Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1977, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1977, Blaðsíða 2
Trausti Valsson arkitekt UMHVERFISVERNDUN 1 grein þessari er sagt frá ýmsum þeim atriðum, sem liggja að baki hugmyndum um umhverfis- verndun og rakin sú stðrstíga þróun, sem orðið hefur og er að gerast. Aðalástæðan fyrir Iitlu gengi umhverfisverndar sjónarmiða, hér á landi, er hégómlegt sögumat, sem kemur t.d. fram í sífelldu tali um „merka menn“ og „merkar stofnanir“. Húsum og öðrum minjum um starf og baráttu almennings frá örbyrgð til borgar- menningar er lítill sómi sýndur, en hégóminn nær aftur á móti svo langt, að keypt er eitthvert erlent postulín, — sem hvergi snertir sögu Reykjavíkur —, fyrir milljónir. Flestir óska þess nú, a8 brekkan vi8 Lækjargötuna — Bernhöftstorfan þar me8 talin — geti veriS áfram I þeirri mynd sem vi8 höfum vanizt og hér má sjá. Umhverfi er spegilmynd af sjónarmiðum hvers tíma. Mótun alls umhverfis okkar er háð sjónarmiðum og verð- mætamati hvers tíma. Verð- mætamatið velur mótununni farveg. Á gagnstæðan hátt veit- ir byggt umhverfi okkur mjög nákvæmar upplýsingar um sögu og sjónarmið núverandi og genginna kynslóða. Með dálít- illi söguþekkingu og þekkingu á nokkrum táknum og einkenn- um í mótunarfræðum, verður umhverfið; hús, borgir, munir, klæðnaður að ótæmandi og heillandi lestrarefni. Hér verða ekki tök á að rekja nákvæmlega bakgrunn ýmissa menningarlegra hræringa i þjóðfélaginu, en þó verður drepið á ýmis atriði þessu við- víkjandi í textanum. Til skýr- ingar má minna á, að margir frægir arkitektar hafa á þessari öld orðið til að draga fram og túlka lifsskilning heilla þjóða með byggingaháttum og -formi. Einna þekktast af þessu tagi eru byggingar Mies van der Rohe i Bandaríkjunum, er túlka einfaldan og skrautlaus- an „elegans" og rökhyggju. Venjulega eru hinar almennu skoðanir sjálfgefnar fyrir hönnuði og breytast aðeins á margra ára eða áratuga fresti. Nú á síðustu 10—20 árum hafa verið að gerast grundvallar- breytingar á afstöðunni til ný- tízkulegs og gamals í svipmóti borga, og á aðeins 7—8 árum, eða síðan Bernhöftstorfan kom til umræðu, hefur orðið grund- vallarbreyting I afstöðunni til gamalla húsa i Reykjavík. í eftirfarandi rabbi verður reynt að gera grein fyrir ýms- um þáttum í skoðunum á lífs- formi og umhverfi. Vmis atriði úr stöðu þessarra mála hér á landi verða rakin og skírskptað til dæma úr gamla bænum. Taka verður fram, að vegna brotakenndra gagna um byggðarþróun I Reykjavik er líklegt að villur leynist i þessari ritgerð hvað varðar einstök atriði eða einkenni. Hugtökin umhverfi og umhverfisverndun I nútíma skipulagsfræðum er mikil áhersla lögð á að nota beri orð sem eru ekki I sjálfu sér takmarkandi t.d. að tala ekki um húsaskipulag heldur umhverfisskipulag, þannig að skýrt komi fram að hönnunin og ábyrgðin nái einnig til garð- svæða, girðinga, hávaða, holl- ustu o.s.frv. Þannig var það vill- andi að tala um húsaverndun á evrópska arkitektúr-verndar árinu. Þessi vikkun hugtakanna kemqr fram í aukinni áherslu á heildaryfirbragð og einnig er varðar mikilvægi allra hluta umhverfisins svo sem gróðurs, ljósastaura, kantsteina, götu- yfirborðs o.s.frv. Mat nútímans á gömlu umhverfi í Reykjavík Breytingarnar á verðmæta- mati á gömlu umhverfi í Reykjavík eru ótrúlegar. AUar tillögur um skipulag í miðbæn- um byggjast fram til um 1960 á nær algjöru niðurrifi. Til fróð- leiks eru sýnd hér þrjú dæmi. Á bls. 3 er sýnt skipulag Lækjargötubrekkunnar frá 1946, eða um það bil. Myndinni var ætlað það hlutverk að sýna að Menntaskólinn gæti ekki staðið þar vegna þess hann væri of lítill. Einar Magnússon, þá menntaskólakennari ritaði greinar í blöð og hefur e.t.v. með því forðað óhappi. Á bls 3 má sjá skipulagshugmynd um umhverfi Tjarnarinnar úr samkeppni um Tjarnarsvæðið frá um 1955. Allar tillögurnar munu hafa gert ráð fyrir niður- rifi húsanna i kringum Tjörn- ina, en þetta umhverfi teljum við einhverja fegurstu perlu okkar i dag. Þessi dæmi eru ekki til að bera hnjóð á einstaka menn eða arkitekta, því að nær allir virð- ast hafa verið með á þessum skoðunum og forsendan um hátt nýtingarhlutfall var arki- tektum að sjálfsögðu ekki sjálf- gefin. En þessi dæmi eru lærdóms- rik og ættu að vera nokkur sönnun efagjörnum, um að ým- is, e.t.v. ekki eins mikilvæg hús eða svæði, geti átt meira gildi, en þeim virðist við fyrstu sýn. Einnig minna þessi dæmi okk- ur á hversu stutt er siðan við lærðum að meta þelta gróna og hlýja umhverfi og því eðlilegt að ekki sé enn vaknaður alveg fullur skilningur hjá almenn- ingi á þessum málefnum. Ekki verður rakið hér hvern- ig þróun þessara mála hefur gengið fyrir sig í einstökum atriðum, en fullyrða má, að þrátt fyrir slæma útkomu i Aðalskipulagi Reykjavíkur frá 1962 hafa dönsku skipulags- mennirnir valdið hugarfars- breytingu að nokkru. En hvað olli þessari blindu? Hér kemur margt til, en sjálf- sagt er stærsta atriðið, að þjóð- in hafði búið við fátækt og er nú orðin rík, vildi sjá verkleg merki um sigur sinn i „glæstum höllum" og standa yfir rústum alls þess er minnti á fyrri tíma. Unga kynslóðin aftur á móti, sem þekkir ekki skort þessarra tíma getur notið fegurðarinnar og einfaldleikans í gömlum byggingum. Kynslóðaskiptin eru lika mjög skýr í afstöðunni til gamalla húsa. Það er fróðlegt að athuga það mat sem gildir í túlkun á is- lenzkri sögu og reyndar er það af likum toga og neikvæð af- staða gegn einföldum bygging- um og hefur eflaust ýtt þar undir. Mjög áberandi er í sögubók- um draumórakennd dýrkun á fornöldinni (plús ættartölur) og einnig hafa sloppið inn höfðingjar og „lifið á baðstofu- loftinu". Frá bjargarlitlu lifi al- þýðunnar í gegnum aldirnar er litið sagt og varla nokkuð frá þéttbýlismenningunni þó að fksíir núlifandi íslendingar séu þar upprunnir. Sýningar- salir Þjóðminjasafnsins eru tal- andi tákn um þessa söguskoð- un. En hvað veldur þvi þá, að þetta verðmætamat er að breyt- ast? Eitt stærsta atriðið er án efa það, að veruleikinn og hall- irnar urðu ekki eins glæstar og draumar stóðu til. Þvert á móti er um fátt meira talað nú en ljóta steinsteypukassa og köld og sálardrepandi ibúðarhverfi, og er nú svo komið, að það er keppikefli mjög margra að búa í gömlum húsum og gömlum hverfum. Breytt skoðun á lífsinnihaldi Skylt þvi sem var rætt um hér að framan og styður það, er breytt skoðun ungs fólks á lífs- innihaldi. Aðalatriði þessara skoðana hafa flutzt hingað frá erlendum iðnríkjum, þar sem aðstæðurnar eru miklu skarp- ari en hér. Með nýtizku at- vinnuháttum er fólkið orðið nánast eins og hjól i vél og býr einangrað f íbúðarbáknum nán- ast eins og í geymsluhólfum. Þetta fólk litur með öfund til þeirra tima, er hver maður út- hugsaði, smíðaði og seldi sjálf- „Mjög ðberandi er I sögu- bókum draumórakennd dýrkun d fornöldinni. . . Frð bjargar- litlu lífi alþýSunnar t gegnum aldirnar er litiS sagt og varla nokkuS frð þéttbýlis- menningunni þó að flestir núlifandi íslendingar séu þar upprunnir. Sýningarsalir ÞjóS- minjasafnsins eru talandi tðkn um þessa söguskoSun."

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.