Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1982, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1982, Blaðsíða 5
6. hluti - Helgi J. Halldórsson þýddi ... Sú skelfilega uppgötvun að vera ekki lengur ung En það varð ekki afþví, nú þegar kviöinn og hamingjan sögöu skilið viö hana ásamt lönguninni i augun. Það gat ekki oröiö, nú þegar hún þrautalaust andaöi að sér allri þersónunni. Nú var þaö hægt af því að hann hafði hámaó í sig svo mikió af henni sjálfri. Ævin var senn á enda. Tónlistin var aftur greinileg og þau dönsuðu betur en áöur og án þess aö þreytast. Undir isnum lá aflagður máti hennar, alveg hulinn af hans máta, haldið í skefjum af hans eigin máta. Fólk sagöi að þau væru hin hamingju- sömustu hjón sem það þekkti. Þrátt fyrir vaxandi sálfræöiþekkingu mína notaði ég hana ekki í raun. Ég hafði eignast þrjú börn með þremur ólíkum mönnum. Það var nógu snúiö, og ég haföi ekki nægilegt sjálfstraust til aö byrja líf sem einstæð móðir. Slíkt stökk út í óviss- una mundi líka hafa lagt móður mína í gröf- ina. Hún þreyttist aldrei á aö segja mér aö ég heföi nú þegar valdið henni nægjanleg- um áhyggjum. Kvæði eöa bækur Þegar ég tala við börn spyrja þau mig oft hvort mér þyki meira gaman að yrkja kvæði eða skrifa bækur. Þaö er kátleg að- greining því að kvæðasöfn eru reyndar einnig einskonar bækur. En það stendur aldrei á svari hjá mér. Mér hefur alla ævi þótt mest gaman að yrkja Ijóð og er — með fáum undantekningum — sannfærð um að mér hafi tekist best i Ijóðagerð minni. Kvæði er eitthvaö sem kemur alveg af sjálfu sér og eins og í draumi. Þaö er ekki hægt að leita uppi það hugarástand sem þaö sprettur úr, en í hvert skipti, sem slíkt hugarástand var mér fjarri í langan tíma, seig þunglyndi á hug minn og mér fannst ég vera „yfirgefin af Guöi og mönnurn". Það var átta ára hlé milli „Blikandi Ijós- kera“ og næsta kvæöasafns míns, „Kvennahugur“, sém kom út 1955. Flest kvæðin í því fjalla um börn og ást en einnig um þá skelfilegu uppgötvun aö vera ekki lengur ung. Eins og allt annað æskufólk hafði ég lifað eins og æskan mundi vara aö eilífu jafnframt því sem mér fannst ég ekki geta lokið henni nógu hratt. Ég haföi óljósa hugmynd um visku ellinnar og vammleysi, þau endalok sem ekki veröa umflúin; mild- an hamingjuríkan dauða, líta vammlaus um öxl yfir erfiða en gæfuríka ævi. En maöur eldist ekki frá degi til dags, og þegar ég var að skrifa var ég hyggnari en svo. Það var verulegur hluti af því sem ég varð að burð- ast meö aö engu aldursskeiöi mínu væri endanlega lokiö og lagt til hliöar eins og bandhnyklar í saumaborð. Móöir mín varð- veitti í verund sinni barniö og ungmeyna allt þar til líkamleg og andleg hrörnun hel- tók hana. Alveg eins og ég, undi hún sér gjarnan í félagsskap hinna burtkölluöu með óviðjafnanlegum gleöibrag, og máski var það þetta sérkenni sem hreif mig mest í fari hennar. Sjálf nálgaðist ég fertugsald- urinn, en meö því óþoli sem mér var eigin- legt sá ég fyrir mér síðari aldursskeiö: Aldur vor — og allt sem viö megnum aö gera er áöur og löngu gert. Aö ellin nálgast skref fyrir skref viö skynjum viö fótmál hvert. Æskan stóö alltof lengi og enginn fær sagt upp á hár hvenær hún fellur af öxlum okkar meö öll sín lifuöu ár. Máski er aldurinn vinur vor, víst er aö á oss hann starir. En enginn hefur meö öryggi sagt hve lengi sú vinátta varir. Ævi vor er sem fullsaumaö fat, furöu vítt hér og þar, fóöraö svo mörgum mæltum oröum og minningum þess sem var. Viö vitum aö ævinnar ígangsföt ekki passa nó veita okkur friö, því viö spinnum annan æviþráö en aldrei Ijúkum hann viö. Kvíðafull geröi ég mér Ijóst (þó eðli mínu trú án þess aö gera neitt viö því), hvernig fjölskyldulífiö var fariö aö þjá og þjaka Viktor. Hann skaut sér líka æ oftar undan því og var aö heiman heilar nætur. Reglu- bundiö líf var ekki hans sterka hlið til lengdar. En það var eitthvað leyndar- dómsfullt viö skapgerð hans sem heillaöi mig. Það var meira en hægt var að segja um fólk sem ég skildi hvaö átti viö með oröum sínum og gerðum. Þaö er líka ekki margt nýtt að sækja í þrautkannaö lands- lag. Til þín Undarlega hjarta hví ásækir þig ósigur og óréttlæti, allt sem gekk á svig. í minninganna sjóði, í myrkum draumahyl, fannstu aldrei gæfuna sem hugur þinn stóö til? Hver var það í árdaga sem órétt þér vann, vó þig svo í hendi sér og léttvægan fann? Úti ríkir nóttin með stjörnur þar og hér. Ég elska þetta hjarta sem aldrei svarar mér. En náin samvist mín við börnin á þessum árum, hvernig ég skynjaði þau sem öðrum háð, veikburða og réttlaust smáfólk, kallaði þó fram hjá mér hlýjastar tilfinningar sem i kvæöinu „Skólabörnin" runnu eölilega saman við umhyggjuna fyrir barninu í sjálfri mér. Skólabörnin Þau þramma í skólann hrösul úr öllum áttum árla morguns og jafnan seint á ferö. Á síöustu stundu þau geysast úr öllum gáttum með garpaskegg um munn eftir skyndi- morgunverö. Þú þekkir þau á alvörusvip í augum og eimi svefns er liggur þeim á brá. Þau sjá þig ei vegna anna sem þeim titra í taugum og timaskeiöi þínu þau aldrei ná. Fituklessur í bókum angra þau alltof víöa og ötul þau reyna að leysa reiknings- þraut. Þá fullorðnu öfunda og meö óþreyju bíöa að öll þeirra gæfa falli þeim í skaut. Við sjón þá við minnumst aö í æsku vorum viö ein, einmana vorum og í kringum ró og friður er blómin kúrðu svo vær á grænni grein og gluggatjöldin drógu þeir fullorðnu niöur. Rúmið var þröngt og lampinn bar litla birtu, lyktin af fátækt þrálát hvar sem viö gengum, alltaf svo smá í umhverfi fegurö firrtu fullu af sorg sem viö sögöum þó engum. I öllu sem ég hef skrifað leita menn meö fremur litlum árangri náttúrunnar sem ég hef aldrei haft verulegan áhuga á. Athugul skólastúlka sagði nýlega viö mig: „Þegar maður les endurminningar yöar fær maður hugboð um að alltaf hafi verið rigning þeg- ar þú varst lítil en það getur þó ekki veriö rétt?“ Ég sagöi aö hún heföi á réttu að standa en gaf þá skýringu að rigning hefði alltaf átt svo vel við dapurlegt hugarástand mitt og aö til sé það hugarfarsveður sem sé óháð þvi hvernig veðrið sé í raun og veru. Áður en mér lærðist aö halda mér frá hlut- um sem ég skildi ekki orti ég einu sinni kotroskin í einu „rubbukvæði" mínu: Svalan flýgur meö ánamaök í silkigulu nefi — En þar hafði ég hætt mér út á hálan ís. Til blaðsins streymdu mótmæli frá fugla- fræðingum og mér fannst óþarfa smá- smygli aö bita sig í svoleiðis smámuni. Fugl er þó fugl og ekki er nauðsynlegt að vita á hverju þessar vængjuöu verur nærast til aö láta þær flögra í Ijóöi. Samt hafði ég eftir það tegund þeirra óvissari þá sjaldan ég þurfti að gripa til þeirra. Framhald í næsta blaði. 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.