Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1977, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1977, Blaðsíða 14
Það er vert allrar eftirtektar, að marga ára- tugi getur tekið að kveða niður orðskrfpi og málleysur. Til dæmis keyptu Reykvikingar ekki annað en bflæti á bfó og bflæti í leikhús framan af öldinni. Nú heyrist það ekki lengur og sama er að segja um fjölmargar dönskuslettur, sem fastar voru f málinu fyrir svo sem þrjátfu árum. En málspjöll eru ótrúlega fljót að ná útbreiðslu; þar apar hver eftir öðrum og getur orðið erfitt að kveða þessa drauga niður. Nýjasti ósiðurinn af þessu tagi hefur skotið rótum hjá verzlunarfólki og er þar að öllum líkindum verið að herma eftir enskumælandi fólki. Maður kemur inn f verzlun og á sér einskis ills von; fær afgreiðslu og þakkar fyrir sig eins og siðuðum manni sæmir. Og hvað heyrir maður þá: „Gjörðu svo vel". Fyrst hváði ég, þvf mérfannst þetta hlyti að vera misheyrn. En svo var ekki. Verði manni það á að þakka fyrir sig, þá fær maður f andlitið: „Gjörðu svo vel". Hvað skyldi það tákna? Gjörðu svo vel og komdu þér út? Gjörðu svo vel og hvað? Eitt- hvað hlýtur að vera undanskilið; einhver hugsun ætti að búa undir þessu boði. saman- ber: Gjörðu svo vel að ganga inn, eða: Gjörðu svo vel að fá þér að borða. Ekki alls fyrir löngu fékk ég að nota sfma f verzlun. Á eftir greiddi ég það sem upp var sett og þakkaði fyrir. Búðarmaðurinn sagði: „Gjörðu svo vel". Ég þóttist verða undrandi; leit á hann og sagði: „Nei þakka þérfyrir, — ég þarf ekki að hringja aftur." En hann skildi auðsjáanlega ekki neitt. NÝIR ÖSIÐIR Enginn veit, hvernig þessi ósiður byrjaði, en margan hefur grunað, að hér séu á ferðinni áhrif úr ensku, þar sem búðarmaðurinn mundi segja: „You are welcome", þegar viðskipta- vinurinn þakkar fyrir sig. Þó er ekki vist, að þetta sé sprottið þaðan. Allt um það er þetta kurteisissvar álfka hallærislegt og þá er hús- mæður — einkum til sveita að ég held — svöruðu með „Fyrirgefðu" þegar gestir þökkuðu fyrir fram bornar veitingar. Nú heyrist það sem betur fer ekki lengur, enda var aldrei neitt að fyrirgefa. Annar hvimleiður og raunar óþolandi ósiður er að láta sfmann alltaf ganga fyrir, þegar tveimur þarf að svara í einu: Simanum og einhverjum, sem kominn er i eigin persónu á staðinn. Þessi ókurteisi er svo útbreidd, að það heyrir til algerum undantekningum, að sfmtól- inu sé aðeins lyft af; beðið um að bíða andartak og sá sem kominn er á staðinn afgreiddur á undan. Sá sem leggur það á sig að fara á staðinn f eigin persónu, ætti þó að eiga ótví- ræða siðferðislega kröfu til þess að ganga fyrir þeim, sem notar símann. Afgreiðslumenn á ýmsum stöðum sýna aftur á móti þvflfkt tillits- leysi að þessu leyti, að þeir taka sfmann aftur og aftur og sá sem kominn er og bíður eftir afgreiðslu, verður að gera sér að góðu að bfða og vera góða barnið. Ég sá átakanlegt dæmi um þetta í varahluta- búð nýlega. Einn maður var við afgreiðslu og framan við afgreiðsluborðið beið hópur af mönnum eftir afgreiðslu. Þá hringdi siminn og afgreiðslumaðurinn þaut f hann eins og byssu- brenndur og hætti við hálfnað verk f afgreiðsl- unni. í símanum var eins og við mátti búast einhver að spyrja um tiltekna varahluti. Af- greiðslumaðurinn sneri sér að því að leita að þeim og lét þá lönd og leið sem biðu; einnig þann, sem hann var hálfnaður að afgreiða. Hann var ekki fyrr búinn að leggja niður tólið en sfminn hringdi aftur. Þá fóru menn að gerast dökkleitir f framan; sumir tóku sér blótsyrði f munn og aðrir gáfust hreinlega upp og gengu út. Þess konar blind þjónkun við sfmann er hrein móðgun og miklu alvarlegra mál en að segja „gjörðu svo vel" útí bláinn eða taka sér í munn einhvers' konar apakattamál, sem þó er vissu- lega hvimleitt aungvu að sfður. Gisli Sigurðsson. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu |r K'oNfl puc.N i H i 1 ÞfHKT '’i’tr •->T 1 ' • IfHtD f/fJiWí w K e M u R _ |mru J|“L S K Y R T A- K vceifi F/tRJ A L 'If'fruR ÍFfífK’l > A X> u R (f? A L A ÍHJPL 'I T 'A s u R TU*T H X 'o L 1 F j mr 1AIA HÆST UPP\ £ f 5 T U K weis s U N U A FUKA MTó'a A K N y f? £ K A K 1lAt> MATAR A L ! K 'A L F A R reiM errJi FöDug NAfW & P T Ý R U N A l< L A U F A Aí A y 5 1 TT' IUI- P 0UfiT á U M 1 6 fc A F A R E L X) V A R T 1 N U rm *• A R A f>U K 1 LtTri Atí-AÍA R D F 1 U N (AMmr. KAUH- (AKA s N íarn á«K!> K 'o A iK'oM- Iast N Á ■ U T MAWNS UAFn IT A N ÍL K A A* U flo'rcu fl»T Af K R IhoTT- láe Á r R T r A R í’/r- A A F T / N U S MHNWI 'A F E K .f> F N U l N U OtÓM fK.P- 0 'd 5 'A R 1 A L 1 N MAWKi MFN U h r A N |ruat- IfAi-n 5 T R IÁ T A N A M A L A w X í -i u :i 1 i irm- Lem FYLLí- YimöL b e K - / tf D 1 LTh || | VÁTW5- FAll 6*® K\T- útHCAC. (T ?oM5- AN HlLs -Lft nirLT-L JR maðmiz NT ftf yi U LNt' L bfúí S9n r°F- **■ ítá- KAKfih) veFK- fæ(?i ÍFiF' HÓFA IN PT L'iKAMS- UiurivN kh'ts &tZEVTfl SVCLC.- U(?i/o/J If/A/Wfl, i)iP Bu- iTcSXP FiLILft HC- Cl o M ~ LEÍUt. dYí>Tf? r’N.ö lu V HPNI ■ FVicA/M KuEh1- • NFfP/vJS -ro*’ FElí) VoTuR. (?if>AR KLlfl F - / M bJ FL ífc -fýeiR Sl \tn- FÆRÍ) ÍTtL- ÚZoÐl |$- H/ct-wT LEC^ 1 aR s‘ez- H lJ. YeeK- fkg 1 tFOMf) S/ &HU- SAKd L-> FÉULCa. mu OvR H WL\ 1 úrrtCM- r'A6T \ STRVfP- J ýR. ToTU fA(Jfifl- MARK : • FRik- TÚ£\K KV/vla- FYLLQ. fi HLU-r- M>£KL- FlNbl e* \p- L'íF- f/M - aR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.