Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1982, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1982, Blaðsíða 4
Tóta Gests viö brunninn hjá Húsinu. í samkomuhÚ8Ínu Fjölni á Eyrarbakka, þar sem fólk hlýöir á skáld sitt og skólastjóra lesa upp, en meöal áheyrenda má greina þekkta Eyrbekkinga, svo sem Ragnar í Smára og Pál ísólfsson. Dagbók úr Húsinu. Þriðji og síðasti hluti gerist á haust- og vetrarmánuðum 1947. Eftir Guðmund Daníelsson „Alvöruleysid er þín veika hlid“ Ágúst 1947 2. 8. Laugardagur Sama haustveðriö, hrollur í öllu. Ég hreinskrifaði dóminn um „Veltiár". Greinin nefnist „Þríhyrningurinn gamli“. Hann er 5 blöð að lengd og mun fylla þrjá dálka í Vísi, gefa af sér 150 krónur. Lítiö á: ég er að þessu fyrir peninga og ókeypis bækur, ekki nokkur vafi. Enginn ætti að skrifa um aðrar bækur en þær sem hann er hrifinn af — þegja um hinar. Einhvur annar kann að vera hrifinn af þeim. Misjafn er smekkur- inn. „Löggiltir" ritdómarar breytast flestir í hundingja, sem flaöra upp um suma, hæl- bíta aðra. Helgi Vigfússon ók okkur upp í Þrastarskóg til Ragnars. Þar var gott að koma. Ragnar var hress yfir ritsmíöum mínum um höfunda hans. Hann gaf mér „Gráúlfinn", sem er ævisaga Kemais Ata- túrks — Tyrkjaföður. 3. 8. Sunnudagur Þoka og súld. Nú fer það að verða svart, maður. Líklega nenni ég ekkert að gera í dag, ekki einu sinni aö lesa. Ég skilaöi Ragnari í gær handriti Bjarna M. Gíslason- ar um Finnland, en neitaði aö láta í té um- sögn. Ég þvoði mér bara um hendurnar — þegjandi. Undarlegt hvað ég hef verið skapvondur í allan dag — út af öngvu. En ófleyg er hugsun mín og smá í sniðum. Magnlaust hatur lyppast um taugakerfið. Sagði Jóhannes úr Kötlum við skáldið úr Húsinu, þegar þeir hittust á Borginni og ræddu auðvaldslygar og yfirstéttar- bókmenntir ásamt Kristmanni Guðmundssyni Guömundur Daníelsson og Sigríður kona hans um Ifkt leyti og hann skrifaöi dagbókina. 4. 8. Mánudagur Sólskin og norðangustur vöktu mig í morgun. Mannkynið er í þurrheyi og gerir sér von um hiröingu í kvöld, þvi aö þetta er alveg sérstakur þurrkur. Ég lét skeggið á hökunni óhreyft, og má nú aftur búast við arabiskum teiknum í ásjónu minni. Ég er enn í sama hugarástandi og í gær: inni- byrgt, lamað æöi reynir aö brjóta af sér hömlurnar, en árangurinn er sá einn, aö sundurlaus, fáránleg blótsyrði hrökkva mér af munni, sambærileg viö þaö þegar kvik- indi ýlfrar. Undir kvöldið uröu á mér ein- hvur umskipti: allt í einu róaöist ég 03 byrj- aði að skrifa. Það var 29. kapítulinn. í Ijósa- skiptunum í kvöld uppgötvaði ég, að nafn- lausa blómiö undir húsveggnum hefur öngvan lit sjálft, heldur fær það bláma sinn af Ijósbroti himinsins. Telpan sem um þessar mundir færir mér dagblööin hefur sams konar undarleg augu. Þau endur- spegla það sem hún horfir á: grasið, sjóinn, veðurofsann. Sjáöldrin eru rökkurgræn fyrir einhvurja samverkan efnis og Ijóss. 5.8. Týsdagur Við héldum öll þrjú til Reykjavíkur með Steindórsbíl. Það er versnandi útlit í gjald- eyrismálum mínum, en ekkert fullnaðarsvar komiö, nema hvað varðar þessi aukreitis 5 þúsund sem mér var neitað um. Nú haföi ég það upp úr Helga Elíassyni, að ég væri einn af fjórum kennurum, sem veita ætti ársfrí, ef gjaldeyrisleyfi fengist. Fyrir þrem- ur árum áttu íslendingar moröfjár í gjald- eyri erlendis, en geggjaðir afglapar stjórn- 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.