Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1982, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1982, Blaðsíða 10
1 karabíska hafinu ífip ÍiH: *; YKíí/ ■ m1 mJ ' * •' m mW\. ■ m i a ' Lítid er nú ettir af hinum upprunalega spæneka avip á Puerto Rico, en stórbyggingar gnæfa viö himin í höfuöstaönum, San Juan. ar evrópskar farþegavélar á leiö sinni til Vestur-lndía. Lítið er orðið eftir af hinum uppruna- lega, spænska brag eyjarinnar. Meöfram hinum 500 km löngu baöströndum eyj- arinnar hafa verið byggö hótelháhýsi og lagöar hraöbrautir. En í gamla bænum í San Juán geta menn litiö augum fornan, spænskan hluta Vestur-lndía. Hann er steinlagður meö grjóti, sem var flutt fyrir öldum frá Evrópu sem kjölfesta í skip- um, sem síðan fluttu dýran ránsfeng heim aftur. Sellóleikarinn Pablo Casals hreifst af hinu spænska andrúmslofti borgarinnar og efndi til tónlistarhátíðar þar, sem enn er haldin meö þátttöku heimskunnra tónlistarmanna, en átta ár eru liöin frá láti Casals. A Aruba, aem er vatnslítil eyja, vaxin kaktusum. Samt er nóg vatn í sundlaugunum og spilavítin blómstra þar. Aruba er ein af Litlu Antilleyjum. iAruba S < Curagao Bonaire Litlu Antill- eyjar 200 km Vircjln I. ... Anguilla . ■SSt. Martin , iSt. Barthélemy marst. Croix *Sa&a .Barbuda ^Sf. Kitts . Nevis *An,‘9<Ja /f / iMontserrat <S> 3 <Z> ^Guadeloupe H 'líDominica ^Martinique St. Lucia t. Vincent tBarbados rGrenadinen jjjGrenada ár. Þar eru leirkofar þaktir pálmalaufum, umluktir litlu kaktusgeröi, eins og enn má sjá á Kúbu, og í garöinum vaxa mangó- og bananatré. Matseldin fer fram fyrir framan húsiö, og fæöan er aöallega baunir og hrísgrjón. „Tap-Tap“ er farartæki, sem er ein- kennandi fyrir Haitibúa. Þaö er lítill flutn- ingavagn skreyttur myndum og máls- háttum og er notaöur undir farangur, fólk og fénaö. Feröin frá höfuöborginni, Port-au-Prince, til Cap-Haitien, 280 km, tekur 5 tíma og kostar þrjá dollara. Fyrir tvo í viöbót fær gesturinn aö sitja fyrir fram viö hliö ökumannsins og getur þá notiö dásamlegs útsýnis yfir pálma- lunda, furuskóga, gróöurekrur, viöivaxin fjöll og mýrarfláka. Líf hinna innfæddu í borgum og þorp- um er ekki eins gróskumikiö. Eftir hiö grimmúðuga einræöi Francois Duvaliers, sem Haitibúar kölluöu „Papa Doc“ í háðslegri meiningu, viröist sonur hans, „Baby Doc“, sem er lífstíöar forseti eins og faðir hans, jafnvel vera frjálslyndur. Hann opnaöi landiö aftur fyrir feröa- mönnum, reynir aö laöa erlent fjármagn til landsins og sækir sér jafnvel nokkrar milljónir til Bonn, þegar svo ber undir, án þess aö breyta aö verulegu marki stjórn- arstefnu fööur síns, sem einungis hugs- aöi um fjárhag ættmenna sinna. Þaö er vart nokkurt land í hinum vestræna heimi, sem fær jafnmikla efnahagsaö- stoö miðaö viö fólksfjölda og Haiti, og þó er engin þjóö í hinum vestræna heimi jafn snauö. En þrátt fyrir örbirgðina eru Haitibúar alúölegasta fólkiö á Vestur-lndíum. Ný- lendutími þeirra er einnig fjær í fortíðinni en á hinum eyjunum. Þeir brutust undan áþján Frakka þegar áriö 1804, 60 árum áöur en þrælahald var afnumiö í Banda- ríkjunum. Á sömu eyju og Haiti meö sinn franska svip er Dómínikanska lýöveld- iö, sem er undir sterkum spönskum áhrifum. Um langt skeiö og fram á sjöunda áratuginn ríkti þar Trujillo ein- ræöisherra. Á næstu árum á aö byggja þar upp dýrindis baðstaði fyrir amerískt fjármagn, og öll hin ákjósanlegustu skil- yröi eru fyrir hendi, strandlengjur með fínum, mjúkum sandi í ríkum mæli. En vissulega eru þar þegar hótel og baö- staöir fyrir gesti meö þykk veski. Þar er Sosua meðal annars, sem Gyðingar, sem flutzt hafa frá Evrópu, hafa gert aö alþjóölegum baðstaö. Og í La Romana, klukkustundar akst- ur frá höfuðborginni, Santa Domingo, er Casa de Campo, sem sennilega er dýr- asta lúxushótel á Vestur-lndíum. í 3000 hektara garöi eru sundlaugar, tennis- og golfvellir og svo framvegis. Fyrir austan Hispaniola er Puerto Rico, sem hefur tilheyrt Bandaríkjunum síöan 1898. Til aö stööva fólksflóttann hefur feröaútvegur og iðnaður veriö efldur stórlega, en til New York einnar hafa milijón manns flutzt þaöan. Puerto Rico er austasta eyja stóru Antilleyja, og þar millilenda allar bandarískar og flest- Austur af Puerto Rico byrja Litlu- Antilleyjar, Vestur-lndíur í samþjöppuðu formi. Þar tekur hver eyjan viö af annarri á um 1000 km vegalengd. Hver eyja er heimur út af fyrir sig, og hver aödáandi Vestur-lndía á „sína" eyju. Hér veröur aðeins minnzt á nokkrar þeirra. Jómfrúreyjar eru hundruö lítilla, grænna eyja með kyrrum víkum og flóum, sem kóralrif vernda. Yfir milljón Ameríkumanna dvelja þar í leyfum á vetrum og fylla diskótek, bari og toll- frjálsar vörubúðir. Nevis. Þar hittust plantekrueigendur 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.