Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1977, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1977, Blaðsíða 12
iö sem kemur hingað ár eftir ár — sumir allt upp í sjö skipti — Gest- irnir koma bæði frá Evrópu og Bandarikjunum. Til gamans mætti geta þess að hingað kemur fólk sem búsett er í Miami, þeim Framhald á bls. 16. svo að þangað er ekki nema 4—5 mínútna gangur. Nú erum við búin að kaupa næstu lóð við hótelið I von um að geta aukið reksturinn — teikning- ar að viðbótinni eru meira að segja tilbúnar — en við látum framkvæmdir bíða enn um sinn. Við hófum reksturinn fyrst i sambandi við ferðaskrifstofu en nú er svo komið að fóik hefur sjálft samband við okkur og pant- ar pláss. Þetta er mikið sania fólk- í Tossa de Mar ð Costa Brava. Hér er Magnús Kristjánsson ásamt Evu Kristinsdóttur, eiginkonu Ólafs K. Magnús- sonar Ijósmyndara, en sín hvorum megin við þau standa fararstjórar hjá Sunnu. Til Vinstri: Hótel Hekla I Tossa de Mar, sem Magnús Kristjánsson á og rekur. Til hægri: Leyfar af rómverskum kastala eru meðal þess sem fyrir augu ber I Tossa. Að neðan: Verttð I Tossa og bað- ströndin þétt skipuð. Hótel Hekla blasir við eitt sér I hlíð- inni miðri. Ljósmyndir: Ólafur K. Magnússon. Islenz áSpá Stutt samtal við KRISTJÁNSSON í Tossa de Mar á rekur þar hótel Þeir munu ekki vera margir tslendingarnir, sem hafa lagt fyr- ir sig hótelrekstur á erlendri grund, hvorki í stóruni eða smá- uin stfl. Við höfðum þó spurnir af einum, nefnilega Magnúsi Krist- jánssyni, sem rekur lítið hótel f Tossa de Mar á Spáni, nánar til- tekið á Costa Brava, um 13 km frá Lloret de Mar, sem margir íslend- ingar munu kannast við, þvf þangað eru skipulagðar ferðir héðan á vegum ferðaskrifstofa. Nú er það svo, að til munu þeir hórlendis sem sækjast frekar eft- ir því að dveljast á rólegum stað f Suðurlöndum en f mannmergð og skarkala sem fylgja oft stóru hótelunum, ekki síst eldra fólk, sem njóta vill veðurhlfðunnar og þá ef til vill frekar snemma vors cða sfðla hausts, þegar hitinn er ekki hvað mestur. Við náðum tali af Magnúsi til að spurja hann frekar um hann sjálfan, hver hafi verið tildrög þess að hann hóf þennan rekstur og hvernig honum væ/i háttað. Magnús er sonur Kristjáns Magnússonar listmálara, sem gat sér gott orð á listasviðinu, ekki aðeins hérlendis heldur einnig erlendis, en dó f blóma Iffs sfns 35 ára að aldri. Móðir hans er Klara Helgadóttir, aðstoðargjaldkeri hjá Landsfmanum. Magnús er stúdent frá Menntaskóianum á Akureyri en stundaði eftir stú- dentsprófið myndlistarnám f Bandarfkjunum. ,,Ég var farinn að selja nokkuð af myndum minum í Bandaríkj- unum áður en ég fór þaðan, sagði Magnús en milli þess sem ég mál- aði fór ég til sjós með föðurbróður minum og fiskaði á Kyrrahafinu og þannig áskotnaðist mér nokk- urt fé. Ég fór til Spánar, ferðaðist þar um og málaði og kom þá m.a. til Tossa de Mar. Mér féll staður- inn svo vel að ég ákvað að setjast hér að og hef búið hér siðan eða f tæp 18 ár og uni mér vel. Ég er kvæntur spænskri konu, Dolores Baqué og við eigum þrjú börn, Fransescu sem er 17 ára, Kristján 13 ára og Pedro 5 ára. Við rekum þetta hótel saman fjölskyldan en fáum aðstoðarfólk á sumrin. Húsið þar sem við rekum hótel- ið var upphaflega einbýlishús en nú höfum við gert á þvi miklar breytingar og lagfæringar þannig að nú höfum við 12 rúmgóð tveggja manna herbergi fyrir gesti. Tossa de Mar er litið þorp, sem ekki hefur glatað sfnum uppruna- lega spánska blæ. Þar eru þröng- ar götur og rólegt líf, ibúarnir um 2000 á veturna en auðvitað tölu- vert um ferðamenn á sumrin. Upp frá voginum, sem þorpið stendur við er allhátt fjall en þar i hliðinni er hótelið okkar. Það er þó ekki lengra frá ströndinni en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.