Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1982, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1982, Blaðsíða 8
Jorn hélt mikið upp á trompetleik og var allfær á hljóðfæriö og sagði að það væri vegna þess að þögnin væri svo dásamleg þegar hann hætti að spila. Andstæður ríkisvaldinu en vinur Danmerkur Bragi Asgeirsson skrifar um Asger Jorn. í tilefni sýningar á 27 grafík- myndum eftir hinn heimsþekkta danska myndlistarmann Asger Jorn í Listasafni íslands, skrifar Bragi Ás- geirsson sitthvað um manninn á bak við myndirnar. — Síðustu tvo áratugi ævi sinnar bjó hinn nafntogaði danski málari Asger Jorn ýmist í París eöa litla, vinalega sjávarþorp- inu Albissola Marina, gamalli keramikborg í Ligurien rétt við ítölsku Rivieruna. Þar hafði þessi „hattifatti", en svo nefnast þeir stundum sem stöðugt eru á faraldsfæti, komið sér fyrir i ævafornu húsi efst í þorp- inu, sem hann hafði fest sér eftir að hafa tyllt þar tá, dvaiið og starfað í mörg ár, m.a. reynt fyrir sér í keramik. Sagt var, að i þessu húsi hafi páfinn Guillamo delle Rovere fæðst áriö 1443, en hann var nákominn ættingi Sixtusar páfa IV og af hinni sömu listelskandi ætt, er á sínum tíma kostaöi ungan framgjarnan mann til listnáms, er bar nafnið Michael- angelo Buanerroti. Páfinn Júlíus Rovere var virtur og slæg- vitur upphafsmaður ættbanda stefnunnar innan páfadómsins og grundvallaöi m.a. rannsóknarréttinn.... Asger Jorn hafði heillast af umhverfinu og festi sér þar landspildu, er honum stóö Fyrri grein. Jorn átti hund í Albissola sr hann nefndi Fool og á honum áttu menn að gæta sín sérstaklega, því aö hann var nefnilega feiminn. Nafnlaus mynd máluð 1942. til boöa áriö 1958, en landspildunni fylgdu tvö hús, annað gamalt og hrörlegt, sem átti aö rífa aö skipan yfirvalda. Þaö vildi Jorn ekki og innréttaði sór þar vinnustofu. Nýrra húsiö var í munni almúgans aldrei nefnt annað en „hús mannsins með tréfótinn", en sá, er byggði það, var gamall stríðs- maður meö tréfót, sem saddur af orust- ugný og herlúörablæstri settist þar að til aö njóta lífsins í sólskini og sönghljómi öldu- niöar Miðjaröarhafsins. Ekki var þaö nú tilgangurinn hjá Jorn, en svo réöu forlögin, að honum var ekki ætlað að eiga heimili í þessari paradís sinni nema hálfan annan áratug. Asger Jorn var maöur fullur lífsþorsta, heimsborgari og málari af guös náð og naut þess jafnvel í lifanda lífi að vera fræg- astur málari Norðurlanda, frá því að Edvard Munch leið. Aö sumu leyti tvinnast örlög þeirra, því að í báðum tilvikum kom frægöin frá útlandinu og þangað flýöu þeir báðir undan smáborgarasemi og fordóm- um samlanda sinna, — misskildir lista- menn, er vildu hrærast í umhverfi, þar sem voru grómögn fyrir list þeirra og kenndir. Munch hélt til Þýskalands en Jorn til Frakklands, norrænum anda var þar rétt- látlega dreift. Er Asger Jorn fór að ná fótfestu í útland- inu yfirgaf hann föðurland sitt Danmörku meö hraði og kom þangaö aldrei aftur nema sem gestur. En hann var mikill Dani í útlandinu þessi „il pittore danese con la barba“ — danski málarinn meö skeggiö, eins og þorpsbúar í Albissola nefndu hann. — Edvard Munch sneri aö vísu heim aftur og dvaldi meöal landa sinna, en hann einangraöi sig og vildi sem minnst af þeim vita. Þessi mikli norræni andi og hregg- baröa sál var þannig í raun sem framandi gestur í eigin landi. Asger Jorn var málari, teiknari, geröi grafík-myndir, leirmuni og var vel ritfær, gaf út listtímaritiö „Helhesten" 1941—44 er kynnti skoöanir hans og félaga, sem voru þá Eijler Bille, Egill Jacobsen, Henry Heer- up, Carl Henning Pedersen, kona hans Elsa Alfelt og Svavar Guönason. Seinna gaf hann út annaö tímarit á aiþjóölegum grunni, „Eristica“, þar sem hann kynnti skoöanir sínar og ítalskra félaga sinna á list 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.