Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1982, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1982, Blaðsíða 9
Jorn virðir fyrir sór grafikmynd. og mannlífi. Einnig liggja eftir hann nokkrar bækur. Litla græna skógi vaxna landið fór víst illa með þennan stórhuga son sinn, er hafði reynt að skapa sér þar framtíð, en varð að lifa í sárustu fátækt og stundum á opinberu framfæri, misskilinn og hæddur líkt og fé- lagar hans. Asger kom veikur heim frá Par- ís áriö 1951 og reyndist vera meö berkla á háu stigi, sem voru m.a. afleiöing frum- stæös lífernis og vannæringar. Á heimaslóðum sínum, Silkeborg, átti hann góöan vin í Ijósmyndaranum Johann- es Jensen, er hann leitaöi til, og þaö var þessi sami maður, er útvegaöi honum hús- næöi til að vinna í, er hann ári seinna kom af heilsuhælinu. Þaö var einnig til þessa sama manns, sem hann leitaöi, er hann 1972 aöeins 58 ára aö aldri var oröinn fárveikur, — hringdi frá London og baö hann um aö útvega sér viötal viö yfirlækn- inn á heilsuhælinu í Silkeborg. fulltrúi fyrir, og munu þeir Prem og Zimmer hafa veriö aö þrykkja fyrir átrúnaöargoö sitt af plötunum. Slíkt þykir ekki fínt í hópi rétttrúnaöarmanna grafík-listarinnar, er halda því fram aö listamaöurinn eigi skil- yröislaust aö gera allt, helst fægja plöturn- ar líka, bera á þær og sópa gólfin, annars sé þetta ekki ekta grafík. En meistarar líkt og Picasso, Munch, Matisse, Jorn o.fl. gáfu skít í slíka smá- muni, því þeim var þaö aöalatriöi aö tjá sig meö láöi í efniviðinn, — aðrir máttu svo sjá um allt hitt — líka hafa áhyggjurnar af söl- unni á heila draslinu. Öllum veraldlega hégómanum . . . Asger Jorn var stór í sniöum, haföi ákveönar skoöanir og háleitar hugsjónir. Hann dáöi ameríska málarann og háðfugl- inn James Abbott Mac Neill Whistler (1834—1903) svo mjög, aö hann kvaö manninn hafa haft meiri þýðingu fyrir mál- aralistina en allur impressjónisminn. Hann kvaö Whistler hafa rutt braut austurlensk- um áhrifum í Evrópu og opnaö dyrnar fyrir ný-impressjónismanum. „Hann væri sá sami og skrifaöi þá ágætu bók „The Noble Art of Making Enemies“ — Hina göfugu list aö afla sér óvina.“ Vitur samlandi Jorns sagöi um hann, að honum heföi alltaf tekist aö læöa lús í gærufeldinn, — þ.e. veriö sá, er hleypti lífi í umræöurnar og gæfi þeim lit, hverjar sem þær nú væru. Um þann framslátt haföi Jorn þetta aö segja: „Þaö er mjög danskt þetta, aö læöa lús í gærufeldinn. En máski hafa menn einungis tekið eftir mér, vegna þess aö ég stóö ekki alitaf hjá engilsaklaus og meö hendurnar í buxnavösunum. Ég Jónsmessunæturdraumur (1953). aranum Constant Neiwenhuys í París, aö hinn frægi iisthópur, Cobra, leit dagsins Ijós árið 1948. í hlut áttu listamenn frá Hollandi, Dan- mörku og Belgíu og er nafnið fengiö meö upphafsstöfum höfuöborga landanna, CO/PENHAGEN, BR/UXELLES, A/MST- ERDAM. Listhópurinn leystist endanlega upp árið 1951, en áhrifa hans gætir jafnvel ennþá og hefur þegar skapað sér sterkan sess í listasögu aldarinnar. Jorn sagöi þó fullur lítillætis löngu seinna: „Engan okkar dreymdi um aö viö hefðum þrátt fyrir allt framkvæmt eitthvaö einstakt." Jorn átti einnig þátt í því aö stofna list- hóp á Ítalíu og sá byggöist einnig á alþjóö- legum grunni. Áriö 1944 skilgreindi Jorn afstööu sína til listarinnar í þessum rituöum línum: „Þaö getur ekki veriö um aö ræöa neitt ákveöiö og afmarkað val, heldur aö þrengja sér inn í öll lögmál hrynjandi, afls og efnis, sem menn skattfrjálsir, en í staöinn heföi spánska ríkið rétt til aö kynna sig meö list allra listamanna í landinu. Þetta er þó skipulag, sagöi Jorn. En í Skandinavíu eru listamenn meðhöndlaðir líkt og borgarar meö fastar tekjur og þar meö hafa þeir einnig rétt til aö ákveða hvar og hvenær list þeirra skuli sýnd opinberlega. Þetta vildi Jorn nota sér. Á öllum ferli sínum kæröi Jorn sig ekki um neinar tegundir verölauna né pen- ingastyrkja, a.m.k. eftir aö hann fór aö lifa á myndum sínum. Afþakkaöi allt slíkt. Hann fékk eitt sinn ítalska gullmedalíu og sagðist ekki hafa haft hugmynd um, hvaö hann ætti að gera viö glingriö, vildi þó ekki móöga gestgjafa sína og setti hana því á náttboröið sitt. Nokkrum dögum seinna var brotist inn í húsiö og þjófurinn stal medalí- unni. Jorn sagðist vera honum innilega þakklátur. Er hann frétti, aö hann ætti von á riddarakrossi sagöi hann: „Nei, ég hef ekki áhuga á því formi fiörings í brjóstiö.“ Asger Jorn yfirgaf heimaiand sitt áriö 1953 og hélt til Parisar, en dvaldi meö jöfnu millibili í Albissola, þar sem hann keypti jörðina áriö 1958, þá oröinn frægur maður. Frægö hans haföi borist til Þýska- lands og myndir eftir hann lágu m.a. frammi í Galerie Wan de Loo í Munchen. Sá er hér ritar er þá dvaldi í Munchen átti eftir aö sjá undarlega sjón í formi tveggja meölima listahópsins „Gruppe Spur“, þá kunningja sína Heimard Prem og Hans Peter Zimmer þrykkja ætimyndir (rader- ingar) á málmþrykkverkstæöi listaháskól- ans í stórum stíl. Þær voru svo aftur áritaö- ar Asger Jorn. Þeir félagar álitu víst, aö enginn þekkti hann á verkstæðinu, en litu mig, islendinginn, þó hornauga, hafa rétti- lega gert ráö fyrir, aö slíkur maöur gæti þekkt meistarann. Listahópurinn „Gruppe Spur“, sem heyr- ir fortiöinni til, var áhangandi þess umbúöalausa málunarmáta, er Jorn var þekki mínar lýs á göngulaginu og venju- legast eru þær danskar! Annars málaöi ég eitt sinn mynd af lús meö mikilmennsku- brjálæöi. Þaö sorglega viö þaö var, aö kon- an mín hélt þvi fram, aö myndin væri sjálfsmynd." í þessu tilviki er fróðlegt aö minnast þess, aö blaöamaöur nokkur haföi upp á Asger Jorn áriö 1944, vegna þess aö hann haföi látiö hafa eftir sér þau ummæli opin- berlega, aö abstraktlist myndi einhvern tíma veröa skilin og viöurkennd af þorra manna og þótti þetta fáheyrö yfirlýsing á þeim tíma. — Þegar Jorn vísaöi til þess í viðtalinu, aö van Gogh hafi einnig veriö misskilinn, greip blaðamaöurinn frammí og sagöi: „Nú ert þú gripinn mikilmennsku- brjálæöi!" — Á sama hátt og Jorn viröist hafa ver- iö hugsuöurinn á bak viö framúrstefnulista- menn í Danmörku á stríösárunum, var þaö einmitt vegna kynna hans af hollenska mál- alheimurinn hefur yfir að ráöa, — sem er hinn raunverulegi heimur frá hinu Ijótasta til hins fegursta og hinu grófasta til hins viökvæmasta og blíöasta. Allt sem í formi lífs höföar til okkar. — Þaö eru þannig ekki fagrir dansar né hreifingar, einungis tján- ing. Þaö sem maður nefnir fallegt er ein- ungis tjáning einhvers. Þetta eru aö vísu eldgamlar staðreyndir en Jorn haföi sórstakan hæfileika til aö skapa nýtt myndmál, sem tjáöi eldgamlar staðreyndir frá nýrri hliö. Asger Jorn var eljusamur baráttumaður fyrir réttarstööu myndlistarmanna og hann mótmælti því harölega, aö hiö opinbera gæti ráöskast meö listaverk án leyfis lista- manna. Eitt sinn sem oftar áttu t.d. myndir eftir Jorn aö vera framlag Danmerkur í tengslum við menningarviku í Dortmund og haföi þaö veriö ákveöið og tiikynnt án vit- undar hans. Jorn mótmælti kröftuglega og sagöi þá m.a. aö á Spáni væru allir lista- Er Jorn tók svo eitt sinn loks viö pen- ingaverölaunum þrátt fyrir allt, vakti þaö slíka athygli og úlfaþyt í blöðunum, aö hann sá sig knúinn til aö skila peningunum aftur. En enginn vissi fyrr en þaö upplýstist iöngu seinna, aö hann haföi sent landa sín- um, vini og starfsbróður í fjárkröggum pen- ingaverölaunin. — Hann mun hafa minnst erfiðu áranna heima í Danmörku, og þau hafa setið djúpt í honum þótt flest yröi aö gamansemi í munni hans, er þau mál voru reifuð, var það þó meö beiskum undirtón. Þaö var einungis er honum fannst gengiö á rétt sinn og vina sinna aö hann reis upp og tók hiö opinbera ærlega í karphúsiö í rituöu máli. — Má örugglega gera því skóna, aö skrif hans hafi haft ómæld áhrif í heima- landi hans því menn hefur sviöiö undan oröum hins fræga samlanda er ekki vildi sjá aö koma heim t kritiö og smáborgara- skapinn. Niðurlag í næsta blaði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.