Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1982, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1982, Blaðsíða 14
Rætt viö Einar og Hjördísi þessum efnum, en einhver hluti þeirra er þó alltaf á móti þessum flutningi á nú- tímaverkum, einkum ef þau eru fram- úrstefnuleg. Viö höfum nú komið til móts viö þennan hóp og heldur dregiö úr flutningi á nútímaverkum. Fastagestir okkar gefa þaö alveg til kynna, hvaö þeim líkar og viö þurfum ekki aö velkjast í vafa. Þetta fólk talar viö okkur, hringir eöa skrifar og lætur í Ijós álit sitt og óskir. Viö reyndum athyglisveröa nýbreytni í fyrra, sem mæltist vel fyrir. Þaö voru kynningar á verkunum, sem flutt veröa. Þessar kynningar hafa fariö fram í æf- ingasal hljómsveitarinnar og hefjast um það bil klukkustund áöur en hljómleikar hefjast; þá ganga áheyrendur beint í sæti sín í Konsertsalnum. Ætlunin er aö halda þessu áfram. Sinfóníuhljómleikar hafa eins og viö vitum öölast ákveöiö svipmót og festu og á þessu er kannski smáblæbrigða- munur, en þaö er líkt víöast hvar. Hjá okkur er þetta meö þeim hætti; aö í öll- um samskiptum við hljómsveitarstjóra og einleikara ríkir töluverö formfesta og kemur heim og saman viö þá mynd, sem margir viröast gera sér af Svíum, að þeir geti veriö þurrlegir. í Ameríku og víðar gerist þaö mjög oft, aö bláókunnugt fólk utan úr sal kemur á bak við eftir hljóm- leika til þess aö taka í höndina á einleik- ara eöa stjórnanda og þakka fyrir. í Sví- þjóö á þaö sér ekki staö nema í einstaka tilvikum, þegar um kunningsskap er aö ræöa. Stundum veldur þetta misskilningi og listamenn fá þá hugmynd, að þeir hafi alls ekki staöiö sig nógu vel. Það væri hinsvegar alrangt aö telja okkar áheyr- endur fáláta. Þeir eru þvert á móti mjög þakklátir og nú má þaö heita hefö, aö hljómsveitin, stjórnandinn og einleikarar séu hyllt með standandi lófataki. Þetta er nú raunar amerískt fyrirbæri, stand- ing ovation, eins og þeir kalla þaö. Ekki tíðkast þaö aö ráöi á meginlandinu eftir því sem ég veit bezt og mér finnst nú aö þaö missi marks sem vottur um sérstaka hrifningu, ef þaö er alltaf gert. Vinnutíminn — hann getur orðið nokkuö langur. Ég var búinn aö nefna, að vinnuskylda hljómsveitarinnar er 29 tímar á viku. Ég hef aö vísu þá sérstööu að þurfa ekki aö skila svo mikilli vinnu — og get þar aö auki tekiö mér aukafrí í nokkrar vikur á ári. Þaö er regla, aö viö mætum hálftíma eða klukkutíma áður en æfingar eöa hljómleikar hefjast. Síöan verður hver og einn að æfa sig heima hjá sér og fæstir bjarga sér meö minna en 14 tíma á viku. Konsertmeistarinn kemst ekki af meö þann tíma og ég verö aö æfa 20 tíma í viku hverri, eöa sem svarar 4 tímum á dag, alla virka daga. Þá er vinnuvikan komin yfir 50 tíma.“ „Og þá mun samt eitthvað ótalið.“ „Já, ég kenni þar aö auki viö Tónlist- arháskólann í Malmö; er þar meö 5 nem- endur. Mér fellur það vel og gæti mjög vel hugsað mér aö kenna meira og leika minna meö hljómsveitinni. Mér þætti líka skemmtilegt aö geta leikið meiri kamm- ermúsík og hefur hún þó verið hluti af starfinu. Undanfarin ár hef ég verið í Malmö Kammarkvintett, sem var hér á tónleikaferð fyrir nokkrum árum, ásamt Ingvari Jónassyni fiöluleikara og viö höf- um haft allt aö 30 konsertum á ári.“ „Eigum viö aö hverfa dálítiö aftur í tímann, þegar þú trítlaðir um í Laugar- nesinu. Varstu ungur, þegar þú hófst aö leika á fiölu?“ „Já, viö bjuggum í Laugarnesinu; nán- ar tiltekið viö Laugarnesveginn. Ég byrj- aöi víst aö spila á fiölu 7 ára og hef ekki slakaö á því síðan. Upphafiö var blokk- flauta hjá dr. Edelstein, og eftir ár vildi hann láta mig hefja cellónám. En fiölan varö ofaná. Á ég aö rekja þetta áfram? — Að loknu námi hér 1955 hafði mér boöizt aö stunda framhaldsnám viö Curtis Institut í Philadelphia í Bandaríkjunum. Forsaga málsins var sú, aö til islands haföi komiö blásarakvintett úr sinfóníunni í Phila- delphia — og þeir voru kennarar viö skólann einnig. Meöal kennara þar var Rudolf Serkin, annálaður íslandsvinur og góövinur Ragnars í Smára. Upphafiö má rekja þangað; ég held aö þaö sé áreiðanlegt, aö Ragnar hafi haft áhrif á þetta og mig grunar, aö ég eigi honum mikiö aö þakka. Curtis Institut er framúrskarandi menntastofnun og ég var þar í 4 ár. Adolf Busch, tengdafaöir Serkins, átti aö kenna þar, — og draumur minn haföi alltaf verið aö komast til hans. Busch var stórt nafn á þeim tíma. En svo fór, aö hann dó skömmu áöur en ég fór vestur. En frá því er skemmst aö segja, aö þessi dvöl haföi úrslitaáhrif á mig og minn fiöluleik. Ég gat nú samt engan veginn hugsaö mér aö ílendast vestra og leiöin lá heim aö skólanum loknum. Næstu 5 árin lék ég meö Sinfóníunni og kenndi viö Tónlistarskólann. Viö Hjördís giftum okkur á Siglufirði 1958 og byrjuö- um búskap í Reykjavík." „Svo þaö má gera því skóna, aö þú sért frá Siglufiröi, Hjördís?" Hjördís: „Jú, rétt er þaö, en ég fluttist þaöan fremur ung og stundaöi nám viö íþróttakennaraskólann á Laugarvatni 1954—’55, þaö var síöasta áriö, sem Björn Jakobsson var skólastjóri. Ég var síöan farkennari milli húsmæöraskóla, en hætti íþróttakennslu eftir að viö gift- um okkur og blessuö börnin fóru aö koma. Þá liöu heil 12 ár svo aö ég gat ekjd sinnt kennslu. En ég hef nú tekið úpp þráöinn á nýjan leik úti í Svíþjóö, þegar börnin voru komin á legg — og er í fullu starfi sem íhlaupakennari. Prófiö frá íþróttakennaraskólanum hér veitir ekki réttindi í Svíþjóð. Til þess vantar þaö, sem Svíar kalla „orientering” og er einskonar víöavangshlaup meö áttavita. Þaö er nú samt einmitt grein, sem ég kenni og ég gæti fengið réttindi meö því aö fara á námskeiö í íþróttaháskóla. Og þá fengi ég fasta stööu. En þetta viröist nú ekki skipta öllu máli, því þaö er nóg aö gera og ég kenni við ýmsa skóla í Malmö, allt frá barnaskólum til háskóla." „í erlendri umfjöllun um arkitektúr hef ég séö bent á Malmö vegna nýlegra bygginga, sem þóttu alveg einstaklega Ijótar.” „Já, það er nú rétt, að sumt er nú heldur af lakara taginu, sem byggt var fyrr á árum. En það er líka margt gott um Malmö aö segja; staðsetningin gæti varla verið betri. Örskot til Kaupmanna- hafnar eins og allir vita og hægt að kom- ast á mjög skömmum tíma til Þýzka- lands — eöa þá til Noregs. Viö búum samt ekki í Malmö, heldur 15 km fyrir utan borgina, þar sem viö byggöum einbýlishús á staö, sem heitir Bara. Jón Nordal kallar þaö Veðramót. Þar veröur hávaxinn og þéttur skógur, sem heitir Bokskogen og er vinsælt úti- vistarsvæöi fyrir íbúana í Malmö. Svíar eru duglegir líkamsræktarmenn og trimma mikið og þarna í skóginum er þriggja kílómetra langur upplýstur stígur handa trimmurum. Frh. á bls. 16 Ævar R. Kvaran Sjáandinn sofandi Um EDGAR CAYCE Bandaríkjamanninn, sem „sá“ sjúkdóma, jafnt sem liðna atburði og ókomna og fyllti margar bækur með því sem skrifað var upp eftir honum í dásvefni Þegar lesendur hins virta blaös The New York Times opnuöu þaö morgun- inn þann 10. október 1910 ráku þeir upp stór augu. í sunnudagslesbók blaösins gaf aö líta stóru letri þessa fyrirsögn: Ólæs maöur öölast lækníngamátt undir áhrifum dáleiöslu — furðulegur máttur Edgar Cayces vekur undrun lækna Og greinin hélt áfram: „Læknafélagið sýnir mikinn áhuga á hinum furöulega mætti, sem sagt er aö Edgar Cayce (frb.: Keisí) frá Hopkinsville í Kentucky búi yfir til þess aö greina flókna sjúkdóma. Þaö gerist meöan hann er í eins konar leiöslu, þótt hann hafi ekki til aö bera minnstu þekkingu í læknisfræöi, þegar hann erí venjuiegu ástandi.” Greininni fylgdu svo myndir af Edgar Cayce, fööur hans og dr. Wesley Ketch- um, sem aöstoöaöi þegar þessir hæfi- leikar voru sýndir undir eftirliti. Greinin var byggö á skýrslu, sem dr. Wesley Ketchum haföi sent Amerísku klínik- rannsóknastofnuninni í Boston. Aö vísu var ekki aö öllu fariö meö rétt mál, en þó var greinin í öllum aöalatriöum sannleik- anum samkvæm, þótt furðuleg hafi þótt. Þaö var til dæmis meö öllu ósatt, að Edgar Cayce væri maður ólæs, því hann hafði lokiö því sem samsvarar gagn- fræöaprófi hjá okkur. í skólanum í Hopk- insville fór besta orö af honum; hann haföi þar, eins og síöar í lífinu, veriö hæglátur, látlaus og prúöur drengur, vinsæll og vel látinn af öllum. En allsnemma fór þó aö bera á því, aö hann væri öörum ólíkur. Kom þaö fyrst í Ijós, þegar hann var níu ára gamall og meö allkynlegum hætti. Þaö lýsti sér í því, aö honum virtist ókleift aö stafa orö- iö cabin, sem þýöir, eftir sambandinu, kofi eöa káeta. Þótti bekkjarbræörum hans ekki lítiö gaman aö þessum vandræðum hans og hæddust aö honum í bekknum. En kennari hans, Lucian, sem reyndar var frændi hans, brást reiður viö og veitti honum haröa áminningu. Og þegar veslings Edgar kom heim úr skólanum, var Lucian frændi hans þar kominn á undan honum, svo drengurinn hlaut heldur kaldar kveðjur hjá fööur sínum, Cayce óöalsbónda, sem var bæði sár og reiður. Örlagaríkur löðrungur Þarna í dagstofunni hófst svo kennslustund, sem Edgari átti eftir aö vera minnisstæð og allt annaö en skemmtileg. Faöir hans reyndi aö troöa í hann undirstöðuatriðunum í stöfun, en af einhverjum óskiljanlegum ástæöum virtist drengurinn annaöhvort ekki geta lært þetta eða ekki vilja þaö. Klukkan tíu um kvöldið var hin fööur- lega þolinmæöi þrotin. Óöalsbóndinn veitti syni sínum þá svo vænan kinnhest, aö hann valt um af stólnum sem hann sat á. En þegar Edgar litli lá á gólfinu geröist undarlegt atvik. Aö því er hann síöar sagöi, heyröi hann rödd, sem sagöi viö hann: „Ef þú getur sofnað svolitla stund getum viö hjálpaö þér.“ Hver þetta var eöa hvaöan þetta barst vissi hann ekki, en hann heyrði þetta sagt mjög greinilega. Edgar baö nú fööur sinn aö veita sér ofurlítiö hlé. Eftir nokkra umhugsun sagöist faðir hans ætla aö skreppa smá- stund frammí eldhús, en þegar hann kæmi aftur tækju þeir upp þráöinn þar sem frá var horfiö og væri honum þá hollara aö sýna einhverja vitglóru. En þegar faöir hans kom inn aftur lá Edgar steinsofandi á legubekk meö stafrófskverið sitt undir höföinu. Faöir hans haföi veriö um stundarfjóröung frammi og þaö fauk í hann við að sjá þetta. Hann þreif bókina undan höföi Edgars litia og vakti hann allhranalega. En nú sagðist Edgar kunna lexíu sína; og foreldrum sínum til stórfurðu kunni hann hana. Og ekki einungis þessa lexíu, heidur alla bókina, eins og hún lagöi sig! í fyrstu varö Cayce óöalsbóndi reiöur, því hann áleit aö sonur hans heföi kunn- aö þetta allan tímann, en einungis veriö með látalæti. Drengurinn var því tekinn alvarlega til bæna, flengdur og sendur í rúmiö. En Edgar litli tók þetta ekki sér- lega nærri sér, því nú hafði hann upp- götvaö hjá sér einhvern hæfileika, sem vissulega gat komið sér vel. Hann þurfti sem sagt ekki annaö en sofa á bók, þá gat hann aö því loknu rausað uppúr sér efni hennar orörétt. Þessi hæfileiki átti eftir aö fylgja honum ævilangt. Lucian frænda sínum til stórfuröu varö Edgar besti nemandi skólans, svo aö segja í einni svipan. Hann virtist vita allt sem stóö í kennslubókunum. Eins og eölilegt er botnaöi faöir hans 14-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.