plattere í dönsku, en þaö orö er komiö af platten í þýsku sem merkti upphaflega: húöa léleg- an málm með góðmálmi. Á dönsku er líka sagt plettere um þá starfsemi og er þaö so. myndaö af no. plet sem merkir. málmur húöaöur silfri eða gulli. Þaö orö hefur rutt sér til rúms í íslensku og heyrist m.a. í samsettu orðunum silfurplett og plettshúö. PLÖTUSLÁTTUR, prettir, féfletting, þaö aö afla sér peninga frá öörum undir alls konar yfirskini (OM). Oröið er komiö af plattenslageri í dönsku. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1882 (OH). PLIKT, skylda, umhyggja (OM). Þ. Pflicht, d. pligt. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1732 (OH). Af þessu aðskotaorði hefur myndast lo. pliktugur sem merkir: skyldug- ur (OM) og skítpliktugur ef mönnum býöur svo viö aö horfa! PLÍÓSEN, síöasta skeiö tertíeratímabils- ins (OM). Oröið er af grtskum uppruna: pleion, pleon, meiri + cæn. E. Pleiocene, Pliocene, d. pliocæn. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1935 (OH). PLÚMBA, tannfylling (OM). Orðiö er komið af plumbum í latínu sem merkir: blý, tin. Fr. plomb, þ. Plombe, d. plombe. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1955 (OH). Ég man eftir þessu oröi í talmáli frá árinu 1913. PLÚS, samlagningarmerki; að viðbættu; kostur, hagræöi (OM). Oröiö er komiö af plus í latínu og merkir þar: meira. E., fr., þ. og d. plus. Finnst í ísl. ritmáli frá því um 1890 (OH). PLUSS, flos(vefnaður) (OM). Oröiö má rekja til pilus í latínu sem merkir: hár. Það varö pelo í ítölsku, en smækkunarmynd af því oröi varö peluzzo. Fr. peluche, þ. Plúsch, d. plys, e. plush. Finnst í ísl. ritmáli frá 17. öld (OH). PÓESÍBOK, bók, ætluð til aö skrifa í kvæöi, málshætti o.s.frv., minningabók (OM). Fyrri hluti orösins er kominn af poi- esis í grísku sem merkir: Ijóölist. Lat. poes- is, þ. Poesie, d. poesi. í íslensku hefur oröiö til lo. póetískur í merkingunni: skáldlegur (OM). Gr. poietikos, lat. poeticus, þ. poet- isch, d. poetisk. Þannig kveikjast aöskota- oröin hvert af ööru, einatt um lengri leiöir en frá Grikklandi til Grímseyjar. D. poesi- bog. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1903 (OH). PÓLERA, skyggja, fága, fægja. Þetta so. er komiö af polire í latínu sem merkir: slétta. Þ. polieren, d. polere. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1661 (OH). PÓLITÚR, skyggnilakk. Þetta orö á rót sína að rekja til politura í latínu sem merkir: fágun. Þ. Politur, d. politur. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1902 (OH). PÓLL, heimskaut; segulskaut, skaut (OM). Oröið er komiö af polos í grísku sem merkir: öxull. Lat. polus, þ. Pol, d. pol, e. pole; Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1790 (OH). PÓLITÍ, lögregla (OM). Oröiö er komið af politeia í grísku sem merkir: borgarbragur, ríkisvald. (Polis merkir þar: borg, en polit- es: borgari.) Lat. politia og merkir: stjórn- arskrá ríkis. Þ. Polizei, d. politi, e. police. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1832 (OH). POLKI, sérstakur, hraður dans (OM). Hér er um að ræöa pólskan dans. Orðiö er líklega komiö af pulka í tékknesku sem merkir: hálft spor. Þ. Polka, d. og e. polka. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1896 (OH). PÓLÓ, kappleikur milli tveggja fjögra manna liða á hestbaki, sem beita löngum kylfum til aö reyna aö koma litlum trébolta í mark andstæöingsins (OM). Orðið kvaö vera hingaö komið um ensku alla leiö aust- an úr Tíbet þar sem þaö heitir polo og pulu. E. polo, þ. Polo, d. polo. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1931 (OH). PÓMAÐI, sérstakt ilmsmyrsl, fegurö- arsmyrsl (OM). Oröið er komið af pomata í ftölsku, en þaö orö er myndað af pomo sem merkir: epli og komiö er af pomum í latínu; þar merkir það: ávöxtur er vex á tré, m.a. epli. Pomata er því upphaflega heiti á smyrsli úr eplum. Þ. Pomade, d. pomade, e. pomatum og pomade. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1946 (OH). POMP, viöhöfn, sbr. meö pomp og prakt sem merkir meö mikilli viöhöfn; fljótt og vel (OM). Orðiö er komið af pompe í grísku. Lat. pompa, fr. pompe, e. pomp, þ. Pomp, d. pomp. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1858 (OH). POPPMÚSÍK, skemmtitónlist. Oröiö er komið úr ensku og er fyrri hluti þess stytt- ing á orðinu popular sem merkir: vinsæll. Þaö hefur í ensku slangi styst í pop og m.a. hlotið merkinguna: vinsælt lag. D. popmus- ik. Orðiö er ungt í íslensku. POPPKORN, ristaöur maís. Oröiö er komið úr Bandaríkjamáli þar sem pop merkir: smellur og corn: maís. Heitiö stafar af smellum sem heyrast þegar maísinn er hitaöur. D. popcorn. Þetta er ungt aöskota- orö í íslensku. PORTVÍN, vín sem heitir eftir borginni Porto (Oporto) í Portúgal, en hún var höf- uðborg þess lands á árunum 999—1174 og er enn næststærsta borg þess. E. port- wine, port, þ. Portwein, d. portvin. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1818 (OH).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.