Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1982, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1982, Blaðsíða 6
í sameiginlegu strídi flestra upp- kominna íslendinga, húsbygginga- fárinu, hefur eitt baráttumál alger- an forgang, aó vera út af fyrir sigl Menn sem eiga íbúðir í sambýlis- húsi lýsa því ábúðarfullir yfir, að til viðbótar við kostina viö aó búa í tilteknu hverfi, séu þeir svo Ijón- heppnir aó það sé enginn sam- gangur meðal íbúa hússins. Þaö er meira að segja ekki fráleitt að ætla að slík ágætiseinkunn sé líkleg til að hækka íbúðina í verði. Líkast til hefur okkur orðið býsna vel ágengt í þessari krossferð gegn óþörfum og óheftum samskiptum við hvern sem er. Ég hygg að það sé að verða fremur óalgengt að fólk þurfi að kvarta undan gestanauð. En það er með þetta markmið eins og mörg önnur, að þegar því er náð, er útkoman ekki endilega eins skemmtileg og búist var viö. — O — Heföbundin samskipti manna hér á landi hafa breyst mikið á síðustu árum. Kemur þar einkum þrennt til: Sjónvarpið, aukin sókn kvenna út á vinnumarkaðinn og breyttir heimil- ishættir í framhaldi af því og loks hin sívaxandi tilhneiging til að hólfa niður þjóðfélagið eftir aldri fólks og heilsufari. Raunar hljóta menn að fara að átta sig á því, að þótt vissu- lega séu til hópar með sérþarfir sem sjálfsagt er að sinna, er kom- inn meiri ofvöxtur í þessa einangr- unartilhneigingu en hollt er fyrir þjóðfélag af okkar stærð. Ég heyrði merka konu lýsa því hvernig hún uppgötvaði allt í einu framangreinda breytingu. Hún brá sér á listsýningu á Kjarvalsstöðum ásamt manni sínum fyrir tveimur árum. Þetta var um sumar og þegar þau komu út í bjart kvöldið, þótti henni ómögulegt að fara strax heim og vildi hitta fólk úr því hún var komin niöur í bæ. Þá uppgötvaði hún sér til hrellingar, að þótt hún þekkti fjölda manns sem bjó í grenndinni var enginn sem hún kunni við að banka upp á hjá, „ef ske kynni að illa stæði á“. Jafn- framt fann hún, að nokkrum árum áður hefði hún án umhugsunar heimsótt allt þetta fólk. Henni þótti þetta afar óþægileg uppgötvun og fannst eins og smeygt hefði verið á hana einhverjum umgengnisfjötr- um, án þess hún hefði tekið eftir því fyrr en hún ætlaði að hreyfa sig. Þessi kona á sér eflaust marga reynslubræður. En þaö sem er kannski merkilegast, er hvað flestir verða fegnir ef vinir þeirra stinga þessari tillitssemi undir stól og líta inn ef þeir eiga leið framhjá, eða langar allt í einu til að hitta þá og láta það eftir sér. — O — Með því að flestir eiga nú frí tvo daga í viku, er smám saman aö vakna skilningur á að hægt sé aö nota þessa daga til annars en auka- vinnu. En það tekur tíma að læra að eiga frí eins og annað. Margt bendir þó til að við séum á réttri leiö, svo sem mikil almenn þátttaka í skíða- íþróttinni og annarri útivist og einnig vaxandi kaffihúsa- og menn- ingarlíf. Allt er þetta til að persónu- leg samskiptí milli manna aukist þótt þau séu í annarri mynd en áð- ur var. Ekki má gleyma fyrirbrigði sem er að verða ómissandi þáttur í fé- lagslífi borgaranna. Um árabil hafa verið haldnar hér á landi stórsýn- ingar af ýmsu tagi, sem hafa verið svo vel sóttar, að það hlýtur að vera einsdæmi meðal þjóöa ef miðað er við hinn margumtalaða fólksfjölda. Þúsundir manna sem eiga ekkert erindi á sýningu sem kannski varð- ar afmarkað sérsvið, streyma samt sem áður á staðinn. Ástæðan er aö minni hyggju þörf fyrir að komast á mannamót, og það er síst verri ástæða en aðrar. Þegar 17. júní sleppir, eru slíkar sýningar sá vettvangur sem menn geta helst átt von á að hitta æskuvini, skólafé- laga eöa aöra sem þeir hafa ekki þrek til að vera í samskiptum við í daglegu lífi, eða hafa af öðrum ástæðum misst samband viö. Fyrir skömmu var haldinn opinn fundur á Hótel Borg á vegum Versl- unarráðs íslands. Yfirskrift fundar- ins var Atvinnulífiö og höfuðborgin, lifandi miðbær. Fjölda manns dreif að. Auk þeirra sem á viðhafnar- stundum eru kallaðir almenningur eða fólkið í landinu, voru þarna full- trúar allra stjórnmálaflokka og ólíkra hagsmunahópa. Fundurinn var þannig skemmtilegur þver- skurður af borgarbúum og greini- legt á stemmningunni að borgara- fundir af þessu tagi eru vel þegnir. Að vísu var andrúmsloftið örlítið spennuhlaðið fyrrihluta fundarins og auðfundiö aö fulltrúar and- stæðra sjónarmiöa voru í viö- bragðsstöðu til andsvara ef þessi vettvangur yrði notaður til skoð- anatrúboðs af einhverju tagi. En á miðjum fundi varð af einhverjum ástæöum spennufall hjá þessum aðilum. Hvað sem ööru leið var þetta skemmtileg samkoma og gaman að sitja í hinu gamla virðulega veit- ingahúsi í hjarta borgarinnar, í þeim blandaða mannsöfnuði sem þarna var samankominn til að fjalla um sameiginlegt hagsmuna- og áhugamál. Ég yrði ekki hissa þótt fundum af þessu tagi og ennfremur ýmsum uppákomum í miðbænum myndi fjölga mjög í framtíðinni. Fólk er að finna sér leiðir út úr þeirri einangr- un sem það sjálft hefur verið á góðri leið með að múra sig inn í. Því hvað sem líður tækni, þróun og stórkostlegum framförum á ver- aldlega vísu er andinn samur viö sig og manneskjan aö því leyti óbreytt frá því höfundur Hávamála færöi þessa hlið tilverunnar í svo ágætan búning: „auðigr þóttumk er ek annan fann: maðr er manns gaman.“ Jónína Michaelsdóttir Maður er manns gaman Að vera eða vera ekki í náðinni Ég veit ég er kölluö Halldóra suða, en ég suöa nú samt. — Þessi orö eru höfö eftir einhverri gagnmerkustu konu sem á íslandi hefur lifað. Hún kom miklu til vegar um sína daga. — Allt hefur sinn tíma stendur hins- vegar skrifað í helgustu bók kristinna manna. Þaö á aö vísu aö halda áfram aö suöa og berjast fyrir því, sem maöur heldur aö sé rétt, en ekki megum viö gera rödd okkar aö síbylju. Þá hætta allir aö hlusta. Háttvirtur skólameistari Tryggvi Gísla- son á Akureyri. Blessaöur og sæll og bestu þakkir fyrir góöar viðtökur um árið, þegar viö Indriöi G. komum til þín í skólann, lásum upp viö góöar undirtektir og spjölluðum við ykkur. Ég held aö þaö hafi verið eitt af fyrstu embættisverkum núverandi menntamála- ráöherra aö skipa nefnd til þess aö kynna sér kjör listamanna og gera tillögur um, hvaö hiö opinbera gæti helst gert til úr- bóta. Man ég þetta ekki rétt? Mér finnst svo undralangt síöan þetta var. Eitt eöa tvö nöfn manna úr nefndinni festust mér í minni. Annað þeirra var þitt. Nú stefni ég þessum línum til þín af þessu tilefni, nefni þó aöeins fátt af því, sem ég myndi segja undir fjögur augu. Kannski endist mér hvorki rúm né tími til aö tala um nema eitt eöa tvö atriöi þess, sem ég vildi viö þig ræða, úr því verður reynslan aö skera. Líklega hefur um fá lög verið ritaö meir á undanförnum árum og áratugum en um fjárlög listamanna, eöa hvaö á ég aö kalla þessar reglur, sem alþingi hefur sett til stuðnings og^viöurkenningar hins opinbera á störfum listamanna. Einkum hafa þaö veriö rithöfundarnir, og kannski þeir nöld- ursömustu úr þeirra hópi, sem um þessi efni hafa ritaö og talaö oþinberlega. Til liös viö þá eöa gegn þeim hafa svo nafngreindir og ókunnugir smádálkamenn blaöanna skrifaö. En yfirleitt er lítiö á þessa gagnrýni hlustaö. Ef henni linnir aftur á móti í bili taka ráðamenn þaö hinsvegar sem merki þess aö flestir séu ánægöir. Viökvæöiö er: Þaö er aldrei hægt úthluta svo að öllum líki. Það er auövitaö dagsatt. Ég leyfi mér aö halda, aö höfuögallar þessara laga séu tveir, auk margra smærri. Sá fyrri: aö hér eru allir listamenn settir undir einn hatt og sama úthlutunarnefnd látin fjalla um hag þeirra og launaþörf. Lífið býr svo misjafnlega vel eöa illa aö listgrein- unum. Hinn ágallinn er sá: aö það eru aö meirihluta pólitískir fulltrúar, sem eru settir yfir þessi mál. Enda hefur reyndin oröiö sú, aö þeir hafa veriö mjög undarlega vafdir. Ég tala ekki aö þessu sinni um heiöurs- launaflokkinn eöa þaö ráðleysi alþingis aö ganga ekki hreint til verks um aö úrskuröa aö listamannalaunin séu, á meöan þetta form er haft, viöurkenningariaun, og aö vinnupeningar eigi aö koma úr öörum sjóö- um. Smekkurinn sá sem kemst í ker keiminn lengi eftir ber. Svo segir í fornum oröskviö. Þetta hefur áþreifanlega sannast á íslensk- um listamönnum og í viöskiþtasögu þeirra og hins opinbera. Sá stjórnmálamaður okkar, sem aö margra dómi var í hópi hinna gáfuöustu og glæsilegustu á okkar öld, Jónas Jónsson frá Hriflu, var mikill unnandi menningar og lista. Hann var enginn hófsmaöur í þjón- ustu sinni viö hugsjónir sínar og lista- smekk. Honum var auk pólitísks valds gef- inn kraftur máls og penna. Hann mótaöi smekk heillar kynslóðar í landinu meöan hann var upp á sitt besta. En listamenn hafa alltaf veriö bágrækir í fylkingum. Þeir vilja fara sínar leiöir. Og þau laun, sem þeir hljóta úr hendi hins opinbera, vilja þeir í hæsta lagi þakka, og þó oftast nokkuö fræmt, en alls ekki endurgjalda meö pólitískri þjónustu. Þeir halda jafnvel hver sína götuna, sitt í hverja áttina ef eitthvað er annars í þá spunniö. En ofurást Jónasar frá Hriflu á listum varö um margt afdrifarík. Þeir listamenn, sem hann persónulega mat mikils, jafnvel þótt þeir sýndu honum enga pólitíska holl- ustu, voru oft úr hópi úrvalsmanna, einnig aö dómi alls almennings. En bara þaö aö Jónas skyldi kunna aö meta þá og beita sér fyrir því, aö þeir fengju aö njóta gáfna sinna, gat varpað á þá nokkrum skugga og gert þeim öröugt aö umgangast félaga stna tortryggnislaust. Öðruhvoru voru líka upp- hlaup í listaliöinu, fundasamþykktir geröar og undirskriftir, sem þá beindust oftast aö Jónasarflokknum. Ef þeir hikuöu viö sem nú voru í náö valdamannsins og reyndu aö komast hjá því aö láta slík mál til stn taka, eða leggja nöfn sín viö upphrópanir og sví- viröingar, sem beindust að valdamanninum og hans hópi, voru þeir umsvifalaust orönir féndur vina sinna og félaga. Þeir voru jafn- vel aö ástæðulausu kallaöir hugleysingjar og undirlægjur Jónasarsmekksins. Smá- saman komst líka þaö orö á, aö þeir væru nú í rauninni slakari listamenn en áöur heföi veriö haldiö, aöeins lagtækir hand- verksmenn og föndrarar. — Ég ætla bara í þessu sambandi aö nefna tvo myndlista- menn, sem nú eru látnir: Ríkharö Jónsson og Kristin Pétursson. Annar þeirra er nýlát- inn nærri gleymdur. Báöir voru þetta af- bragös listamenn. Ég gæti nefnt nöfn fleiri manna úr öörum listgreinum, og tugi manna, sem telja mætti aö veriö heföu í hópi mini spámannanna. Þaö ástand sem nú ríkir er vissulega miklu betra og mannlegra en þaö sem viö eldri menn munum frá liöinni tíö, en þaö er arftaki pólitíska tímabilsins — og mætti segja af því eftirtektarverðar sögur. Ég þekki þær sumar. Hér hætti ég mínu spjalli í miöju kafi, en þaö er ekki víst aö ég sé alveg þagnaöur. Ég er ekki aö biöja um orö frá þér, veit aö þú hefur viö margt aö fást. En hvaö er aö frétta af nefndarstörfunum? Bestu kveöjur. Jón úr Vör 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.