Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1982, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1982, Blaðsíða 5
uöu landinu og eyddu öllu sem til var, og eiga nú ekkert eftir. „Síldin gæti bjargaö," sagöi fræöslumálastjóri, „þaö var miklu landaö á Hjalteyri í gær.“ Síödegis heimsóttum viö Hagalín. Ég las fyrir hann úr sögunni og hann skjallaði mig. Þá hitti ég Helga Sæm niöri á Alþýöublaöi. Viö töluöum um bækur og skeþnuskaþ náungans. Þessi maður hefur viö orö aö heimsækja mig um næstu helgi, en sem betur fer er hann nú þekktari fyrir annað en stundvísi. Ég tók út mánaöarlaun mín í Rík- issjóði, en Hersteini afhenti óg greinina um Oddnýju. Viö gistum hjá Gunnlaugi fööur- bróöur Siggu á Freyjugötunni. 6.8. Óðinsdagur Bjartur og heitur dagur, maöur rekur upp stór augu. Ég keypti mór hatt í Geysi á 93 krónur. Sigga keypti sér aftur á móti kápu sérlega fallega, enda kostaöi hún 800 krónur. í dag birtir Vísir greinar mínar um Óskar Aðalstein og Elías Mar, sem nú ligg- ur í taugaveiki úti í Kaupmannahöfn, ásamt Kristni E. Andréssyni, eöa svo er sagt. Ég hitti Ragnar og hann baö mig aö aka meö sér í jeppanum um stund. Síðan ókum viö og ókum og enduöum í Garðastræti. Þar gaf hann mér þær fjórar skáldsögur, sem komnar eru út í flokknum „Listamannaþing 11“ í brúnu bandi, sömuleiöis tvær bækur af „Tíu bestu": „Örlagabrúna“ eftir Wilder, og „Perluna“ eftir Steinbeck. Eftir þaö fór ég meö Ragnari í Tríbólíbíó til þess að horfa á myndina „Jerico“. Hann lýsti fyrir mér skemmtilegum hugmyndum sínum, en baö mig fyrir sumar þeirra. Viö Sigga ætluöum að heimsækja Ölaf Jóhann Sigurösson í Suöurgötunni, en gripum í tómt. Síðan leiö þessi dagur og næsta nótt, og þá var kom- inn 7. ágúst. 7. 8. Þórsdagur Ég fór niöur í Vísi og haföi út peninga úr Hersteini. Gekk síöan inn á Borgina. Þar sátu þeir Jóhannes úr Kötlum og Krist- mann Guðmundsson viö sama borö. Ég settist hjá þeim. Viö fengum okkur bjór. „Þiö eruö báöir fasistar,“ sagöi Jóhann- es. „Það eru ekki nema tvær stefnur til í heiminum: kommúnismi og fasismi." „Bara verst hvaö þessar tvær stefnur eru likar hvor annarri," sagöi ég. „Þær þekkjast ekki í sundur nema maöur hafi góö gler- augu eins og þú.“ „Gamla auövaldslygin — þú tönnlast á henni,“ sagöi Jóhannes. „Viltu kannski rökstyöja hana?“ „Meö ánægju: Sameiginlegt einkenni þeirra er, aö báöar finna þær sér þann versta þorpara sem uppi er hvurju sinni, hefja hann á stall og gera hann aö guödómi sínum. Ég er algerlega trúlaus maöur, Jó- hannes, nema hvaö ég hangi í aö vera lúth- erstrúar, svo þessar tvær sértrúarstefnur þínar geta ekki átt við mig.“ Þetta var hreint guösorö hjá því sem Kristmann sagöi. Lýsing hans á kommún- istum minnti á rosalegan glæpareyfara og sláturtíö, ég hliðra mér hjá aö hafa hana eftir. Jóhannes var rauöglóandi undir lestr- inum. Hann var svo alfrelsaður, aö hlátur setti að mér. „islendingasögurnar eru ekki annað en úreltir forngripir," sagöi Jóhannes. „Áhrif þeirra eru öngvu aö síöur skaöleg. Þetta eru yfirstéttarbókmenntir, fjandsamlegar hinni vinnandi hönd.“ Trúin á Stalin geislaöi af stórskornu, undirhyggjulausu andliti hans. Hann var eins og passíusálmur og heilög ritning í framan. Ég reis á fætur. „Þú gerir mig alveg guösvolaöan, Jó- hannes,“ sagöi ég. „Andspænis trúarhetju eins og þér verö ég ekki annaö en duft og aska, og nú haska ég mér burt, áöur en ég leysist upp í frumefni mín og flýt burt meö tóbaksreyknum." „Friöur sé meö þér, Guömundur,“ sagöi Jóhannes og rétti fram hönd sína í kveöju- skyni. „Alvöruleysiö er þín veika hlið. Ég hef von um aö þú þroskist meö aldrinum.“ Hann haföi á vísifingri gullhring meö afar stórum ferhyrndum rauöum steini. Kristmann sökkti augum sínum niöur bak viö útstæö kinnbeinin, kolsvartur á brún og brá, mikilúölegri en sjálfur Svinx- inn, og ennþá heimsfrægari, ódauðlegur með öllu. „Þú ert aö fara, Guömundur," sagöi hann. „Já, haföu alla þina hentisemi. Ég er einfær um aö moka yfir Jóhannes.“ Ég haföi skammt farið eftir strætinu, þegar Steinn skáld varö á vegi mínum, Gils Guömundsson var meö honum. Viö sner- um þrír saman inn á Hressingarskálann og báöum um kaffi. „Ég er á móti grein þinni um vélritunar- stúlkurnar. Hvaða vit hefur þú á málara- list?“ sagöi Steinn þegar kaffið var komiö á boröiö. „Þú átt ekki aö vera aö skrifa um þaö sem þú hefur ekki vit á.“ „Ha? Nú, ekki það?“ spuröi ég hissa. „Kannski þaö hafi fariö framhjá þér, aö ég var alls ekki aö skrifa um málaralist? Ég var aö segja skáldinu aö éta skít.“ Steinn þagöi drykklanga stund og glotti ólundarlega. „Og þar aö auki hefur þú svo skrifaö hrós um Jón úr Vör,“ sagöi hann loksins. „Þú hlýtur aö hafa verið aö fikta viö stækkunargler, þegar þú komst auga á hann." „Takt’í með ró, Steinn Steinarr, áreiöan- lega kemur röðin aö þór,“ sagöi ég. Gils horfði kímileitur á okkur til skiptis, en veitti hvorugum . Þaö var hann sem borgaöi kaffiö þegar upp var staöiö. 8.8. Freysdagur Ég náöi í Gunnar í ísafold og gerði viö hann þann samning, aö ég fengi 10 þúsund krónur fyrir handritiö „Á langferðaleiöum”. Þar á eftir merkti ég þrjátíu myndir inn í textann og lagfærði hann hér og þar. Hjá ísafold fékk ég þessar bækur: „Virkiö í noröri” (í skinnbandi) eftir Gunnar M. Magnúss, „Jón Sigurðsson” í bláu skinn- bandi eftir Pál Eggert Ólason, „Matreiðslu- bók Helgu Sigurðardóttur” og bók um franska vísindamanninn Charcot eftir Thoru Friöriksson. Að því búnu fór ég á fræðslumálaskrif- stofuna og fyllti út nýtt eyðublað fyrir gjald- eyrisbeiðni, en Helgi Elíasson sagöist fara meö þaö á mánudaginn til fjárhagsráös — hvur fjandinn sem þaö er nú, — líklega eitthvurt nautgripabú rekið af ríkisstjórn- inni. Ég greiddi Guömundi Helga 1000 krónur upp í húsgagnaskuldina, svo aö nú hlýtur lítið aö standa eftir. Skuldir kann ég iila viö. Þær verka á mig eins og óþrif. 9.8. Laugardagur Viö héldum heim klukkan fjögur í dag. Strax byrjaði ég aö lesa nýju bækurnar, ritstörfin veröa aö bíöa fram yfir helgi. September 1.9. Mánudagur Ég fór suöur til aö sjá þaö sem þeir kalla „Septembersýninguna”. Heita má aö þar sé hvur einasta mynd ofar mínum skilningi, nema myndir Schevings, sem ég vildi gjarna eiga meö tölu, því aö þær kveikja í mér hugmyndir, jafnvel sögur og Ijóð, og endurminningar sem ég var búinn aö gleyma. Vísir greiddi mér 300 krónur fyrir greinarnar um Oddnýju, Ingva og Gröndal. Niöri á Torginu hitti ég Jón H. Guðmunds- son, sem bauð mér upp í ritstjórnarkompu sína og dró þar upp brennivínsflösku. Þeg- ar viö höföum drukkið niöur í hana miöja, þá steig Jón á stokk og strengdi þess heit, aö taka ekkert mark á blaöaskömmum um „Snorra Snorrason". Hann sagðist vera mikið skáld hvaö sem hvur segöi og ekki ætla aö lúra á þeirri sannfæringu. „Þiö skuliö veröa aö viöurkenna mig,“ sagöi Jón og sló hnefa sínum í borðiö. Ég sagöi ekki neitt, en dró pennann minn upp úr vasanum og braut hann um þvert milli handanna, fleygöi honum síöan í ruslakörfuna. Jón H. horföi skelkaður framan í mig. „Þetta er mitt svar,“ sagöi ég. „Ég er bara aö gefa þér hollt fordæmi.” Á einni svipstundu rann gersamlega af Jóni H. Hann horföi á mig þögull og skelf- ingu lostinn, og neörivör hans skalf. „Vertu sæll, Jón,“ sagöi ég. „Og þakka þér fyrir lesendabréfið, sem þú skrifaöir um mig í „Vikuna”.” Ég lyfti hægri höndinni upp fyrir höfuöiö og sveiflaði henni ögn fram og aftur um leiö og ég reis á fætur og gekk til dyra. Ég leit ekki til baka, heldur fetaöi mig burt meö fáránlegum viröuleika ölvaðs manns, sem ætlar að sýnast allsgáður. Kominn út undir bert loft, tók ég stefnu til austurs út úr miöbænum, ég tók stefnuna austur til Elínborgar, sem enn einu sinni mundi Ijúka upp fyrir mér húsdyrum sínum. 4.9. Þórsdagur Aftur er gott veöur í landinu. Nú hef ég flutt mig upp á loft meö ritstörfin til þess aö hefja mig yfir stund og staö, upp í þögn og einmanaleika, í von um aö guö só þar. Og þarna setti ég saman grein um „Septem- bersýninguna 1947”. Aö svo mæltu lauk ég upp Ijóðabókinni „Arfur öreigans” eftir Heiörek Guömundsson frá Sandi, hóf aö lesa. 5.9. Freysdagur Já, ég gekk frá greininni, sem ég skrifaöi í gær, og sendi Vísi hana, fjögur blöö, þar eftir fór ritvélin út í aöra sálma: 32. kapítula sögunnar. Langt komst ég ekki. Herbert borgarstjóri í Hverageröi hringdi og sagöi mér aö rétt í þessu væri Kristmann aö gifta sig í 7. sinn. Þessu á að fagna á þann veg, aö sjö valdir menn ætla aö ganga sjö sinn- um réttsælis og sjö sinnum rangsælis kringum hús brúðgumans á lágnætti í nótt. Þeir ætla aö vefja 7x7x7x7 hringi utan um nýhjónin, á þeirri stundu þegar töframáttur tímans er mestur — á dægrahvörfum. Mér skilst þaö veröi 16 þúsund þrjú hundruð sextíu og sex mannhringir i allt. Þeir hljóta aö halda Kristmanni kjurrum í hjónaband- inu, nema i móti komi eitthvað enn göldr- óttara en allir vinir Kristmanns samanlagö- ir. Vísir birtir ritdóma mína um þá Hörö og Braga, 3 dálka. 6.9. Laugardagur Sólskin og heyþurrkur að ég held. Lokiö hef ég viö aö lesa „Arf öreigans” frá Sandi. Þar kveður gott skáld og karlmannlegt. Heiörekur er skilgetinn sonur fööur síns, svo af anda sem af holdi, ádeiluskáld og yrkjari mannlýsinga. Nú hef ég vélritaö allan 32. kapítula, og er handritið 329 síöur á þessari stundu. Og geröi úr garöi umsögn mína um „Arfinn” og nefndi hann „Kalt er við kórbak”. 7. 9. Sunnudagur Útvarpiö segir þau tíöindi, að úti í Stokkhólmi hafi í dag sigraö alla keppi- nauta sína á 200 metra spretti Reykvíking- urinn Haukur Clausen, á íslandsmeti: 21,9 sekúndum, sem er sagt mikið afrek. Þaö er svona með þessi líkamlegu snilldarverk, að þau má mæla meö nákvæmni og enginn getur vefengt þau. Ef svo tækist aftur á móti til, að mér auðnaöist aö yrkja besta kvæöi í Evrópu og setja þaö á prent, þá er ekkert vísara en aö Jakob Benediktsson eða einhvur hans kumpán telji mig óverö- ugan þess aö kallast skáld og striki yfir mig eins og hvurja aöra villu í bókmenntunum. Andlega geldur þumbari getur afgreitt geníiö sem marklaust fífl, og enginn hiröir um að gera viö þaö athugasemd. Málband- iö og markúriö þýöir hins vegar ekki aö rengja, hvursu mjög sem einhvurn kynni nú að langa til þess. 8.9. Mánudagur Imba gamla í Hausthúsum þvoöi hér þvott í dag. Olga kona trésmiösins í Garöbæ er aö hræra í hánni hennar Tótu Gests úti í garöinum, þar sem krakkarnir veltast um daginn út og inn. Sjálfur setti ég saman ritdóm um „Nýjar syndir og gamlar” eftir látinn stórsöngvara frá Ljárskógum og nefndi greinina „Brostinn streng”. Desember 1947 23.12. Týsdagur Aftur dægraöi ég til hádegis og las skáldsögu, hætti ekki fyrr en ég var búinn. Ég var alltaf aö vonast eftir snjallri setn- ingu, einhvurju óvæntu og áhrifamiklu, en þaö kom ekki. Ég er staddur í einni af þessum mörgu og þjakandi sálarkreppum, sem ekki er hægt aö komast framhjá, en ég verö einfaldlega aö lifa af. Þær eru al- gengastar við upphaf nýs kafla, áöur en ég næ tökum á honum. Ég marði af eitt blaö, en nú órar mig fyrir skárri tíö. Vísir birtir greinina um „Króköldu”, hálfan þriöja dálk. Jólablöðunum fennir yfir mig, hlaöast kringum mig eins og skafl, allavega lit. Lögberg í Winnepeg er 60 ára og heldur upp á afmæliö meö litaskrauti og blaösíöu- fjölda og þykist vera heimspressan sjálf. Aftur á móti kemur Tíminn í vaómálskufli og skinnsokkum, eins og aldamótabóndi ofan úr Goðdölum. Þjóöviljinn er rjóður í vöngum af byltingareldmóði, meö tákn- merki lífs og dauöa þrykkt í hauslnn: hamar og sigö í kross. Ætli kommarnir okkar viti nokkuö hvaö þetta táknar? Þaö væri gam- an aö spurja einhvurn þeirra. 24.12. Óðinsdagur Þetta er aðfangadagur jóla, sjá, himins opnast hliö, heilagt englaliö. Öll fórum viö út í kirkju klukkan sex og hlýddum á aftan- söng Árelíusar. Ræöan var ekki góö, mér fannst hún léleg, en kannski var hún samt nógu góö. Jón bassi var meö einhvurja huröaskelli á kirkjuloftinu út af Önnu frá Kambi. Ekki held ég þetta hafi leitt af sér neinn harmleik. En heima fengu börnin margar jólagjafir og voru hæstánægö meö sinn hlut, ágætlega var jólatréö skreytt. Svana kom austur og veröur fram á 2. jóla- dag. Nú er auð jörö og frostlaust. 25. 12. Þórsdagur. Jóladagur Kólnað hefur f veöri. Við buöum hingað bakarahjónunum, þeim Friörik og elsku Steinu. Friörik er bróöir Rúriks Haralds- sonar leikara. Bergsteinn og Ágústa komu líka, troðfull af fjöri, en klukkan fimm fór ég út í kirkju aö syngja tenór í jólasöngvunum og gestirnir uröu samferða. Jólin kippa mér úr sambandi viö sjálfan mig, og sameindir hugans sundrast. 26.12. Freysdagur 2. jóladagur, sem líka er heilagur. Kom- inn er hörku noröanátt meö dálitlu snjófalli, áriö viröist ætla aö kveöja mjög kuldalega. Viö sátum boö hjá Bergsteini, ásamt þeim Steinu og Friðriki erkibakara. Helgin 27. og 28.12. Heljarkuldi og svalur klaki. Ekki er þaö betra en hjá Jóni hrak bak viö kirkjuna. En fólk keppist viö aö versla, meira aö segja heldur þaö áfram aö kaupa bækur. Ég herjaöi dálítiö af kartöflum út hjá Helga í Kaupfélaginu, annars er sú vara ekki fáan- leg á frjálsum markaöi. 29. og 30. desember hef ég öngva dag- bók skrifað, síöurnar eru auöar. 31.12 Óðinsdagur Þann dag hef ég skrifað þetta: Viö Sigga enduðum áriö á balli í Fjölni, skemmtum okkur sæmilega. Úti er frost og bylur. Ég reyndi milli hádegis og miðaftans að semja grein um jólabækurnar, en sá aö lokum ekki út úr því sem ég hugsaði — og gafst ■upp. Með þeirri játningu lýk ég árinu 1947. Þetta varö mér erfitt ár, ég tapaði hvurri orrustunni af annarri. Ekki komst ég til út- landa. Fullprentuð, en óbundin liggur bókin „Á langferðaleiðum” í forlaginu. Hún varö strandarglópur í árinu 1947. Söguna löngu lauk ég heldur ekki viö á árinu, sem nú hverfur í aldanna skaut, enda þótt ég hafi byrjað á henni 1944. Nafnlaus og ófullgerð heldur hún áfram aö mergsjúga mig, eins og innanmein. Úti er frost og snjókoma. Áriö 1947 er liðið. 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.