Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1982, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1982, Blaðsíða 13
Astrid Tollefsen HIN ALGERA ÞÖGN Bragi Sigurjónsson þýddi Aldrei veröur þögnin alger í þögninni: innan veggja hússins telur stundakiukkan tímann í síbyiju. Aldrei veröur þögnin alger í þögninni: Hljóöleikur skógar og haustsins kyrrð eiga sér ómsvara. Þögnina, þögnina algeru heyrir enginn í lifanda lífi. Ingólfur Jónsson frá Prestbakka Eintal llluga Grettir er dauöur, hann gátuö þiö fellt jafn geiglaus skal lllugi deyja því lifað er nóg þó aö lifað sé stutt. Sitt lokastríö hver skal heyja. Þaö hlægir mig Öngull þótt höggviö þið stórt ei höggviö þiö nóg til að vinna. Af fjórum bræörum senn farnir þrír sá fjóröi mun nafn sitt kynna. Hann er Ásmundarson, þótt í útlöndum sé og arftaki bræöra sinna. Hvers er aö bíöa, ei hik er á mér, eitt högg og síöan er gröfin. i Drangey, Grettir, viö dveljum sem fyr þar duna brimskaflatröfin um veturna kalda. í vorfugla kliö rís víðátta heiöskirrar nætur. Þá hefja bárurnar blíðastan söng viö bjargvígsins klettarætur. Þar búum viö, Grettir, og blundum rótt, sem bergmáliö hlær og grætur. Rögnvaldur Óöinsson Um öryrkja í Sovét / Múrmansk átti ég fund með æöstu mönnum þeir tjáöu mér eftir kokkabókum kommúnismans aö í Sovét fyndust ekki öryrkjar þeir voru að vísu til fyrst eftir stríð. í íslenskri fáfræöi spuröi ég. Hvernig útrýmið þiö þeim? og ég fékk sérstaka fylgd að landamærunum. Presta gerist mikil magt 1952 eöa um þaö bil voru fyrst prests- kosningar í Kópavogi. Sóttu nokkrir ungir prestar og guöfræðingar um brauöiö, ennfremur tveir reyndir guösmenn, séra Gunnar Árnason frá Æsustööum í Húna- þingi og séra Helgi Sveinsson, prestur í Hverageröi. Þá hét prestakallið raunar Bústaöaprestakall, því Kópavogsprestur átti að þjóna Bústaðabyggðinni í Reykja- vík. Kosningabaráttan var allhörð. Dag- blöðin voru þó hlutlaus, en stuöningsmenn frambjóöendanna fengu þar birt meö- maelabréf og myndir. Þar voru tíunduö andleg og veraldleg afrek guösmannanna. Uröu þær upptalningar misjafnar aö lengd og gæöum. Meöal trúnaöarstarfa, sem séra Gunnar haföi innt af hendi fyrir héraö sitt, var þaö aö hann haföi lengi verið í stjórn Sláturfélags Húnvetninga. Þegar séra Helgi las um þessi mannaforráð keppinauts síns varö honum þessi vísa á munni: Presta gerist mikil magt, margir ríóa nú til þinga, hvorki er framlag slappt né slakt Sláturfélags Húnvetninga. Helgi haföi ort heila predikunarræöu og flutt í útvarpiö. Lét hann prenta hana í kveri og bera í hús í Kópavogi. Ljósiö kemur aö ofan hét ræöan. Gunnar orti: Áöur vissu ýmsir þaó innst í huga sínum, aö Ijósiö kemur ofan aó — en ei frá Helga mínum. Séra Gunnar var kjörinn. Meöal sókn- arbarna, sem ekki tóku þátt í slagnum var Jón úr Vör. Hann orti: llla reynast okkur ráö allra stjórna og kirkjuþinga. Þaó er fremur nauö en náó aö nota rétt til prestskosninga. Séra Gunnar er ekki yfirlætismaöur. Hann hefur eins og fleiri gaman af vísum og yrkir stundum sjálfur, eins og fyrr segir. Milli hans og Sveins skálds á Elivogum var góður kunningsskapur. Sonur Sveins, Auö- unn Bragi kennari, hefur nýlega gefið út safn tækifærisvísna eftir ýmsa höfunda. Þar er vísa, sem séra Gunnar orti um Svein: Hækka mun þinn hróöur, Sveinn, hér í fjallasalnum. Þú ert eins og stakur steinn, sem stendur upp úr dalnum. Þetta þykir mér góö mannlýsing, hlýleg og þó karlmannleg, vel viö hæfi sveita- skálds. Þau eru örlög flestra dauölegra manna aö þeirra er hvergi getið, þegar þeir geta ekki lengur minnt á sig sjálfir. Kannski er Jón Gunnar Jónsson ■-------------------------- nafn þeirra grafiö meöal þúsunda í gamalli kirkjubók og fæstir vita við hvaöa Jón eða Guðmund er átt, því þótt fööurnöfn kunni að fylgja eru æöimargir samnefndir. En stundum heldur vísa eöa vísupartur manni og manni aögreindum. Hér er ein slík. Skriðu-Fúsi hreppti hel hálfu fyrr en varði, úti dó, þaö ei fór vel, á Kerlingarskarði. En hvaöa Fúsi var þetta? Og hvert var hans heila nafn? Þaö fylgir sögunni, aö hann hafi veriö selsmali og þá kannski ver- iö aö leita aö kindum, þegar hann varö úti. Liklega hefur hann veriö kenndur við heim- ili sitt, en aörir segja aö kenniheiti hans sé svo til komiö, aö hann hafi eitthvað af sér brotiö, komist undir manna hendur og ver- iö dæmdur til þess aö mega ekki upp á annan heiöarlegan mann líta nema skríð- andi á fjórum fótum. Ekki veit ég um aldur vísunnar. En í þessum töluöum oröum fékk ég viöbótarupplýsingar um Fúsa. Hann átti aö hafa veriö smali á sýslumannssetri. Meö honum í seli voru ungar stúlkur af bænum. En nú fór svo, aö einmitt sýslumannsdóttir- in varö ólétt og Fúsa um kennt. Var þá svo að orði komist aö einhverntímann heföi hann skriðið of nærri henni. Leirulækjar-Fúsi er alkunn persóna og verður hans nánar getiö stöar. En hann var viö mig nefndur í sambandi viö ofanritaöa vísu, þó aö þaö sé allt annar handleggur. Þaö var á síðustu árum hans aö hann þótt- ist kenna illa atlota elli kerlingar og á þá aö hafa varpaö fram eftirfarandi visuhelmingi: Líf er æóum flúiö frá, farinn líkamskraftur. Botninn er svona: Skrokknum lifir ekkert á utan tómur kjaftur. En ekki kemur heimildarmönnum mínum saman um hvort einhver annar en Fúsi botnaði. Mig hálfminnir nú, aö einhverjum öörum en Leirulækjar-Fúsa sé vísa þessi kennd, læt þetta þó flakka. Ingólfur Jónsson frá Prestbakka hefur oft og lengi átt viö veikindi aö stríöa. Ekki sjást þess þó merki í Ijóðum hans. Hann er maður birtu, vonar og bjartsýni. En margt kemur í hugann á einverustundum í sjúkra- húsi, þegar dagarnir veröa hver öðrum líkir og langir. Hér er vísa eftir Ingólf. Enginn getur endalaust ævihretum kviöiö. Sumar, vetur, vor og haust væri betur liöiö. J.G.J. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.