Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1982, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1982, Blaðsíða 3
Á afmæli Halldórs Laxness Halldór Laxness varö áttræöur í gær, 23. apríl. I tilefni þess völdu fjórir menn úr verkum hans 2 Ijóö og óbundiö mál sem samsvarar um þaö bil einni síöu í bók. Sjálfstætt fólk, úr 35. kapítula Kristján Karlsson valdi Persónur auk Bjarts: maöur aö sunn- an, amman, Fríöa gamla, niöursetn- ingur. Svo byrjaði gesturinn að kveðja. En þá brá svo undarlega viö að gamla konan virtist geyma eitthvað í hugskotsholinu, hún sem aldrei þurfti að segja neitt við neinn, það var eins- og hún ætti svo bágt með að draga hina linu hönd sína úr kveðjandi greip hans, þaö var dálítiö sem hún ætlaði aö fara að segja. Hvaö var það? Var það sem mér heyröist á dögunum, er mað- urinn af Suðurlandi? Já, ansaði Bjartur hátt, og tók ómakið af gesti sínum. Víst er maðurinn af Suðurlandi, það er margbúiö að segja þér það. En gamla konan haföi þá kanski haldið að sér heföi misheyrst, hún sagöist vera oröin soddan aumíngi. Já, sagöi Bjartur, það er farið að gnaga uppaf þér. Hann sér þaö maöurinn. Mig lángaði til að spyrja manninn að því, áður en hann færi, afþví ég er upprunnin af Suöuriandi, hvort þú þektir nokkuö til hennar systur minnar, eða kynnir að hafa séð hana fyrir sunnan. Nei, nei, kallaði Bjartur, það er af og frá, hann hefur ekki séð hana. Asskotann veist þú, sagði Fríða gamla. En gesturinn vildi rannsaka málið og taldi ekki fyrir það að synja að hann hefði séð systur þess- arar gömlu konu, eða hvað heitir hún? Hann lýsti á hana meö vasalampa sínum, og hún reyndi að líta á hann sínum sljóu tinandi aug- um. Systir hennar hét Oddrún. Oddrún? Býr hún í Reykjavík? Nei, hún bjó ekki í Reykjavík. Hún bjó hvergi, hafði aldrei búið, var leingi vinnukona í Meöal- landinu, — við erum þaðan runnar. Uss, gall Bjartur við, hvaö ætli hann kannist viö þetta fólk maöurinn, þetta er undirfólk. Síðast þegar ég vissi, þá var hún í vinnumensku hjá fólki nálægt Vík í Mýrdal og lá í mjaðmarbroti. Hún lét þá skrifa mér bréf. Ég fékk það með póstinum. Síðan eru komin yfir þrjátíu ár. Við vor- um tvær systur. Uss, hún hlýtur að vera laungu dauð, kallaði Bjartur. Svei, ansaði Fríöa gamla og brá við skildinum. Ekki ræður þú guði og mönnum; sem betur fer. En gesturinn afsakaði ókunnugleik sinn á Oddrúnu þessari meö því, að hann hefði aldrei komið í Meðallandið. Ja hún er laungu farin úr Meðallandinu, sagði gamla konan. En á Suðurlandi er hún samt. Jæa, sagði gesturinn. Einmitt það. Seint er um lángan veg tíðinda að spyrja, sagöi gamla konan. Já, sagði gesturinn. Þessvegna lángaði mig til aö biöja þig aö skila henni kveðju minni, ef þú skyldir rekast á hana, og gera svo vel og segja henni aö mér líði vel lof sé guði, nema hvað ég er orðinn þessi aumíngi til sálar og líkama, einsog þér sjáið. Og aö ég hafi mist hann Þórarin heitinn fyrir þrettán árum: og að dreingirnir séu laungu komnir til Amríku. Ég er nú hér til húsa hjá dóttur minni, sem er gift. Hann veit það, maðurinn, kallaði Bjartur. Úr Heimsljósi Andrés Björnsson valdi Mamma hvað eru árin orðin mörg? Viö höfum hokrað hérna rösk fjörutíu ár pabbi minn, sagði konan. Þá svaraði bóndinn gestinum og sagði: Og fjörutíu höfum við bollokað árin. Gesturinn spurði hvort þau hefðu eignast margt barna, og bóndinn leit á konu sína einsog hann ætlaöist til að hún svaraði þeirri spurníngu beint. Börnin okkar voru sextán pabbi minn, sagði konan. Og sextán áttum viö börnin, sagði bóndinn. Nú voru börnin að vísu laungu komin á tvist og bast, utan þessar tvær stúlkur, önnur líkamlega farlama, hin siðferðilega. Helmíngur hafði dáið á æskuskeiöi, nokkrir sona þeirra týnst í sjó; sum höfðu reist bú í fjarlægum stööum. Gömlu hjónin komust hæst upp í tvær kýr og tuttugu ær. Hafið þiö altaf elskast? spurði skáldið. Bóndinn hætti sem snöggvast að telgja og horfði dálítið vandræðalega á konu sína. Við höfum altaf elskað guð, sagði konan. Þá var líkt og skáldið vaknaði af draumi, hann leit upp forviöa og spuröi: Guð? Hvaöa guö? Við höfum altaf trúað á einn sannan guð, sagði konan. Og á einn trúðum við guðinn, sagöi bóndinn. Þau litu á ævi sína sem talandi dæmi þess hvernig guðinn ann mönnunum og er þeim hollur. Skáldið þakkaði fyrir sig og bjó sig til að kveðja. Þolinmóða stúlka, sagði hann. Ef spegillinn þinn skyldi einhverntíma brotna, viltu þá leyfa mér að gefa þér nýan spegil? Aumíngja blessaður maöurinn, sögðu gömlu hjónin og glókollurinn var ekki leingur hræddur, heldur sótti gullin sín, legg og skel, og lagði aö fótum gestsins að skilnaöi. í andlitum þessa fólks bjó svipur hinna laungu björtu sumarmorgna með skógarilmi gegnum svefninn. Ekki aöeins þau höfðu sál, heldur hlutirnir kríngum þau. Þó alt væri komiö að fótum fram, bæarkornið, amboðin, búsáhöldin, var hver hlutur á sínum stað, alt hreint og snurfusað. Úr Ijóðabálki um Alþingishátíðina 1930 Gísli Sigurösson valdi ÞINGSETNING Heimsfræga stund nær pólitíin prúö puntuð meö bláhvítt vísuöu oss í gjána, þángað sem hnipin hlustar Snorrabúð á helga ræöu um Jesúkrist og Stjána. Ég veit það hefði margur maður flúð, i manndrápsþaunkum hlaupið beint í ána hefði ann í þeirri helgu morgunúð hugleitt þann prett við Grím og Úlfljót dána. Og meðan hélst sú makalausa slúð meyar úr ýmsum sveitum tóku aö blána og féllu í yfirlið með hári og húð und himingnæfum íslandsþjóðarfána. Ég vildi aö einhver vísaöi oss á búð sem verslaði meö snúss. Þá mundi oss skána. HATÍÐALJOÐIN Þér semjið leirhnoð, góöskáld sögu og siðar, og sýnu verr en Þorsteinninn úr Bænum, Ijóð yðar er sem hávært garg í hænum og hvergi Mosfellssveit í Ijóöum yðar. Þér minnist hvergi á mjólkurbúin nýu, muniö ekki eftir verkalýönum horska sem dregur úr sjónum þúsund miljón þorska, og það fer mest í sukk og óráösíu. Þér lofið það sem einginn trúir á: ölæðisþrugl úr næturklúbbum mannsins, hallmælið Þór og eflið útlent grín, en sjálfan manninn naumast nefna má, þér nennið ekki aö kveða um vegi landsins né dalinn þar sem dafna lömbin mín. Hrísbrúíngar úr Innansveitarkroniku Eiríkur Hreinn Finnbogason valdi Undur að svo lítt gánghnáir menn skyldu eyða ævinni til aö reyna sig í þolhlaupi við stökkfráar sauðkindur. Þó þaö sé lyginni líkast höföu þessir fótstiröu menn, ekki nema í meðallagi sjónskarpir og nokkuö brjóstþúngir, einlægt betur í kapp- hlaupinu viö þessa eldfljótu skepnu, og þaö kom sig af því held ég, aö þeir fóru ætíð svo hægt að sauðkindin misti áhuga á leiknum; sumpart einnig af því aö þó sauðkindin sé þrá þá voru þessir menn sýnu þrárri. Þeir mistu aldrei þolinmæðina þó skepnan hlypi undan þeim í fjalli, upp snar- bratta urö, sjónvitlaus af stygð. Aldrei töluðu þeir um að þetta væri erfitt, hugtakið erfiði var ekki til. Mætti bæta því viö að vitrir höfundar telja þá hjátrú sprottna af getuleysi aö til séu erfiö verk; þau ein verk séu erfið sem unnin eru með rángri aðferö. Þó þeir sæu illa kom aldrei fyrir að kind kæmist undan þeim á fjalli; en öllu komu þeir til bygða án þess á þeim sæust þreytumerki ellegar þeir fyndu til mæði. Þeir kunnu ekki að flýta sér en þeir kunnu ekki heldur að vera of seinir. .. 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.