Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1977, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1977, Blaðsíða 9
Auðasætið. Kolteikningarnar fjórar eru allar eftir Alfreð Flóka Næturgestir. Kerið nefnist önnur mynd, en i henni situr Irena, fjórtán ára, og fyrir framan hana er ker með ösku látins manns. Drama- tisk spenna er f þessari mynd likt og Eggi Kólumbusar. t Auða sætinu sjáum við túlkun svipaðra hugmynda og f Nætur- gestum. Varúlfskjaftarnir eru þar tveir. Konan kreistir ormliminn svo að sæðið drýpur úr honum. 1 fjarska sjáum við tré og tungl. Höfuð mannsins er líkt skreytingu á vegg hússins. Það er meiri myndrænn einfaldleiki f þess- ari mynd en f flestum svart- krftarmyndunum. Um Veru segir Flóki að hún hafi orðið til eftir að hann las um konu f Rúmenfu sem myrti elskhuga sfna og geymdi þá f kistu niðri f kjallara hjá sér. Hann segist lfka hafa haft Elfsabet Bathory f huga, en hún baðaði sig f blóði sex hundruð sveitastúlkna. Einnig var honum ofarlega f huga minning Christinu Belgiojso sem skáldin Heine og Alfred de Musset hrifust af og eltu á röndum. Eg hlakka til að hitta þessar konur á astralplan- inu, segir I'lóki. 1 Boltaleik sjáum við aftur kýklóp sem bendir á sköp konu og nálægur er einnig högg- ormurinn. Það er mikið f þessari mynd, fólk og tákn. Stúlkubarnið sem leikur sér að bolta (auga) f vinstra horni myndarinnar eykur á draumkennda minninga- stemningu verksins. Ilér eins og f flciri myndum erum við leidd inn f heim sagna og ævin- týra. í Trúvillingnum eru áhrif frá lestri, myndina mætti kalla hugleiðingu um syndafall. Maðurinn á myndinni er gnostfker, einn hinna frumkristnu, en óráðlegt er að lesa úr myndinni ákvcðin tákn. Pennateikningarnar Leikir furstans, Garður Cordelfu og Bðnorð galdramannsins eru meðal nýjustu verka Flóka. Vandirkni hans og nostur við smáatriði koma vel f ljós f þess- um myndum. í Garði Cordelfu brýst andlit girndarinnar gegnum múrvegg. Það er af- myndað, andstæða frfðleiks konunnar á myndinni, blóms- ins og trésins sem einnig er kerti. í Bónorði galdra- mannsins er egglaga höfuð með salamöndru og trjágrein lostans. Egglaga höfuð eru ein- kennandi fyrir Flóka. Stundum brotnar skurnin og þá blasir við hreiður (Næturgestir)/ En höfuð taka á sig ýmsar myndir og stundum eru þau sjálfstæð- ar skreytingar (Auða sætjð). Ekki er unnt að gera sér grein fyrir myndlist Flóka án þess að hafa nasasjón af þvf sem hann les, bókmenntalegum tengslum hans. Flóki hefur alltaf verið sflesandj. Á undan- förnum árum hefur hann til dæmis lesið sér til skemmtunar og uppbyggingar verk skáldsins og særingamannsins Alistairs Crowleys. Biblfu Crowlcys og félaga hans í Golden Dawn er hann óhræddur við að hafa f skápnum hjá sér, enda þótt sagt sé að hún boði ógæfu f húsi. Þetta er stór brún bók með eftirfarandi titli: The Sacred Magic og Abra-Melin, the Mage As Delivered by Abraham the Jcw Unto IIis Son Lamech, A Grimoric of the Fifteenth Century. Galdrabækur á Flóki margar og kann skil á þeim fræðum. Ilann minnist á svarta rómaninn (Roman noir) með höfundum eins og De Sade markgreifa, Pétrusi Borel sem kailaður var varúlfurinn og M.G. Lewis sem kenndur var við sögu sfna Munkinn. Flóki ann þessum skuggadrengjum liðinnar aldar eins og hann kallar þá og hagnýtir sér hug- myndir þeirra í myndum sfnum. Hann gleymir ekki heldur að lesa reglulega Golem eftir gyðinginn Gustav Meyrink og nefnir Ifka með hrifningu nafn II.P. Lovecrafts. Hann ráðleggur öllum að lesa Meistarann og Margaretu eftir Rússan Bulgakov, bók sem er ádeila á Sovétrfkin. Þrfr skuggadrengir koma til Moskvu og valda óróa: djöfullinn sem er hávaxinn feitur og dökkur yfirlitum; sláni f stórköflóttum fötum og stór feitur högni sem gengur á afturfótunum og reykir vindla. Sænsku skáldin Erik Johan Stagnelius, Gunnar Ekelöf og Bertil Malmberg eru meðal uppáhaldsskálda Flóka. Hann tekur fram að það séu einkum Ijóðin sem Bertil Malmberg orti eftir heilablóðfallið sem höfði til hans. Þau eru djöful- leg og kynæsandi, segir Flóki. K vikmy ndamenn eins og Pasolini eru Ifka f þessari eftir- tektarverðu hirð, einkum geðjaðist Flóka vel að myndinni Hundrað og tuttugu dagar Sódómu. Judex, hryllingsmynd Franju, er Ifka nefnd með aðdáun og hin þögla mynd Dreyers: Blóðsugan. Djöfullinn er einn af helstu hljóðfæraleikurunum á meðal okkar, bætir Flóki við, hann spilar á orgelið. Af nútímahöfundum nefnir Flóki sérstaklega Svfann Gustaf Adolf Lysholm sem lýsir með eftirsjá liðnum tfma. Það snertir streng f brjósti Flóka, tregi er honum að skapi. Flóki flytur manna best Ijóð og á góðra vina fundum les hann eftirmæli danska skáldsins Johannesar Jörgensens um Frakkann Paul Verlaine f þýðingu Magnúsar Asgeirs- sonar: Draumaskáld við skál og dufl, skuggahrafn og vfsdómsugla: Húmið var þinn huliðskufl, hlff gegn státi dagsins fugla. í ljóðinu stendur Ifka um Verlaine að nóttin hafi vcrið virki hans og hús og getyr það einnig gilt um Flóka og list hans. Flóki er smekkmaður á Ijóðlist og kann betur við sig með skáldum en myndlistar- mönnum. Hann hefur orðið mörgum að yrkisefni. Dagur Sigurðarson hefur skráð draum Flóka og birtist hann f bókinni Frumskógadrottnfngin fórnar Tarsan (1974). Þar nefnist hann Endurfæðfng: Á elleftu stundu rfs Flóki upp, fer f loðkápu mikla og setur upp loðhúfu, geingur út. Jörð cr snævi þakin og himinn- inn frostblár. Hann strunsar framhjá úlfunum sem sofa tryggir frammá lappir sér við dyrnar. Ilann geingur lángar götur léttum skrefum. Túnglskinið sýngur. Ilann geingur niður djúpar kjallaratröppur, op'nar dyr og fer innf vertshús. Skrýtið hvað negiurnar á mér eru lángar, hugsar hann. Við borð á miðju gólfi situr krypplfngur grettur og hámar f sig súpu. Flóka verður starsýnt á súpuna. Uppúr henni stendur klofin túnga. — Ilvað ert þú eiginlega að borða? spyr Flóki hissa. Maður- inn glottir og svarar:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.