Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1982, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1982, Blaðsíða 3
Konsertmeistarinn og hljómsveitin hans. Einar og Hjördís samsinna því; þeim finnst þau oröin töluvert rótföst í Malmö. „Samt er alltaf jafn skemmtilegt að koma til íslands,“ segir Einar, „ekki sízt um jólin, þegar allir eru heima og allir í jólaskapi. Þaö er aö vísu talsvert strembið aö fara úr einni veizlunni í aðra; mikil þolraun fyrir magann aö vera hér á jólunum. Á hinn bóginn er ósköp dapur- legt aö heyra um þessa miklu neyö, sem mér skilst aö ríki hér. ..“ Ég hrökk hálfpartinn viö og greip frammí: Neyö? „Já, mér finnst svona af því aö lesa blööin og heyra í sumum frammá- mönnum, aö hér ríki allt aö því neyöar- ástand, sjómannaverkfall og flotinn bundinn viö bryggju. Allt rekiö meö bull- andi tapi, jafnvel þótt skipin komist á veiöar. Feikilegt tap á stóriðjuverunum og jafnvel bankarnir kvarta. Svo skilst mér aö veröbólgan sé alveg óskapleg og launþegar geti alls ekki lifaö af kaupinu sínu. Þetta er þaö sem maöur heyrir. Svo kemur maöur á heimili eftir heimili og þaö er alveg stórkostlegt aö sjá, hvað fólk býr vel.“ Neyöin já, — meö öörum oröum grátkórinn; þessi mikli þjóökór, sem auövitaö er ekki til annars en gera grín aö. En þaö er rétt hjá Einari; þetta er aö veröa eitt höfuðeinkenni á íslenzku þjóð- félagi, að allir kvarta sáran yfir afkom- unni. Allir vinna alltof mikiö. Enginn hef- ur þaö nógu gott. „Væla Svíar minna?" spuröi ég. „Já, ég held þaö. Maöur sér þó varla þennan iburö á heimilum," sagöi Hjör- dís, „þeir gera annaö viö peningana. Þeir feröast til dæmis mjög mikiö. En mér skilst nú reyndar, aö íslendingar geri það einnig." „Er gott að vera útlendingur í Sví- þjóö?" Einar: „Þaö er nú upp og niður og að minnsta kosti erfitt fyrir suma. Ég held að Norðurlandabúar falli bezt saman við þetta þjóöfélagsmynstur Svíanna. En suðurlandabúar, sem hafa í talsverðum mæli gerzt farandverkamenn í Svíþjóö, eiga ekki aö sama skapi sjö dagana sæla, því þeir eru ekki vanir þessari miklu skipulagningu, sem snertir líf hvers einasta manns. En þaö hefur ekki veriö alveg jafngott fyrir alla Noröur- landabúa aö vera og starfa í Svíþjóö. Finnar hafa fjölmennt þangaö vegna at- vinnuleysis heima fyrir og þeim hættir viö aö einangrast. Þeir halda sig saman og þaö er óhætt aö segja, aö þeir hafa stundum átt dálítiö bágt. En Svíar líta nú eitthvað niður á alla nágranna sína. Ekki svo aö skilja aö þaö hafi bitnað á okkur, ööru nær. En þá ber aö hafa í huga, aö viö lifum engan veginn lífi, sem talizt gæti dæmigert fyrir útlendinga í Svíþjóö. Viö höfum fyrst og fremst sam- an viö músíkfólk aö sælda, og það er að minni hyggju allsstaðar eins. Svo eru þaö ekki nándar nærri allt Svíar, sem ég hef unniö meö. í hljómsveitinni í Malmö er þriöjungurinn útlendingar og í þeim flokki eru Pólverjar fjölmennir. Þar í landi er mikiö framboð á vel menntuðum hljómlistarmönnum og þeir hafa fengið leyfi til aö koma og vinna hjá okkur. Annars eru litlar breytingar á áhöfninni frá ári til árs, nema hvað nokk- uð margir hafa komizt á eftirlaunaaldur frá því ég byrjaöi.“ Einar var ráöinn konsertmeistari 1964. Þaö var ekki alveg vandalaust fyrir hann aö taka við slíkri upphefð, þar sem þetta var gamalgróin hljómsveit og hann yngstur af öllum i henni. Segir sig sjálft, aö hann hefur þurft aö hafa töluvert til brunns aö bera. Hann vildi þá þegar gera ákveönar breytingar á spila- mennskunni, en menn voru íhaldssamir og höfðu reyndar haldiö sig viö ákveöiö form allt frá 1930. Þaö stóö ekki til aö breyta því. Einar var viss í sinni sök, en hann var ungur og ákafur og finnst núna, aö hann hafi kannski ekki staöiö nægi- lega diplómatískt aö því aö fá þessar breytingar fram. Nokkur átök urðu um þessa stefnu- mótun; kröfur Einars snerust raunar um tæknilega útfærslu, — og þaö var farið frammá viö hann aö hann drægi úr þess- um kröfum. Það var jafnvel óskaö eftir því, að hann yröi færöur úr stööu kon- sertmeistara vegna þess arna, en Einar gaf aldrei eftir og náöi því aö lokum fram, sem hann vildi. Aö sjálfsögöu er hann viss um, aö þaö hafi verið listrænn ávinningur fyrir hljómsveitina. En hvaö um aösókn og áhuga hlustenda? Einar: „Viö getum ekki kvartaö. Kon- serthúsiö í Malmö tekur 1500 manns í sæti; þaö er eins og eitt og hálft Háskólabíó, það er yfirleitt fullskipað. Og hljómleika höldum við í hverri viku. Vinnuskylda hljómsveitarinnar er 29 tím- ar á viku og helmingurinn þar af er vegna þessara vikulegu hljómleika. Hin helftin fyrir óperu, sem starfar í Malmö — eöa óperettu, sem venjulega gengur samtímis. Og það gæti einnig veriö fyrir ballettinn.“ En hvaö eiga hljómsveitir af þessu tagi aö leika? Viö ræddum óánægju- raddir íslenzkra tónskálda í fyrra, vegna þess aö þeim þóttu verk sín afskipt. í annan stað fer ekki milli mála, aö áheyr- endur í Háskólabíói eiga oft bágt meö leyna því, hvaö hrifning þeirra er lítil, þegar íslenzk nútímaverk eru á dagskrá. Flestir eru þó sammála um, aö þessu nýjabrumi veröi eitthvaö aö sinna. Hefur þetta veriö viölíka hjá Einari og hans mönnum? Einar: „Viö höfum gengiö mjög langt í aö leika nútímamúsík, kannski of langt. Viö höfum gjarnan reynt aö leika nýtt sænskt verk á hverjum tónleikum. Okkar áheyrendur eru yfirleitt mjög víðsýnir í Frh. á bls. 14 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.