Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1982, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1982, Blaðsíða 2
Sérkennileg og fogur kirkja á Tempeltorgi í Helsinki Finnar hafa getið sér gott orö á sviöi byggingarlistar og nægir aö nefna Saar- inen-feðgana og Alvar Alto því til sönnun- ar. Ef til vill er þaö þessum frumkvöðlum í byggingarlist og þeim skóla sem skaþast hefur í Finnlandi að þakka að Finnar hafa þróað sérstakan byggingarstíl og þora að fara ótroðnar slóðir í þeim efnum með góð- um árangri. Listiðn stendur einnig meö miklum blóma þar í landi svo orð fer af um allar jarðir og þetta tvennt helst oft fagurlega í hendur. I Helsinki, höfuðborginni, eru margar fagrar og frægar kirkjur, bæði frá fyrri tíð og seinni. Ein þeirra sker sig þó sérstak- lega úr, en þaö er kirkjan á Tempel-torg- inu, sem er afar sérstæð og getur talist hið fegursta listaverk. Á skipulagsuppdráttum frá árinu 1906 var fyrst gert ráð fyrir þessu torgi í Etu- Tölöö-hverfinu skammt frá miöborg Hels- inki. Nokkru síðar var ákveöið að þar skyldi reisa kirkju og þoðið var til samkeppni um hana árið 1932. Ekki þótti árangur af þeirri samkeppni nógu góður svo efnt var til nýrrar áriö 1936. Þá var samþykkt að byggö skyldi kirkja eftir tillögu arkitektsins J.S. Sirén eða stuöst við hugmyndir hans í grundvall- aratriðum, en hann hafði hlotið 3. verölaun. Hafist var handa viö að sprengja klöpp- ina á Tempel-torginu fyrir grunni kirkjunnar 1939. Þetta átti að vera gríðar-mikið mannvirki í gömlum stíl sem reis hátt til lofts og með tilheyrandi turnum. En þá skall „vetrarstríöiö“ á og heimsstyrjöldin síðari og framkvæmdir voru stöðvaöar. Áriö 1961 var enn efnt til samkeppni meðal arkitekta um kirkjubygginguna. Bræðurnir Timo og Tuomo Suomalainen uröu hlutskarpastir. „Steinkirkja" nefndu þeir tillögu sína og var hún með all-nýstár- legu sniði — að mestu byggö ofan í þann grunn sem sprengt hafði veriö fyrir. Þeirra tillaga var endanlega ákveðin í nokkuð smækkaðri mynd af fjárhagsástæöum. Bygging kirkjunnar hófst 1968 og hún var vígð um haustið 1969. Leitast var við að láta klettinn á torginu halda sér í sinni upprunalegu mynd, aö að ööru leyti eru veggir í'kirkjuskipinu hlaðnir úr tilhöggnu grjóti, sem fest er saman með stáli. Vegg- urinn er þannig góð einangrun frá umferð og hávaða utan dyra. Hvolfþakið er úr kopar. Því er haldiö uppi með járnbentum steinsteypubitum mismunandi að lengd og á milli þeirra eru gluggar. Kirkjuklukkur eru engar og enginn turn að heldur. Gólf kirkjunnar er í götuhæð og frá göt- unni sér inn um glerdyrnar alveg inn að altarinu. Skrúðhús og aöstaöa fyrir þjón- andi presta er sprengd inn í klettinn við hlið aöalinngangsins. Kirkjan rúmar 940 manns í sæti. Vegg- irnir inni eru eins og áður sagði ýmist upp- runalegur klettaveggur eða úr hlöönu grjóti. Vatnsagi úr klettasprungunum fær að renna sína braut en er leiddur í frá- rennsli undir gólfinu. Veggurinn á bak við altariö er ísaldar- kletturinn sem morgunsólin varpar fagur- lega geislum sínum á og gerir lifandi. Altar- ið sjálft er úr tilhöggnu graníti. Við gráturn- ar geta kropið 25 manns í einu og einnig er séð fyrir því aö fólk í hjólastólum eigi þang- að greiöan aðgang. Fyrir framan altariö og lágan predikun- arstólinn má koma fyrir hljómsveit því auk kirkjulegra athafna fer þarna fram margs- konar félagsstarf, hljómleikar og fyrir- lestrahald um trúarleg efni. Þarna er oft þröngt setinn bekkurinn, en auk kirkjugesta, sem telja um 170 þúsund manns árlega, streymir ferðafólk að úr öll- um heimshlutum til að skoöa listaverkiö. H.V. Kirkjan á Tempeltorginu í Helsinki. Þessi nýstárlega bygging fellur vel aö eldri húsagerö í kring. Á þessari mynd sést vel hvernig sólarljósiö leikur um ísaldar- klöppina á bak viö altarið. Litrófiö veröur síbreytilegt, eins og tónaflóð. Hér er spilað á arkitektúrinn. Horft inn úr anddyrinu. Altariö í baksýn. Jafnvel skírnarskálin er í samræmdum stíl Kirkjuorgeliö er hin mesta völundarsmiö. Pallar fyrir kórinn til hliöar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.