Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1982, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1982, Blaðsíða 4
Tove Ditlevsen um ævi sína og ritstörf Teikning: Flóki Fuglahótelið Smámynd eftir Sjón Ef það gerðist ekki á fuglahótelinu, hvar gerðist það þá? Ég var staddur í herbergi yngstu þjónustustúlkunnar. Hún dró af sér olnbogaháa hanskana. Húsgögnin voru á víð og dreif um gangana. Enginn lagði í aö gera aö sárum þeirra. Ekki fara úr stígvélun- um, bað ég, vertu í þeim þangaö til allt er yfirstaðið og allir búnir að fá nóg. Klukkan varð þrjú. Viö geröum þaö fjórum sinnum. Hvorugt æpti. Fólkiö í svítunni hélst í hendur og klappaði hvort ööru. Fuglahóteliö er á mjög áberandi stað. Þú ættir að fara þangaö. Það stendur á milli fornbókaverslunarinnar og kjötbúðarinnar, svo það er stutt í allt. Glerið í rúðunum er flöskugrænt. Þú getur ekki villst. í anddyrinu sitja vinir starfsmannanna og bjóða tattó- veringu á lærið. Ekki tala viö þá og ekki tala viö þá. Þannig myndiröu aö- eins baka þér óvinsældir. Það er satt, ég hef verið þarna. Hún tók af sér hattinn og setti á mig. Daginn eftir angaði ég af ilmvatn- inu hennar hvernig sem ég þvoöi mér. Ég sá hana ofan frá einsog ég væri upp í tröppu. Hún sagði; svona er hægt aö gera það og svona og svona. Uppúr fjögur vorum við búin að því. Veggfóöriö í herberginu var upp- hleypt. Úr herbergi systur minnar bár- ust engin hljóö. Ég fór oft til hennar. Hún kældi þá enni minn meö opinni melónu og sýndi mér hve vatnið í skálinni væri tært. Þannig útskyröi hún fyrir mér að hún vildi elska mig. Kjötkaupmaðurinn er einn af þess- um mönnum sem brosa þessu góða brosi. Öllum þykir hann góöur. Allir reyna að gleyma því sem hann gerði nóttina áður. Fornbókasalinn er há- vaxinn, með stríðnislegan vangasvip. Við vitum aö hann var mikill valda- maður á tímum Júlíusar Sesars. Hann á tösku sem enginn fær að líta í en sennilega er hún tóm. Þú ættir aö skreppa til hans og athuga hvaö hann á af bókum. Framhlið hótelsins er Ijós- blá og gluggakarmarnir svartir. Ef hótelstýran er í illu skapi, gakktu þá bara til hennar og gerðu mynd af leð- urblöku með höndunum. í einu horni herbergisins var lítið borð. Á það lagði ég fötin mfn og skóna. Hún rétti mér náttföt. Þessi náttföt átt þú aö fara í, hvíslaöi hún, fyrir því eru 197 ás'tæður. Um nóttina sannreyndi ég orð hennar. Nóttina eft- ir yfirgaf ég fuglahótelið í hinsta sinn. Þú ættir að heimsækja fuglahótelið. Janine býr þar ennþá. Hún er í her- bergi á hægri hönd þegar gengið er uppá aöra hæö. Ég bið að heilsa verslunareigendunum og hinum. Þú manst að taka meö þér nóg af blýönt- um. Gott ef ég gleymdi ekki stafnum mínum þarna? f smásögunni, sem hér fer á eftir, nota ég raunverulegt táknmál, og viö þaö skilur hún sig frá öllu ööru sem ég hef skrifað, en samkvæmni er annars ekki mín sterka hliö. Hún heitir „Mátinn“ og fjallar um ævilangt misheppnaö hjónaband. Þessar tvær per- sónur heyja óafvitandi valdabaráttu og eins og i miöur dulbúnum frásögnum fer maöur- inn með sigur af hólmi. Mátinn Það var allt of mikiö aö vera giftur heilli manneskju. Maöur komst ekki yfir þaö. Það var ógnvekjandi og óviöráöanlegt. Hún vissi ekki hvernig hann hélt þaö út eöa hver var hans máti. Hún gekk að því sem vísu aö allir heföu sinn eigin máta, hve langt væri hægt aö ganga. Maöur fann sinn máta, þegar maöur var viö það aö gefast upp, áður en allt var um seinan. Hennar máti var að láta sér nægja litið eitt i einu; þannig gekk þaö vel í langan tima, þar til sú ófullkomna aöferð dugöi ekki lengur. Það var þetta hættulega svæði kringum nefið, já, reyndar nefiö sjálft, sem hún gat ekki ráöið viö. Þegar aö nefdögunum kom reyndi hún fyrst aö foröast þá, eins og utan viö sig, siðan með kvíðablandinni gaman- semi: Nei, nei, nú hlaupum viö yfir þig í þetta sinn. Drottinn minn, hver hefur ekki orðiö að reyna þaö aö standa í skamm- arkróknum eöa verma bekki á gleöikvöldi? Þaö er gangur lífsins, heimurinn er nú einu sinni þannig. Við byrjum aftur á byrjuninni, á höndunum. En þaö gekk aldrei. Höndin var sármóöguð og fráhrindandi og tók af- stööu með nefinu. Einkennilegt hve mann- eskjan getur veriö samheldin! Krefst rétt- lætis. Hún sleppti hendinni og sneri sér aö augunum sem störöu sár og nistandi á hana og vissu allt. Röðin kom ekki aö þeim fyrr en eftir viku. Þrautalendingin var aö opna hverja holu og anda aö sér allri per- sónunni, hættulegt, kæfandi andartak, þegar remman af fjarlægri bernsku sveiö hana og kuölaði henni saman í amöbu- kennda kúlu af einskærri sjálfsbjargarhvöt. Þegar hún svo meö erfiðismunum skreið um stofuna og fann smátt og smátt alla hluta persónu sinnar og kom þeim nokkurn veginn saman aftur, (en þaö vantaði venju- lega nokkra nagla og tengihluti, sem hún siðar gat fundið falda í panelrifum eða und- ir hillupappir i búrinu og áhugalaus hugsaöi aö þaö væri sjálfsagt liöur i hans máta sem kæmi henni raunar ekki viö), var nefiö orð- iö hiö Ijúfasta og lét hlaupa yfir sig án þess að streitast á móti aö ráði. Þessi aöferö var ákaflega þreytandi og olli miklum geös- hræringum sem oft knúðu hana til aö friö- mælast við nefiö. Hún stakk upp á frið- samlegu hlutleysisástandi, vinsamlegu systkinasambandi, skyldurækinni vasa- klútsumhyggju meö fullu tillltl til sérþarfa nefsins sem eigandinn reyndar oft skeytti ekkert um, en allt án árangurs. Nefið vildi ekki heldur láta sér nægja minna en ást. Þaö var svo uppástöndugt aö á tímabili breytti hún áætluninni og tók þaö næst á eftir augndögunum sem voru bestu dagar mánaöarins. i sannleika sagt elskaöi hún augun og sagöi þeim það án þess aö láta truflast af röddinni, sem brölti í borunni sinni, fullkomlega ánægö meö tvileikinn á þunnum ís yfirborðsins. Ánægö meö þá daga sem henni heyrðu til meö tímabund- inni nákvæmni. Hún elskaöi augun og gaf sig þeim á vald og lét milt blik þeirra smjúga langt inn í sig svo aö hún nokkrar sekúndur í senn gleymdi hinu ógnþrungna bjargi fyrir neðan. Til aö tryggja sig enn frekar setti hún einn fridag milli augnanna og nefsins. Eftir aö hafa æft þetta nokkurn tima heppnaðist bragðið. Maðurinn tók ekki eftir því aö hann var ekki viöstaddur. Mátti aldrei veröa þess var, þvi aö það hefði getað eyöilagt hans máta, í hverju sem hann var nú fólginn. Þau virtu ætiö máta hvers annars án þess að vita neitt um hann, sem er reyndar nokkuö algengt manna á milli. En þegar frídagurinn var liðinn lagöi hinn heimski kjötklumpur aftur fram sina óviöfelldnu kröfu. Hún átti aö elska hann, líka að kannast viö hann. Hann stóð upp úr töskunni þegar hún var aö kaupa inn. Hann fyllti upp i skráargatiö svo aö það var eins og lykillinn væri geröur fyrir miklu minna op. Af sárum vonbrigöum beitti hann alls konar lúalegum klækjum og ofsótti hana i draumum næturinnar í hinum skelfilegustu dularbúningum. Þaö var aö- eins i örfá skipti á ári sem hún hafði safnaö kjarki til aö sneiöa hjá honum. Hún heföi máski getaö afborið reiði handanna, ennisins, ökklanna og axlanna, en ekki augnanna. Þeirra vegna valdi hún ávallt hina sársaukafyllstu undankomuleið, og hún vandi sig á að leiða hjá sér titrandi móðgun nefsins aö svo miklu leyti sem augun leiddu hana hjá sér. En hún var aldrei grunlaus um aö hennar máti gæti ekki haft hættu i för meö sér. Sennilega, hugsaöi hún, heföi önnur kona hegöaö sér ööruvisi. Þerriblaðskona hefði getaö etið hann allan án þess aö hafa neitt fyrir því, án þess svo mikið sem spýta út úr sér hárum og beinum, og hún myndi hafa lagt sig i leynihólf, þar sem allt lá tiltækt og vel geymt, rakt í geymsluvökva. En fyrir hana, sem var svo sleip og vatnsfælin, var hennar máti eina leiðin. Hættan lá í hve erfitt var að gera nefinu til geðs, og þegar fram í sótti sá hún aö stefndi í stórslys. Örlög hennar voru óbærileg og eitthvað hlaut aö gerast. Þaö fór hægt af stað. Einn morgun þegar hún skreið um kjökrandi og um- komulaus, fálmandi eftir sínu miðfælna og klofna sjálfi, vantaöi þrjá litla nagia og tvö i sjálfu sér lítilfjörleg tannhjól sem hún not- aöi sjaldan. Angistarfull leitaöi hún á hinum venjulegu felustööum, því næst um allt húsið, í kjallaranum, uppi á lofti og aö lok- um undir runnum og trjám í garöinum. Allt árangurslaust. Þau voru horfin og hún fann þau aldrei aftur. Ekki svoleiöis aö neinn tæki eftir þvi. Þetta var ekki þess konar tap sem heimurinn lét sig varöa. Meö nagandi kvíða i hársveröinum uppgötvaöi hún hve ótrúlega mikið manneskjan getur misst af sjálfri sér án þess aö starfsgetan hverfi. Fyrst eftir aö hún var hvaö eftir annaö búin aö missa taktinn af þvi aö hún heyröi ekki tónlistina — en þá var liöinn langur tími, mörg ár — leitaöi hún i óttablandinni ein- semd aðstoðar hjá augunum, sinum trygg- ustu vinum, og þaö var eins og blautum klút væri vöölað um hjartaö á henni þegar hún sá djúpt inni i augasteinunum blika á ryögaöan málm og geröi sér Ijóst að allir týndu hlutirnir voru þar inni i manninum og aö hann gæti aldrei látiö hana fá þá aftur jafnvel þó hann heföi viljaö. Blátt áfram af þvi aö hann haföi ekki hugboð um þjófnaö- inn. Þaö var blátt áfram refslng fyrir það hve hennar máti var ófullkominn. Þá magn- aöist upp i henni sjálfselskan, og hún lét sinn eigin máta lönd og leiö, stig.af stigi, manneskjan sem slík kom henni ekki viö og hún skeytti um það eitt aö halda i þaö sem henni var nauösynlegt og enn haföi ekki veriö ginnt út úr henni. Henni stóö nú á sama hvort henni Jókst þaö“. Tónlistin var þögnuð og þau stóöu kyrr þegar ýtt var við þeim. Augu hennar leituöu nefsins þö að röðin væri ekki komin aö því ennþá. Hún sá að það var oröið stærra og var sælt og vingjarnlegt, úttroöiö af eignarhlutum hennar og allt of upptekiö af aö melta þá til að veita henni hina minnstu athygli. Það var að lokum búiö aö fá nægju sina. Stórar útþandar nasaholurnar beindust burt frá henni, og í kaldri máttvana afbrýöi sá hún að þau beindust að þerriblaöskonu sem einmitt dansaði framhjá. Einnig hún virtist hafa nefkvef. — Vertu hjá mér, nef, sögðu leifarnar af rödd hennar ógreinilega, og meö litillátu kvefsnippi sneri þessi nú svo tigulegi vöxt- ur sér aftur með tregöu aö henni. Héðan i frá mundi hann lifa í þeirri von sem aldrei mundi slokkna að hann fengi að lokum húöina og beinin, hið eina sem vantaði. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.