Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1982, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1982, Blaðsíða 8
Nassau Beach á Bahamaeyjum: S6I og sjór, hótel, sem virðast allsstaðar eins, en rúlettan á fullu og calypso-músík. Bahama- eyjar Frá Miami á Flórída er 20 mínútna flug til Nassau, höfuðborgar Bahama-eyja. Þær eru eins og forleikur að Vestur- Indíum, ekki eins tilbreytingaríkar og óútreiknanlegar og Litlu- og Stóru- Antilleyjar og þar er ekki alveg eins mikil regla á hlutunum og í Flórída. Aöaleyjarnar, Grand Bahama, New Providence, Paradísareyja og litlu eyj- arnar i kring, eru vandlega skipulagðar 8 til að þjóna feröamönnum, og þar er allt miðað við lífs-, matar- og innkaupavenj- ur bandarískra viðskiptavina. Næturlíf og spilamennska tilheyrir í þeim efnum. Hagnaöurinn er öllu ofar, og á mörgum hótelum verður gesturinn aö greiöa fyrir- fram. Á nágrannaeyjunum n'kir annar andi, á Ytri-Bahamaeyjum. Á sumum hinna litlu eyja, en flestar eru óbyggöar, eru hótel, þar sem ekki er einu sinni lykill fyrir herbergjunum. Þar er og lítið við að vera og ekkert annað en endalausar, breiðar, flatar og hvítar strendur og kristaltær sjórinn. Kúba Hin rauða Kúba Castrós er stærsta eyjan í Karabíska hafinu. Að flatarmáli nemur stærð hennar helmingi allra Vestur-lndía. Um nokkurt skeið hefur Kúba sýnt tilburði til að freista ferða- manna frá kapítalískum löndum. Um árabil hafa Kanadamenn verið fasta- gestir á sykureyjunni og ekki látiö kommúnistafæð Bandaríkjamanna á sig fá. Það, sem laöar þá fyrst og fremst að eynni, er sólskin, baöstrendur og romm, og af því öllu er nóg fyrir sumarleyfis- gesti. Margir hrífast einnig af því, sem hinn kúbanski sósíalismi hefur af að státa, þrátt fyrir alla efnahagsörðugleika: Þar eru engin fátækrahverfi og engir at- vinnuleysingjar, þar er heilbrigðisþjón- usta í góðu lagi, ungbarnadauði lítill og ólæsir eru ekki lengur nema 3,9 af hundraöi, að því er skýrslur herma. (Á Haiti eru 85 af hundraði ólæsir.) Þessi félagslega þróun, sem ekki á sinn líka í Suður-Ameríku, hefur þó orðið á kostn- aö alls óhófs, munaöar og ytri Ijóma. Hinn vestræni ferðamaöur getur „ekki einu sinni" fariö á þriggja stjörnu veit- ingastað, næturbar eða diskótek að kvöldi dags, en slíkar skemmtanir eru sjálfsagðar hvarvetna annars staðar á Vestur-lndíum. Á höfuöborgina, Havana, sem einu sinni var kölluð „París Vestur-lndía“, hefur falliö ryk hins sósíalíska hvers- dags. Það er aöeins í „Cabaret Tropic- ana“, sem lífiö gengur jafnglatt og fyrir byltingu, hvaö skemmtiatriði varöar. Meöal hinna samfélagslegu ávinninga má einnig telja þaö, að Kúba er sú eyja í Karabíska hafinu, þar sem glæpatíðni er minnst. Þar er ekki ráöist á menn, þar eru engir vasaþjófar, svo að feröamenn eru algerlega óáreittir. Hinir frjósömu dalir Kúbu, víðu sléttur og þéttu skógar hafa aö geyma ósnortna náttúru utan við hina stóru ríkisbúgarða, lausa viö bárujárnsþök og auglýs- ingaspjöld. Að vísu eru hinar löngu strendur vart aðgengilegar ferðamönn- um. Við Trinidad á suðurhluta eyjarinnar er ein fegursta strandlengja landsins, Playa Ancon, og þar er gert ráð fyrir dagsdvöl í hringferð um Kúbu. Um hinn þekkta baðstaö, Varadero-skagann, á noröurströnd eyjarinnar, hefur mið- ameríski rithöfundurinn og presturinn Ernesto Cardenal sagt: „Mér viröist, eins og við séum aö baða okkur á strönd annarrar reikistjörnu." Svo ómenguð er ströndin og ósnortin, svo hreinn og tær er sjórinn. Einstaklingsferöir til Kúbu eru hugs- anlegar, en stjórnvöld eru ekki hrifin af þeim feröamáta. ■ «1 mM m r nss» ■■ am ■u ................ NYJAR FERÐASLOÐIR ISLENDIN EYJARNAR KARABISK i HAFINU Pálmar á Kúbustri Einu sinni var Hav köllud París Vestur-ln en nú hefur tallió á h ryk hins sósíah hversdags. 200 km I —■ Canaveral Groai Abaco & >aWau Sfouthsr* / éiNew 1 O iProvidbnca s\Catl y“\SanSalvaa<ir * »Rum Cay Exumaf: itl Long t. ^Crook&dt, Wckiinsh émCayman i. MontegoBaj Nogril," JAMAIKÁ %B|bQchoiftios M I Jí^0r,Anl0ni0 »*Km§slon I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.