Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1982, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1982, Blaðsíða 15
ekkert í þessari breytingu. Hann tók nú að spyrja son sinn hvaö ylli þessum skín- andi framförum. Edgar sagöi fööur sín- um þá frá röddinni sem hann heyrði, og hvernig hann aflaöi sér þekkingar meö- an hann svæfi. Cayce bóndi þóttist litlu nær, og vissi varla hvort hann ætti aö trúa þessu. En er árin liðu varð hann ekki einn um undr- un sína, því læknar, sálfræöingar og aðr- ir hámenntaðir menn heimsóttu hann, athuguðu drenginn og hlýddu á hann. Og þessum læröu mönnum varö þetta engu minni ráögáta en fööur hans. Öðruvísi en aðrir drengir Eftir því sem fjölskylda Edgars sagði, þá sannaöi hann fyrst þá hæfileika sem áttu eftir aö gera hann frægan, þegar hann var sextán ára gamall, síöasta ár hans í skóla. Þegar hann var aö leika sér á skóla- flötinni lenti haröur bolti á mænunni, og hann fór heim hálfruglaöur með svima. Foreldrar hans skipuöu honum aö fara í rúmiö og hlýddi hann því. Þá geröist þaö allt í einu aö hann varö mjög alvarlegur og myndugur í fasi, og skipaði móður sinni aö útbúa grautarb- akstur, og leggja hann við staðinn þar sem boltinn haföi hæft hann. Þetta vargert, og daginn eftir var hann alveg eins og hann átti aö sér, en mundi ekkert sem gerst haföi frá því andartaki aö boltinn lenti á honum. En nú haföi svo margt furðulegt kom- iö fyrir í sambandi viö þennan dreng, aö fólki var orðið Ijóst, aö hann var ööruvísi en annað fólk. Sumir kunnu aö vísu ágætlega viö hann, en aörir foröuöust hann eins og hann væri ekki meö öllum mjalla. Ekki er hægt aö neita því, aö faöir Edgars átti sinn drjúga þátt í öllum þeim sögum sem af Edgari fóru, því hann sagöi hverjum manni sem hlýöa vildi frá hinum ótrúlegu hæfileikum drengsins. Enda var hann orðinn mjög hreykinn af honum, og ekki þurfti aö ýkja frásagnirn- ar, svo ótrúlegar voru þær. Svo eitthvað af þessu sé nefnt má geta þess að hann afrekaði þaö, aö endurtaka orð fyrir orð ræöu, sem stjórnmálamaöur nokkur í hóraöinu haföi skrifaö, og tók þaö þó hvorki meira né minna en hálfa aöra klukkustund! Hvernig fór hann aö þessu? Hann svaf bara með ræðuna undir höföinu kvöldiö áöur! Lömuð raddbönd læknast á undursamlegan hátt Þegar Edgar Cayce var ungur maöur vann hann sem afgreiðslumaður í versl- un í Hopkinsville. Næst fékk hann svip- aöa vinnu í bókabúö í Louisville, og aldamótaáriö varö hann sölumaöur hjá tryggingafirma. Því starfi kunni hann mjög vel. En svo varö hann veikur í raddböndunum, og sneri aftur heim, vonsvikinn og brotinn maöur, því lækn- arnir höföu sagt honum, aö hann gæti aldrei framar talaö nema í hvísli. Næst varö Edgar aöstoöarmaöur viö sýningar dávalds nokkurs, sem sýndi fyrir fullum húsum viö undrun og kátínu áhorfenda. Dávaldurinn haföi heyrt um lasleika Edgars, og aö lokinni sýningu kvöld nokkurt reyndi hann aö lækna pilt- inn meö dáleiöslusefjun sem átti aö verka eftirá. En allt var þaö unnið fyrir gýg, því Edgar neitaöi aö falla i djúpan svefn sem nauösynlegur var á undan sefjuninni. En dávaldurinn vildi ekki gefast upp við svo búiö og réöi lækni frá New York, sem eitthvaö haföi fengist viö aö beita dáleiöslu, til þess aö reyna aö lækna Edgar. En þaö reyndist einnig allt árang- urslaust. En þrátt fyrir þaö aö svona illa tókst til, viröist Edgar Cayce ekki hafa misst trúna á dáleiösluna, því næst snýr hann sér til manns þarna í borginni, sem hét Al Layne. Hann var mikill áhugamaður um dáleiöslu og vildi mjög gjarnan reyna að hjálpa Edgari, en hann fór ööruvísi aö en hinir aö því leyti, aö hann sneri sér til Edgars sjálfs um góö ráö í þessu sam- bandi. Og í marsmánuði 1901 gerðu þeir svo tilraun á heimili Cayces óöalsbónda, sem reyndist mjög mikilvæg fyrir framtíö Edgars. Hún var mikilvæg sökum þess, aö hún beindi honum inná þá braut, sem átti eftir að verða lífsstarf hans. í rauninni svæföi Edgar sig sjálfur, en Layne og foreldrar Edgars voru viö- stödd, reiðubúin til hjálpar, ef þess væri þörf. Edgar lokaöi nú augunum og andar- dráttur hans varö dýpri. Þegar Layne þóttist þess fullviss aö Edgar væri kom- inn í eins konar dá eöa leiðslu, tók hann að lýsa vanheilsu hans, sem haföi þjáö hann svo lengi. Þeir Layne og Edgar höföu nefnilega oröiö sammála um þaö, aö úr því aö Edgar var ófáanlegur til þess aö taka dásefjunum frá öðrum, þá kynni hann ef til vill aö geta komið slíkri sefjan af stað sjálfur. Allt í einu talaöi hinn sjúki maður meö hreinni og skýrri rödd, eins og aldrei heföi verið neitt að henni. Hann sagöi: „Já, viö sjáum líkamann." Smátt og smátt lýsti þessi skýra rödd svo orsökunum til þess aö raddböndin heföu aö nokkru leyti lamast. Þetta væri hægt aö lækna meö því aö örva blóðrás- ina til hinna óvirku tauga og vöðva. Á næstu tuttugu og fimm mínútum varö brjóst Edgars og háls eldrautt. Edgar stakk þá uppá því, aö Layne skyldi hugsa fast um aö blóðrásin yröi aftur eðlileg, og geröi hann þaö. Þegar Edgar Cayce vaknaöi andartaki síöar var rödd hans hrein og skýr. Þetta var upphaf aö starfi sem stóð í fjörutíu og fimm ár. Sjúkdómsgreiningin kom alltaf á máli læknisfræðinnar Þegar fréttin af þessu kraftaverki tók aö síast út, streymdu beiönir til Edgar Cayces um aö hjálpa öörum meö sama hætti og hann haföi hjálpaö sjálfum sér. Edgar, sem var drengur góöur, var aö vísu fús til þess, en þó tregur í aöra röndina, því hann óttaðist aö gera bara vont verra. Hann minntist þess, aö hann væri meö þessu að fást viö mannslíf. Hvernig ætti hann, sem enga læknis- menntun haföi aö dirfast aö segja lækn- um fyrir verkum? Auk þess haföi hann í rauninni ekki viö annaö aö styöjast en þaö, aö honum haföi tekist aö svæfa sjálfan sig og láta skrifa niður þaö sem hann sagöi í þessu ástandi. Fyrst hóf Edgar þessa óvenjulegu hjálparstarfsemi meö aöstoö vinar síns Laynes, en síöar tóku lærðir læknar þátt í þessu. í hvert skipti sem Cayce haföi komið sér í leiðslu og ástandi sjúklingsins haföi veriö lýst fyrir honum komu þessi orð: „Já, viö höfum líkamann hérna.“ Þessu fylgdi síöan sjúkdómsgreining á máli læknisfræðínnar, sem sannfæröi efa- gjörnustu lækna um þaö, aö hvaðan sem þetta kæmi, þá lægi hér aö baki mikil læknisfræðileg þekking og þjálfun, enda komu svo á eftir nákvæm fyrirmæli um meöferö sjúkdómsins. Cayce og samstarfsmenn hans kröfö- ust þess jafnan, að lækningaaöferöin væri framkvæmd af læknum á viðkom- andi staö, sem aögang heföu aö sjúkl- ingnum. Stundum var þetta ekki hægt. Ýmist sökum þess, aö læknar neituðu aö vera nokkuö viöriönir þetta dularfulla „kukl“, eöa hins aö sjúklingarnir vildu ekki láta læknana koma nálægt sér af því að þeir höfðu misst alla trú á þeim. Fyrirmælin sem gefin voru, þegar Cayce var í dái voru stundum ákaflega einföld, t.d. hálsskolun, grautarbakstrar, plástrar, heimatilbúið te eöa hressingar- lyf. Oft voru fyrirskipaðar eins konar strokur eða nudd, einkum á mænunni, til þess aö endurskapa flæöi taugaaflsins um líkamann. Notaði hæfileikann ekki sér til fjár Þaö fór nú ekki hjá því, að þessar lækningar færu að vekja aukna eftirtekt. Kom fyrst um þær grein í blaöinu The Bowling Green í Kentucky áriö 1903, og svo birtust fleiri í blööum í Louisville og Nashville. Þetta leiddi til þess, aö bréf, símskeyti og langlínusamtöl hlóöust upp, svo nota þurfti alla daga vikunnar til þess aö hafa viö aö sinna þessu meö einhverjum hætti. Þaö liggur í augum uppi, aö Edgar Cayce var innan handar aö verða stór- auöugur maöur á því aö taka greiöslur fyrir hjálp sína. En þaö tók þessi göfugi maður ekki í mál, þótt hann ætti fullt í fangi meö að framfleyta sér. Hann var nú kvæntur maður og vann fyrir sér sem aöstoöarmaöur hjá Ijósmyndara. En þau knöppu laun sem hann hafði fyrir þaö nægöu ekki fjölskyldunni til framfæris. Heilsu hans sjálfs tók því aö hraka. Á nýársdag 1906 var Edgar staddur í óupphitaðri húsgagnaverksmiöju viö aö taka Ijósmyndir fyrir húsbónda sinn. Fann hann þá til slappleika, og um kvöldið hneig hann niöur í Ijósmynda- stofunni. Fyrst var kallaö á lækni, og síöan hvern af öðrum, þangaö til aö þarna var samankominn heill hópur lækna. Þeim leist ekki á blikuna, því þeir fundu engin slög á púlsi. Uröu læknarnir aö brjóta nokkrar tennur hans til þess aö reyna aö þvinga áfengi niður í kverkar hans. Skoöanir læknanna á því, hvernig ætti aö bregöast viö sjúkdómi Cayces reynd- ust jafnmargar og þeir sjálfir. Þannig gaf einn þeirra honum morfínsprautu, annar striknín, o.s.frv. Ef hann var ekki látinn, þegar þeir komu, hefði hann aö minnsta kosti átt Frh. á bls. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.