Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1977, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1977, Blaðsíða 4
J V. Líf Tþögu líknar og hjölpar Bríet Bjarnadöttir skrifar um braut- ryðjandann Jönas Kristjönsson og hve litlu munaöi að hann flyttist til Vesturheims ________________________r Jónas Kristjánsson. læknir. Bærinn a8 Grenjaðarstað. Þar er nú byggðasafn Suður- Þingeyjarsýslu. Hús Jónasar Kristjánssonar læknis á SauSárkróki. Þegar ég kom hingað á heilsuhælið fyrst árið 1964, fannst mér ég koma á gestrisið heimili, þar sem maður var boðinn velkominn, bæði f orði og verki, sem persðnulegri hlýju húsráðanda, læknis og af öllu starfsfólkinu, sem var þá og er enn óvenjulega elskulegt og samstillt f að gera okkur öllum dvölina hér árangurs- rfka og gleðilega. Fyrir það ber okkur að þakka og ég veit að þar mæli ég fyrir munn okkar alira sem notið höfum. Ein af fyrstu kvöldvökum, sem ég var hér á er mér sér- staklega minnisstæð. Þá var hér stödd norðlenzk frú, Sigur- björg Guðmundsdóttir, bónda frá Holti í Svfnadal, sfðar hús- freyju á Veðramóti f Skaga- firði. Hún sagði frá mörgu merkilegu og þar á meðal þá sögu, sem ég ætla nú að segja. Sigurbjörg sagði: „Við sem hér erum nú og fáum að njóta brautryðjenda- starfa Jónasar Kristjánssonar, hins merka mannvinar og læknis, vitum ekki öll hve litlu munaði að hann hefði fluzt til vesturheims á unga aldri. En það heyrði ég þegar ég var ung heima f föðurhúsum. Það var árið 1881 þegar Jón- as var 11 ára gamall, að Stein- unn móðar hans deyr, aðeins 40 ára að aldri, frá átta börn- um og manni sfnum. Móður- missirinn fær mjög mikið á Jónas og f sorginni heitir hann þvf að verja lífi og kröftum til lfknar og hjálpar öllum þeim sem þjást. Erfiðir tfmar hafa það verið hjá Kristjáni föður Jónasar, þau ár, sem nú fóru f hönd, og sjö árum eftir lát konu sinnar deyr hann, árið 1888, þá 56 ára. Nú standa börnin ' á Snæringsstöðum uppi for- eldralaus, en sfðasta bón Kristjáns til sveitunga sinna var að þeir hjálpuðu börnum hans að vera saman og búa áfram". Nú breytist rödd Sigurbjarg- ar og hún segir með þunga: „Sveitungarnir brugðust nú ekki betur við en svo, að jörðin var seld og börnin átti að senda vestur um haf til Kan- ada. Föðurbróðir Jónasar og þeirra systkina, sr. Benedikt Kristjánsson á Grenjaðarstað f Suður-Þingeyjarsýslu fréttir þessa ákvörðun og bregður skjótt við, rfður vestur og sæk- ir fjögur barnanna og flytur heim með sér og tekur þau til sfn sem fósturbörn. Börnin voru: Jónas, Benedikt, Guð- björg og Jóhannes." Svo endar Sigurbjörg sögu sfna á þessa leið: „Það má að vissu leyti þakka sr. Benedikt fyrir það að ís- lenzka þjóðin fékk að njóta starfs þessa mikilhæfa manns, og þeirra systkina." Nú fór ég að hugsa lengra aftur og mundi þá eftir ann- arri sögu sem mér var sögð þegar ég var ung f föðurhús- um, og er óvfst hvernag farið hefði ef þessir tveir atburðir hefðu gerzt á sama ári. Það var fjórum árum áður, eða árið 1884. Séra Benedikt er prestur og býr stórbúi á Grenjaðarstað ásamt fyrri konu sinni, frú Begfnu Hans- dóttur Sívertsen, kaupmanns úr Reykjavfk. Þau eiga þá nfu börn, glaðan og fallegan hóp. Þetta ár var harðindaár og mikil veikindi f norðlenzkum sveitum, skæður mislingafar- aldur geysar þá, og áður en árið er liðið er húsfreyjan unga og f jögur bárnanna dáin. Þetta varð svo mikið áfall fyrir sr. Benedikt, að hann ætl- aði ekki að geta risið undir þeim sorgarþunga — og allt er að fara úr skorðum á þessu mannmarga stórbúi. Þá kemur einn vina sr. Benedikts til hans og biður hann að reyna að gefast ekki upp. öll sóknarbörnin vildu reyna að hjálpa honum, en þessi vinur hans vissi að ekki mundi létta nema ný hús- freyja kæmi á staðinn. Hann segir sr. Benedikt að norður á Vfkingavatni í Kelduhverfi sé ung heimasæta þróttmikil og vel menntuð, ógefin, og leggur nú að sr. Benedikt að leita til þessarar konu um hjálp. Þessi kona var Asta Þórarinsdóttir og hafði verið eitt af fyrstu fermingarbörnum sr. Bene- dikts, þegar hann var prestur á Skinnastað. En Ásta hafði frétt um harm prestsins og skrifað honum samúðarbréf. Þegar þetta gerðist er sr. Benedikt 44 ára en Ásta 26, og með samúðarkveðjuna í huga áræðir hann eftir nokkra um- hugsun að gjöra sem vinur hans hafði bent honum á. Hann skrifar Astu, og hálfu ári sfðar eru þau gift. Þessi unga kona kom með lffið og birtuna f Grenjaðar- staðabæinn fyrir manninn sinn, fósturbörnin og öll hjú- in. Tvö börn voru þau frú Ásta og sr. Benedikt búin að eignast þegar fréttin berst frá bróður- Hanslna Banediktsdóttir, kona Jónasar. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.