Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1982, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1982, Blaðsíða 11
John Fowles og kona hans Elfsabet á tröppunum heima. höndla hugmyndirnar, þegar þú ert meö bráöinn málminn ... þegar etniö viröist lifa af sjálfu sér. Þegar málmurinn storkn- ar...“ Hann þagnar og ypptir öxlum. Hon- um fellur illa aö tala um útkomnar bækur sínar og minnist aldrei á þær, sem hann er aö vinna viö. Þær fyrri e^u dánar fyrir hon- um, sú nýja aö fæöast. Hann hitti Elízabethu konu sína í Grikk- landi og þau hafa verið gift í 24 ár. Viömót hennar er þægilegt, en hún er jafnframt sjálfstæö og ofurlítiö háösk, en þessir eig- inleikar prýöa einmitt kvenkynssöguhetjur Fowles. Og Fowles lætur einna best aö skrifa um konur af flestum enskum karlrit- höfundum og þaö án þess aö sýna þeim nokkra fööurlega umhyggju. Elizabeth er með þykkt, grátt hár og skarpa andlitsdrætti og hún er strangasti gagnrýnandi hans. Hjónaband þeirra hefur lifaö af skort fyrri tíma, þegar lítiö var gefiö út og þann tíma, sem þau hafa „vaðið í peningum". Fowles viöurkennir aö hann hljóti aö vera erfiður í sambúö, svo oft lokaöur inni í heimi bóka sinna. Þau eru barnlaus, en frúin á dóttur af fyrra hjóna- bandi. Gjörbreyting varö á lífi þeirra áriö 1963, þegar Safnarinn kom út. Sú saga var skrif- uö af mikilli einbeitni t algjörri innilokun. Hún segir frá manni, sem snýr sér frá fiðr- ildasöfnun og aö því aö safna konum. Sag- an er sögð frá tveimur sjónarhornum, mannsins og stúlkunnar og er aö því leyti ólík öllum öörum sögum Fowles. Fowles fékk á sínum tíma 40 þúsund pund fyrir Safnarann og síðar varö gerö kvikmynd eftir bókinni. Næst á eftir fylgdi The Aristos, heimspekilegt rit og Fowles viöurkennir aö þaö sé ekki iétt aflestrar. Síöan varö þriggja ára hlé, þangað til Mag- us kom út 1966. Þá liöu aftur þrjú ár uns Lagskona franska liðsforingjans kom út og fimm þangað til ibenholtsturninn (the Ebony Tower), stutt skáldsaga og smá- sagnasafn kom út og 1977 kom svo Daniel Martin, lengsta bók hans og sú, sem kemst næst því aö vera sjálfsævisaga. Jafnframt samdi hann texta í þrjár myndabækur, eina um eyjar, eina um tré og eina um Stonehenge. Tom Maschler, útgefandi hans, veit aldrei hvort hann er aö skrifa bók eöa ekki. „Ég veit ekki einusinni hvenær ég má eiga von á handriti. Þegar hann haföi lokiö viö Lagskonu franska liösforingjans, baö hann um viötal, kom meö hana og lagöi hana á boröiö hjá mér. Ég vissi ekki einu sinni aö hann væri búinn með hana. Hann bara rétti mér hana og sagði: „Ég veit ekki hvernig þér finnst þetta.“ Og það var nú það.“ Um leiö og Fowles haföi efni á flutti hann eins langt og hann gat frá höfuöborginni — og ööru fólki. Þau hjón keyptu hrörlegan sveitabæ í óbyggöum hluta Undercliffshér- aös í grennd viö Lyme. Þetta afskekkta, ósnortna og jafnvel hættulega landsvæöi gegnír afarmiklu hlut- verki í Lagskonu franska liösforingjans og er táknrænt fyrir sjálfstæðis- og frelsisleit Söru Woodruff. Kona Fowles þoldi aldrei þennan sveitabæ. Enginn haföi viljaö kaupa landiö vegna skriðhættu. „Eina nótt- ina seig helmingurinn af landi okkar í sjó- inn,“ segir Fowles. „Þá var okkur nóg boö- iö og viö fluttum burtu.“ En ennþá fer Fowl- es oft í gönguferðir um þessa svæöi, sem er ekki langt frá núverandi heimili þeirra. Hann vill vera einn og athuga plöntur. Stundum fer hann í skoöunarferöir meö félaga úr náttúrufræöafélagi héraösins. Um hásumariö getur burkninn oröið sjö fet á hæö. Þekking hans á náttúrufræöi er greinilega meiri en hann vill vera láta. Fyrstu skáldsögur hans fjalla á mismun- andi vegu um leit karlmanns og konu, en sú leit er alltaf leyndardómsfull og engar rökrænar skýringar gefnar þar á. Fowles álítur sjálfur aö þessi leit sé sannleiksleit mannsins um sjálfan sig. Hann hallast aö þeirri kenningu Jungs að á vitund manna leiti kvenleg vera, sem leiöi þá að tilfinn- ingaríkara og upprunalegra sjálfi. Listamaöurinn Fowles hrífst bæöi af vís- indum og vísindamönnum. Þeir birtast í mismunandi myndum í sögum hans eins og til dæmis Grogan læknir, sem hefur mikinn áhuga á fyrstu kenningum sálgreiningar í Lagskonu franska liösforingjans og Ox- fordheimspekingnum Anthony í Daniel Martin. Myndir þeirra eru dregnar á mjög jákvæöan hátt, en Ijóst er aö Fowles er sér meövitandi um margt, sem þá dreymir ekki um í heimspeki sinni. Nýlega tók hann þátt í ráöstefnu á Ítalíu, sem fjallaöi um vísinda- legan skilning á tímanum. Og Fowles leikur sér oft meö tímann i bókum sínum. í Magus beitir hann þessari aðferö á næstum Ijóö- rænan hátt með því að vefa saman gamlar og nýjar frásagnir og láta þær bergmála hverjar í annarri. í Lagskonu franska liðs- foringjans og Daniel Martin tekur hann þetta enn fastari tökum í nk. „kontra- punkti“. En hann leikur ekki á tímann í sínu eigin lífi. Honum fellur best aö bókin vaxi smátt og smátt meö honum. Hann gerir engar fastar áætlanir um vinnu, hann myndi aldrei leyfa sér aö reyna aö skrifa á vissum tíma dags eöa fylla út í fyrirfram- geröa áætlun. En hann er nú heldur ekki þvingaöur af efnahagnum. „Ég geri venju- lega eitthvaö á hverjum degi,“ segir hann leyndardómsfullur. „Og ég grip líka í aöra hluti. Nú er ég einmitt aö vinna aö þýöingu á 17. aldar bók um fornleifafræöi, Monumenta Britannica. Kannski gef ég eitthvað annaö út næsta ár, hver veit...“ Annars er hann oftast heima. Hann er forstöðumaður á náttúrugripasafni héraös- ins. Hann forðast aö hitta fólk, „þaö er svo tímafrekt,“ segir hann. Hann hefur tölu- veröa ánægju af bréfum, sem hann fær frá lesendum sínum. „Ekki svo mjög frá Eng- lendingum. Þeir eru alltaf aö segja mér frá vitlausri kommusetningu á bls. 163. En Ameríkanar eru ágætir ritdómarar. . .“ Honum féll að því er virtist ekki mjög þungt þær slæmur viötökur, sem Daniel Martin hlaut í Englandi, en var heldur ekk- ert mjög uppnæmur af því hrósi, sem hann fékk í Ameríku. í Bandaríkjunum rýrir þaö ekki gildi alvarlegra rithöfunda aö njóta al- menningshylli, en á Bretlandi getur þaö gert stórskaöa. En annars stendur Fowles alveg á sama um þaö. „Frægð þriggja fjóröuhluta af samtímabókmenntum er al- veg út í hött,“ segir hann. „En ég yröi dap- ur, ef ég fengi alls engin bréf frá lesendum mínurn." Viö gengum út í garöinn, þar sem John Fowles sýndi okkur nokkrar sjaldgæfar plöntur. Hann foröaðist meö vilja aö nefna latnesku nöfnin. Hann var þægilegur í viö- móti meöan hann var myndaður, þó aö hann felli sig mjög illa viö það. „Ég á von á þeim frá Time seinna í vikunni," sagöi hann glaðlega. Nú var þessari truflun að verða lokið. Á ströndinni fyrir neöan voru baðgestirnir aö taka saman hafurtask sitt. Svala, skugg- sæla, velbúna húsið og ógrisjaföi garöurinn líkjast eyju eða verndarsvæöi í miðjum ferðamannabæ á suöurströnd Englands. Ekki eins afskekktri eyju og Spetsai nó heldur eins einangruöum staö og bærinn í Undercliff-héraði, þar sem landið var aö síga í sjó, en einangrað samt. Og maöur hugsar til orða John Fowles, þegar hann lýsir fyrstu ferö sinni til Grikklands: „Ég vissi aö ég var útlagi frá mörgum þáttum ensks þjóðfélags, en skáldsagnahöfundur veröur aö fara í enn fjarlægari útlegö . . .“ SALLY BEAUMAN Anna María Þórisdóttir þýddi og endursagði. Stytt. Meryl Streep og Jeremy Irons hafa vakið athygli fyrir frábæran leik í kvikmyndinni „Lagskona franska liðsforingjans“. Harold Pinter gerði kvikmyndahandrit eftir sðgu Fowles. 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.