Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1982, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1982, Blaðsíða 11
fyrir 150 árum viö heitar laugar. Höfuð- borgin, Charlestown, er nú syfjulegt þorp meö rauöum tígulsteinshúsum. Hún er sögö „brezkasta" eyjan í Karab- íska hafinu. Anguilla heitir svo vegna lögunar sinnar, sem minnir á ál (anguila á spönsku). Eyjan er sjálfstaett ríki með sína sex þúsund íbúa, en er vanþróuð á sviði ferðamála, þó að reynt sé að laða gesti þangaö. Saba er hamraeyja með fagurt útsýni til nágrannaeyjanna St. Kitts, Nevis og St. Martin. Höfuðstaðurinn er fallegt, hollenskt þorp, sem heitir Bottom. Á hin- um litlu fjölskylduhótelum er tekiö á móti gestunum og þeim þjónað nánast eins og góðum vinum. St. Martin skiptist á milli Hollendinga, sem kalla eyja Sint Maarten, og Frakka, sem segja hana heita Saint Martin. Tollfrjálsar vörur laöa ferðamenn á skemmtiferöaskipum í „stórverzlanir" þar. Martinique og Guadeloupe eru franskar Vestur-lndíur með Miö- Evrópublæ og verðlag, sem er um 20% hærra en í Frakklandi. Guadeloupe er eina eyjan meöal Litlu-Antilleyja, þar sem eru afmarkaðar strendur fyrir nekt- arböð. Á Montserrat settust aö 3000 írskar fjölskyldur á 17. öld, og þar er nú talað með írsk-afríkönskum hreim. Þar eru kyrrlát hótel viö sanngjörnu verði. Barbados er þéttbýlust þessara eyja og hefur verið kölluö Mallorka Vestur- India. Syðst lýkur eyjakeöjunni í Karabíska hafinu meö tveggja eyja ríkinu Trinidad og Tobago og hollenzku ABC-eyjunum, Aruba, Bonaire og Curacao. „Þetta er inngangurinn í paradís," skrifaöi Kólumbus í skipsbókina um Trinidad. En paradísarsvipurinn á eynni hefur ekki haldizt ýkja vel. Olíulindir hafa gert Trinidad aö auðugu eyríki, þar sem iðnaöur er mikill. En samfélagiö á eynni er eitt hið litskrúðugasta í Vestur-lndi- um. Fram til ársins 1802, þegar Trinidad varö ensk, skipti eyjan 30 sinnum um eigendur. Eftir afnám þrælahaldsins komu þangaö innflytjendur frá Indlandi, Kína, Líbanon og Madeira, og nú búa á eynni afkomendur 45 þjóðflokka, sem gleyma hinni fólagslegu spennu aöeins nokkra daga á ári, á hinni víðfrægu kjötkveöjuhátíð í Trinidad. Tobago hefur haldiö betur útliti því, sem minnti Kólumbus á paradís, en hún er mun minni en Trinidad. Þessi sykur- reyr-eyja var seld Trinidad 1899 fyrir 19.200 dollara, eftir aö eigandi hennar haföi oröið gjaldþrota. Síðan hefur lítiö gerzt á hinni fögru og friðsælu eyju, og þar eru aðeins nokkur litil hótel. Hinar hollenzku Antill-eyjar eru hinar einu, sem Kólumbus fann ekki. Amerigo Vespucci, sem Ameríka heitir eftir, lýsti þeim 1499 sem „þurrum eyöieyjum". En vegna hinnar hagstæðu legu sinnar und- an strönd Suður-Ameríku, efnuðust þær snemma. Um 1700, þegar Hollendingar voru ráðandi á heimsmarkaði á þrælum, var einn helzti þrælamarkaðurinn á Cur- acao. Nú er eyjan umhleðslumiðstöð fyrir tollfrjálsar vörur og olíu frá Venezu- ela, og þar er ein af stærstu olíuhreins- unarstöövum heims. Aruba er vatnslítil eyja vaxin kaktus- um, og þar eru miklar olíugeymslur og hreinsunarstöövar, en þó er ráögert aö bæta þar aðstöðu til móttöku dvalar- gesta á næstu árum. Bonaire er yndi þeirra, sem stunda köfun sem íþrótt. í tærum sjónum má þar finna allt, sem vex og syndir í Karab- íska hafinu. Mjög strangar reglur gilda þar til verndar þessari sjávarparadís. Fiska má ekki skutla og kóralla ekki brjóta. V V Hvar og hvenær ■ ■ Mannskepnan rís ekki enn undir því þjódfélagsformi, sem viö köllum lýöræöi. Það er samt trú okkar flestra, sem erum aö rogast meö það stjórn- arform á heröum okkar, aö í því felist von mannsins um betri heim. Lýö- ræðissinnar hanga vonfastir í þeirri trú sinni, að maðurinn þroskist undir þessu þjóðfélagsformi og engu öðru sem nú er þekkt. Af þessum sökum vilja margir standa fastan vörð um þau fáu ríki, sem enn búa við þetta stjórnarform, en margir eru og þeir, sem eru lausir á fótunum og vilja ekki taka á sig illhleypur til að verja lönd sín. Tvíhyggja og þó oftar marg- hyggja er jafnan áberandi hjá stórum hópi fólks í lýðræðisríkjunum. Lýðræðisformið er vissulega erfitt þegnum sínum. Þeir þurfa að taka af- stöðu og mynda sér skoðanir í flest- um vandamálum sem upp koma í eig- in þjóðfélagi og einnig hér og þar um allan heiminn, enda þótt flest okkar séu tíðum alls ófær til þess. Ýmist skortir okkur vit, þekkingu, vilja eða hlutlausa hugsun. Fæst okkar áttu erfitt með að gera upp hug sinn í Póllandsmálunum. Þar þekktum við nokkuð til, landið ná- lægt og viðskiptaland okkar, og al- þýðan var að biðja um aukið lýðræði en ekki stjórnarbyltingu og sótti sitt mál með þeim hætti, sem lögvernd- aður er til slíkrar baráttu í okkar eigin þjóðfélagi, það er í ræðu og riti, mót- mælasamkomum og verkföllum. Allt öðru máli gegnir í El Salvador. Það er okkur fjarlægt land og við þekkjum lítiö til í því landi, en teljum þó fullvíst að þar ríki aftaka vond herforingjastjórn, sem hafi fyrirgert öllum rétti sínum til valdanna. En í landinu hefur brotizt út blóðug bylt- ing, sem stefnir að stjórnarbyltingu og þessi bylting og styrjöld er háð með vopnum frá erlendu ríki. Alþýðu- bandalagsmennirnir okkar hefðu lík- ast til látið sér hægt með að fordæma Sovétta fyrir íhlutun, ef í Póllandi hefði geisað stórstyrjöld og hún verið hafin með vopnum frá Vestur-Þýzka- landi. Það hefði þá heitið, aö Sovéttar skærust í leikinn til bjargar alþýð- unni. Og það sem meira er; fjöldi manns í lýðræðisríkjunum hefði tekið undir þennan söng og fordæmt Vestur-Þjóðverja. Þetta dæmi þekkj- um við. Þegar á hinn bóginn, að það skeö- ur, að erlent kommúnistaríki efnir til byltingar í einu landi og það heitir til bjargar kúgaðri alþýðu, þá er það í lagi að dómi margra í lýðræðisríkjun- um og gagníhlutun lýðræðisríkis for- dæmanleg. Við erum nefnilega í þeirri afleitu aðstööu, að mega ekki taka á andstæðingunum og beita þá þeirra eigin baráttuaöferöum af ótta við að spilla okkar eigin hugsjón. Við erum ekki þeirrar skoðunar, eins og andstæðingarnir, að tilgangurinn helgi meðalið. Á móti gerist sú spurn- ing áleitnari, þar sem stöðugt þreng- ist að lýðræðisríkjum, hvenær þau eigi að segja stopp, „hingað og ekki lengra“. Hvenær kemur staðan frá 1939 upp á nýjan leik? Stanza kommúnistar fremur af sjálfsdáðum í slíkum land- vinningum en nazistar og hefur reynzlan ekki sýnt okkur, að það er jafn haldlaust að semja við þá og naz- istana. Þannig eru mörg okkar tvístígandi í afstöðunni til hergagnasendinga Bandaríkjastjórnar til hinnar slæmu herforingjastjórnar í El Salvador. En fleira kemur til. Okkur nægir ekki að vita, að herforingjastjórnin sé vond og réttdræp, heldur viljum við reyna að gera okkur grein fyrir, hvaö við taki, ef uppreisnarmenn sigra, áður en við hlaupum útá götur til að hrópa húrra fyrir uppreisninni. Fólkið í lýð- ræðisríkjunum hlýtur að fara að rifja upp heldur dapra reynslu af húrra- hrópum sínum fyrir uppreisnum til „bjargar alþýðunni“ íýmsum löndum. Það hefur farið svo í flestum löndum Afríku og Asíu, að þar hefur ekki ver- ið bylt svo vondri stjórn, að hin hafi ekki reynzt verri sem við tók uppúr blóðugrí byltingu. Fer það ekki að verða nokkuð örugg staðreynd, að þeir sem bylta í blóði, reynist engu skárri en þeir harðstjórar sem bylt var úr sessi. Höfum við nokkra ástæðu til að ætla, að þetta fari á annan veg i Suður-Ameríku en í Afr- íku og Asíu og reyndar hvar sem blóðug bylting hefur orðið? Mikið vorum við sannfærð um flest, að stjórnin í Saigon væri gerspillt og alþýða landsins illa leikin, og eflaust var þetta rétt og við fordæmdum Bandaríkjamenn fyrir að verjast inn- rás Norður-Vietnama, en alþýðan í Vi- etnam hljóp þó ekki í opinn dauðann á haf út eða hraktist um hálfan heim- inn og allt til heimskautalanda undan þeirri stjórn og ekki heldur undan hinum vondu nýlenduherrum, Frökk- um, þar áður. Og „ frelsarar“ alþýö- unnar í Suður-Vietnam létu sér ekki nægja að frelsa Suður-Kóreu, heldur réðust strax í að frelsa Kambódíu og töldu þó margir hér, að alþýðan þar í landi væri velfrelsuð undir Pol Pot. Nú er dýrðarsöngurinn um Norður- Vietnama þagnaður og skáldin hætt að yrkja dýrðarljóð um Pol Pot og hin ýmsu „frelsuðu“ ríki í Afríku heyrast varla nefnd. Hvernig hafa menn hugs- að sér að tryggja, að það verði hin kúgaða alþýða í El Salvador, sem græðir á byltingunni, og hitt komi ekki upp, aö það verði alþýðufólk, sem lýðræðisþjóðirnar hiróa upp dauðvona á flekum um allan sjó að henni lokinni? Og hvernig ætla menn að tryggja nágrannaríki El Salvadors? Það er ekki að efa, að alþýða landsins í El Salvador hlýtur að standa meó upp- reisnarmönnum; hún er svo aó- þrengd að henni finnst hún hafi engu að tapa, kjör hennar geti ekki versn- að, en við vitum, að einmitt það getur gerzt. Eldurinn brennur ekki á okkur ennþá og því höfum við aðstöðu til að hugsa málið á annan veg, og draga í rólegheitum ályktanir okkar af sög- unni. Þaö er óumdeilanlegt, að þaö eru kommúnistar, sem leiða uppreisnina í El Salvador og einnig óumdeilan- legt, að það eru Kúbumenn sem birgja þá að vopnum, sem þeir fá frá Sovétríkjunum. Uppreisnarmenn eiga engar vopnasmiðjur í landi sínu og íhlutun Kúbumanna veröur ekki véfengd. Það verða því kommúnistar, sem taka völdin af herforingjastjórninni. Þurfa þeir þá ekki með aðstoö Kúbumanna að „frelsa“ nágrannaríki, líkt og Norður-Vietnam og Kambódíu, að ekki sé nú talað um frelsun Sovétta á sínum nágrönnum. Fóru ekki Kúbu- menn til Afríku í eitthvert frelsisstríö þar? Maður er farinn að týna tölunni á öllum frelsisstríðum sem kommúnist- ar eru að heyja hér og þar um heim- inn. Nú vill margur í lýðræðisríkjun- um að Bandaríkjamenn láti afskipta- laust frelsun þeirra á El Salvador. Skoðun þessa fólks er máski rétt, úr því sem komið er; Bandaríkjamenn áttu sjálfir að vera löngu búnir að hrekja þessa herforingjastjórn frá völdum, en vill þá ekki þetta sama fólk, sem nú fordæmir Bandaríkja- stjórn, segja okkur hinum, sem erum reikul í afstöðunni, hvenær og hvar á að stöðva þessa síendurteknu frelsun kommúnista á einu landinu af ööru? Eruð þið fordæmingarmenn að bíða eftir stöðunni frá 1939, þegar lýðræðisríkin áttu einskis annars úr- kosta en verjast í stórstyrjöld? Eða er það máski meining ykkar, sem viljið leyfa kommúnistum óáreittum aö frelsa önnur lönd, að leyfa þeim síðan átakalaust að frelsa okkur líka? Það er nú þaö, sem við margir óttumst, aö þið raunverulega meinið. Ef ekki, þá hljótum við að heimta svar ykkar við spurningunni: HVAR OG HVENÆR Á AD STÖDVA ÞÁ? Ásgeir Jakobsson 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.