Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1982, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1982, Blaðsíða 14
Á sviðinu í konunglegu óperunni í London. FYRIRBÆRIÐ PAVAROTTI SVÁ þýddi Maðurinn i símanum frá Chicago er frá sér numinn, annað eins hefur aldrei gerzt þar i borg. Sala miða aö söngskemmtun Pavarottis í Civic Opera House kvöldið áð- ur hafði hafizt kl. 10 árdegis tveim dögum fyrr, og á nokkrum klukkutímum voru allir hinir 3600 miðar seldir. Fólk var fariö að. stilla sér í biðröð fyrir dögun. Siðan var ákveðið að bæta 100 sætum við á sjáifu sviöinu bak við söngvarann og undirleikara hans. Þeir miðar hurfu einnig á svipstundu. Á sjálfri söngskemmtuninni hafði einhver úti í salnum hrópað: „Til hamingju meö af- mælið!“ og allur áheyrendaskarinn tók að syngja „happy birthday to you“ söngvaran- um til heiðurs, enda þótt hann hefði átt afmæli fyrir þrem dögum. „Þetta var hátíö,“ sagði maðurinn í símanum, „þetta var lík- ara íþróttaviöburði en hljómleikum." Umsagnir blaöanna höfðu verið hreinn lofsöngur. Gagnrýnandi „Chicago Tribune“ sagöi: „Pavarotti er hinn mikli meistari á sviðinu og syngur eins og smurður engill." i „Chicago Sun-Times“ spurði gagnrýnand- inn sjálfan sig: „Hvað liggur að baki Pav- arotti-fyrirbærinu?“, þó að hann segði það tvímælalaust, að hann væri óviðjafnanlegur tenórsöngvari. „Þaö er eitthvað einfalt, ein- lægt. Hann skín eins og Ijóskastari, hann er einlægnin sjálf. Maður hlustar á hann og þykir vænt um hann, ekki af því að hann sé fríður (hann er það ekki) eða glæsilegur eöa einu sinni „sexy“ í venjulegum skiln- ingi, heldur af því að hann birtist manni sem stór, hreinskilin og hlý mannvera, sem syngur fyrir mann og manni finnst maður veröi að sýna eitthvað á móti.“ Enginn gæti veriö hjartanlegar sammála þessum dómi í grundvallaratriðum en mað- urinn, sem er við hinn endann á símanum, Herbert Breslin, umboösmaður söngvar- ans, aödáandi og vinur. „Luciano er stór- kostlegur," segir hann mér. „Hann er hald- inn óslökkvandi lífsþorsta, hann fyllir fólk vellíðan. Hann er stór og feitur maöur, sem vekur bjartar vonir í brjóstum fólks. Og hann er eini söngvarinn, sem ég nokkru sinni á ævi minni hef heyrt segja viö sjálfan sig um áheyrendurna: „Eg skal koma ykkur til að rísa á fætur.“ Þú skilur, hvað óg á við?“ Margir telja, að Breslin sé hinn leiöandi andi á bak við hina einstöku velgengni Pavarottis, sérstaklega í Bandaríkjunum, en hann gerir lítiö úr framlagi sinu. „Ég er bezti auglýsingamaöur í heimi," segir hann, „en ég þarf ekki að auglýsa Pavarotti." Breslin er umboðsmaður fleiri lista- manna í úrvalsflokki — meðal þeirra eru Bergonzi, Crespin, De Los Angeles, Freni og Rysanek — en honum er ekki eins annt um neinn eins og „elskulega risann" sinn. „Fyrst vorum við vinir, síðan varö ég blaða- fulltrúi hans og síðan umboðsmaður." Þó að Breslin vilji ekki skýra nákvæm- lega frá tekjum Pavarottis, er þaö almennt vitað, að hann fær núna milli $8.000 og $10.000 fyrir hverja óperusýningu, en fyrir tveggja tíma konsert fær hann $40.000— $50.000. Þegar Metropolitan óperan í New York gat ekki byrjaö samkvæmt áætlun sl. haust vegna vinnudeilu viö hljómsveitina, varð verkfalliö að auösuppsprettu fyrir Pavarotti. Það var leikur einn fyrir Breslin að bóka konserta fyrir skjólstæöing sinn í Chicago, Buffalo, Norfolk og Virginiu, þar sem alls staðar voru tryggöar áöurnefndar upphæðir. „Hver sem er, sem ræður Pav- arotti til að syngja, græðir peninga,“ full- yrðir Breslin. „Þaö tapar enginn peningum á Luciano Pavarotti." En með allt að því hjartnæmri hreinskilni fullyröir Breslin, aö peningahliðin sé ekki aöalatriöiö, hvorki fyrir sér né Pavarotti. „Þetta er engin sölumennska,“ segir hann og bendir á, að hann hafi nýlega hafnað boði um $250.000 fyrir viku í spilavíti í At- lantic City í New Jersey. „Okkur hafa líka veriö boðnar hvaða upphæðir sem er fyrir einkakonserta. En það kaupir enginn auð- veldlega Luciano Pavarotti, nema það sé fyrir áheyrendur almennt." Það sem virðist fyrst og fremst vaka fyrir Breslin, er aö Pavarotti sé þrátt fyrir feiki- legar vinsældir meðal almennings, sem eftir William Murray enginn tenórsöngvari hafi náð síðan á dög- um Enrico Carúsó, framar öllu alvarlegur listamaður, sem sé þaö mest í mun að laöa fólk að óperunum. Og honum hefur orðið ótrúlega mikið ágengt í því efni. Hann hefur tekið viö af hinum skæru stjörnum — Mariu Callas, Tebaldi, Price, Nilsson, Suth- erland og Caballé — sem helzta aðdráttar- afl óperuhúsanna. Þegar Metropolitan flutti Rigoletto eftir Verdi undir berum himni í Central Park í New York í júní sl., er taliö, að um 200.000 manns hafi veriö viðstaddir. Þegar konsert hans var sjónvarpaö af svið- inu í Metropolitan óperunni 1978, horfðu fleiri á þann þátt en Carúsó náði að syngja fyrir alla sína ævi. Og hinir sex hálftíma sjónvarpsþættir hans, „Pavarotti at Juill- ard,“ í Bandaríkjunum hlutu feikilegar vin- sældir almennings. Og hvenær sem fíann birtist opinberlega, tekst honum að skyggja á hvern sem er annan, þar á meöal einnig á forseta Bandaríkjanna. Á degi Kól- umbusar í október sl. fór tenórsöngvarinn í fararbroddi skrúögöngu eftir 5. breiöbötu i New York, skrautlega klæddur á hesti, og sté þá af baki með miklum glæsibrag til aö faöma að sér Jimmy Carter, sem þar meö bókstaflega hvarf mönnum úr augsýn. En hann gæti ekki hafa náð eins langt og raun ber vitni, segja Breslin og fleiri, ef hann væri ekki einnig mikill listamaður. „Það er ekki hægt að ná neinum frama á sviði meiri háttar hljómlistar án mikilla hæfileika," segir Breslin. Þó er engu aö síöur ástæða til að líta á fyrirbærið Luciano Pavarotti í Ameríku frá félagsfræðilegu sjónarmiöi, þar sem það nær augljóslega út fyrir öll mörk listrænna hæfileika. Jafnvel Breslin er ekki reiöubú- inn að halda því fram, að skjólstæöingur sinn sé meiri söngvari en helzti keppinautur hans, Placido Domingo, sem reyndar er einnig miklu fríöari maður og langtum betri leikari. Einnig er þaö almennt viðurkennt, að ekki verði Pavarotti jafnað við Vladimir Horowitz sem hljómlistarmanni, en hann er hinn eini á sviöi stgildrar tónlistar, sem kemst í samjöfnuö viö Pavarotti, hvað aö- sókn að hljómleikum snertir. En það sem Pavarotti hefur um fram alla aðra, er þokki, sem hefur náð gegnum hin óljósu, en raunverulegu skil milli almennrar frægöar og hinnar draumkenndu veraldar hinna dýrkuðu, en á því tilverustigi eru fyrst og fremst kvikmyndastjörnur og íþróttahetjur. Allir óþerusöngvarar í heiminum myndu vilja komast gegnum þennan múr, en eng- inn nema Pavarotti hefur gert það. Það var ekki fyrr en í júní sl. sem ég var í fyrsta sinn í návist Pavarottis og gat fylgzt með honum. Það var, þegar hann var að syngja „La Gioconda“ inn á plötu fyrir Decca. Hann stóð þarna í upptökusalnum óhagganlegur eins og Gibraltar og virðist algerlega ónæmur fyrir því öngþveiti, sem ríkti í kringum hann, áður en hljóðritun hófst. Milli upptaka fór hann ásamt ýmsum öörum til að hlusta á útkomuna, og var þá aldrei fyllilega ánægöur. Stjórnandinn hlustaði kurteislega á aöfinnslur hans, en söngvarinn virtist vita nákvæmlega, hve langt hann mætti ganga. En það mun ekki Pavarotti, kona hans og þrjár dœtur. Pavarotti æfir dúatt moð ffiður afnum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.