Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1982, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1982, Blaðsíða 13
Eftir Jón Á. Gissurarson í upphafi þessarar aldar voru Eyfellingar allir ósyndir og mun svo hafa verið frá örófi alda. Þótt Þrasi í Skógum væri slyngur aö veita Jökulsá á nágranna sinn Loðmund á Sólheimum, mun hann aldrei hafa þreytt sundbrögð í fordæöunni, enda lítt fýsilegt. Eyfellingum hefði þó verið ærin nauðsyn að vera syndir. Byggðaárnar Skógá, Kalda- klifsá, Laugará, Svaðbælisá og Holtsá virö- ast meinlausir lækir á blíðviörisdögum aö sumri en geta orðiö beljandi sundvötn í leysingum. Á útjörðum sveitarinnar eru svo stórvötnin Jökulsá á Sólheimasandi og Markarfljót. Öll voru þessi vötn óbrúuö fram um 1920. Næsta brú var Rangá, en yfir hana áttu fáir Eyfellingar leið síðan verslunarferðir út á Eyrarbakka lögöust niður. Næsta brú í austurátt hefði verið yfir Lagarfljót, en það var á heimsenda og eng- ir undan Fjöllum áttu leiö þar um. Sjósókn var önnur lífsbjörg fjallamanna, ýmist frá söndunum eða úr útverum. Sagnir voru um sjóslys, oftast uppi í landsteinum við útróð- ur og lendingu. Fáein sundtök heföu oft getað skilið milli feigs og ófeigs. Fráleitt heföu allir þessir 27 Austur-Eyfellingar drukknaö 1901 rétt uppi í landsteinum viö Vestmannaeyjar ef syndir heföu verið. Haustið 1922 varð breyting hér á. Flestir ungir menn undir Austur-Eyjafjöllum uröu syndir og það á einni viku. Nú var hægt aö læra sund í heitri laug viö Seljavelli. Seljavallalaugin. Seljavallalaug Hvatamaöur aö sundlaugarbyggingu og kennari var Björn Andrésson í Berjanes- koti. Veturinn 1922 var hann í verinu í Vest- mannaeyjum, en um vorið sótti hann fþróttanámskeiö á vegum iþróttafélags Reykjavíkur, en það var haldið fyrir menn hvaöanæva að af landinu. Þeir skyldu síð- an kenna íþróttir í heimabyggöum, meöal annars sund. Oddviti haföi gefiö Birni vll- yrði — ef ekki loforð — fyrir styrk úr sveit- arsjóði. Þegar til kasta hreppsnefndar kom, taldi einn nefndarmanna enga heim- ild aö ráöstafa tíund bænda á þennan hátt, jafnvel bryti það í bága við lög. Oddviti undi þessu illa en fekk ekki við gert. Á þaö var þó sæst að lokum, að Birni yröi ekki gert að greiöa útsvar næstu tvö ár. Björn var þá þegar syndur, hafði fariö gagngert suður haust eitt til þess aö læra þaö. Næsta haust fór hann til Reykjavíkur hugðist ráöast á togara. Pláss lá ekki á lausu, enda hann ekki úr Kjósinni, Kjósær- ingar gengu fyrir á Kveldúlfstogurum. Bið- tímann notaöi Björn til daglegra sundæf- inga. Hann stóð því vel að vígi, þurfti ekki aö eyða námstfma sínum í aö læra sund, heldur gat einbeitt sér að læra að kenna það. Um sumariö var Björn viö útróöra á Austfjörðum. Fátt bar til tíðinda, enda kvaö Þorsteinn Erlingsson um sýslunga sína: „Þeir tefja sig skjaldan við töðuna þar,/ ef Tyrkinn er ekki við land." í sláttulok var Björn kominn heim og hugsaði sér til hreyf- ings. Hann fékk Ólaf Pálsson á Þorvalds- eyri í liö meö sér inn í Laugarárgil til þess að meta aðstæöur hvort gerlegt væri að búa til sundlaug þar. Þetta var föstudaginn í 23ju viku sumars. Rétt fyrir innan þar sem heitt vatn vellur út úr hamravegg skagar berggangur út i giliö, en í skjóli hans hefur hlaöist upp stór- grýtt eyri. Ekki nær hún alla leið aö lauga- opum, þar undir svarrar áin bergið með fullum þunga. Birni og Ólafi sýndist grafa mætti fyrir laug í eyrina og veita heitu vatni í hana í stokkum. Af sinni alkunnu bjartsýni virtist Ólafi þaö gerlegt að á einum degi fengjust allir strákar sveitarinnar yfir ferm- ingu til þess. Ólafur og Björn riöu nú heim á næstu bæi, Selkot, Raufarfell og Rauöafell. Þeir kölluöu alla bæjarstráka fyrir sig. Alls Fyrir 60 árum byggðu Eyfellingar sundlaug á tveimur dögum og eftir viku voru allir þátttak- endur í þessu ævintýri syndir. staðar var ávarp Björns á eina lund: Viljið þiö koma á morgun og búa til sundlaug gegn því að ég kenni ykkur endurgjalds- laust aö synda á einni viku? Þegar Ólafur sá að viðbrögð öll voru jákvæði sneri hann heim en Björn hélt för sinni áfram um sveit- ina, heim á hvern þann bæ þar sem hann vissi stráka fyrir. í býtið næsta laugardag voru 25 komnir inn í Laugarárgil vopnaöir skóflum, hökum, járnkörlum og hjólbörum. Þótt sleitulaust væri unnið daglangt, skall þó myrkur á áö- ur en verki væri lokið. Menn voru þreyttir og vonsviknir. Kurr kom í liðið. Ýmsir töldu best að láta viö svo búið standa og aöhaf- ast ekki meira. Þá talaöi Björn til hópsins, að ég ætla orðrétt: Húsbændur ykkar hafa gefið ykkur heilan vinnudag frí. Á morgun er sunnudagur og þiö sjálfráöir gerða ykk- ar. Þið væruð lyddur einar ef þið nenntuð ekki að Ijúka verkinu á morgun. Þetta hreif. Daginn eftir var sundlaugarbyggingu lokið og heitu vatni veitt í hana. Næstu viku var sund kennt með litlum hvíldum frá morgni til kvölds. Til þess aö nýta tímann sem best var legið við í tjöld- um, en þau áttu bændur þeir sem langan engjaveg höföu. Eftir vikunámskeiö voru allir syndir. Að loknu sundnámskeiöi stofnuöu þátt- takendur ungmennafélag. Engin stúlka var meðal stofnfélaga, enda voru þær ekki meðal sundnema. Björn Andrésson varð fyrsti formaður. Sýnt þótti að þessi laug yrði ekki til frambúðar. Laugará myndi tæta hana í sig í vatnavöxtum. Þótt hún væri klædd innan með þökum hafði vatnið orðiö æði grugg- ugt og legiö við slysi. Sundkennarinn haföi veitt því athygli að einn drengjanna var lengur í kafi en góðu hófu gegndi. Björn Björn J. Andrésson sem stóö aö byggingu laugarinnar og kenndi sund. stakk sér eftir stráksa, en þegar upp kom var hann með þöku úr botninum í fangi sór. Litlu heföi mátt muna, strákur var oröinn helblár. Fyrsta samþykkt hins nýja félags var aö reisa steinsteypta laug. Nú dugöi ekki sjálfboðavinna ein. Fé þurfti fyrir efnis- kaupum. Menn skiptust á að leita sam- skota í sveitinni. Varð þeim vel ágengt. Vorið 1923 var sement fengiö beint úr milli- landaskipi við Vestmannaeyjar um borð í mótorbát. Þar naut fyrirgreiðslu brottflutts Eyfellings, Jóns Ólafssonar frá Skaröshlíð. Jón var orðinn formaður og bátseigandi í Eyjum. Hann flutti sementiö upp að sandin- um endurgjaldslaust. Ekki nóg meö þaö, heldur lét hann fylgja yfirbreiöslur sem verja mætti sementið með. Reis svo sund- laug af grunni. Hún er 25 metrar á lengd, lengsta laug á islandi þá. Annar langveggur er bergið en gaflar, gólf og hinn langveggur úr steypu. Sundnámskeiö voru haldin komandi ár. Brátt fóru stúlkur að læra sund, svo og fullnaðarprófsbörn. Austur-Eyjafjöll munu fyrst fræðsluhéraða landsins hafa notað heimild í lögum aö gera sund aö skyldu- námi. (Þessi þrjú fræðsluhéruð notuðu sér sömu heimild um líkt leyti: Vestmannaeyj- ar, Svarfaöardalur og Reykjavík.) Ná- grannasveitir sendu skólabörn sín að Seljavöllum til sundnáms. Fram til 1957 var skólabörnum kennt í Seljavallalaug, en þá fluttist þaö í nýja laug í Skógaskóla. Björn Andrésson var sundkennari næstu ár. Um 193Ö fluttist hann búferlum suöur, en við kennslu tók Óskar Ásbjörnsson bóndi á Seljavöllum. i september 1936 gerði afspyrnuveður um land allt með óhemjuvatnavöxtum und- ir Eyjafjölium. i ofvirði þessu strandaöi franska rannsóknarskipið Pourquoi Pas á Mýrum vestur. i hamförum þessum rauf Laugará langvegg Seljavallalaugar og gólf svo að eftir stóðu gaflar einir nýtilegir. ísleifur Gissurarson í Drangshlíð var þá formaður ungmennafélagsins. Hann átti nokkru seinna sama haust leið suður. Brá hann sér inn í verslun Hallgríms Bene- diktssonar til aö festa kaup á sementi til viðgerðar á lauginni. Afgreiðslumaður kvað ekki gott í efni, hörgull væri á sementi og það ekki falt. í sama mund bar Hallgrím sjálfan þar að, spyr hvað aökomumanni sé á höndum og hvað eigi að byggja. Ekki blandaði hann sér meira í samtal hinna. Þegar ísleifur kom heim beið hans sím- skeyti frá Hallgrími: 50 tunnur sements til afgreiöslu. Skulu aö engu greiddar. Skjótt var brugðið viö, sementiö sótt. Öjöfnu var saman að jafna um flutninga og 1923, Markarfljót brúaö og bílfært alla leið. Laugin komst upp um haustiö. Menn voru reynslunni ríkari og gengu svo tryggilega frá, að Seljavallalaug hefur staðið af sér allar hamfarir til þessa dags. Aöeins sex menn, sem komu viö bygg- ingarsögu Seljavallalaugar, hafa veriö nafngreindir í pistlum þessum. Aö sjálf- sögðu lögöu fleiri hönd á plóginn og vert væri að minnast þótt að engu sé getið. En hverjir voru þessir sexmenningar? Ólafur Pálsson haföi borist upp úr alda- mótum austur utan af Rangárvöllum undan sandfokinu þar. Hann keypti Þorvaldseyri þegar Þorvaldur Björnsson brá á þaö ráö að bregöa búi og gerast forvígismaöur í togaraútgerð fyrir sunnan. Ólafur hafði því búið nærri tvo áratugi á Eyri og það við mikla búsæld er hér var komið sögu. Á fyrstu búskaparárum sínum hafði hann hlaðið öflugan varnargarð gegn ágangi Svaöbælisár, byggt rammgert steinhús og reist rafstöö til heimilisnota. Sagt var um Ólaf að aldrei bliknuöu hey hjá honum, í deifu hirti hann allt í súrhey. Ólafi sárnaði mest hve tregir nágrannar hans voru að taka nýbreytni hans til fyrirmyndar, svo aö jafnvel eru enn bændur sem láta hey sín grotna niður í rosatíð í stað þess að fara að dæmi Ólafs. Ólafur Pálsson andaðist um aldur fram. Jón Ólafsson frá Skarðshlíð fluttist ung- ur til Vestmannaeyja. Þar geröist hann formaður á eigin mótorbáti. Gifta fylgdi honum í starfi og efnaðist hann vel. Hann dó enn á góðum aldri. Óskar Ásbjörnsson var tekinn barn aö aldri í fóstur á Hrútafelli. Síðar geröist hann bóndi á Seljavöllum og andaðist þar um aldur fram. ísleifur Gissurarson var fæddur í Drangshlíð og var þar til heimilis æviiangt. Síöustu tuttugu árin var hann þar bóndi og hreppsstjóri. Hann andaðist um sextugt. Hallgrímur Benediktsson var mikill íþróttamaöur í æsku. Glímukóngur Islands varö hann árið 1907 sem þá jafngilti aö vera „íþróttamaður ársins". Hann var at- kvæðamikill athafnamaður í Reykjavík í áratugi. Sæti átti hann í bæjarstjórn og var alþingismaður. Hann andaöist tæplega sjötugur. Björn Andrésson er einn þessara sex manna á lífi. Árið 1930 gerðist hann bóndi í Leynimýri. Hún var þá utan viö byggö í Reykjavík en er nú í borginni miðri. Búskap stundaði Björn fram um 1950 og enn á hann heima í Leynimýri. Forstjóri Blindrafé- lagsins var hann árum saman. Þegar heim- ili blindra var risið, en Björn haföi verið formaður byggingarnefndar, var hann kominn um sjötugt. Björn taldi sér þá hent- ara að hverfa að útistörfum á ný. Hann sagði því starfi sínu lausu og réðist inn- heimtumaður og er það enn, rösklega hálf- níræður. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.