Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1982, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1982, Blaðsíða 9
_ jjp! '44MMWKHF W "iJlipsÉiji... Flekaaigling á Jamaica — um leid eri þú oröinn „hvíti maðurinn hans“. Jamaika Cayman- eyjar Áður fyrr var Jamaika eins og Kúba einn af eftirsóttustu áningarstöðum efn- aðra amerískra ferðamanna. Þar er nátt- úrufegurð mikil, fossar og breiö fljót, skógivaxnar hlíöar og sykurreyrekrur, en þar hefur veriö tekin allt önnur pólitísk stefna en hjá hinum rauöa nágranna hennar. Félagslegar umbætur ganga hægt, 35 af hundraöi eru atvinnulausir og kosningabarátta hefur veriö háö meö vopnum. Borgirnar á Jamaika og þá sér- staklega Kingston, höfuöborgin, hafa því oröiö háskastaöir. „Daily Gleaner", dagblaö höfuöborgarinnar, segir nær daglega frá sex til átta ránum og morð- um og ööru ofbeldi. Skrifstofum sendi- ráöanna er lokaö snemma dags, svo aö starfsfólkiö geti komizt heim til sín fyrir myrkur, og þróunarmiöstöö Sameinuðu þjóöanna hefur bannaö starfsfólki sínu aö vera á götum úti eftir aö skyggja tek- ur. Þátttakendur í hópferöum veröa tæp- ast varir viö þá spennu, sem þar rikir, því aö þeir búa að jafnaði á fyrsta flokks hótelum á norðurströndinni, og um þau er haföur sérstakur vöröur. Strendur eyjarinnar eru meðal hinna fegurstu á Vestur-lndíum aö flestra dómi. 200 km Vestan viö Jamaika liggja Cayman-eyj- ar, þrjár litlar, flatlendar sólbaöseyjar, sem heyra undir brezku krúnuna. íbú- arnir eru um 17.000, en heimkynni þeirra eru skattaparadís Vestur-lndía. Á smá- eynni Grand Cayman eru 350 bankaúti- bú hvaöanæva aö úr heiminum, og velta þeirra er um 60 milljaröar dollara á ári. í feröabæklingum eru Cayman-eyjar kall- aöar köfunarparadís, en þaö er ekki lengur rétt. Neöansjávar er ekki oröiö margt aö finna, því Ameríkumenn eru búnir aö tæma hafið umhverfis eyjarnar með skutlum. Haiti, Dóm- inikanska lýðveldið og Puerto Rico „Perla Antilles-eyja“ stendur á núm- eraskiltum bifreiöa á Haiti, en svo nefn- ist landið á vesturhluta eyjarinnar Hisp- aniola. Hiö löggilta sjálfshól á rétt á sér, A n 1 i að svo miklu leyti sem þaö varðar nátt- úrufegurö landsins, sem enn hefur lítt spillzt af feröaútvegi. Strendurnar eru ekki aðgengilegar yfirleitt og sandurinn grófur, en þó eru til nokkur falleg og vel rekin strandhótel í fögru umhverfi. Haiti er land feröalaga inn í fortíð Vestur-lndía, til hinna gömlu verzlunar- borga ríkustu nýlendu Frakklands, sem einu sinni var, til hallar og virkis svarta keisarans í Haiti, eöa bara til eins af þorpunum, sem ekki hafa breytzt í 100 SJÁ NÆSTU SÍÐU Uppá síókastið hafa verið gerðar tilraunir til að rjúfa þá einhæfni, sem ríkir í hótelbygg- ingum. Hár eru gömul mexíkönsk áhrif stílfærð á nútímavísu í nýjum hótelum. 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.