Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1977, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1977, Blaðsíða 5
Þessi mynd eraf SR. BENEDIKT 1 ð Grenjaðarstað, ðsamt seinni konu hans, frú ÁSTU 2, móður hans, SIGURLAUGU SÆMUNDSDÓTTUR 3, GUÐBJORGU 4 bróðurdóttur hans frð Snæringsstöðum. sem seinna varð húsfreyja I Flensborg, gift Ögmundi Sigurðssyni skólastjóra þar. Ennfremur eru ð myndinni börn hans öll, sem upp komust og eru hér talin eftir aldursröð: Meðfyrri konu: KARÓLÍNA 5 kona Helga Jóhannes- sonar I Múla. Hún heldur ð REGlNU 6 dóttur sinni. GUÐRÚN 7 ógift. HANSÍNA 8, kona Jónasar Kristjðns- sonar. BJARNi 9. kaupmaður, póstafgreiðslumaður og gestgjafi ð Húsavik, kvæntur Þórdfsi Ásgeirsdóttur frð Knarrarnesi ð Mýrum. INGIBJÖRG 10, gift Friðrik Stefðnssyni bónda ð Hóli I Fljótsdal. Með seinni konu: KRISTJÁN 11, gullsmiður ð Kópa- skeri og Húsavik. REGÍNA 1 2, fyrri kona Guðmundur Thoroddsen prófessors. ÞÓRARINN 1 3, dó uppkominn við nðm. BALDUR 14, sjómaður, flutti til Vesturheims. JÓN 1 5, læknir og tannlæknir i Reykjavík, kvæntur Ellen, tannlækni dóttur G. Jensen. vegamðlastjóra i Borgundarhólmi i Danmörku. SVEINBJÖRN 1 6, kv. Elinu Stefðnsdóttur. ÞÓRÐUR 1 7. kvæntur Önnu, dóttur Olaf Hansen, bónda ð Grundmosegárd, Norður- Sjðlandi, Danmörku. Af bömum sr. Benedikts er nú Þórður Benediktsson einn ð lifi. Hann var einn af aðalhvatamönnum að stofnun Sambands Islenzkra berklasjúklinga, SÍBS, og byggingu vinnuheimilisins að Reykjalundi og hefur nú Iðtið af farsælu starfi þar, en það er ekki lltill skerfur sem þeir frændur og fóstbræður, Jónas Kristjðnsson og Þórður Benediktsson hafa lagt til llknarmðla hérð landi. Móðir Jónasar Kristjðnssonar var Steinunn Guðmunds- dóttir, bónda I Kirkjubæ I Norðurðrdal. Var hún föður- systir Sigurðar Nordal, prófessors. Benedikt Kristjðnsson frá Snæringsstöðum nam bú- fræði I Noregi og varð um tlma skóiastjóri ð Eiðum, seinna bóndi ð Þverð I Öxnafirði. Jóhannes bróðir hans bjó um tima á Fljótsdalshéraði, kvæntist þar, en fluttist svo vestur um haf. Börnin ð Snæringsstöðum, sem fóru vestur um haf 1888 hétu: Kristján, Guðmundur, Frlmann og Ingibjörg. dauða og ráðstöfun barnanna á Snæringsstöðum. Nú er aftur orðið bjart yfir öllu á Grenjaðarstað og sr. Benedikt hefur öðlast kjark og gleði á ný og Asta húsfreyja samþykk- ir bón manns sfns um hjálp til að taka þau f jögur fósturbörn að sér. Þá er búið að fylla aftur f hið stóra skarð, sem kom f barnahópinn fjórum árum áð- ur. Nú líða árin og öll eru börn- in studd áfram til mennta og starfs, og ég er viss um að það hefur verið mikið gleðiefni fyrir sr. Benedikt að hjálpa og styðja Jónas til læknanáms. Þeir voru báðir búnir að reyna sorgina og vonleysið yfir að ekki var hægt að lfkna ástvin- um þeirra. 13 árum sfðar, árið 1901, lýk- ur Jónas læknanámi, og giftast þau frændsystkinin Hansfna. dóttir sr. Benedikts, og Jónas og flytjast austur f Fljótsdals- hérað og hef ja sinn Ifknarferil þar... A þessum fyrstu árum Jón- asar sem læknis ræðst til hans stúlka að nafni Rebekka Ólafs- dóttir frá Mjóanesi á Fljóts- dalshéraði. Hún aðstoðar við hjúkrun og aðgerðir ýmisskon- ar, og þegar þau flytjast til Sauðárkróks, þá fylgir hún þeim þangað. Þar tekur hún að sér að sjá um matargerð alla á heimilinu og fer f eanu og öllu eftir fyrirsögn Jónasar. Eftir þvf sem hann kynnist náttúru- lækningafræði, þá sér Rebekka um þá hlið á heim- ilishaldinu, og þar með er hún fyrsta kona hér á landi, sem framreiðir náttúrulækninga- fæði. Jónas var svo mikil persóna, að það hefnr verið ofviða einni konu að framkvæmda óskir hans og hlynna að öllu þvf fólki sem til hans leitaði um hjálp, en það starf, sem Jónas, Hansfna og Rebekka unnu og lögðu grundvöll að, er enn fram haldið hér á þessum stað, og má það vera mikið gleðiefni fyrir þau hversu vel hefir tek- izt til með framhaldið. Öllu þvf fólki, sem að stendur þökk- um við og biðjum guð að biessa þetta heimili um ókom- in ár. wm krækiber / Omagar Oft hefur verið um það talað, hvað við höfum það gott, húsmæður, þegar börnin eru komin vel af höndum, við getum þá ráð- ið tíma okkar að mestu leyti sjálfar, það væri helzt, að við þyrftum að hafa kvöldmatinn á vissum tfm- um, því að þá koma oftast allir i einu heim að borða. En þetta er nú reyndar ekki svona. Þaö er eins og manni leggist alltaf til ein- hverjir ómagar að hugsa um. Má þar til nefna fulg- ana, fiskana, hamsturinn, hundinn, köttinn, bilinn og gerilinn. Það er nú einhvernveg- inn svoleiðis, að þó að börnin eigi að kallast eig- endur húsdýranna, kemur það langoftast i hlut hús- móðurinnar að bera ábyrgð á þessum skepnum. Langt er nú frá, að ofan- taldar tegundir séu allar til á minu heimili, en núna i rúmt ár hef ég þurft að hugsa um kött að miklu leyti. Hver ætli hugsi svo sem fyrir þvi annar en ég, að alltaf sé til fiskur í húsinu handa kisu. Og þetta etur nú ekkert smáræði heldur. Oftsinnis hef ég flaskað á því og ekki keypt nógu mikið t.d. yfir helgi. Svo er nú svo sem ekki sama, hvernig fiskurinn er. Nei, kettir láta nú ekki bjóða sér upp á allt, sem okkur mönnum er boðið upp á hér i fiskbúðunum. Sé kötturinn ekki ánægður með fiskinn, sem keyptur var handa honum yfir helg- ina, emjar hann frekar af hungri en snerta við hon- um. Þetta er svo þrjóskt. Ekki er ég svo minnis- góð að muna alltaf á stundinni eftir að sjóða nvian fiskskammj, þegar soðna fiskinum, sem geymd er inni i isskál og á að endast svona i tvo daga. En þegar í Ijós kemur að skálin er tóm og kisa vælir af hungri. rýk ég i að sjóða gadd- frodinn fisk út úr frysti- hólfinu. Ég set hann í kalt vatn og hugsa með mér, að suðan komi nú ekki alveg strax upp og fer að gera eitthvað annað. En varla bregzt það, að eftir stutta stund sýður upp úr pottinum — og allir vita nú, hve sú lykt er góð, sem gýs upp, þegar fisksoðið brennur á eldavélarhellun- um. Þegar uppþvotti er lokið á mannaílátum, tekur við uppþvottur á kattardöllun- um- og við þrifin i húsinu bætist það, að nú þarf að skipta á kattarsandi og kattakassa. Svona var þetta búið að ganga í heilt ár, þegár ann- ar ómaginn bættist við: kefirgerillinn frægi, sem okkur var gefinn i desem- ber s.l. Á honum verður að skipta og hann verður að baða eins og smábarn á hverjum degi. Oft hef ég haldið, að nú . væri öllum daglegum skyldustörfum á heimilinu lokið og ég gæti sezt róleg við sjónvarpið með handa- vinnuna mina, en þ'á hef ég hrokkið illilega við: Ég er ekki búin að skipta á gerlinum. Og fram i eld- húsið þýt ég, tek könnuna ofan af isskápnum næ i sigtið og hina könnuna, sigta ofan i hana og hræri varlega meðfram gerlinum með plastsleif til þess að meiða hann nú ekki, set hann þvinæst í bað i sigt- inu undir kaldri vatnsbunu Framhald á bls. 16. eftir • • Onnu Maríu Þórisdóttur ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.