Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1977, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1977, Blaðsíða 13
Kannski kemur það á óvart, en RENAULT hefur verið söluhæsti bíll í Evrópu tvö undanfarin ár Renault 5, smðbíll, sem eyðir aðeins 8—9 lltrum ð hund- raðið. Afturendinn opnast allur. Renault 12, blll I millistæroarflokki, fjögurra dyra og talsvert (burðarmeiri en þeir minni. Renault 16, millistærSarblll og fyrstur I þeim flokki að taka upp hðlf-afturbyggingu. Afturendinn opnast. Það kann að koma á óvart, að það er sá franski Renault, sem hefur vinninginn og er vel i farar- broddi hvað sölu áhrærir I lönd- um Efnahagsbandalags Evrðpu. Bflamarkaðurinn 1 þessum lönd- um er svo langsamlega stærstur og ræður alveg úrslitum f útkom- unni fyrir Evrópu f heild, þannig að sterkar lfkur má telja á þvf að dæmið kæmi eins út fyrir Evrópulönd samanlögð. Árið 1975 voru þessir bflar söluhæstir f Evrópu: Rcnault 12% Fiat 11,5% Ford (evrópsku gerðirnar) 10,5% General Motors (Opel, Vauxhali) 9,4 % Volkswagen 8,6% (Jtkoman á árinu 1976 varð mjög lfk; röðin var ekki alveg sú sama, þvf Ford tókst að ná öðru sætinu frá Fiat (Það eru Ford Granada, Escort, Taunus, Capri og Cortina). Tölurnar fyrir árið 1976 ffta þannig út: Renauft 12,5%, Ford 11,9%, Fiat 10,7%, General Motors (Opel og Vauxhall) 10,4% og Volkswagen 8,5%. Allir þessir framleiðendur eru með margar gerðir. Til dæmis eru að minnsta kosti 6 gerðir af Voikswagen og 8 gerðir af Vauxhall og um 12 gerðir af Fiat. Munurinn á þeim minnsta, Fiat 126, sem er 3,05 m á lengd og þeim stærsta, Fiat 130, sem er 4,75 m á lengd, er svo mikill að öllu leyti, að erfitt er að fmynda sér að þar sé um sömu tegund að ræða — enda er það ekki nema að nafninu til. En vegna þess arna tekst að klófesta stóra sneið af markaðnum. Sigurvegarinn f sölukapphlaup- inu, Renault, framleiðir hvorki meira né minna en 13 aðaltegund- ir og svissneska bflabókin til- greinir raunar 18 undirtegundir DólItiS frumstæður, en gamalreyndur og hefur staðiS sig vel: Renault 4, ódýrasta gerðin af Renault, sem völ er i. Renault 6, einskonar millistærð milli smðblls og millistærðar- flokks. Fjórar dyr og afturendinn opnast þar a8 auki Renault 30, rúmgóBur, hálf-afturbyggSur blll I efri milli- stærðarflokki og einn af fáum Evrópubflum I þeim flokki með 6 strokka vél. af Renault frá 1976. Þar er vissu- lega reynt að gera flestum til hæfis, allt frá Renault 4, sem er 3,67 m á lengd, upp f hinn nýja sex strokka Renault 30 TS, sem er 4,52 m á lengd. Sá bfil telst þó aðeins f efri milliflokki, hvað gæði, getu og verð snertir og er að þvf leyti sambærilegur við Volvo 244 og Audi 100 og BMW 520. En ódýrasta gerðin sem til er af Mercedes Benz er til dæmis dýr- ari en þessi dýrasta gerð af Ren- ault. Helztu gerðirnar af Renault eru þessar: Renault 4, sem búinn er að vera nokkuð lengi á ferli, bú- inn aðeins 30 hestafla vél en mjög sparneytinn. Renault Rodeo, sem er hliðstæða við Citroen Mehari, ætlaður fyrir eyðimerkurakstur. Renault 5, sem er um 38 hestöfl SAE. Renault 6, sem er nokk- uð stærri, með 52 ha vél. þá kem- ur milliflokkurinn: Renault 12, 55 hestöfl og mun rfkulegri að útbúnaði. Renault 15—17 er eins- konar sportútgáfa, talsvert frá- brugðinn f útliti, tveggja dyra,1 með 66 hestafla vél, eða 99 hest- afla f stærri útfærslu. Þar að auki er sérútgáfa af þeirri gerð: Ren- ault 17 Gordini með 128 hestafla vél, 180 km hámarkshraða og góðu viðbragði. Renault 16 er bú- inn að vera nokkuð lengi f fram- leiðslu, bfll f milliflokki, aftur- byggður og með framhjóladrifi eins og allir hinir. Vélin þar er 71 hestafl. Og þá kemur að þvf bezta, sem Renault hefur að bjóða: Hinn nýja Renault 20 með 99 hestafla, 4 strokka vél og hámarkshraða 165 km á klst. og loks Renault 30, sem er sá eini með 6 strokka vél, 144 hestafla SAE og hámarkshraða upp á 185 km á klst. Viðbragðshraði er ekki upp gefinn, en drifið er á fram- hjólunum. Umboð fyrir Renault á Islandi hefur Kristinn Guðnason h/f. Renault 15/17. Útlit sportblls, frumleg og falleg innrétting, en vélarstærBin ekki nóg til að um sé a8 ræ8a neitt sem nálgast alvöru sportbll. Umhverfis- vernd Framhald af bls. 3 að allar timburbyggingar voru bannaðar í bænum árið 1915. Hræðslan virðist ekki úr sög- unni, þó að reynslan af bruna- tjónum siðustu áratuga sýni, að timburhúsum er litlu hættara við bruna en öðrum húsum — og gerfiefni I nýjum húsum, sem mynda eiturloft við bruna, gera þau í vissum tilvikum miklu hættulegri. Tilkoma hita- veitunnar og það, að ekki er lengur farið með lifandi eld ræður miklu um þessa breyt- ingu. Aðrir fordómar eru t.d. þeir, að timburhús séu ekki eins tæknilega góð og steinhús. Sumt er rétt eins og lélegri einangrun, sem þó er litið vandamál með hinni ódýru varmaorku. Aðra vöntun t.d. lélega hreinlætisaðstöðu má vanalega bæta á auðveldan hátt. Annað mál er svo það, og kannski ekki eins vel þekkt, að timburhús hafa ýmsa kosti fram yfir steinhús, svo sem betri rakahlutföll og betri jarð- skjálftastæðni. Tillögur um framkvæmdaatriði f verndunarmálum í framanrituðu hafa verið leidd rök að mikilvægi gamla bæjarins umhverfislega og sem sögulegur grundvöllur hálfrar þjóðarinnar. Viðhald og lagfæringar á þessu gamla hverfi er vanda- samt verk og þarf til þess bæði fjármuni og sérþekkingu. Ljóst er að hinn vaknandi áhugi al- mennings dugir hér ekki einn til, heldur verða að koma til styrkir og ráðgjafaþjónusta frá borginni og Húsfriðunarsjóði. Hvarvetna erlendis er fyrir löngu komin upp ráðgjafa- og byggingahlutaþjónusta og höf- um við íslendingar t.d. notið þessarar þjónustu danska þjóð- minjsafnsins. Höfundur þessar- ar greinar telur eðlilegast aó þessi þjónusta í Reykjavik verði í umsjá Borgarminjavarð- ar. Hér skulu að lokum talin upp nokkur helstu verkefni slikrar þjónustu: — Ráðgjöf um endurnýjunar- aðgerðir. — Ábendingar um sérhæfða iðnaðarmenn. — Ilvatningar til fólks um lag- færingar á útliti húsa og um- hverfi. — (Jtvegun teikninga t.d. af gluggaskrauti og upsum. — Sala á efni i gluggasprossa, en með að hafa þá úr tekki, má festa þeim utan á heilar rúður, þar sem sprossar hafa verið fjarlægðir. — Söfnun og miðlun á hlutum úr gömlum húsum, sem eru rif- in, s.s. spjaldahurðir, skrár, krækjur, panelborð o.s.frv. > i '

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.