Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1982, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1982, Blaðsíða 2
I Einar G. Sveinbjörnaton Einbýlishúsiö, sem þau Hj'ördís og Einar byggöu viö jaöar Bokskogen, skammt utan viö Malmö. Með bogann á strengjunum í allt ad 50 tima á viku r í i ! í i i Þótt útivistin sé orðin löng hjá þeim Hjördísi og Einari er ævinlega töluö íslenzka á heimili þeirra. Rætt við hjónin Hjördísi Vilhjálmsdóttur íþróttakennara og Einar G. Sveinbjörnsson, konsertmeistara í Malmö, en Einar verður einleikari á tónleikum Sinfóníunnar í Háskólabíói 25. þessa mánaðar. Þau hafa búiö í Svíþjóð í næstum átján ár, — og öll þessi ár hefur Einar veriö konsertmeistari hjá sinfóníunni í Malmö. Hjördís er íþróttakennari og hefur fengið starf viö íþróttakennslu. En heimili þeirra er íslenzkt; þau hjón tala ævinlega íslenzku saman og ugglaust er þaö þessvegna, aö ekki heyrist hjá þeim urmull af þess- um sönglanda eöa sérstaka hreim, sem íslendingar búsettir í Svíþjóö eiga til aö fá, — jafnvel eftir skamm- an tíma. Hitt er svo annaö mál, aö maður með annaö eins músíkeyra og Einar Sveinbjörnsson, á líklega auð- veldara meö aö forðast allt slíkt. Þau Einar og Hjördís hafa líka ræktað sambandið við skyldmenni og kunningja á íslandi; komiö „heim“ eins og þaö heitir, annað veifiö og mun þéttar nú í seinni tíö. Þau voru á ferðinni um jólin og þá hitti Lesbókin þau að máli. Og nú gerist skammt milli íslandsferöa; Einar veröur ein- leikari með Sinfóníuhljómsveit ís- lands á hljómleikum í Háskólabíói 25. febrúar. Hjördís sleppir aö sjálf- sögðu ekki svoleiðis tækifæri og kemur einnig. Þaö er ævinlega forvitnilegt aö hitta aö máli íslendinga, sem búiö hafa um áratugi erlendis. Flestir útflytjendur hafa tekiö þann kostinn að hreiöra um sig í skjóli sænsku velferöarinnar; sumir snú- iö heim á nýjan leik, en aðrir ílenzt. Eftir næstum átján ár má búast við að fólk sé farið aö skjóta allkyrfilega rótum og þau

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.