Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1977, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1977, Page 11
„Flóki er einn þeirra listamanna, sem víkka sjónhring okk- ar. Hann opnar augu okkar fyrir hinu undursamlega í sambýli við fallvalt- leik og dauða. Myndir hans eru margar hverjar yndislegur hrylling- Að ofan: Bónorð galdramannsins, penna- teikning frá síðastliðnu hausti. Til hægri: Stefnu- mótið, kolteikning. Hallgrímur I. Hallgrímsson LILJA ÁSTARINNAR Hve valt er vorið bjarta, með viðkvæm blóm, er skarta, um stund á grænni grein. Nú föl er ástin unga, hún afbar reynslu þunga, sem vorsins lilja Ijúf og hrein. / Asdís Sigurðardóttir KVEÐJA Það var fallegur morgunn sem vaknaði þá eftir langa bjarta sumarnótt. Mér fannst hann strjúka burtu skýin sólin brosti þá svo blltt á heiminn. Öll grösin stór og smá buðu deginum góSan daginn. Svo klæddust fjöllinn siðdegiskjólnum og himininn speglaði sig í sjónum nokkrir fuglar flugu þá sigurför um geiminn Dagurinn háttaði sofnaði glaður þá Núna finnst mér hann hvisla „kæra vina blessuð sé minning dagsins sem vaknaði þá' Pétur Örn Björnsson TVÆR VETRARMYNDIR i Burt líður jörðin burt inni myrkrið og magnlausa daga, dásvefni sofnar svo djúpum, svo djúpum, svifléttri sveipuð snævarkápu. í blásvörtu húmi um brjóst hennar rýkur nöpur svelja og niðgrá þoka. Yfir fölum lokkum og fannþöktu höfði er skýjaferð og skuggaleikir. Sofa í djúpinu draumar hennar. II Eimur regnsins er hélan á rúðu og lindin til heiða Ijúfsár minning. Blákalt mænir auga i mjallarauðn. Hneigja sig fölar hrislur i bið. Horfa mannanna augu á mánans glóð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.